Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
„ Verðlaunin eru í raun og veru
veitt allri búrmönsku þjóðinni“
*
Jakob F. Asgeirsson ræðir við dr. Michael Aris, eiginmann Aung San Suu Kyi
Eiginmaður Aung San Suu Kyi er einn helsti sérfræðingur
heims í tíbeskum fræðum. Hann er félagi á St. Antony’s-garði
í Oxford en nú um stundir gistiprófessor við Harvard-háskóla
í Bandaríkjunum. Ég hef þekkt hann í tæp tvö ár, en ekki
fundist viðeigandi að eiga við hann formlegt blaðaviðtal fyrr
en nú að hann hefur gefið út bók með ritgerðum konu sinnar
og er á leið til Osló að taka við friðarverðlaunum Nóbels fyr-
ir hennar hönd.
Reuter
Alexander Aris, sonur Aung San Suu Kyi og Michaels Aris, tekur
við friðarverðlaunum Nóbels fyrir hönd móður sinnar á þriðjudag.
Við sitjum á heimili þeirra
hjóna í Oxford, sem nú hefur
verið leigt út til stúdenta. Á
veggnum gegnt okkur hanga
skemmtilegar teikningar af Suu
og drengjunum tveimur, gerðar
af þýskum listamanni.
Dr. Aris er maður hár vexti
og stórgerður, en ákaflega góð-
legur ásýndum og röddin hlý.
Hann krossleggur fætur og
kveikir sér í sígarettu; á borði
við hlið hans bíður fantur af
svörtu kaffí. Ég spyr hann fýrst
við hvaða aðbúnað kona hans búi
í stofufangelsinu.
„í því efni verð ég að byggja
á því sem ég vissi þegar ég var
síðast hjá Suu, á jólunum 1989.
Þá var komið fram við hana af
háttvísi, en henni voru settar
ákaflega þröngar skorður. Síma-
sambandslaust var við húsið og
engar heimsóknir leyfðar, nema
ef hún þyrfti á lækni að halda.
Frá sumri 1990 hefur henni jafn-
vel verið meinað að skiptast á
bréfum við mig og syni okkar.
Fyrst í stað var henni leyft að
taka á móti búddatrúarmunkum
á árlegum minningardegi um
morðið á föður hennar, en strax
á öðru ári var tekið fyrir það.
Hún er því ein með sjálfri sér frá
morgni til kvölds árið um kring.
Þegar ég sá hana síðast hafði
hún útbúið sér stundatöflu sem
hún fylgdi út í æsar til að aga
sjálfa sig og koma reglu á sitt
einangraða líf. Ég held að það
sé mjög mikilvægt ef maður býr
við slík skilyrði. Hún einsetti sér
að sitja við nám og ritstörf svo
og svo margar stundir á dag,
lesa, gera líkamsæfíngar, spila á
píanóið, sauma og iðka trú sína.
Það sem veldur mér áhyggjum
er að nágrannar hennar segjast
ekki hafa heyrt til hennar spila
á píanóið í meira en ár og ekki
lengur sjá ljós í húsinu á kvöldin.
Hússins er afar vel gætt og mér
skilst að fyrir skömmu hafí verið
lagður gaddavír umhverfís það.
Orðrómur er á kreiki um að vald-
hafamir ætli að fyrirskipa út-
göngubann í Rangoon'þegar frið-
arverðlaunin verða afhent í
Osló.“
Sovéski ambassadorinn í
Rangoon, sem býr í næsta húsi
við eiginkonu þína og sér yfír
garðinn hennar, kveðst ekki hafa
séð hana gera þar líkamsæfingar
frá því í febrúar síðastliðnum?
„Það er rétt. Ég er að gera
mér vonir um að það sé einfald-
lega vegna þess að Suu kærir sig
ekki um að vera kvikmynduð við
þær athafnir. Mér skilst að það
hafí verið gert og að valdhafarn-
ir hafí notað myndina í áróðurs-
skyni til að sýna að hún byggi
ekki við neina vosbúð. Ég þykist
vita að Suu vilji ekki gefa vald-
höfunum kost á slíkum áróðurs-
brögðum."
