Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 Utanríkisráðherra á fundi Varðbergs og SVS um NATO í nýrri Evrópu: Viðræður við bandarísk stjórn- völd um tvíhliða vamarsamstarf „Á TÍMUM mikilla breytinga í alþjóðamálum er mikilvægt að Islendingum takist að skilgreina og veija þjóðarhagsmuni sína sem fyrr. Aðlögun eða áherslubreyt- ingar í utanrikisstefnu gerast ekki á einni nóttu en íslendingar hafa alltaf sóst eftir stöðugleika og friði með lýðræði og verður svo um ókomna framtíð. Þess vegna verðum við Islendingar virkir þátttakendur í öflugu Atl- antshafsbandalagi í nýrri Evr- ópu,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra á fundi Varðbergs og Samtaka um vest- ræna samvinnu um Atlantshafs- bandalagið í nýrri Evrópu, sem haldinn var síðastliðinn laugar- dag. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra flytur ræðu á fundi Varðbergs og SVS um Atlantshafsband- alagið í nýrri Evrópu. Umrót í Mið- og Áustur-Evrópu Utanrfkisráðherra sagði að nú þyrftu aðildarríki NATO að sigrast á ýmsum fylgifískum velgengninnar og bregðast við áður ókunnum hætt- um. Þær ættu aðallega rætur að rekja til umrótsins í Mið- og Austur- Evrópu í kjölfar sundrungar Sovét- ríkjanna þar sem lýðræðið ætti víða ýmist eftir að takast á við einræði, alræði og öfgakennda þjóðernis- stefnu en að auki væri enn óljóst hvað yrði um hernaðarmátt hinna fyrrum Sovétríkja. Hætta væri á aukinni útbreiðslu hátækni- og gjör- eyðingarvopna til stjómvalda fyrrum sovétlýðvelda og jafnvel til þriðja heims ríkja. NATO-aðiId nýfrjálsra ríkja ekkiraunhæf Innan Atlantshafsbandalagsins hefur mikið verið rætt um hvort veita eigi nýfijálsum ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu fulla aðild eða að minnsta kosti aukaaðiid að því. Sagði utanríkisráðherra að full aðild þessa ríkja væri ekki raunhæf og kæmi þar margt til. í fyrsta lagi myndi slíkt vekja ugg óg tortryggni í Rúss- landi og væri vart á slikt bætandi 6n ástandið þar væri aíar viðkvæmt. í öðru lagi leyfðu minnkandi útgjöld til vamarmála í aðildarríkjum NATO ekki frekari skuldbindingar. Erfitt og kostnaðarsamt væri að stækka stjómunar- og vamarkerfi banda- lagsins, breyta hemaðarstefnu þess og efla samræmingu sem fæli meðal annars í sér staðsetningu vestrænna herdeilda í hinum nýfijálsu ríkjum. í þriðja lagi gæti aðild þessara ríkja leitt til deilna og jafnvel klofnings innan Atlantshafsbandalagsins sem væri mjög óæskilegt á tímum örra breytinga á umhverfi þess og starfs- háttum. Aukaaðild hinna nýfijálsu ríkja að NATO væri heldur ekki góður kostur þar sem óhjákvæmilegt væri að ein- hveijar vamarskuldbindingar fylgdu | henni. Einnig væri óæskilegt að um fyrsta og annars flokks aðildarríki yrði að ræða innan bandalagsins og enn fremur gæti reynst erfítt að íæró jólagjöf nannsins í ADEC NÝTT KORTATÍMABIL Póststtndum. SPORTVÖRliVERSLUNIN 5% STAÐGREIÐSLU- gPÚMfól AFSLATTUR ^ ^ Laugavegi 49, *ími 12024. OPIÐ Á SUNNUDAG KL. 13-18 í ræðu sinni vék utanríkisráðherra að hinum miklu tímamótum sem hefðu orðið í alþjóðastjómmálum að undanfömu með hmni kommúnism- ans og lokum kalda stríðsins en vegna þessara atburða væri einkar viðeigandi og tímabært að huga að stöðu og framtíð Atlantshafsbanda- lagsins. Keppnistreyjur og fylgihlutir merktir frægustu fótboltaliðum heims KEPPNISTREYJUR: Arsenal, Liver- pool, Manchester United, Holland, A.C. Milan o.fl. STUTTBUXUR: A.C. Milan, Liverpool, Manchester United, Arsenal. HÖFUÐBÖND, ÚLNLIÐSSVITABÖND, HÚFUR, VETLINGAR, TREFLAR. GJAFASETT: Manchester United, Arsenal, Tottenham, Liverpool. KLUKKUR: Liverpool, Manchester United, Tottenham, Arsenal. Mini-búningar í bíla og í herbergið. KR-, VALS- OG FRAM-keppnistreyjur og stuttbuxur. N.B.A. KÖRFUBOLTADÓT: Lakers, Bulls, Boston og N.Y. Knicks T-bolir, hettubolir, stuttbuxur, gráar hettupeysur. Vönduö japönsk gæðaúr á frábæru verði Fáanleg gyllt eöa tvtlit, silfur og gulllituö, meö svartri eöa hvítri skífu. Fást hjá úrsmiðum