Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 Þorsteinn O. Stephen- sen — Minning hefur enginn íslendingur mér vitan- lega lagt í að þýða þetta leikrit Frys, sem er í bundnu máli. En þetta var ágæt lexía. Hógværð gagnvart listinni og undri lífsgát- unnar samfara hæfilegri vitund um eigið ágæti, hefur löngum þótt að- alsmerki góðra listamanna. Og Þor- steinn var einn þeirra. Síðar áttum við mikið og gott samstarf á ýmsum vettvangi — í útvarpinu, þar sem ég fékk mína þjálfun á dögum Þorsteins — og á sviðinu í Iðnó og í Þjóðleikhúsinu í leikhússtjóratíð minni, en þá lék Þorsteinn nokkur hlutverk á sviði og sætti tíðindum í hvert skipti. Atvik höguðu því þó svo, að ég leik- stýrði Þorsteini aldrei á sviði — oft hinsvegar í útvarpi — og einu sinni í kvikmynd. Það var þegar ráðist var í að kvikmynda Brekkukotsann- ál. Halldór Laxness hafði skipað mig eins konar fulltrúa sinn við þær framkvæmdir, leikstjórinn og hand- ritshöfundur var annars þýskur, Rolf Hádrich. En sakir þess að leik- arar voru allir íslenskir og leikið skyldi á íslensku, var ég ráðinn i það sem á þýsku var kallað „dialog- regie", þ.e. stýrði samtölunum hjá leikurunum og reyndar sumum atriðunum alveg. Kvikmyndaleikstjórum hættir til að velja í hlutverk fyrst og fremst eftir útliti, og því sem myndrænt er, en heyra síður hvernig tilsvörin falla eða hver hrynjandi er í sam- tölunum. Miklar bollaleggingar urðu um hlutverkaskipun. Þóra Borg fékk fljótt „myndræna náð", en meiri efasemdir hafði vinur minn Hádrich um þau Regínu Þórðardótt- ur og Þorstein. Ég hélt því fram, að texti Halldórs væri svo vanda- samur, að ekkért dygði nema fær- ustu atvinnumenn, ef töfrar hans ættu að fá að njóta sín. Ég hafði mitt fram með dyggum stuðningi Halldórs. Og viti menn! Þegar upp var staðið luku allir upp um það einum rómi, að svona hlytu þau afinn og amman í Brekkukoti að hafa litið út, svo var mikið lífsmagn í orðum skáldsins í munni þeirra, svo samgróinn verður og innlifaður góður leikari hlutverki sínu, að það vérður hið innra sem mótar hið ytra. Þorsteinn Ö. Stephensen var fæddur um vetrarsólhvörf, 21. des. 1904 að Hurðarbaki í Kjós, og voru foreldrar hans Ögmundur Hansson Stephensen, bóndi þar, og kona hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Hann gekk menntaveginn og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1925. Á skólaárunum var Menntaskólaleikurinn endurre.istur eftir nokkurt hlé og fyrstu sýningar 1922. Þorsteinn var í forsvari fyrir leikunum 1924 og '25 og Iék þá bæði Aurasálina og Könnusteypinn pólitíska. Þorsteinnn lagði stund á læknis- fræði um skeið, en brátt tók Ieiklist- in hug hans; hann kom í fyrsta skipti fram með fullgildum atvinnu- mönnum í sýningu Haralds Björns- sonar á Fjalla-Eyvindi á alþingishá- tíðinni 1930, Björn hreppstjóra Iék hann síðar í tvígang. Hann var nemandi við leiklistarskóla Konung- lega leikhússins í Kaupmannahöfn 1933—34; eftir heimkomuna lék hann fyrst Jeppa á Fjalli hjá LR í leikstjórn Gunnars R. Hansens 1935 og hlutverk í Straumrofi, frumraun Halldórs Laxness fyrir leiksvið. Síðan lék hann öðru hverju næsta áratug, en aðalstarf hans var þó víð