Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 9 Tannvemdarráð ráðleggur foreldrum að gefa börnum sínum jóladagatöl án sælgætis. 436.942 kr. og án þess að finna fyrir því Þessari upphæð hafa hjónin Þór og Björg safnað með því að kaupa spariskírteini ríkissjóðs í mánaðar- legri áskrift fyrir 5.000 kr. hvort síðan í apríl 1989. Þetta hafa þau gert án þess að draga úr neyslu. Galdurinn er að gera sparnaðinn hluta af neyslunni og „eyða" líka í sparnað. Raunir Rússlandsfor- seta Staða Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, þykir um margt minna á þær ógöngur sem Míkhaíl S. Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, var kominn í áður en harðlínu- menn reyndu að ræna völdum þar eystra í ágústmánuði. Gorbatsjov tókst ekki að halda ríkjasambandinu saman og þróunin undanfarnar vikur og mánuði þykir gefa til kynna að hinar ýmsu þjóðir og þjóðar- brot sem Rússland byggja muni ekki una því til lengdar að vera undir stjórn ráða- manna í Moskvu. Danska dagblaðið Poli- tiken fjallaði um vanda Borís Jeltsíns í forystugrein í síðustu viku en í Stakstein- um í dag ertennfremur að finna útdrátt úr leiðara danska dagblaðsins Beriingske Tidende um styrjöldina í Júgóslavíu og þær hugmyndir sem fram hafa komið um að Sameinuðu þjóðirnartaki að sérfriðar- gæslu þar. Umbætur og efnahagshrun Dagblaðið Politiken segir í forystugrein um vanda Boris Jeltsins: „Gorbalsjov forseta tókst ekki að hrinda í fram- kvæmd efnahagsumbót- um í Sovétríkjunum áður en ríkjasamhandið leyst- ist upp í sjálfstæð lýð- veldi. Helsti keppinautur Gorbatsjovs og sá sem einna lengst gekk í gagn- rýni sinni þá var Borís Jeltsín. Nú er Jeltsin orð- inn forseti Rússlands og hefur - líkt og Gorbatsj- ov áður - formlega mik- il völd til að láta til sín taka. Jeltsín hefur nú gefið út tilskipun um róttækar umbætur á sviði efna- hagsmála er líkjast þeim er Gorbatsjov hikaði hvað eftir annað við að ltleypa af stokkunum. Verði hugmyndir Jeltsins að veruleika er ekki ósennilegt að þær liafi efnahagshrun í för nieð sér. Alltjent er ljóst. að atburðarásin á næstunni á eftir að réynast stór- brotin.” v Höfundur forystu- greinarinnar vikur siðan að því að Míkhaíl Gorb- atsjov hafi ekki tekist að halda sovéska ríkjasam- bandinu satnan. Lýðveld- in 15 Itafi lýst yfir sjálf- stæði og þijú þeirra, þ.e.a.s. Eystrasaltsríkin, séu nú orðin sjálfstæð ríki. Blaðið er þeirrar skoðunar að fleiri lýð- veldi muni Iíkt og Eystra- saltsrikin öðlast fullt sjálfstæði. Þá segir í forystugrein danska dagblaðsins að Rússlandsforseti standi nú frammi fyrir svipuð- um vanda og forseti Sov- étríkjanna áður. I Rúss- landi búi um 100 þjóðir og þjóðarbrot sem alls séu um 17% ibúanna. Hluti þeirra búi innan skilgreindra sjálfsstjórn- arsvæða eða í svonefnd- um sjálfsstjórnarlýðveld- um innan Rússlands. Þaimig hafi íbúar Tsjetsj- eno-Ingúsetíju, sjálf- stjórnarlýðveldis iiman Rússlands, krafist fulls sjálfstæðis. Síðan segir i þessari forystugrein Politiken: „Gorbatsjov tókst ekki að lcysa þjóð- ernisvandamálin hvorki með yfirlýsingum né beitingu valds. Fyrstu stig þeirra átaka sem nú hafa blossað upp milli forseta Rússlands og íbúa Tsjetsjeno-Ingú- setíju gefa ckki til kynna að Boris Jeltsin muni tak- ast betur upp á þessum vettvangi innan Rúss- lands.” „Allsherjar- stríð” í Júgóslavíu Dagblaðið Berlingske Tidende segir í forystu- grem i síðustu viku að Branko Kostic, varafor- seti Júgóslavíu, hafi ný- verið lýst yfir því að „alls- lieijarstríö” muni skella á í Júgóslavíu sendi Sam- einuðu þjóðimar ekki friðargæslusveitir til landsins. I króatísku bæj- unum Vukovar og Dubrovnik hafi íbúai-nir þegar mátt þola eins af- gerandi stríðsástand um langa hríð og frekast sé unnt. Astandið muni versna er bæimir falla í hendur Serbum sem ekki muni hika við að fremja rán og gripdeildir. „Það er ekki einungis styijöld- in sem nú geisíir sem er óhugnanleg. Arás Serba á Króatiu mun leiða til frekari blóðsúthellinga í framtíðinni.” Blaðið telur fyrirsjáan- legt að Júgóslavía verði áfram spennusvæði á næstu árum og að það inuni hafa áhrif í Norður-Evrópu þar sem fjölmargir júgóslavn- eskir innflytjendur búi nú, eiimig í Danmörku. Því beri að fagna þvi að Carrington lávaröur, milligöngumaður Evr- ópubandalagsins í Júgó- slavíu, hafi enn ekki gef- ist upp á því að stilla til friðar. Síðan segir í forystu- gi-ein danska dagblaðs- ins: „Serbar hafa nú farið þess á leit við Sameinuðu þjóðirnar að sendar verði friðai'gæslusveitir til Króatíu til þess að „blá- liúfumar” geti gengið á milli deiluaðila líkt og gert hefur verið á Kýp- ur. Þó svo að tilgangur Serba með þessu sé aug- ljóslega sá að tryggja yfirráð yfir þeim land- svæðum Króata sem þeir hafa nú á valdi sinu og hugmynd þessi sé því óaðgengileg fyrir Kró- ata, ber að reyna að fara þessa leið. Skárra er að freista þess að ná fram samningum en að reyna að ná til baka, í krafti vopnavalds, lahdsvæðum þeim sem Króatar hafa þegar tapað. Þessi leið er einnig líklegri til að binda enda á átökin en efnahagsþvinganir Evr- ópubandalagsins og Bandaiikjanna. Þær að- gerðir em því miður ekki í neinu samræmi við það alvarlega ástand sem rík- ir i Júgóslaviu nú um stundir.” Vilt þú ekki feta í fótspor Þórs og Bjargar? Pantaðu áskrift ab spari- skírteinum ríkissjóðs. Því fyrr sem þú byrjar því meira safnar þú. Hringdu eða komdu í heimsókn, það eru allir velkomnir. RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91-62 60 40 sími 91-69 96 00 Kringlunni, sími 91-68 97 97 01 \ 1)1 liiiinti/ 'ÆO'iM' if 1 0.’(» Uit.btfi tiijC puultmig RABBFUNDUR í VÍB-STOFUNNI Hver eru áhrif aflasamdráttar á Granda hf. og markaðinn í heild? A morgun, fimmtudag 21. nóvember, mun Brynjólfur Bjarnason forstjóri Granda hf. verða í VIB-stofunni og ræða við gesti um aflasamdráttinn í sjávarútvegi. Hvernig mun Grandi hf. bregðast við aflasamdrættinum? Hyggjast þeir nýta sér EES samninginn að einhverju leyti? Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum opinn. Verið velkomin!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.