í síðustu viku birtust fréttir í
bresku blöðunum um að thaí-
lenski forsætisráðherrann hafí
haft milligöngu um að koma á
bréfasambandi milli fjölskyld-
unnar og eiginkonu þinnar. Er
það rétt?
„Ég fór fram á það í haust við
allmarga leiðtoga Asíuríkja að
þeir beittu sér fyrir því að stjóm-
in í Rangoon heimilaði bréfa-
skipti á ný og meðal þeirra var
forsætisráðherra Thailands, An-
and Panayarachun. Hann brást
vel við og kallaði búrmanska
sendiherrann í Bangkok á sinn
fund og afhenti honum afrit af
bréfí mínu. Samkvæmt óstaðfest-
um fregnum frá Bangkok barst
svar frá Rangoon nokkmm vik-
um síðar þess efnis að herinn
myndi koma bréfum frá fjöl-
skyldunni á framfæri við Suu
gegn því að þau væm send í
opnum umslögum og hann hefði
fijálsar hendur til að ritskoða
þau.
Ég leitaði undireins eftir opin-
berri staðfestingu á þessu og fór
fram á það við utanríkisráðherra
Filippseyja, Raul Manglapus,
sem var á leið til Búrma, að hann
hefði forgöngu um leita staðfest-
ingar hjá stjóminni í Rangoon.
Hann hringdi til mín á föstudag-
inn og hefur því miður staðfest
það sem mig gmnaði að engar
slíkar tilslakanir hafa verið gerð-
ar.
Þessar fregnir em því úr lausu
lofti gripnar, engin bréfaskipti
hafa verið heimiluð. Utanríkis-
ráðherra Filippseyja skýrði mér
jafnframt frá því að Suu hafí
verið leyft að fara út úr húsinu
í fyrsta skipti þann 24. nóvember
síðastliðinn til að sjá jarðneskar
leifar elsta bróður föður hennar,
U Aung Than, sem lést nýlega.
Hún mun hafa farið í strangri
hermannafylgd til líkhúss borg-
arinnar."
I grein í The Economist sl.
sumar var sagt að Suu væri fús
að yfirgefa Búrma með eftirfar-
andi fjórum skilyrðum: Að öllum
pólitískum föngum yrði sleppt;
að borgaraleg stjóm taki við
völdum; að henni verði leyft að
tala í fímm mínútur í sjónvarpi
til að útskýra fyrir þjóðinni hvers
vegna hún sé að yfírgefa landið;
og !oks að henni verði leyft að
fara fótgangandi frá heimili sínu
við University Avenue til flug-
vallarins í Rangoon. Hvað er
hæft í þessu?
„Þessi saga birtist fyrst í litlum
dálki í Far Eastern Economic
Review en án þess að getið væri
höfundar eða heimildar. Margir
tóku hana trúanlega því að þeim
fannst hún endurspegla festu
Suu og hugsanagang, en ég sjálf-
ur efa stórlega að hún hafí sett
slík skilyrði.
Ef ég þekki hana rétt, þá mun
hún undir engum kringumstæð-
um gefast upp í baráttu sinni
fyrr en ákalli hennar um raun-
veralegar viðræður í þágu friðar
og sátta verður svarað. Úr því
sem komið er mun hún ekki yfír-
gefa ættjörð sína fyrr en hún er
þess fullviss að Búrma hefur tek-
ið rétta stefnu og hún sjálf þar
með gert skyldu sína. Ég held
því að þetta sé ósönn frétt byggð
á getsökum."
Dr. Aris vill fátt segja um
ástand mála í Búrma og engu
spá um hver þar verður fram-
vindan. Hann segist verða að
gæta sín að segja ekkert sem
kallast geti pólitískar yfirlýsing-
ar, því slíkt sé undir eins notað
í áróðursskyni gegn eiginkonu
hans og sagt að hún sé verkfæri
útlendingsins, eiginmanns henn-
ar.
