Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
19
SOSSA SÓLSKINSBARN
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Sólskinsbarn. Höfundur: Magnea
frá Kleifum. Kápa og myndir:
Þóra Sigurðardóttir. Setning:
Silja Aðalsteinsdóttir. Umbrot:
Mál og menning. Prentverk:
Prentsmiðjan Oddi hf. Útgef-
andi: Mál og menning.
Já, börn geta verið skemmtileg,
en fegurst í augum þroskaðrar sál-
ar, sem lítur um öxl, lætur eftir sér
að svífa á skýi minninganna til
fundar við gamla tíð. í hoppdansi
svífur barnið um. Umgjörðin hrör-
legt kot; þýfður túnbleðill, en samt,
ekkert jafnast á við þetta, engin
hátimbruð höll, engin grund grænni
eða fegurri, því þarna börðust þau
pabbi og mamma, afi og amma, og
í kringum þau var sólskinið eitt í
augum dreymandans. Barnið sjálft
var kannski ærslafullur ólátabelgur
á þroskabraut til manns, en í minn-
ingunni stígur það fram ekki aðeins
þannig, heldur líka sem spekingur.
Þannig segir Magnea sögu hnát-
unnar Sólveigar Guðríðar, Sossu.
Kannske er þetta saga skáldkon-
unnar sjálfrar, alla vega eru þær
nátengdar, Sossa og hún.
I fátækt er barnið alið upp í stór-
um systkinahópi, þar sem skyldur
lífsins eru á allra herðum. Lítilli 6
ára telpu er erfitt að temja sér takt-
Magnea frá Kleifum.
stig við kröfur alvörugefins föður,
gleymir sér við spumir lífsins og
gátur, finnur svör, sem samrýmast
ekki sannleik hinna fullorðnu, en
engu síður speki, sem móðir ein
skilur. Fjörugt ímyndunarafl, sem
reynt er að smokra á múl raunveru-
leikans, sannfærir telpuna um að
hún hljóti að vera tvær verur, sól-
skinsbarn og tryllingur, Sossa og
Setta. Þannig sprangar hún um
sviðið með úfið hár og skap. Höf-
undur segir sögu telpunnar á fjör-
legan og skemmtilegan hátt, frá-
sögnin leiftrar af kímni, samúð,
aðdáun, svo lesanda fer að þykja
vænt um Sossu. Bollaleggingar
hennar um lífið em oft bráðfyndn-
ar, til dæmis hvers vegna litli bróð-
ir má ekki heita Jesús, þó margir
séu kenndir við guð sjálfan, eins
og Guðmundar og Guðrúnir sanna.
Höfundi vex ásmegin eftir því
sem á sögu líður. Samskipti fjöl-
skyldunnar við kaupmannshrokann
gamla frábærlega lýst, ekki síður
samtali- Sossu við kaupmannsfrúna
dönsku og þjónustu hennar. Þar fer
höfundur á kostum, og ég held, að
fáir geti varizt hlátri, er lítil hnáta
greiðir Baugu, gömlu kúnni, með
óþekkri systur. Allt fer vel að lok-
um, eins og í ævintýrum lífsins, —
oftast.
Mál gott og lipurt, svo jafnvel
orðskrípið gamla glatarí (81) stakk
ekki í augu, enda fínt í munni hér
fyrrum.
Það læðist að mér, að ekki síður
fullorðnir en börn hafi gaman af
þessari sögu, hér sé ekki aðeins bók
fyrir börn, heldur afa og ömmu líka,
þetta er jú þeirra æskuvöllur, þeirra
saga.
Myndir bráðsnjallar, órabelgnum
lýst strax á kápu. Próförk mjög vel
unnin, prentverk líka. Skemmtileg
bók, þeim er unna heilbrigðum
börnum og gamalli tíð.
Barnabækur fyrri tíma
Bókmenntir
Sigrún Klara Hannesdóttir
Lesrím 1992
Útg. Lindin hf., 1991
Dreifing: íslensk bókadreifing.
Lesrím er almanak fyrir árið
1992 helgað íslenskum barnabók-
um. Valin hafa verið sýnishorn af
myndum ætluðum íslenskum börn-
um frá því fyrsta stafrófskverið
kom út í Skálholti árið 1695 og
fram að miðri þessari öld að mynd-
skreytingar urðu algengar og lit-
myndir fóru að ryðja sér til rúms.
Ein mynd fylgir hveijum mánuði
og þrettánda myndin skreytir káp-
una. Elsta myndin er úr stafrófs-
kverinu „Eitt lítið stafrófskver fyrir
börn og ungmenni", og er af hana
sem átti að vekja börnin til umhugs-
unar um skyldur sínar.
