Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
‘ío
Draumfarir til
annarra sljarna?
Bókmenntir
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
Ritsafn dr. Helga Pjeturss, 6
bindi, Skákprent/Félag Nýals-
sinna, 1991.
I þessari jólávertíð kemur ritsafn
dr. Helga Pjeturss út í heild í sex
bindum. Þetta er önnur heildarút-
gáfa á nýalsbókunum, sem fylla
fjögur bindi, en nú bætast við tvö
bindi með úrvali af ritgerðum dr.
Helga. Þær ná yfir tímabilið 1901
til 1948 og er fyrra bindið tæpar
500 blaðsíður en það síðara ríflega
hálft fjórða hundrað og er þó ekki
nærri öllu til skíla haldið af ritgerð-
51500
Birkimelur - Rvík
Góð 3ja herb. íb. á 2. hæð á
þessum vinsæla stað, auk herb.
í risi. Eign í ágætu ástandi. Ekk-
ert áhv.
Hafnarfjörður
Hjallabraut
Góð 4ra-5 herb. ca 110 fm íb.
á 1. hæð.
Álfaskeið
Góð 3ja herb. ca 83 fm ib. á
2. hæð auk bílsk.
Víðivangur
Mjög gott ca 220 fm einbhús
auk bílsk.
Goðatún - Gbæ
Gott ca 156 fm timburhús. Ekk-
ert áhv. Ræktuð lóð.
Sævangur
Gott einbhús á mjög fallegum
stað ca 280 fm m/bílskúr.
Drangahraun
Höfum fengið til sölu gott iðn.-
og/eða versl.-/skrifsthúsn.,
382,5 fm. Fokhelt.
Vantar - vantar
Höfum kaupendur að 2ja, 3ja
og 4ra herb. íb. í Hafnarfirði.
Kópavogur - Álfabrekka
Gott einbhús á góðum stað á
tveimur hæðum ca 270 fm
þ.m.t. bílsk.
[ Árni Grétar Finnsson hrl.,
Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl.,
Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hafn.,
símar 51500 og 51501.
um dr. Helga. Bindin með Nýalsbók-
unum eru á bilinu frá ríflega þrjú
hundruð síður upp í um fimm hundr-
uð. Hér er því mikið lesefni á ferð-
inni og ekki von til að hægt sé að
gera því nein sómasamleg skil í
stuttum ritdómi.
Umsjónarmaður þessarar útgáfu
segir í lok seinna bindis ritgerðanna,
að sleppt hafi verið jarðfræðiritgerð-
um, ferðasögum, handritum, dag-
bókum og bréfum, efni á erlendum
málum og öðrum greinum, sem voru
svipaðar að innihaldi og þær sem
hér birtast.
Dr. Helgi Pjeturss fæddist í
Reykjavík árið 1872. Hann lauk
stúdentsprófi árið 1891 og hélt þá
til náms í Kaupmannahöfn. Hann
lauk embættisprófi í náttúrusögu og
landafræði með jarðfræði sem sér-
grein árið 1897. Átta árum síðar
lýkur hann doktorsprófí með riti um
jarðfræði Islands. Hann sinnir jarð-
fræðirannsóknum nokkur ár eftir
það, en síðan virðist hann sinna ein-
ungis athugunum sínum, sem hann
er einkum kunnur fyrir, og birtust
í nýalsritunum. Dr. Helgi lézt í jan-
úar árið 1948.
Nýall kom út í þremur hlutum
árin 1919, 1920 og 1922. Ennýall
var næstur í röðinni og kom út í
árslok 1929. Því næst kom Framný-
all, en hann kom þó ekki út fyrr en
árið 1941. Ári síðar kom Viðnýall
út og Sannnýall næsta ár. Þónýall
kom síðan út árið 1947. Aðdragand-
inn að útkomu Nýals var nokkuð
langur. Þegar á árinu 1911 koma
út greinar, sem reynast nokkurs
konar forboði þess, sem síðar varð.
Dr. Helgi eyddi því drýgstum hluta
ævinnar til þess að orða þær hug-
myndir, sem sjást í þessum nýölum.
En hvernig er skynsamlegast að
meta þetta verk? Það er ekki einfalt
og hér verður ekki gerð nein tilraun
til þess að lýsa hugmyndum dr.
Helga til neinnar hlítar né heldur
að leggja skipulegt mat á sanngildi
þeirra og sennileik. En sjálfsagt er
að geta nokkurra atriða um þessi
efni.
Það fyrsta, sem er ljóst um dr.