Hann biður mig jafnframt að
minnast þess að hann sé ekki
talsmaður konu sinnar, hann geti
ekki lagt henni orð í munn og í
raun og veru geti hann ein-
vörðungu talað um þær aðstæður
sem hún búi við, að svo miklu
leyti sem þær eru honum kunn-
ar, hveija manneskju kona sín
hafí að geyma og almennt hvað
fyrir henni vaki — og svo auðvit-
að fjallað um nýju bókina og frið-
arverðlaunin.
Bókin ber heitið Frelsi frá ótta,
eftir einni ritgerð Suu, sem birt-
ist í íslenskri þýðingu í Morgun-
blaðinu sl. sumar, samdægurs og
yngri sonur hennar, Kim, tók við
Sakharov-verðlaununum í
Strasbourg. Vaclav Havel ritar
formála að bókinni og segir þar
m.a. að veiting friðarverðlauna
Nóbels til Aung San Kuu Kyi
staðfesti að „þessi hugrakka
kona talar fyrir hönd okkar allra
sem leitum réttlætis". Þetta er
afar fróðleg bók og merkileg.
Sjálfur skrifar dr. Michael Aris
ítarlegan inngang, en auk þess
eru birtar skemmtilegar greinar
samtímamanna um persónu Suu.
Ritgerðir hennar sjálfrar skipa
auðvitað stærstan hluta bókar-
innar.
Birtar eru margar' ræður og
greinar úr mannréttindabaráttu
hennar, sem varpa skýru ljósi á
andófsmanninn Aung San Suu
Kyi og háleitar hugsjónir hennar,
en jafnframt þungvægar ritgerð-
ir um bókmenntir og menningar-
mál, t.d. snjöll ritgerð um saman-
burð á andlegu lífí í Búrma og á
Indlandi undir breskum yfírráð-
um.
Þá er og að fínna í bókinni
stutta ævisögu sem hún skrifaði
um föður sinn og langa sögulega
ritgerð um land hennar og fólk.
Bókin er gefín út nánast samtím-
is í Bretlandi, Bandaríkjunum,
Noregi, Japan, Frakklandi, Hol-
landi og Þýskalandi, og í allmörg-
um öðrum löndum er þýðing bók-
arinnar komin langt á veg,
þ. á m. í Kóreu, Indónesíu, Thai-
landi, Portúgal og Spáni, auk
þess sem í bígerð eru útgáfur' á
kínversku, rússnesku og á mörg-
um tungum Austur-Evrópu.
„Mér fannst það skipta miklu
máli að rödd Suu heyrðist," segir
dr. Aris. „Það hefur ekkert heyrst
til hennar í rúm tvö ár. Með því
að safna ritgerðum hennar og
ræðum í eina bók fannst mér að
rödd hennar væri ekki einvörð-
ungu leyst úr ánauð, heldur gæf-
ist fólki jafnframt tækifæri til
að átta sig á hvers konar mann-
eskju hún hefur að geyma, hvaða
manngildi hún stendur fyrir og
hvers hún væntir sér af framtíð-
inni.“
Bókin er gefín út í minningu
Aung San, frelsishetju Búrma,
föður Suu, og eftirfarandi um-
mæli hennar eru höfð að ein-
kunnarorðum: „Þegar ég heiðra
föður minn, heiðra ég alla sem
standa fyrir pólitískum heilindum
í Búrma.“
„Suu er búrmanskur æt-
tjarðarvinur fram í fingurgóma,“
segir dr. Aris. „Hún var menntuð
í anda búrmanskra siðferðisgilda,
og innrættar lífsreglur föður síns,
sem fómaði lífí sínu fyrir Búrma.
Móðir hennar og aðrir ættingjar
gættu þess að hún gleymdi því
aldrei hvers dóttir hún væri. Hún
var alin upp í þeirri trú að sjálfs-
fórn væri vegsemd, að henni
bæri að gefa gaum þjáningum
annarra — allt í anda hefðbund-
inna siðferðisgilda búddatrúar.
