Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER 1991 31 Minning: Brynjólfur Lárusson Það var yndislegur dagur sem rann upp 9. nóvember síðastliðinn, blankalogn, snjór á jörðu, himinninn heiðskír og tær. Þetta var dagurinn þegar Binni frændi var kvaddur. Kirkjan á Bolungarvík var troðfull, flestir Bolvíkingar mættir ásamt okkur hinum sem komum að sunn- an. Eftir minningarathöfnina var farið út á sjó, veðrið var farið að æsa sig og báturinn valt aðeins, við sigldum þangað sem Binni fórst á Sómabátnum Sunnu og köstuðum blómum út á hafið, þessi athöfn var eins og lítið ævintýri. Binni var móðurbróðir minn og giftur Huldu Margréti Þorkelsdótt- ur eða Huldu Möggu eins og hún er kölluð fyrir vestan. Ég gleymi því aldrei þegar Hulda Magga og Binni byijuðu saman, hún var 15 ára en Binni 19 ára, ég var svo yfir mig hneyksluð, af því að mér fannst Binni vera orðinn stór maður en Hulda Magga bara smástelpa eins og ég, því við erum jafnaldra. Nú þegar Hulda Magga er orðin ekkja aðeins 34 ára gömul þá dáist ég að hve dugleg hún er. Það var ekkert mál hjá henni að hýsa okkur öll sem komum að sunn- an, hún huggaði okkur og sagði sögur og brandara af Binna, svo Fæddur 2. ágúst 1959 Dáinn 28. október 1991 Það er erfitt að sætta sig við leikslok þegar náinn vinur fellur frá. Þetta upplifði ég þegar fréttir bárust um að Mímir RE 3 hafi far- ið niður í Hornafjarðarósi. Með óþyrmilegum hætti var minnt á hversu lítils megnug við oft erum. Fyrstu viðbrögð voru reiði og beiskja. En um leið sóttu að minn- ingar um skemmtilegar og ógleym- anlegar stundir með Þórði og Beggý. Upp í hugann komu minn- ingar frá skólaárunum, úr ferðalög- um innanlands og erlendis og frá ljúfum stundum heima. Það er sér- staklega erfitt að sætta sig við þetta ótímabæra kall þar sem Þórður hafði mikið til að lifa fyrir. Þórður fór ekki troðnar slóðir. Það undruðu sig margir á því að hann skyldi velja sjómennsku sem lífsstarf. Hann var góður námsmað- ur og að loknu stúdentsprófi stóðu honum allar dyr opnar. Þá lá bein- ast við að hann færi í háskólanám, enda hafði hann áhuga á mörgum fræðigreinum. Hann vissi að hann gat lagt fyrir sig hvaða fag sem var og staðið sig með prýði. En í stað þess að fara í háskóla lá leiðin í Stýrimannaskólann þar sem hann lauk prófi með hæstu einkunn í nær öllum fögum. I stöðu skipstjóra á skólaskipinu Mími sameinaði Þórður mörg áhugamál. Fyrir sex árum var hann valinn í þetta starf úr röðum reyndra umsækjenda. Hann hreppti hnossið og á daginn kom að óvana- legur bakgrunnur Þórðar gerði hann sérstaklega hæfan í starfið. Hann bjó yfir mikilli reynslu á sjó, var vel lesinn og hafði þægilega framkomu. Honum farnaðist veí í starfi, enda má segja að leiðsögn hafi verið honum í blóð borin. Af og til mátti lesa lofgreinar í blöðum frá frétta- riturum úti á landi um komu Mím- is. Þessar frásagnir fylltu félaga lians stolti. Mér varð ekki ljóst að Þórður hafði valið sjómennsku sem lífsstarf fyrr en mörgum árum eftir að hann lauk Stýrimannaskólanum. Sjó- mennska var ekki millibilsástand hjá honum. Ég hélt að hann myndi leggja fyrir sig jarðfræði, því hann hafði sérstakt dálæti á þeim fræð- um. En mér skildist að lokum að jarðfræðin skipaði ekki