Ríkisútvarpið. Þar var hann vinsæll þulur og stýrði einnig lengi barnatímum og kom þá í ljós, að Þorsteinn var lipurt skáld; vísur hans af þessum vettvangi komu út 1951 undir heitinu Krakkar mínir komið þið sæl. Leiklistarstjóri út- varpsins var Þorsteinn síðan í tæp 30 ár eða frá 1946-75, en áður hafði hann reyndar lagt þeim mál- um lið. Hann þýddi fjölda leikrita, stýrði mörgúm og lék mikið í út- varp — sennilega oftar enn nokkur fyrr og síðar, enda varla nokkur íslenskur leikari gert hljóðnemann eins að þjóni sínum. + Systir mín. GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR frá Hafrafellstungu, andaðist á Reykjalundi þann 9. þ.m. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á Reykjalundi fyrir góða umönnun og hjálpfýsi á liðnum árum. - Anna Kristjánsdóttir, Kópaskeri. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR ÓLAFSSON sjómaður, Sjaf nargötu 10, Reykjavík, lést mánudaginn 18. nóvember. Ólafur Haraldsson Ásgerður Höskuldsdóttir, Hörður Haraldsson, Haraldur Haraldsson, Ragnheiður Snorradóttir, Rafn Haraldsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móöir mín, amma okkar og langamma, SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, Reynimel 52, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. nóvember kl. 13.30. Esther Jónsdóttir, Sigurlaug Halldórsdóttir, Bjarni Friðriksson, Jón Miller, Ragnhildur Miller, Rangkene Miiler, Márus Brynjar Bjarnason, María Birta Bjarnadóttir. Endasprettur, 1965. Árið 1945 fór Þorsteinn með hlutverk Brynjólfs biskups í ís- lensku frumuppfærslunni í Skál- holti Kambans og vann mikinn sig- ur. Eftir það blandaðist víst engum hugur um, hversu mjkilhæfur leik- ari þar var á ferð. Á næstu árum styrktist sú mynd listamannsins með' hverju nýju hlutverki í Upp- stigningu, Volpone, Eftirlitsmann- inum o.s.frv., og ekki síst eftir opn- un Þjóðleikhússins og blóðtökuna miklu í Leikfélaginu; Þorsteinn og Brynjólfur urðu þá burðarásar í þeim leikhóp, sem eftir varð eða myndaðist í Iðnó. Báðir léku þeir reyndar í opnunarsýningu Þjóðleik- hússins aðalhlutverk, Arnas Arn- æus og Jón Hreggviðsson í frum- uppfærslu íslandsklukkunnar. En síðan báru þeir hita og þunga dags- ins í Iðnó, fyrst var Þorsteinn for- maður, enda mun hann hafa verið einn helsti hvatamaður þess að halda starfinu áfram í Iðnó, síðar var Einar Pálsson formaður og loks Brynjólfur. Þorsteinn lék Robert Belford í fyrstu uppfærslu á Marmara Kamb- ans á jólum 1950 en sú sýning var eiginlega yfírlýsing um að Leikfé- lagið væri áfram fært um að takast á við hin viðamestu og erfiðustu viðfangsefni og Ieiða þau fram til sigurs. Áður um haustið hafði hann leikið stórt hlutverk í léttum gam- anleik, Elsku Rut, og á útmánuðum kom Absalon Pedersön Beyer bisk- up í hinu mikla norska drama frá galdraöld, Önnu Pétursdóttur. Næstu árin rak hvert stórhlutverkið annað. Prinsinn í Pi-pa-ki, kamm- erráð Kranz í Ævintýri á gönguför, Jean Valjean í leikgerð Gunnars Hansens á Vesalingum Hugos, fað- irinn í Efingjanum, þingmaðurinn í + Eiginmaður minn, MARTEINN STEFÁNSSON, Rauðarárstíg 26, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Birna Jónsdóttir. t Elskuleg móðir mín, ÁSA SIGURÐARDÓTTIR, Öldrunarstofnun Flateyrar, sem andaðist 15. nóvember sl., verður jarðsungin frá Flateyrar- kirkju föstudaginn 22. