Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 VINNUVERND Er hægt að fjárfesta í mannlegum samskiptum? eftir Jóhann Inga Gunnarsson ogSæ- mund Hafsteinsson Það eru víst erfíðir tímar fram- undan. Mikil og neikvæð umræða hefur verið í fjölmiðlum og manna á meðal um samdrátt í fískveiðum, brostna stóriðju- drauma og minnkandi hagvöxt. íslensk fyrirtæki eru, a.m.k. sum hver, talin standa á brauðfótum gagnvart erlendum fyrirtækjum sem munu keppa við okkur af vaxandi þunga á næstu árum. Á slíkum tímum fer ekki hjá því að umræðan í þjóðfélaginu litist af efasemdum og kvíða. Hjá sum- um ríkir svartnættið; ekkert virð- ist framundan nema enn fleiri gjaldþrot og hrun. Aðrir vilja bretta upp ermamar og glíma við vandann eins og sönnum ís- lendingum sæmir. Menn leita nýrra leiða og velta fyrir sér nýjum framleiðslumöguleikum, nýjum mörkuðum, aukinni ha- græðingu og spamaði. Rætt er um bætta nýtingu á hráefni, vömþróun og nauðsyn á auknum rannsóknum í þágu atvinnuveg- anna. Umræður á þessum nótum em vitaskuld þarfar enda er margt ógert á þessum sviðum. Enn eigum við físk í sjó, næga Jóhann Ingi Sæmundur Haf- Gunnarsson steinsson orku, landrými og - vel að merkja - nokkur stöndug fyr- irtæki. En fleira er verðmæti en fískur og raforka. T.d. manneskjur, fólkið í landinu. Við eram að vísu ekki sérlega mörg miðað við aðr- ar þjóðir, en álitlegur hópur samt og tiltölulega vel menntuð. Er hugsanlegt að virkja fólkið betur en gert hefur verið innan fyrir- tækja og stofnana og bæta þar með samkeppnisstöðuna? „Vissu- lega,“ kynnu nú margir að svara. Alþekkt er að hugvit og þekking em atvinnuvegunum nauðsynleg lyftistöng, enda hafa þegar verið unnin ýmis afrek hér á landi á sviði endurmenntunar, sérhæf- ingar og tækniþekkingar. En hvað um allt hitt fólkið, þá sem ekki em beint „sérfræðingar" á sviði tækni og framleiðslu? Hvað t.d. um óbreytta skrifstofufólkið, iðnaðarmennina, verksmiðjufólk- ið, afgreiðslufólkið, starfsfólk sjúkrahúsa og skóla? Er þetta fólk ekki líka „auðlind" sem umnt er að nýta betur? Hvaða leiðir era færar í því sambandi? Núorðið þykir það óumdeilan- leg staðreynd að hraust og ánægt starfsfólk skili mun betri ámagri en illa á sig komið og óánægt starfsfólk. Víða um heim hafa fyrirtæki brugðist hart við og m.a. gert sinu fólki kleift að stunda reglulega líkamsrækt, og jafnvel sums staðar nánast gert það að skyldu. íslensk fyrirtæki hafa verið að taka sig taki á þessu sviði undanfarin ár, og er í því sambandi skemmst að minn- ast stofnunar fyrirtækisins Mátt- ar, sem m.a. hluti verkalýðs- hreyfíngarinnar og ýmis fýrir- tæki standa að. Tæknivæðing nútímans hefur komið því til leið- ar að fæst störf okkar krefjast líkamlegrar áreynslu eða útivem. Það að beita líkamanum til átaka tengist tómstundum. Þessu verð- ur nútíminn að svara á einhvem hátt, mæta verður líkamlegri þörf okkar fyrir hreyfíngu og átök með skipulögðum hætti. Annars er hætt við að stórir hóp- ar manna verði ýmsum „velferð- arkvillum“ og streitu að bráð. Það mun óhjákvæmilega koma fyrst niður á afköstum fyrirtækj- anna. En hvað með vinnugleði og ánægju starfsfólksins? Hvemig viljum við yfírleitt hafa fyrirtæki og stofnanir framtíðarinnar? Vilj- um við hafa eftirsótýa vinnustaði með góðum starfsanda, eða vilj- um við vinnustaði þar sem vel- ferð starfsfólks er aukaatriði, aðalatriðið sé að það mæti og „skili sínu“? Hvernig er starfs- andinn í þínu fyrirtæki? Kvíðir þú fyrir því að mæta til vinnu og notar öll tækifæri sem gefast til að komast burtu? Em störf unnin með hangandi hendi? Er hver höndin upp á móti annarri og erfitt að vinna með „sumum“? Eitt af því sem fyrirtæki er- lendis, og raunar einnig mörg fyrirtæki hérlendis, hafa gert til að mæta harðnandi samkeppni er að breyta skipulaginu þannig að starfsfólkið myndi ekki sund- urlausan hóp heldur samstillta liðsheild sem vinnur markvisst að meðvituðu og sameiginlegu markmiði. Þetta krefst þess auð- vitað að unnið sé að því að efla