Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 ■ ÁSGEIR Elíasson komst á sjúkralista Sigurjóns Sigurðsson- ar, læknis landsliðsins, í gærmorg- un. Ásgeir fékk tak í bakið. ■ MICHAEL Platini, landsliðs- þjálfari Frakka, segir að það verði ekki auðvelt að leggja íslendinga. „Þeir hafa staðið sig vel í Tékkósló- vakíu og Spáni.” ■ ÍSLENSKA liðið tapaði, 0:1, í Tékkóslóvakíu og 1:2 á Spáni. ■ ÍSLENSKA landsliðið æfði í flóðljósum á Parc des Princes-leik- vanginum fræga í gærkvöldi. Rign- ing var í París í gær og kalt í veðri. ■ LEIKENN íslenska landsliðs- ins fengu að sjá fimm mörk í gær. Þá komu þeir saman og horfðu á upptöku á leik Frakka og Albana, sem Frakkar unnu, 5:0, í París. FAX 120 Stórlækkað verð! I nútímaviöskiptum dugar engin næstum því lausn. Aðeins hágæða tækni- búnaður sem endist og skilar verki sínu fljótt og vel. VeriS velkomin í söludeild okkar að Síðumúla 23 og kynnið ykkur kosti Konica. Síðumúla 23- 108 Reykjavík Sími: 91 - 679494 - Fax: 91 - 679492 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Getum gert ýmislegt - segirÁsgeirElíasson, landsliðsþjálf- ari, um leikinn gegn Frökkum í París „ÞETTA verður mjög erfiður ieikur, en við höfum sýnt og sannað að við getum gert ýmis- legt gegn sterkum þjóðum með skynsamlegum leik,” sagði Ás- geir Elíasson, landsliðsþjálfari, um leikinn gegn Frökkum í París í dag. sig vel. Ég tel aftur á móti það sterkara að láta Guðmund leika við hlið Sigurðar Grétarssonar, heldur en að hafa Guðmund og Eyjólf sam- an í sókninni. Annars veit ég ekki hvernig leikurinn þróast - hvað sóknarleikmenn okkar þurfa að fara aftarlega. Þeir verða eins framar- lega á vellinum og við ráðum við. Morgunblaöið/Bernand Valsson Ásgeir Elíasson ásamt Vali Valssyni, Hilmari Sighvatssyni og Kristjáni Jónssyni á æfingu í París. Skapti Hallgrímsson skrífar frá París Asgeir hefur verið að skoða myndband með leikjum Frakka gegn Albaníu og Spánveij- um. „Ég hugsa að þeir noti svipaða leikaðferð og gegn Albaníu í París, sem þeir unnu 5:0. Þeir pressuðu stíft mjög framarlega og við verðum að ná að svara þeirri leikaðferð. Ég reikna með að við notum svipaða leikaðferð og gegn Spánverjum. Við verðum að halda boltanum vel, leika skynsamlega og passa að missa ekki boltann aftarlega því þá verður okkur refs- að.” Ásgeir sagði að liðið væri nokkuð vel undirbúið miðað við aðstæður. „Leikmenn eru að vísu ekki í góðri leikæfingu og hafa sumir ekki leik- ið alvöruleik síðan í september. Leikurinn leggst ágætlega í mig. Ég held að Frakkar koma afslapp- aðir til leiks enda búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Það hlýt- ur alltaf að vera hætta á því að þeir vanmeti okkur. Þeir vita að keppnistímabilinu er löngu lokið hjá okkur og koma því væntanlega sig- urvissir til leiks og ætla að vinna stórt.” Slæmt að missa Sigurð Morgunblaðið/Bernand Valsson Guðmundur Torfason og Eyjólfur Sverrisson. Guðmundur tekur stöðu Eyjólfs í fremstu víglínu. Úrsit leiksins skipta okkur kannski ekki miklu máli, nema fyr- ir heiðurinn. Við viijum jú alltaf að liðið standi sig vel og strákarnir reyna _að gera sitt besta eins og áður. Ég treysti þeim fullkomlega,” sagði Ásgeir Elíasson. Aganefnd UEFA ákvað að sekta Knattspyrnusamband Spánar vegna óláta áhorfenda í Sevilla á Evrópuleik Spánar og Frakklands 12. október sl. og var sektin 75.000 svissneskir frankar (liðlega þrjár millj. ISK). Spánveijar hafa nú áfrýjað til viðkomandi dómstóls UEFA og verður málið tekið fyrir um_ helgina. Á sama tíma verður áfrýjun ítalska liðsins Tórínó tekin fyrir. Liðinu var gert að leika Evrópuleik- inn í 3. umferð gegn gríska liðinu AEK 13. desember nk. í a.m.k 300 km ijarlægð frá Tórínó vegna fram- komu stuðningsmanna liðsins á úti- leiknum gegn Boavista í Portúgal 6. nóvember sl. „Það er slæmt að missa Sigurð Jónsson úr liðinu því hann stóð sig mjög vel gegn Spánverjum - var lykilmaður á miðjunni. En það kem- ur maður í manns stað ogvið verð- um ellefu eins og áður. Guðni