Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 16
16
MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR í'z! 'DÉSEMBER '1^91
HOFUM
OPNAÐ
nýjan og afar hlýlegan veitingasal
LINDINA, að Rauðarárstíg 18.
Á aðventunni bjóðum við upp á glæsilegt
íslenskt jólahlaðborð með þjóðlegum réttum
Verðkr. 1490,-
Taktu þér frí frá jólaönnunum og njóttu
frábærrar máltíðar í hádeginu eða að
kvöldinu í glæsilegum, skreyttum
veitingasal Lindarinnar.
Við tökum vel á móti gestum okkar með
ilmandi/ heimalagaðri glögg og piparkökum
Starfsmannafélög og hópar, munið að panta
tímanlega.
Verið velkomin
RAUÐARÁRSTÍG 18, SIMI: 62 33 50
Hugur og hönd
List og hönnun
Bragi Asgeirsson
Á dögunum barst mér í hendur tíma-
ritið Hugur og hönd, sem kemur út
ár hvert er líða fer að jólum og er
á sinn hátt jafn kærkomið og far-
fuglarnir er boða vorkomuna.
Samlíkingin er ekki út í hött því
að hann er dijúgur ylurinn af ís-
lenzkri handmennt sem streymir frá
síðunum til lesendans.
Að útgáfunni stendur kunnáttu-
fólk um íslenzka handmennt, sem
vinnur að hinum fjölbreyttustu hlut-
um í mjúkt sem hart efni, - ull og
tog sem grjót og harða málma.
Að þessu sinni greinir Áslaug
Sverrisdóttir frá þeirri iðju Kristínar
Schmidhauser Jónsdóttur að knipla
úr togi, en hún hélt eftirminnilega
sýningu á þeirri listrænu handiðn í
Stöðlakoti snemmsumars.
Þá vekur Stefán Snæbjörnsson
athygli á því í næsta pistli, að fag-
legt kynningarstarf er undirstaða
nýbreytni og jákvæðrar þróunar á
hönnunarsviðinu.
Sigríður Halldórsdóttir segir frá
margskeftum líndúkum frá 17. og
18. öld og hermir þarnæst frá ráð-
stefnunni „Ull er gull“.
Rúna Gísladóttir kynnir athafna-
semi Marlínar Örlygsdóttur verzl-
unarkonu og pijónahönnuðar í grein
sem nefnist „lesið í pijónles“ og
kemur víða við, segir m.a. frá banda-
rískum pijónahönnuði að nafni Kaffe
Fassett, sem hefur hingað komið og
miðlað af hugmyndabrunni sínum,
en pijónauppskriftir hans eru vin-
sælar um allan hinn vestræan heim.
Það er meira en líklegt í ljósi mynda
af framleiðslu hans, sem fylgja
greininni. Greininni fylgir svo upp-
skrift að fljótpijónaðri peysu með
laskermum sem Malín hannaði.
Hér má vekja athygli á því að
pijón, knippling og hvers konar
vinna úr ull er víða mikilvæg kennsl-
ugrein í listaskólum, þótt menn hafi
ekki ennþá áttað sig nógu vel á því
í ullarlandinu mikla, þar sem menn
virðast leggja lífið að veði til að lyfta
undir skammsýnina eins og til að
tapið verði sem mest.
íslendingar þurfa að líta sér nær
og ráðast gegn þeim landlæga
hugsunarhætti sem lýsir sér svo vel
í ummælum konunnar í útlandinu,
sem sagði: „Hvers vegna í ósköpun-
um eru menn að drepa fallegu fisk-
ana í sjónum, þegar hægt er að
kaupa þá í dósum í næsta stórmark-
aði“!
Það mætti nefnilega álíta að land-
inn upp til hópa álíti að hlutirnir
verði til af sjálfu sér og fyrirhafn-
arlaust í útlandinu og bara sé að
kaupa þá út úr búð!
Nei, það er ekki magn innvigtaðr-
ar ullar, né annarrar framleiðsluvöru
á vettvangi handiðnaðar sem er aðal-
atriðið, vinnslan ér mikilvægari, og
lífræn skapandi hönnun skiptir svo
sköpum.
Þorbjörg Þórðardóttir textíllista-
maður segir frá litunaraðferð með
lueiiK ög itei
Zenitullarlitum, en litun ullar hefur
fýlgt manninum í þúsundir ára og
kemur húm mjög víða við í stuttri
grein. Ber svo sérstaklega að nefna
greinar um nokkra list- og fjölhaga
eins og Ófeig Björnsson gullsmið
(Þórir Sigurðsson), Ágústu Péturs-
dóttur Snæland (Rúna Gísladóttir)
og Níels Hafstein (Áslaug Sverris-
dóttir). Þá eru greinar um Ull og
pijón í Færeyjum (Nicolina Jensen)
og perlusaumuð spariföt og fleira
grænlenzkt (Rúna Gísladóttir).
Það fer minna fyrir uppskriftum
og leiðbeiningum í þessu hefti en
oft áður, en hér er þó sagt frá ömmu-
hosum (sigríður Halldórsdóttir) og
leiðbeiningar eru um hreinsun gam-
alla textíla (Margrét Gísladóttir).
Vilji einhveijir fá upplýsingar um
ástarhnútinn finnast þær á einni síð-
unni með myndum eftir Rut Hall-
grímsdóttur en texta eftir Níels
Hafstein.
Ýmsar upplýsingar eru svo í ritinu
t.d. um 40 ára afmæli Heimilisiðnað-
arfélags Islands, ein síðan er helguð
bókatíðindum og loks ber sérstak-
lega að geta sérprentaðs efnisyfirlits
sem spannar tímabilið 1966-1991,
sem hlýtur að vera hvalreki fyri alla
þá sem við listiðnað fást.
Af þessari upptalningu má ljós-
lega ráða hve mikinn og merkilegan
fróðleik má finna í ritinu, sem hlýtur
að vera ómissandi fyrir alla þá sem
unna lifandi handverki og lífrænni
sköpun.
Minnumst þess svo á tímum mál-
verndar, að án þess að tekið sé fullt
tillit til þessara mikilvægu þátta í
þjóðlegri mennt rýrnar málkennd,
því að tungumálið er sprottið af
þörf mannsins til tjáningar. Því það
er eins og að kenna því snjalla vísu
utanbókar án skilnings á innihaldi
hennar, fegurðinni í hrynjandinum
og blæbrigðum máls.
Það er heildin í algjörleika sínum
sem skiptir máli, og þannig má líkja
tungumáli við fagurt tré með öllum
sínum laufblöðum, krónum og ann-
arri unaðslegri sjónrænni virkt, sem
er borið upp af stofni er vex upp
af djúpum rótum fijórrar gróður-
moldar.
Matargerð
er list og undirstaðan
er úrvals hráefni
KJOTIÐNAÐARSTOÐ