Helga, er, að hann hefur haft þó
nokkur áhrif á íslenzkar bókmennt-
ir. Þetta þarf ekki að koma á óvart,
því að fjöldamargt af því, sem ég
hef skoðað í þessu ritsafni, er vel
og haganlega orðað og Ijöldamörg
nýyrði hans eru óvenjuleg og frum-
leg. Það er af ýmsu að taka en
nægir að nefna orð eins og „ofauð-
ungur“ í ritgerðinni Amerískir auð-
menn. Þetta veldur því, að lesturinn
á þessum bókum verður stundum
verulegur skemmtilestur. En dr.
Helgi taldi sig ekki vera að semja
skáldverk og það er því ekki sá
mælikvarði, sem endanlega ber að
nota á verkin, hvort þau eru vel
skrifuð eða ekki. Það þarf að skoða,
hvort hægt er að greina einhver
sannindi í því, sem hann segir, til
að gera sér einhveija heildarmynd
af þessu kenningakerfi.
Það vandast nokkuð málið, þegar
að þessu kemur. Ástæðan er ósköp
einföld. Kenningar dr. Helga kveða
á um hluti, sem ekki virðist með
nokkru móti hægt að ganga úr
skugga um. Hann heldur því til
dæmis fram, að í draumum ferð-
umst við til annarra hnatta og íbúar
annarra hnatta, séu að tala til okkar
í gegnum miðla. Það er rétt að geta
þess, að þetta á að vera vísindaleg
kenning og dr. Helgi ítrekar oftar
en einu sinni, að hann sé andvígur
því að líta svo á, að miðlar komist
í samband við einhvern andaheim. I
bland við þetta er svo eindregin til-
gangshyggja, sem kemur fram í
framfaratrú og því, að íslenzku þjóð-
inni sé ætlaður einhver sérstakur
tilgangur og mannkyni öllu.
Vísindum fylgir efnishyggja og
sú skoðun, að reynslurök og skyn-
semi nægi til að skera úr um vísinda-
legar kenningar. Hvað á að segja
um þessa kenningu dr. Helga?
Hvernig er hægt að ganga úr skugga
um, að menn séu að ferðast til ann-
arra hnatta í draumum? Fyrsta hug-
myndin held ég væri, að athuga
hvort menn, sem telja sig standa í
slíkum ferðalögum, séu í rúmum sín-
um um nætur. Ég hygg, að niður-
staðan úr slíkum rannsóknum yrði
sú, að þeir færu hvergi.
En í hvaða skilningi eru þeir þá
að ferðast? Þegar þeirri spurningu
: er svarað koma þessi sérkennilegu
svör um endurholdgun, líkamningu
eða hvað það nú heitir allt saman.
En öll þau svör eru því marki brennd,
að um þau verður ekkert sagt með
venjulegum reynslurökum. Af þeirri
ástæðu einni saman er tortryggilegt
að kalla allt þetta heimskerfí dr.
Helga vísindalegt. Þar að auki virð-
ist mér erfitt að koma við skynsam-
legri hugsun, í hversdagslegum
skilningi þeirra orða, innan þessa
kerfis. Það er oft erfítt að átta sig,
hvernig á að skilja lykilhugtök og
þegar einhver slíkur skilningur ligg-
ur fyrir er iðulega erfítt að átta sig
á, hvaða rök hníga til hans.
Það ber að taka fram, að auðvitað
gætu kenningar dr. Helga verið
sannar, þrátt fyrir það að engin
reynslurök taki af tvímæli um það.
En það eru tvær ástæður til viðbót-
ar, sem valda því að erfítt er að
taka þessa hugsunartilraun alvar-
lega. I fyrsta lagi þá skín út úr orð-
um hans hvað eftir annað alger full-
vissa um, að hann hafí rétt fyrir
sér. Fullvissa af þessu tæi tengist
fremur trúarbrögðum en vísindaiðk-
un. í öðru lagi þá er tilgangshyggjan
Dr. Helgi Pjeturss
og framfaratrúin svo barnalega ein-
föld, að það er vart hægt að taka
hana alvarlega. Um það er ástæðu-
laust að taka dæmi. En við þetta
bætist að í tilgangshyggju dr. Helga
felst rökvilla. í Nýal segir: „Nýall
kennir, að öll vera stefnir til að verða
hin æðsta vera.“ (Bls. 395, 1. bindi.)
Hvort skyldi þetta merkja, að öll
vera stefndi að einhverri æðstu veru
eða öll vera stefndi að hinni æðstu
veru? Mér virðist hægt að rökstyðja
skoðun af fyrra tagi og kannski
gera hana sennilega, en skoðun af
síðara tagi virðist mér vera augljós-
lega röng. Dr. Helgi þarf á skoðun
af síðara tagi að halda.
