Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 34

Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 34
'U MORGUNBLAÐIÐ FÍMMTUDÁGUR 12. DESEMBER 1991 Dvöl á heilsuhæli NLFÍ eftir Sólveigu Eggerz Pétursdóttur Sumarið 1991 verður í margra minni eitt hið besta og ljúfasta sem veðurguðirnir hafa gefið gamla Fróni. Þrátt fyrir alla þessa maka- lausu veðurblíðu er margur maður- inn þreyttur og lasburða. Svo var um okkur hjónakornin, kvalin af liðagigt og hinu og þessu sem ekki verður tíundað hér. Það gaf mér kjark að eiga von um dvöl á heilsu- hæli NLFÍ í Hveragerði. Svo rann dagurinn upp og við renndum í hlað- ið þar sem allt umhverfið breiddi á móti okkur faðminn. Vinaleg húsin, fallegur gróður og vel snyrtar flat- ir, allt bar vitni um hirðusemi og alúð. Þegar inn var komið tók hjúkr- unarfræðingur á móti okkur og ræddi við okkur um fyrirkomulag „Áberandi er hve lækn- ar, hjúkrunarfólk og annað starfsfólk er notalegt við alla, sama hve mikið það þarf að leggja á sig.“ dvalarinnar og svaraði öllum spurn- ingum okkar. Við fengum inni í notalegu tvíbýli með innbyggðri snyrtingu. Frammi á ganginum var þvottavél og þurrkari og aðstaða til að hita sér vatn. Fyrsti tíminn fór í að kynna sér húsakynni og heilsa nokkrum kunningjum sem voru hér fyrir. Gangamir eru breiðir og bjart- ir með nokkrum notalegum útskot- um og aðstöðu til að lesa dagblöðin sem koma árla morguns með fyrsta áætlunarbíl frá Reykjavík. Svo eru sjónvarpstæki á þrem stöðum í hús- inu, aðstaða fyrir fólk sem teflir eða spilar og setustofa með píanói til. afnota fyrir gesti. Þarna er stór sameiginlegur matsalur. Hjúkrunarvakt er hér allan sólar- hringinn. Símavakt er meirihluta dagsins. Hér er fólk er öllum stétt- um þjóðfélagsins, frá andlegum ör- yrkjum til embættismanna í æðstu stöðum, sumir nokkuð hressir, aðrir illa farnir á heilsu, andlega og lík- amlega. Allir áttu eitt sameiginlegt, að njóta þess örlætis og gagnlegu hjálpar, sem hér er veitt. Einhvern tíma var sagt, að Guð hjálpi þeim sem hjálpar sér sjálfur. Þetta er gott að hafa í huga hér, því ef þú ert jákvæður, berð þig eftir því sem þér er bent á að gera og leggur þig fram um að gera sjálfur vel, þá mun árangurinn verða eftir því. Daginn eftir komuna fórum við í læknisskoðun. Heimilislæknir eða annar læknir hefur sent inn umsókn NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ Ásgdrjafeobsson Asgeir Jakobsson SÖGUR ÚR TÝNDU LANDI Ásgeir Jakobsson er landskunnur fyrir œvisögur sínar um íslenska athafnamenn. Þessi bók hefur aö geyma smösögur eftir hann, sem skrifaöar eru á.góðu og kjarnyrtu máii. Þetta eru bráðskemmtilegar sögur, sem eru hvort tveggja í senn gamansamar og með alvar- legum undirtóni. M.Scott Peck Leiðin til andlegs þroska Öll þurfum við að takast á við vandamál og erfiöleika. Það er oft sársaukafullt að vinna bug á þessum vandamálum, og flest okkar reyna á einhvern hátt að forðast að horfast í augu við þau. í þessari bók sýnir banda- ríski geðlœknirinn M. Scott Peck hvernig við getum mœtt erfið- leikum og vandamálum og öðlast betri skilning á sjálfum okkur, og um leið öðlast rósemi og aukna lífsfyllingu. pfrruíí ZOPMONÍASSON VIKINGS IÆKJAROTV Pétur Zophoníasson VÍKINGSLÆKJARÆTTV < Fimmta bináið af Víkíngslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar,. hreopstjó'a á Víkingslcek. í þessu bindi er fyrsti hluti h-liðdr œttarinnar, niðjar Stefáns Bjarnasonar. Efhinu fram að Guðmundi Brynjólfssyni á Keldum verður skipt í tvö bindi, þetta og sjötta bindi, sem kemur út snemma á nœsta ári (1992). Myndir eru rúmur helmingur þessa bindis. Hnnhogi C»uðuiund«.son Gamansemi Nakkur valin dæmi 53& ^ Ást, morö og dulrænir hæíileikar Pétur Eggerz