Bergsson á við smávægileg meiðsli að stríða. Hann mun taka það ró- lega fyrir leikinn.” Ekki óánægður með Eyjólf Ásgeir sagðist fyrst og fremst hafa valið Guðmund Torfason til að fá að sjá hvernig hann falli inn í liðið. „Ég hef alls ekki verið óán- ægður með Eyjólf Sverrisson - þvert á móti. Eyjólfur hefur staðið Guðmundur í stað Eyjótfs Asgeir Elíasson, landsliðsþjálf- ari, hefur gert þrjár breyt- ingar á landsliði íslands frá því gegn Spánverjum á Laugardals- vellinum. Arnór Guðjohnsen og Kristinn R. Jónsson koma inn á miðjuna fyrir Sigurð Jónsson og Ólaf Þórðarson, sem eru meiddir, og Guðmundur Torfason tekur stöðu Eyjólfs Sverrissonar í fremstu víglínu. Birkir Kristinsson verður í markinu, en í öftustu vörn þeir Pétur Ormslev, Guðni Bergsson og Kristján Jónsson. Valur Vals- son verður hægra meginn á miðj- unni og Baldur Bjarnason á vinstri vængnum. Kristinn R. Jónsson verður aftasti maður á miðjunni og Þorvaldur Örlygsson. fyrir framan. hann, en Arnór Guðjo- hnsen 'verður fremsti maðurinn á miðjunni. Guðmundur Torfason og Sig- urður Grétarsson verða fremstu leikmenn. Varamenn verða Friðrik Frið- riksson, markvörður, Sævar Jóns- son, Hilmar Sighvatsson, Andri Marteinsson og Eyjólfur Sverris- son. „Gaman að skora í þríðja leiknum í röð” orvaldur Örlygsson, leikmaður Nottingham Forest, hefur skorað í tveimur síðustu landsleikj- um; fyrra markið gegn Spánveijum á Laugardalsvelli og jöfnunarmark- ið gegn Kýpur ytra. „Það yrði vissu- lega gaman að skora í þriðja leikn- um í röð, en það er engin pressa á mér. Ég fer bara í þennan leik til að hafa gaman af þessu. Eftir lá- deyðuna hjá félagsliðinu kemur maður í landsleiki til að rífa sig upp og gera sitt besta,” sagði Þorvaldur við Morgunblaðið í París, Þorvaldur sagði að leikurinn yrði erfiður og hann hafi trú á því að Frakkar pressuðu framarlega á vellinum í leiknum. „Við vel;ðum að vera þolinmóðir og skynsamir framan .af eins og gegn Spánverj- um. Þá vorum við að leika gegn liði sem var sterkara á pappírnum og það er eins nú.” Þorvaldur bætti því við að einmitt vegna þess að sumir Islendinganna væru ekki í mikilli Ieikæfíngu gæti þetta orðið erfiðara en ella. „Það sást í leiknum ' á Kýpur að menn voru að detta úr leikæfingu; voru ekki eins góðir og gegn Spáni og í síðustu umferðum Islandsmótsins. Þess vegna tel ég að það hafi verið slæmt að komast ekki á mótið í Túnis um daginn eins og til stóð.” Þorvaldur er ánægður með þá breytingu sem orðið hefur á leikstíl íslenska liðsins undanfarið. „Þáð er miklu skemmtilegra að spila eins og við erum að reyna núna. Að halfja, boltanuin sein lAngs,t, ipnan , liðsins. Það var kominn tími til að prófa þetta. Við reynum að ná meira jafnvægi í leik liðsins, og árangurinn í sumar hefur verið góður. Og þó leikurinn hér skipti okkur í sjálfu sér ekki máli viljum við auðvitað ná góðum úrslitum. Það kitlar að geta strítt þeim svolít- ið — að koma í veg fyrir að þeir fari í gegnum riðlakeppnina með fullt hús stiga. Við höfum ekki að öðru að keppa en því og spila heiðursins vegna. En við megum ekki gleyma því að Frakkar eru með hörkulið og það yrði mjög gott að ná einu stigi. Við ættum að reyna að halda stiginu sem við höfum þegar leikur- inn hefst,” sagði Þorvaldur. jlnyíls nilto.go niB þífteianöte H „ÞAÐ er ekki hægt að bóka auðveldan sigur á íslendingum fyr- irfram. Þeir eru erfiðir að eiga við,” sagði Manuel Amaros, varnarmað- ur hjá Marseille, sem jafnar land- sleikjamet Maxime Bossis í París í kvöld. ■ AMAROS, sem er fyrirliði landsliðsins, mun leika sinn 76 landsleik. Hann ann mun slá metið á Wembley í febrúar - þar sem Frakkar leika vináttulandsleik gegn Englandingum. ■ FIMM leikmenn í byijunarliði íslands, léku gegn Frökkum á Laugardalsvellinum, 1:2, í fyrra. Arnór Guðjohnsen, Sigurður Grétarsson, Pétur Ormslev, Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson. Sá _ lpilíur þþtti , ?kki góður að hájlfu íslendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.