Örlögin höguðu því svo til að hún
flutti á unglingsaldri frá Búrma,
en hún stóð alltaf í þeirri trú að
einn daginn myndi hún snúa aft-
ur til heimalands síns til þess að
endurgjalda þá ást og þann hlý-
hug sem öll búrmanska þjóðin
ber til föður hennar og fjöl-
skyldu. Henni fannst sem mennt-
un hennar væri í vissum skilningi
undirbúningur fyrir framtíðar-
hlutverk í þjónustu þjóðar sinnar.
Þegar við giftumst var hún
hrædd um að landar hennar
kynnu að mistúlka hjónabandið
sem vott um dvínandi þjóðemis-
hollustu. Þetta ræddum við í
þaula áður en við giftumst. Hún
gerði mér grein fyrir að hún
þyrfti síðar meir, ef svo má segja,
að sanna sig fyrir þjóð sinni með
hollustu sinni, og ég held að ekki
fari á milli mála að það hafí hún
nú gert.“
Það er óhætt að segja að þeir
feðgar, dr. Aris og synir hans
tveir, hafí allir sýnt mikla still-
ingu við upplausn fjölskyldunnar,
en rétt tvö ár eru nú síðan þeir
sáu Suu síðast.
„Hugur okkar er auðvitað
blendinn," segir dr. Aris. „Við
skiljum það hlutverk sem Suu
gegnir, við sjáum þörfína fyrir
sjálfsfóm hennar; í þessum heimi
verða engar framfarir án sjálfs-
fórnar af einhveiju tagi. Við ger-
um okkur jafnframt ljóst að þján-
ingar annarra í þessari miklu
baráttu em stómm meiri en okk-
ar eigin. Hugsunin um þrenging-
ar annarra gerir okkur að sumu
leyti auðveldara að bera þann
kross sem við þurfum að bera.
Ég vona að þetta hljómi ekki
hræsnisfullt."
Hann þagnar stutta stund, en
bætir síðan við:
„Vonin er sú að allt geti snú-
ist í farveg friðar og uppbyggj-
andi samningaviðræðna. Það er
ekki til neins að fórna sjálfum
sér nema manni takist að fá fólk
til þess að tala saman eins og
mannlegar verur. Það er í raun
allur tilgangur baráttu Suu.
Stundum fínnst mér eins og ver-
ið sé að gera hana að ein skonar
vemdardýrlingi lýðræðis og
mannréttinda, en Suu er einfald-
lega manneskja, hún stendur fyr-
ir mannleg gildi. Ég vil ekki að
þessi bók sé lesin sem heilagra
manna saga eða sem minningar-
grein, þessi bók geymir Suu eins
og raunveralega manneskju."
Hvað er þér efst í huga nú
þegar þú heldur áleiðis til Osló
að veita viðtöku friðarverðlaun-
um Nóbels fyrir hönd konu þinn-
ar?
„Þakklæti. Mikil vegsemd
fylgir þessum verðlaunum og þau
ráða miklu um almenningsálitið
í heiminum. Það er þó eitt sem
við fjölskyldan, aðskilin frá Suu,
viljum öðra fremur leggja áherslu
á í Osló. Það er að verðlaunin
eru í raun og vera veitt allri
búrmönsku þjóðinni. Suu myndi
ekki vilja að sú athygli sem henni
hefur verið veitt yrði til þess að
draga athyglina frá hinum fjöl-
mörgu samlöndum hennar sem
þjást við slæm skilyrði í fanga-
klefum. Sérstaklega myndi hún
vilja minnast U Nu, fyrram for-
sætisráðherra, sem studdi hana
í baráttu hennar, en hefur þjáðst
hræðilega í stofufangelsi. Heim-
urinn virðist hafa gleymt honum.
Við sem fjölskylda álítum alla
pólitíska fanga í Búrma hina
raunveralegu verðlaunahafa,
enda þótt við lítum jafnframt svo
á að Suu hafi með framgöngu
sinni orðið verðugt tákn í þeirri
baráttu sem búrmanska þjóðin
heyr nú í þágu mannréttinda og
lýðræðis."