Auðvitað eru í þessum bókum
staðir, sem valda því, að varla er
nokkur von til, að hægt sé að taka
skoðanir höfundarins alvarlega. Á
einum stað segir: „Fróðlegari fréttir
af menningu á Mars, en nokkrar sem
ég hef á bókum séð, hefír þó sagt
mér maður, sem sjálfur kvaðst hafa
átt þar heima um eitt skeið ævinn-
ar. Ég talaði við þennan mann fyrir
tilstuðlan góðs miðils ... Það er
vissulega _mjög undarlegt, að eiga |
svo stórkostlega fjarlægt firðtal, og
það við mann, sem dáið hafði tvi-
svar.“ (Bls. 214-219.) Mér vitanlega
fara þessi orð um Mars ekki sanian
við neina kunna staðreynd um plán-
etuna Mars.
Ein skýring á einkennilegum i
kenningum, sem dr. Helgi setti sam- *
an, gæti verið sálannein. Það er að
minnsta kosti nærtækari skýring en i
að hann hafí verið holdgerving I
mannlegrar skynsemi. En ég er ekki
viss um, að það sé kannski skársta ,
leiðin til að fá vit í fjöldamargt á I
þessum bókum. Swedenborg var
mikið átrúnaðargoð dr. Helga.
Swedenborg var dulspekingur og
ritaði um dulræna reynslu sína auk
þess að rita margvíslegar biblíuskýr-
ingar. Hann hefur haft mikil áhrif
á ýmsa rithöfunda. Ein leiðin til að
skýra rit Swedenborgs er, að hann
hafi verið haldinn einhvers konar
sálarmeini, sem hafí valdið þessum
einkennilegu sálförum eða hvað á
að kalla þá reynslu, sem hann lýsir.
En sennilega er rétt að reyna að líta
á rit hans sem dulspeki, sem lúti
tilteknum lögmálum. Að líkindum
er það skársti kosturinn við að skilja
rit dr. Helga Pjeturss einnig. Það I
yrði síðan þjálfun dr. Helga og út- '
breidd vísindatrú samtíma hans, sem
skýrði, hvers vegna hann leggur svo
mikið upp úr því, að kenningar hans •
séu vísindalegar.
Þessi útgáfa hefur tekizt nokkuð
vel. Bækurnar eru í þægilegu broti,
vel prentaðar. En bandið er ekki
nógu gott, því að á tveimur bindum
í safninu, sem ég hef undir höndum,
hefur kápan byijað að rifna frá.
Sjálfsagt fá áhugamenn um dul-
fræði vart betri lesningu en dr.
Helga Pjeturss', en fyrir áhugamenn
um mannlega skynsemi, þótt fáir
séu, eru verk hans erfiður biti að
kingja.
Ferðaskrifstofan Atlantik:
1500-2000 tilEdin-
borgar i haust
1500-2000 manns hafa farið til Edinborgar með ferðaskrifstofunni
Atlantik í haust. Ferðaskrifstofan
tagi í þijú ár.
Engilbert Gíslastjóri, markg.ðs-
stjóri hjá Atlantik, sagði að ferð-
skrifstofan hefði farið hægt í sakirn-
ar í upphafí. Ferðamönnunum hefði
verið ekið frá Glasgow til Edinborg-
ar til að byija með en nú væri flog-
ið beint til Edinborgar.
Hann sagði að mikill áhugi hefði
verið fyrir ferðunum í haust. Fólkið
hefði farið með ferðaskrifstofunni
til Edinborgar í október og 11-12
hefur boðið uppá ferðir af þessu
fullar flugvélar hefðu farið þangað
í nóvember. Ferðafólkið verslaði að
sögn Engilberts í Edinborg, færi í
skoðunarferði og 90% aðsókn væri
á svokölluð Skosk kvöld sem ferða-
skrifstofan skipulegði.
Engilbert sagðist vera mjög án-
ægður með nýtinguna í ferðunum.
Ferðaskrifstofan hefði fengið afar
góð viðbrögð og farþegarnar væri
ánægðir.
SIEMENS
Litlu raftœkin frá SIEMENS gleðja
augað og eru afbragðs jólagjafir!
Ikaffivélar
hrærivélar
P brauðristar
vöfflujárn
' strokjárn
handþeytarar
eggjaseyðar
djúpsteikingarpottar
hraðsuðukönnur
dósahnífar
áleggshnífar
kornkvamir
,jaclette“-tæki
veggklukkur
vekjararklukkur
rakatæki
bílryksugur
handryksugur
blástursofnar
hitapúðar
hitateppi o.m.fl.
Lítiö inn til okkar og skoöiö vönduö tœki.
Muniö umboðsmenn okkar víös vegar um landið!