gera greinarmun á einstökum Mið- og Austur-Evrópuríkjum og hvar ætti að skipa þeim á bekk innan NATO. Væri því hyggilegast að bíða átekta um sinn með aðild eða auka- aðild þessara ríkja en stjórnvöld á Vesturlöndum hlytu að fylgjast náið með þróun öryggismála í þessum löndum og grípa inn í þróunina ef ástæða þætti til. Ráðherra ítrekaði þátt RÖSE-ferlisins og gat þess að hugsanlegt væri að á næsta ári yrði komið á fót nýjum samevrópskum vettvangi 38 ríkja, sem ætlað væri að leysa af hólmi öryggis- og afvopn- unarmálaviðræður Atlantshafsband- alagsins og fyrrum Varsjárbanda- lags. V-Evrópusambandið ekki keppinautur NATO Jón Baldvin taldi ekki gerlegt eða æskilegt að koma í veg fyrir að ein- stakir hópar innan Atlantshafsband- alagsins, Evrópubandalagið til dæm- is, mótuðu sameiginlega afstöðu til einstakra mála. Það skipti þó miklu máli að NATO yrði áfram vettvangur sem einstök ríki eða ríkjahópar not- uðu til samráðs og samræmingar vegna gagnkvæmra skuldbindinga og þannig gæti hið evrópska sam- starf dafnað innan sem utan band- alagsins. Þótt veður skipuðust nú þannig að Vestur-Evrópuríki öxluðu meiri byrðar en áður í vömum sínum í samanburði við Bandaríkin, þá stæði sú staðreynd óhögguð að Bandaríkin væru eina hernaðarlega risaveldið í heiminum og NATO eini fjölþjóðlegi öryggismálahlekkurinn yfir Atlantshaf. Ráðherra vék að aukinni þýðingu Vestur-Evrópusam- bandsins á undanfömum ámm en tók fram að það væri ekki keppinautur Atlantshafsbandalagsins heldur tengiliður sem þjónaði ef til vill tíma- bundnum tilgangi fyrir eigin samr- una við Evrópubandalagið. Staða íslands Utanríkisráðherra sagði að öryggi og varnir hvers ríkis væru eilífðarvið- fangsefni stjómvalda, ógnun hyrfí sjaldnast að fullu heldur minnkaði eða magnaðist eftir atvikum. íslend- ingar hefðu borið gæfu til að fylgja framsýnni utanríkisstefnu á eftir- stríðsáranum og hefði neikvæður stöðugleiki kalda stríðsins auðveldað þeim valkosti í öryggis- og vamar- málum. íslendingar yrðu nú að laga sig að breyttri tilhögun öryggismála í Evrópu og skipti lega landsins og hernaðarlegt mikilvægi þess miklu. íslendingar væra í þeirri einstöku aðstöðu að hafa ekki eigin her, vera öðram ríkjum háðir um landvarnir og hefði stefna þeirra í öryggis- og varnarmálum byggst á tveimur sam- ofnum þáttum sem væru þátttakan í NATO og tvíhliða vamarsamstarf við Bandaríkin. Vegna hinna miklu breytinga í Evrópu væri hugsanlegt að á næstu áram reyndi á styrk þess- ara þátta. Tvíhliða samskipti Banda- ríkjanna og EB gætu til dæmis orðið svo rúmfrek að jaðarríki eins og ís- land yrðu afskipt á stundum. Skuld- bindingar Bandaríkjamanna sam- kvæmt varnarsamningnum frá 1951 væra vitaskuld jafngildar og áður en betur væri að koma í ljós að varn- arstöðin á Keflavíkurflugvelli yrði ekki undanþegin niðurskurði banda- rískra stjórnvalda. I þessu sambandi sakaði ekki að minnast þess að Bandaríkjamenn, jafnt sem íslend- ingar, gætu óskað eftir endurskoðun vamarsamningsins. Ráðherra benti á að það hefði haft farsælar afieiðingar fyrir íslend- inga að tengjast bandamönnum beggja vegna Atlantshafsins og þyrfti svo að vera um ókomna fram- tfð. íslendingar yrðu sjálfir að hafa framkvæði í varnar- og öryggismál- um og búa svo um hnúta að ísland yrði áfram Evrópuríki í sérstöku sambandi við Bandaríkin. Til þess að svo mætti verða þypftu íslensk stjómvöld að stuðla að samheldni Atlantshafsbandalagsins og gæta jafnræðis aðildarríkjanna ásamt því að hefja víðtækar og reglulegar við- ræður um öryggis- og vamarmál við einstök evrópsk aðildarríki þess. Einnig þyrfti að hefja viðræður við bandarísk stjómvöld um þróun tví- hliða varnarsamstarfsins á næstu áram og enn fremur þyrfti að nálg- ast Vestur-Evrópusambandið, til dæmis með áheymaraðild að þing- mannasamtökum, tvíhliða embættis- mannafundum og auknum upplýs- ingaskiptum svo eitthvað væri nefnt. í í i I « i i i i i i i « i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.