fyrsta sæti það var mikið meira hlegið en grát- ið. Binni var mikill músíkmaður, hann spilaði á gítar og söng, það var ekki ósjaldan, þegar við vorum yngri að við rauluðum saman. Að- eins 16 ára gamall samdi hann lag- ið Biðin og gerði einnig textann, þetta lag er eitt fallegasta lag sem ég hef heyrt. Það er einkennilegt að þetta lag er eins og samið fyrir Huldu Möggu nú í dag. Lagið var spilað af segulbandi við minningarathöfniria og var það Binni sjálfur sem spilaði og söng. Það mátti heyra saumnál detta, slík var þögnin. Tilfinningarnar voru ólýsanlegar, ég held að á þeirri stundu hafi flestir komist eins ná- lægt himnaríki og hægt er í lifanda lífi. Bolvíkingar hafa mátt þola mikið mannfall síðustu árin. Aðdáunar- vert er hvað fólkið er með hlý og stór hjörtu og lætur ekkert buga sig. Samheldni fjölskyldna og vina er mikil og getum við lært mikið af þeim. Allt of oft er hraðinn það mikill í daglegu lífi að tíminn fyrir fjölskyldu og vini er allt of lítill. Við vitum aldrei hver er næstur. Söknuður fyllir hugann nú að leiðarlokum og ég spyr mig hvað hjá honum. Þórður gerði sér grein fyrir hvaða hættur fylgja störfum sjómanna. Hann var varkár og lét öryggismál sjómanna sig mikiu varða. Það var ekki hans stíil að fara ógætilega. En þrátt fyrir það komu örlögin honum að óvörum. Þótt erfitt sé að horfa á eftir góðum vini, þá er það mikils virði að það hafi verið snarræði Þórðar að þakka að drengirnir um borð komust af. Rétt áður en brotið reið yfir hljóp Þórður út til að loka stýr- ishúsinu. í þann mund braut aldan á bátnum, hurðin lokaðist og hann náði ekki að komast inn aftur. Ég veit að Þórður hefði aldrei borið þess bætur ef hann hefði komist af en ekki drengirnir. Sú hugsun hefur oft komið upp í huga mér eftir slysið að Þórður hafi notað vel þann stutta tíma sem honum gafst til að rækta fjölskyld- una. Það var áberandi í fari hans að návist fjölskyldunnar var honum mikilvæg. Einkar náið var samband feðganna, Þórðar og Hafþórs, enda gerðu þeir margt saman. Þær voru ófáar ferðirnar um hálendið sem þeir nafnarnir fóru saman, annað- hvort tveir eða öll fjölskyldan. Vegna þess hve mikla rækt Þórð- ur lagði við fjölskylduna er áfallið enn meira, söknuðurinn sárari og sorgin dýpri. En það verður að nota tímann vel _ þegar knappt er skammtað. Ég veit að það sem Þórði tókst að miðla á meðan hann lifði mun verða fjölskyldunni styrk- ur í framtíðinni. Seint mun sá gleymast er mikið gefur. Beggý, Hafþór Örn og Heiðrún Rós, við vottum ykkur okkar inni- legustu samúð og óskum þess að Guð gefi ykkur styrk í framtíðinni. Eiríkur Hilmarsson „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni.” (Úr Spá- manninum.) I októberlok bárust mér þau voð- atíðindi að skólabáturinn Mímir hafi farist við Hornafjarðarós. Þræðir sorgar og gleði fléttuðust saman í þessu hörmulega slysi, því fimm af sjö lifðu af þessar hremm- ingar. Áhöfn bátsins, vinur minn Þórður Orn Karlsson skipstjóri og læri ég af þessari reynslu og fæ mörg svöi’. Ég veit að Binna líður vel þar sem hann er nú umvafinn fjölskyldu og vinum. Við eigum eft- ir að eiga samleið einhvern tímann, einhvers staðar. Bið ég algóðan guð að blessa minningu Binna og veita fjölskyldu hans og