liðsheildina. Stjómendur þurfa að læra þá list að stilla saman ólíka s'trengi, laða það besta fram hjá. hveijum ejnstaklingi og sýna í verki að þeir kunni að meta það sem vel er gert. Þetta krefst þess að talað sé saman innan fyrir- tækisins, boðleiðir séu greiðar og menn skilji hlutverk hvers ann- ars. Hver og einn verður að átta sig á mikilvægi ejgin starfs og hafa fmmkvæði. í stað skipana og aga „að ofan“ þarf að skapa liðsheild sem byggist á sjálfsaga. Ánægt starfsfólk, sem fínnur fyrir eigin mikilvægi og ábyrgð, nær ekki aðeins meiri afköstum, heldur er það miklu betra andlit út á við og hæfara til að ná góð- um tengslum við viðskiptavini. Því er menntun starfsfólks á sviði mannlegra samskipta og viðhorfa jafnmikilvæg og önnur menntun. Frumkvæði og framfarir spretta frekar úr frjóum jarðvegi en ófrjóum. Upphaf og endir vanda- mála margra fyrirtækja má rekja til mannlegra samskipta; árekstr- ar, tortryggni, öfund, ótti og hroki eru alþekkt vandamál sem stundum er reynt að „Ieysa“ með því að sópa þeim undir teppið. Afleiðingamar verða aukin spenna sem fyrr eða síðar brýst upp á yfirborðið eða grefur undan eðlilegri starfsemi. Góður starfsandi einkennist öðru fremur af jákvæðum við- horfum starfsfólks. Jákvæðir ein- staklingar eru ekki aðeins þægi- legir í umgengni, uppbyggilegri og skemmtilegri en nöldurseggir og bölsýnismenn. Þeir em líka verðmætari starfskraftur. Já- kvæðni er í rauninni hæfni sem þjálfa má upp og hveijum ein- staklingi er í sjálfsvald sett að rækta með sjálfum sér. Jákvæður andi á vinnustað er valkostur en ekki eitthvert ástand sem kemur og fer fyrir tilviljun. Góð liðsheild og bætt mannleg samskipti á vinnustað verða stöðugt mikil- vægari fyrir stofnanir og fyrir- tæki sem vilja styrkja stöðu sína. Mikilvægt er að dragast ekki aftur úr á þessu sviði og heíjast strax handa. Höfundar eru sálfræðingar og starfa m.a. á vegum Máttar — vinnuverndar. NÝRILMUR FYRIR KARLMENN Morgunblaðið/Þorkell Foreldra- og kennarafélag Foldaskóla gekkst fyrir fjölmennum fundi um málefni skólans. Vandamál í Foldaskóla: Nemendur eru nú um 400 fleiri en skólinn þolir FORELDRA- og kennarafélag Foidaskóla hefur töluverðar áhyggjur af því að skólinn er ofsetinn sem skapað hefur ýmis vandamál. Skólinn er byggður fyrir 700-750 nemendur en þeir eru nú rúmlega 1.100 talsins. Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson formaður félagsins segir að bæði þurfi skólastjóri skólans meiri aðstoð við að stjórna honum og stýra auk þess að bæta þurfi úr húsnæðismálum skólans. „Eins og staðan er nú er ekki hægt að sinna fullri kennslu eins og vera ber og fá nemendur þannig ekki fulla kennslu í greinum á borð við leikfimi, handmennt og list- greinar ýmsar,“ segir Ingólfur Hrafnkell. „Hinn mikli fjöldi nem- enda hefur einnig skapað vandamál við að stýra og stjóma skólanum ^ og hefur skólastjórinn nú aðeins e> einn aðstoðarmann við slíkt. Heim- ■§ ild er í lögum fyrir tvo aðstoðar- menn en það hefur ekki fengist í _ gegn.“ í máli Ingólfs kemur fram að Foldaskóli sé ætlaður fyrir nemend- ur í Foldahverfí en hins vegar hefur þróunin orðið sú að unglingar úr öllum Grafarvoginum sækja þar tíma. Ef bara væm nemendur úr Foldahverfí í skólanum myndi nem- endaíjöldinh vera um 900 talsins. Stjóm skólans hefur leitað bæði til menntamálaráðuneytisins og borgaryfirvalda með vandræði sín. Ingólfur Hrafnkell segir að þeir hafí fengið áheym hjá menntamála- ráðherra og muni í framhaldi af því senda honum bréf um málið en mannahald skólans heyrir undir ráðuneytið. Gerð er krafa um annan aðstoðarmann'fyrir skólastjóra svo og um stöðu námsráðgjafa við skól- ann. Húsnæðismál skólans heyra undir borgaryfírvöld og hefur stjóm skólans rætt við Árna Sigfússon formann skólamálaráðs borginnar. Þar hafa þau svör fengist að reyna á að koma málum svo fyrir að að- eins nemendur úr Foldahverfi sæki skólann og að nægilegt kennslu- rými verði fyrir þá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.