Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER 1991 Alþýðubandalagið: Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi iormaour /vipyounoKKsins: Verkalýðshreyfingin ekki gætt þess að fylgja nú- tímalegum sjónarmiðum GYLFI Þ. Gislason, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins og ráðherra um árabil, sagði í sjónvarpsþætti í ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld að verkalýðshreyfingunni hefði hnignað und- anfarna áratugi og hún ekki gætt þess að fylgja nútímalegum sjónarmiðum í nægilega ríkum mæli. Nefndi' hann að þegar hann byijaði að gagnrýna landbúnaðarstefnuna fyrir 30 árum hefði það engan hljómgrunn fengið hjá forystu launþegasamtak- anna, þó tvímælalaust hafi verið um mikið hagsmunamál laun- þega að ræða. Sama gildi um að láta útvegsmenn greiða fyrir aðgang að fiskimiðunum. Það hafi engan stuðning fengið hjá forustumönnum launþega þó augljóst sé að aukin hagkvæmni í sjávarútvegi sé forsenda raunverulegra kjarabóta. Árni Gunnarsson stjórnandi þáttarins spurði Gylfa, þar sem hann hefði verið formaður í flokki sem kenndi sig við verkalýðs- hreyfinguna, hvert væri hans mat á þróun verkalýðshreyfingarinnar og starfi hennar á síðustu árum. Gylfi sagði að enginn vafí væri á því að í upphafi og á fyrrihluta þessarar aldar hefði verkalýðs- hreyfingin gegnt mikilvægu hlut- verki og komið mörgu góðu til leiðar. „En undanfarna áratugi finnst mér henni hafa hnignað og hún ekki hafa fyigt í nægilega ríkum mæli nútímalegum sjón- anniðum. Hið sama á raunar við um launþegasamtök í Vestur-Evr- ópu yfirleitt. Ég minnist þess til dæmis hversu erfitt var að vinna verkalýðsforingja ýmsa til fylgis við efnahagsstefnu Viðreisnar- stjórnarinnar og var hún þó tví- mælalaust launþegum til mikilla hagsbóta. Þegar ég hóf að gagn- rýna stefnuna í landbúnaðarmál- um fyrir meira en 30 árum sner- ust forustumenn bændasamtak- anna að sjálfsögðu gegn þeirri gagnrýni en hún hlaut engan stuðning forustumanna iaunþega- samtakanna og var þó hér tví- mælalaust um mikið hagsmuna- mál launþega að ræða. Ég hef undanfarið verið í hópi manna sem mælt hefur með breyttri físk- veiðistefnu. Við viljum láta hætta að gefa útvegsmönnum veiðileyfí heldur láta þá greiða fyrir þau í því skyni að stuðla að minnkun allt of stórs fískveiðiflota, til þess að stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri og skila þjóðarheildinni réttmætum arði af auðlind sinni, fiskimiðunum. Þessi sjónarmið fá hins vegar engan stuðning hjá Gylfi Þ. Gíslason forustumönnum launþegasamtak- anna þó augljóst sé að aukin hag- kvæmni í sjávarútvegi sé forsenda raunverulegra kjarabóta. Ég held að stefna launþegasamtakanna þurfí að vera víðsýnni og nútíma- legri en hún hefur verið undanfar- ið og það hefur því miður ekki tekist að koma á sanngjörnum launahlutföllum. Háskólamennt- aðir menn fá til dæmis engan veginn greidd þau laun sem svara til skerfs þeirra til þjóðarfram- leiðslunnar.” Skáldsag’a og barnabók eftir Tryggva Emilsson Ný útvarpsstöð: Póstur og sími tefur að sendingar hefjist - segir Jóhannes Skúlason útvarpsstjóri SÓLIN er ný útvarpsstöð, sem hefur útsendingar á næstunni. Eig- andi