ástvinum huggun og styrk. Þó ég sé látinn, hannið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt ykk- ar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ókunnur) Anna Lea Björnsdóttir „Hér sit ég ein við sjóinn og hugsa út til þín ... ... en tíminn leið og þú komst ei ég bíð þín alltaf ein ...” Þetta er hluti úr texta Binna, eins og við alltaf köiluðum hann, við undurfallegt lag hans sjálfs. Mörg ár eru liðin síðan þetta var samið. Við kynntumst Binna fyrst þegar hann kom ungur ásamt vini sínum til heimabyggðar okkar Bol- ungarvíkur, að vinna í fiski. Það vakti alltaf athygli þegar nýtt fólk kom á vertíð og þannig var það einnig með Binna. Ekki fyrir það að svo mikið færi fyrir honum, held- Bjarni Jóhannsson vélstjóri urðu að lúta í lægra haldi fyrir móður nátt- úru, sem ekki fer í manngreinarálit á stundum sem þessum. Leiðir okkar Þórðar lágu saman í skólagöngu okkar suður með sjó, þar sem stór og skemmtilegur vina- hópur sameinaðist í heimspekileg- um umræðum og fjallaferðum inn á milli. Áður hafði verið höggvið skarð í þennan hóp með hliðstæðum hætti, er vinur okkar Stefán Þór Hafsteinsson, sem mig langar að minnast hér, fórst í Þingvallavatni fyrir fáum árum. I myndasafni hugans eru margar myndir sem tengjast Þórði og sam- verustundum okkar, flestar eru af ferðalögum, bæði með fjölskyldum okkar og án. Farnar voru ferðir á skíði, til veiða, eða náttúruskoðun upp um fjöll og firnindi, en Þórður var einlægur unnandi íslenskrar náttúru. Ekki ætla ég að tíunda hæfileika og mannkosti Þórðar, af þeim var gnægð, en í svartnætt.i sorgar og saknaðar skín ljós, ljós sem er minn- ing um' góðan dreng. 1 tímanna rás mun þetta ljós sigra myrkrið, og ýta því út í horn og eftir sitja dýr- mætar minningar sem enginn getur né vill gleyma. Elsku Beggý, Hafþór og Heiðrún, sem og aðrii’ ættingjar, við Bára vottum ykkur okkar dýpstu samúð, megi allir mögulegir kraftar sam- einast í því að veita ykkur styrk og stoð á þessum sorgar- og sakn- aðarstundum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Bára og Tóti ur spurðist það fljótt út að hann væri liðtækur á gítar. Binni var þó lítið fyrir að vekja á sér athygli og átti í fyrstu erfitt með að koma fram fyrir almenning. En ekki leið á löngu áður en stofnuð var hljóm- sveitin Mímósa, af þeim Binna, Jón- mundi Kjartanssyni, Pálmá Gests- syni og Hrólla. Vegna snöggra, tímabundinna veikinda Hrólla, hljóp Sossa í skarð hans um tíma, en síðan spiluðu þau öll saman og hélt hljómsveitin úti í rúmlega tvö ár. Það var einstaklega skemmtilegur tími þar sem ekki einungis var spil- að saman heldur einnig ófáum kvöldum og nóttum eytt í stofunum litlu á bökkunum, ýmist hjá Jomma og Stínu eða Binna og Huldu, sem þá þegar hafði hreiðrað um sig í lífi Binna, — þar voru framtíðar- draumarnir ræddir og auðvitað við- burðir líðandi stundar. Binni var einstaklega ljúfur drengur og þægilegt að vera í ná- vist hans. Hann átti auðvelt með að vinna með öðrum, þó í raun og veru væri alltaf sjálfum sér nógur, .enda er það víst þannig með þá sem auðveldlega geta verið einir, — eru sáttir við sjálfa sig, að þeir eiga í engum vandræðum með umgengni við aðra. Allt frá því við kynntumst var Binni að dunda við