Morgunblaðið - 01.12.1991, Page 44

Morgunblaðið - 01.12.1991, Page 44
MORGlINBliAÐIÐ SUNNUDAGU-ií/lt-DE8EMBBRH9917 Ub Áhöfnin á Vestmannaey. Æskufólk í Vestmannaeyjum I starfskynningu í ísfélaginu. 4 4 VIÐBURÐURIISLENSKRI FRÆÐIRTTAÚTGÁFU Lokabindi íslendingasagna komið út. Petta er vandaðasta heildarútgáfa íslendingasagna sem gefin hefur verið út. í þessu nýja bindi eru fjórar íslendingasögur og níu Islendingaþættir. Islendingasögumar eru: Harðar saga, Bárðar saga Snæfellsáss, Þorskfirðinga saga og Flóamanna saga. í bókinni er ítarlegur formáli Þórhalls Vilmundarsonar. Þar er og að finna myndir, kort og ættar- og nafnaskrár. Útkoma þessa lokabindis í 14 binda útgáfu Fomritafélagsins á Islendingasögum, er í tvennum skilningi viðburður í íslenskri fræðiritaútgáfu. Með því er fullgerð vandaðasta heildarútgáfa Islendingasagna, s^m hingað til hefur séð dagsins ljós, og er þá bæði átt við frágang texta, skýringar og fræðilega umfjöllun um söguraar. I annan stað er beitt í þessu bindi að nokkra nýjum aðferðum við könnun sagnanna, með rækilegum rannsóknum öraefiia og ömefnasagna. HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG , , SlÐUM0U2l •PÖSTHÓLF8935« 128REYKJAVlK*S(MI91479060 1816 ar 1991 Metsölublað á hverjum degi! Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda árið 1932 og Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna 1942 og hefur frá stofnun SH haft framleið- endamerki H-2, en ísfélagið hóf ekki beina þáttöku í útgerð fyrr en 1976 þegar það eignaðist hlut Klakki hf. og síðan tveimur árum síðar í Bergi-Huginn. Síðan hafa afskipti félagsins aukist stórlega.S- amkvæmt upplýsingum Eyjólfs Martinssonar framkvæmdastjóra er áætluð heildarvelta um 1,4 milljarð- ar króna á næsta ári, en þar af er velta frystihússins um 6 hundruð milljónir en skipaflotans um 8 hundruð milljónir. ísfélagið á 40% hlut í Bergi-Huginn sem gerir út Vestmanney og Bergey og auk þess gerir félagið út Halkíon, Gideon og Smáey. Þá hefur Bergur-Huginn fest kaup á togara frá Grænlandi sem er nú verið að gera kláran til veiða en hann á að leysa gömlu Bergey af hólmi. Samanlagður kvóti Isfélagsflotans er 6-7 þúsund þorskígildi og til þess að allir hlutir gangi upp þarf að halda vel á spöð- unum, skipuleggja, hagræða, horf- ast í augu við sífelld veðrabrigði á vettvangi veiða og vinnslu, en þetta eru vanir menn og þeirra verklag er að vinna fast og ákveðið, svo fremi að forsendunum sé ekki kippt á braut. En allt um það, forystu- menn ísfélagsins segja að níræði unglingurinn stefni á það eitt að leggja á brattann til bjartrar fram- tíðar eins og Magnús Kristinsson stjóraarformaður ísfélags Vest- mannaeyja komst að orði. í tilefni 90 ára afmælisins hefur ísfélagið gefið út rit með sögu félagsins, en það byggist á ritverki Þorsteins Þ. Víglundssonar um söguna fyrstu 70 árin og Hermanns Einarssonar frá 1971-1991. Ritið er prýtt mörg- um myndum úr sögu fyrirtækisins sem hefur í vinnu um 100 starfs- menn í landi og um 70 sjómenn. Stjórn ísfélagsins: Aftari röð frá vinstri: Jóel Andersen, Eyjólfur Pétursson, Þórarinn Sigurðsson og Ágúst Bergsson. Fremri röð: Eyjólfur Martinsson, framkvæmdasljóri, Kristinn Sigurðsson og Magnús Kristinsson, stjórnarformaður. Hluti af fiskiskipaflota ísfélagsins. Hörkulið í pökkunarsalnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.