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnlaugur P. Kristjánsson, Flateyri. + Astkær eiginmaður minn, KARL ÁGÚST TORFASON, Tunguvegi 70, lést í Landspítalanum föstudaginn 15. nóvember sl. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Guðbjörg Ásthildur Guðmundsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar HJÁLMARS VILHJÁLMSSONAR fyrrverandi ráðuneytisstjóra, Bólstaðarhlíð41. Sigrun Helgadóttir og fjölskylda. Kjarnorku og kvenhylli, Lenni í Músum og mönnum og Crocker- Harris, kennarinn litilsvirti í Brown- ing-þýðingunni. Hið síðastnefnda, sem er hið eina, sem ég sá ekki illu heilli, aflaði Þorsteini Silfurlamp- ans, verðlauna leikrýna. Sami heið- ur féll honum í skaut aftur 1966, er hann lék Pressarann í Dúfna- veislu Laxness, í fyrstu uppfærslu þess ágæta leiks. Úm líkt leyti lék hann aðalhlutverkið í Sumarið '37 eftir Jökul Jakobsson, en það var í síðari formannstíð Þorsteins 1960, sem fyrsta leikrit Jökuls, Pókók, komst á svið. Frá þeim árum má einnig minnast leiks Þorsteins í Stólunum eftir Ionesco, og seinna brá hann sér í gervi annars jóðsins í Jóðlífí Odds Björnssonar í Þjóðleik- húsinu. I Þjóðléikhúsinu lék Þorsteinn allnokkur hlutverk, eftir Arneus og Björn hreppstjóra, fyrst í gaman- leiknum Hve gott og fagurt, síðar í leikriti Ustinovs Endasprettur, Sandi Agnars Þórðarsonar, Góðu konunni frá Sezúan, Ödipús kon- ungi, Pólitíska könnusteypinum, Villihunangi og síðast en ekki síst hlutverk afans í Stundarfriði, sem hann lék m.a. í leikför Þjóðleikhúss- ins á Bitef-hátíðina í Júgóslavíu, á hátíð í Wiesbaden og Liibeck og á Norðurlöndunum. Hann lék síðast á sviðinu í Iðnó í sýningu Eyvindar Erlendssonar á Kirsuberjagarðinum og síðasta hlutverk hans í Þjóðleik- húsinu var í Uppreisninni á ísafirði eftir Ragnar Arnalds 1986. Þetta er glæsileg þula, sem senni- lega segir þó ekki mikið nema þeim sem muna og þekkja, hversu hér er um feikilega margvísleg hlutverk að ræða, sem spanna flestar mann- legar geðshræringar. í Marmara var Þorsteinn t.d. gáfaður hug- sjónamaður með samræðulistina á valdi sínu, í Ævintýrinu vitgrannur og skoplegur birkidómari, sem ekki var fær um að leysa neinn vanda á eigin spýtur. í Músum og mönnum var hann umkomulaus farandverka- maður, sem er andlega fatlaður og algjörlega öðrum háður, í Vesaling- unum stórhugi, sem byður örlögun- um byrginn. Við þessa upptalningu bættist svo mikill mannsöfnuður úr útvarpsleikritunum, svo fjölbreyttar mannlýsingar að undrum sætir, stórar í broti og lítilsgildar, aðdáun- arverðar eða skoplegar, stórborgar- ar og smáborgarar, andans menn og aular. Sum þessara hlutverka voru sem könnunarleiðangur í fín- legustu blæbrigðum mannlegra skipta, en allt borið uppi af þeirri mannlífssýn, sem var aflvaki listar Þorsteins og gerði til dæmis press- arann hans að tákni mannúðar- stefnu. í einkalífi sínu var Þorsteinn Ö. Stephenseh1 gæfumáður. Ég sendi Theu i kotiw Jr/ans, • ogi tórtitinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.