laga- og texta- 19. nóvember var jarðsunginn frændi minn frá Bolungarvík sem lést á svo hörmulegan hátt í bíl- slysi þann 2. nóvember sl. Ágúst þekkti ég best þegar við lékum okkur sem börn í húsi afa og ömmu á Suðureyri. Hann var fullur af lífs- gleði og ánægju. Aldrei leið sá dag- ur að Ágúst fyndi ekki upp á ein- hveiju nýju sem kom honum og öðrum til að brosa. Þegar von var á strákunum þeirra Önnu og Mark- úsar í bæinn lá mikil eftirvænting í lofti því alltaf mátti gera ráð fyr- ir miklu fjöri þegar þeir voru saman komnir. I mínum huga lifir myndin af Ágúst sem lítlum strák með breiða brosið og glettnisglampa í augun- um. Það er erfitt að sætta sig við slíkan missi þegar svo ungum manni er svipt á brott fyrirvara- laust. Spurningar vakna sem aldrei verður svarað og eftir stendur tóm sem aldrei verður hægt að fylla. Anna, Markús, Guðmundur Jón og Katrín; það er stórt skarð höggvið í fjölskylduna sem ekki verður upp- fyllt. Eg sendi ykkur öllum iriínar smíðar. Sjórinn og sjómannslífið voru honum og ærið yrkisefni. Hann var viðkvæmur í nálægð sinni við tónlistina og umgekkst hana ein- hvern veginn alltaf af varfærni. Lög hans eru yfirleitt einföld með falleg- um melódíum, og full einlægni. Það er í dag mikill fjársjóður að eiga nokkur þessara laga hljóðrituð, en fyrir tveimur árum gaf hann ásamt vini sínum Jónmundi út hljómplötu með tónsmíðum þeirra beggja. Binni hafði í gegnum tíðina stundað sjóinn af og til og nýlega eignaðist hann sinn eigin bát. Þó var hann einhvern veginn aldrei alvöru sjómaður, heldur miklu fremur maður með eðli lista- mannsins sem stundaði sjóinn sem áhugamál, enda fór hann aldrei sjó- ferð án þess að hafa gítarinn með. Fyrir tveimur árum lágu leiðir Binna og Sossu aftur saman í spila- mennskunni, þegar hún flutti tíma- bundið á heimaslóðir. Þann vetur héldu þau úti lítilli danshljómsveit ásamt Magnúsi Hávarðarsyni. Það var vetur snjóa og ófærðar eins og þeir gerast verstir í Bolungarvík. Sossa vænti þá litla sonar síns og var Binni óþreytandi við að sækja, keyra heim, bera hljóðfæri ... allt til að veija litla ófædda lífið. Elsku, elsku Hulda Magga, Keli og fjölskyldur ykkar Binna. Binni sagði líka í textanum sínum um sjómannskonuna sem beið: ... En lifið samt í voninni bíð þess þú birtist mér... Lifið í voninni um bjarta framtíð og Binni mun birtast ykkur í fögrum minningum og síðast en ekki síst í tónlistinni sem lifir hann. Elskulegu Bolvíkingar. Tími erf- iðleika sorgar og missis hefur hald- ið okkur í heljargreipum síðustu daga og mánuði. Búseta og sambúð við sjóinn er ekki alltaf auðveld þar sem hann tekur jafnt og hann gef- ur. Missið þó aldrei sjónar á von um bjartari tíma, standið hver við bak annars. I því liggur styrkurinn að búa í svo litlu samfélagi sem Bolungarvík er. Megi algóður guð styrkja ykkur sem nú syrgið ástina ykkar, og gefa ykkur kraft til að höndla daglegt líf að nýju. Sossa, Hrólli og fjölskyldur. innilegustu samúðarkveðjur og vona að ykkur hlotnist nægur kraft- ur til að takast á við lífið með þenn- an harm að baki. Elín Lára Jónsdóttir Spádómarnir rætast Þórður Orn Kárlsson, Keflavík — Minning * Agúst Helgi Mark- ússon — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.