Sólarinnar er hlutafélagið Sterkur miðill, en framkvæmdastjóri þess, Jóhannes B. Skúlason, er jafnframt útvarpsstjóri Sólarinnar. Hann hafði áður útvarpsstöðina Stjörnuna á leigu. Jóhannes segir að útsendingar Sólarinnar hefjist um leið og mögulegt sé, en nú strandi á Pósti og Síma vegna sendis, sem stöðin hefur til notkunar. BÓKAÚTGÁFAN Stofni hefur gefið út skáldsögnna Konan sem storkaði örlögunum eftir Tryggva Emilsson rithöfund. í kynningu Stofna segir m.a.: „Konan sem storkaði örlögunum ér ógleymanleg saga um viðburðaríka ævi konu sem flestir íslendingar kannast við. Hún er allt í senn ótrú- leg og sönn, hijúf og falieg, gleði- saga og harmsaga. Hún er þjóðsaga um konu sem bíða sterk örlög og ■ WORDPERFECT-BÓKIN eft- ir Gísla Ó. Pétursson er komin út. Þetta er önnur prentun bókar- innar um Wordperfectö.O. í kynn- ingu höfundar segir að bókin sé sérstaklega sniðin að þörfum byrj- enda en nýtist einnig sem handbók fyrir þann sem meira kann. Þar muni mest um lista fyrir allar að- gerðir og ítarlega atriðaskrá. hún berst gegn með yfirnáttúruleg- um kröftum, forneskju, líkamsafli og góðvild. Þetta er saga um hvern- ig það góða sigrar hið illa, að minnsta kosti um stundarsakir”. Guðbjörg Lind gerði kápumynd bókarinnar. Á þessu ári kemur einnig út eft- ir Tryggva Emilsson barnabókin Pétur prakkari og hestaþjófamir, með myndskreytingum eftir Grétu V. Guðmundsdóttur. í kynningu Stofna segir m.a., að í Pétri prakkara og hestaþjófunum segi frá því að lándsfrægum kapp- reiðahestum hefur verið rænt. Pétur prakkari og vinir hans frá það verk- efni að fínna þá og skila þeim heil- um heim. Hverri bók fylgir fjöl- skylduspil í kaupbæti sem heitir Leitin að týndu hestunum. Pétur prakkari og hestaþjófarnir er 32 blaðsíður að stærð, litprentuð í stóru broti. Tryggvi Emilsson Skerpla sá um hönnun og um- brot bókanna og Prentsmiðjan Oddi hf. um filmuvinnu, prentun og bók- band. íslensk bókadreifing hf. sér um dreifingu. „Um leið og þessi mál komast á hreint ákveðum við hvaða dag við förum í loftið,” segir Jóhannes. „Við viljum að hlustendur taki þátt í þessu með okkur. Við viljum vera íslenskt útvarp, en ekki undir þess- um áhrifum frá Bandaríkjunum, sem eru mjög ráðandi hjá hinum stöðvunum. Við viljum að hlustend- ur leiðbeini okkur með það hvers konar útvarp þeir vilja hlusta á,” sagði Jóhannes. Ný stefnuskrá stærsta mál landsfundar LANDSFUNDUR Alþýðubanda- lagsins hefst með ræðu formanns kl. 18 á morgun, fimmtudag, en fundinum lýkur á sunnudag. Stærsta mál fundarins er af- greiðsla nýrrar stefnuskrár sem verið hefur í smíðum að undanf- örnu, að sögn Flosa Eiríkssonar, skrifstofustjóra flokksins. Steingrímur J. Sigfússon alþing- ismaður og varaformaður flokksins og Már Guðmundsson hagfræðingur eru höfundar að lokadrögum að nýrri stefnuskrá Alþýðubandalagsins sem verður til umfjöllunar og afgreiðslu á landsfundinum en Steingrímur hefur framsögu í málinu. Þá er talið að tekist verið á um afstöðu flokks- ins til Evrópusamrunans og evrópsks efnahagssvæðis á fundinum, skv. heimildum Morgunblaðsins. Enn- fremur er búist við miklum umræð- um um skipulagsbreytingar sem snúa að stofnun