Saga myndskreytinga fyrir börn
er rakin óbeint með myndvalinu og
þar má sjá myndir úr fyrstu barna-
bókinni, Barnaljóðum, sem kom út
í Kaupmannahöfn 1780, fyrstu
myndabókinni sem kom út 1853
þar sem sjá má ábúðarmikinn „köf-
unarmann" í fullum skrúða. Þarna
eru gamlir kunningjar eins og litla
hvíta hænan sem spókar sig í upp-
hlut í viðskiptum sínum við rebba,
forsíða Æskunnar eins og hún var
1922, að ógleymdum myndum eftir
þá tvo menn sem mest glöddu böm
hér á landi með list sinni, Tryggva
Magnússon og Halldór Pétursson.
í almanakinu er getið um afmælis-
daga um 400 rithöfunda og mynd-
listarmanna sem hafa unnið fyrir
böm.
Aðaltilgangur Lesríms er að
minna á bamabækur fyrri tíma og
hvetja börn og fullorðna til að
gleyma ekki menningararfinum.
Ollum myndunum fylgir skýring á
íslensku og ensku og hentar Lesrím
1992, því sem kynning á íslenskum
bamabókum erlendis. Þetta er einn-
ig handhægt rit fyrir alia þá sem
vinna að hvers konar dagskrárgerð
og þurfa að finna eitthvað sem
tengist hveijum degi, svo sem fjöl-
miðlamenn, kennara eða bókaverði.
Lesrím er gamalt íslenskt orð
yfir almanak og kemur meðal ann-
ars fyrir árið 1817 er Oddur Jóns-
son Hjaltalín gaf út bók að nafni
„Nýtt lesrím sem kennir að útreikna
ársins aðskiljanlegu tíðir, samt
tunglkomur og annað héraðlút-
andi.“
Lesrím 1992 lætur ekki mikið
yfir sér og stingur því nokkuð í
stúf við litagleði náttúm-almanak-
anna. Allflestar myndirnar em upp-
haflega í svart-hvítu og því hefur
verið valinn grunnlitur sem hæfir
myndefninu vel, kremlitaðir tónar
með ofurlítilli rauðri skreytingu.
Lesrím 1992 er hannað af Búa
Kristjánssyni og prentað hjá Skák-
prenti.
Á VEGGI, LOFT OG GÓLF
TRAUSTARI HUÓÐEINANGRUN,
ÞYNGRI OG STEINULL
ÞVÍ ÓÞÖRF. A FLOKKUR
ELDTRAUSTAR
VATNSHELDAR
ÖRUGGT NAGLHALD
KANTSKURÐUR SEM EGG
HOLLENSK GÆÐAVARA
Þ.ÞORGRlMSSON&CO
ÁRMÚLA29, SÍMI 38640
GLÆSILEGUR FATNAÐUR
á dömur og herra
Nýkomið t.d.:
□ Herraföt □ Herraskyrtur □ Herrapeysur □ Bindi
□ Stakir jakkar á herra og dömur □ Stakar buxur
□ Stretch buxur □ Blússur □ O.m. fl.
OPIÐFRÁKL. 10-18 LAUGARDAG
OGFRÁKL. 13-18 SUNNUDAG
Mælikvarði
1: 250 000
AUt landlö
9 kort
Þórsmörk/
Landmannalaugar.
Húsavík/Mývatn
Suðvesturíand.
SkaftafeU. Hekla.
Hornstrandlr.
ÞingvelUr.
Ferðakort 1: 750 000
Mælikvarði
1: 100 000
Svæðasklpt
eða raðskipt.
9 möppur.
Verð hverrar
möppu:
Kr. 5.490.-
Kr. 4.400.-
Kr. 4.400.-
Mælikvarðar
1: 500 000 og
1: 250 000
7 kort.
JARÐFRÆÐIKORT
Kr. 4.700.-
REIÐIJEIÐIR
STAÐFRÆÐIKORT
á sérstöku tilboðsverði!
Vandaðar og nytsamar jóla- og
tækifærisgjafir.
Fást einungis í kortaverslun
Landmælinga íslands, Laugavegi 178.
Mælikvarði
1: 250 000
Mið-ísland og
Miö-Vesturland.
2 Reiðleiðakort
°8
reiðleiðalýsingar.
Kr. 5.490.-
Mælikvarði
1: 25 000
Reykjanes 9 kort.
Suðvesturland
8 kort.
Kr. 4.400.-
Sendum í póstkröfu um land allt.
LANDMÆUNGAR
ÍSLANDS
i i i
og 3-990.-
KORTAVERSLUN LANDMÆLINGA ÍSLANDS
LAUGAVEGI178 • SIMI680999