kjördæmisráðs í Reykjavík og um breytingatillögu á lögum flokksins um að varaformaður flokksins verði jafnframt formaður framkvæmdastjórnar. Síðdegis á laugardag fer fram kosning forystu- sveitar Alþýðubandalagsins og kjör til framkvæmdastjórnar og mið- stjórnar. Landsfundurinn verður haldinn í Borgartúni 6. Jóhannes sagði að ekki væri gert ráð fyrir fréttastofu. „Við ætlum hins vegar að vera með fréttatengt efni í dagskránni. Við sjáum alls engan hag í því að vera með fréttir á einhveijum ákveðnum tímum. Flestar útvarpsstöðvarnar eru að gera mjög svipaða hluti og við viljum ekki vera eins. Ég held að útvarps- hlustun hafí minnkað verulega vegna þess að áherslur í útvarpi eru rangar.” Um það að hann skuldi einhveij- um fyrrverandi starfsmönnum sín- um á Stjörnunni laun, sagði Jóhann- es að hann vissi ekki nákvæmlega hveijar þessar launakröfur væru. „Ég hef enn ekki fengið reikninga frá þessum aðilum. Ég hef ítrekað beðið um þá, en þeir virðast ætla að leita til lögfræðings áður en ég fæ tækifæri á því að gera þessi laun upp,” sagði Jóhannes B. Skúlason. --------------------- ■ SOVÉSK kvikmynd frá árinu 1955, „Lexía lífsins” (Úrok Shizní), verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag, 24. nóvember kl. 16.00. Leikstjórinn Júlí Raizman var í hópi brautryðj- enda í sovéskri kvikmyndagerð, starfaði m.a. með Púdóvkin og Protazanov á dögum þöglu mynd- anna, en leikstýrði síðar frá árinu 1927 einn og með öðrum fjölmörg- um kvikmyndum á 50 ára starfs- ferli sínum. Höfundur tökurits Lexíu lífsins var Jevgení Gabr- ilovitsj, gamall skólabróðir Raiz- mans og náinn samstarfsmaður um áratugaskeið. Kvikmyndatöku- maður var Sergeij Úrúsevsky og hlaut hann viðurkenningu fyrir verk sitt á sínum tíma. í aðalhlut- verkum eru: V. Kalinina og I. Perevezev. Enskar skýringar eru með myndinni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. j . iiiínu ii ' (FréttotiJkyuning:)) iij stœrðlr: 13 x 18 cm. 18x24cm. 24 x 30 cm. Myndir sem birtast í Morgunblaöinu, teknar af Ijósmyndurum blaösins fást keyptar, hvort sem er til einkanota eöa birtingar. UÓSMYNDADEILD „SALA MYNDA" Aðalstrœti 6. sími 691150 101 Reykjavík Karólína Lárusdótt- ir sýnir olíumál- verk í Gallerí Borg KARÓLÍNA Lárusdóttir opnar sýningu á rúmlega þijátíu nýjum olíumálverkum í Gallerí Borg við Austurvöll í dag, fimmtudaginn 21. nóvember. Viðfangsefni henn- ar er fólk við leik og störf. Karólína, sem búsett er á Eng- iandi, er fædd og uppalin í Reykja- vík. Hún stundaði myndlistamám m.a. í Riskin School of Art í Oxford og Barking College of Art. Karólína hefur haldið margar einkasýningar hér á landi og erlendis og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða, svo sem á Englandi og á Italíu. Henni hefur hlotnast margs kyns heiður erlendis, m.a. hefur hún verið út- nefndur félagi í Royal Society of Painters/Printmakers og hlotið verð- laun fyrir list sína bæði á Englandi og á Italíu. Þetta er fjórða einkasýning Kar- ólínu hérlendis og stendur hún til 3. desember nk. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 til IB.nn------—. Karólína Lárusdóttir ■ i>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.