ÁST, MORÐ OG DULRÆNIR HÆFILEIKAR Þessiskáldsaga er sjöunda bók Péturs Eggerz, i henni er meðal annars sagt frá ummœlum fluggáfaðs íslensks lœknis, sem taldi sig fara sálförum að nœturlagi og eiga tal við fram- liðna menn, Þetta er forvitnileg frásögn, sem fjallar um marg- breytilegt eðli mannsins og tilfinningar. Finnbogi Guðmundsson GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 23. september voru liðin 750 ár síðan Árni beiskur veifti Snorra, Sturlusyní banasár í Reykholti. í þessari bók er minnst gleðimannsins Snorra og rifjaðir upp ýmsir gamanþœttir í verkum hans. Myndirí bókina gerðu Aðalbjörg Þórðardóttir og Gunnar Eyþórsson. Auöunn Bragi Sveinsson SITTHVAÐ KRINGUM PRESTA í þessari bók greinir Auðunn Bragi frá kynnum sínum af rúmlega sextíu íslenskum prestum, sem hann hefur hitt á lífsleiðinni. Prestar þeir, sem Auðunn segir frá, eru bœði lífs og liðnir og kynni hans af hverjum og einum mjög mismikil; við suma löng en aðra vart meira en einn fundur. SKUGGSJÁ Bókabúð Olivers Steins sf NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ Solveig Eggerz Pétursdóttir um dvölina og þar með sent umsögn um þörf og ástand dvalargests. Hælislæknir hefur þá kynnt sér þessa umsögn fyrir læknisskoðun. Þrír læknar eru nú starfandi á hæl- inu. Að skoðun lokinni er ákveðið hvaða meðferð hentar best. Áber- andi er hve Jæknar, hjúkrunarfólk og annað starfsfólk er notalegt við alla, sama hve mikið það þarf að leggja á sig. Hér er boðið upp á gufuböð, sund og vatnsleikfími í góðri sundlaug með ágætis aðstöðu í heitum nudd- pöttum. Þeir sem vanir eru að lúra frameftir á morgnana eru nú komn- ir í sundfötin fyrir allar aldir og verða hressari að bragði. Flestir halda þaðan í einhvers konar með- ferð, svo sem nudd, heilsuböð, leir- böð, stuttbylgjur, sjúkraþjálfun og svo framvegis. Morgunmatur er kl. hálfníu til tíu. Auðvitað er heilsufæði í öll mál enda er það besta leiðin til að hreinsa líkamann og stuðla að betri líðan. Flestir hugsa vel um bílinn sinn en gleyma því að líkaminn þarf engu síður á góðri umhirðu að halda. Þeir sem njóta þess að borða full mikið hluta ársins geta nú bæt.t úr því meðan á dvölinni stendur. Ég var nú ein af þeim sem þurfti að léttast og ég byijaði allar máltíðir með því að líta á disk sem lagður er fram til leiðbeiningar og sýnir hámarks skammt fyrir þann sem vill leggja af. Þá var um að gera að vera fljótur að taka á diskinn hið leyfílega og líta fram hjá lúnum kræsingunum. Erfitt var það en vel þess virði. Blóðþrýstingurinn varð fínn og ég fann að ég var að mjókka í mitti og sat ekki lengur með bum- buna á lærunum. Leikfimi fengum við daglega og æfíngar í tækjasal, sem er allgóður, en oft var þröngt setinn Svarfað- ardalur. Gönguferðir voru farnar hvem virkan dag undir leiðsögn þjálfara. í sumar nutum við góða skapsins og hressandi framkomu Helgu Haraldsdóttur, sem einu sinni var vel þekkt sunddrottning og nú allsheijar þjálfari. Ég er sannfærð um, að þau lóð sem hún lagði á vogarskálar heilsubótarbaráttunn- ar, voru ómetanleg. í fyrstu göngu- ferðunum var ég dauðþreytt af að þramma áfram og sá aðeins tærnar á skónum mínum, en svo léttist leið- in dag hvern og umhverfið fór að verða lifandi og ánægjulegt. Heilsu- hælið, Ölfusborgir, Garðyrkjuskóli ríkisins og Hveragerðisbær hafa sameiriast um mikla tijárækt í hlíð- inni ofan við bæinn. Þetta er orðið hið fegursta gróðurlendi með heil- brigðum tijám og mörgum skemmtilegum gönguleiðum. Margt er hér í boði, sem skiptir miklu máii fyrir dvalargesti. Hér er hið ágætasta bókasafn með bókum við allra hæfí. Rúmgóður samkomu- salur er notaður til skemmtanahalds og fyrir kvöldvökur. Inn af og í tengslum við samkomusalinn er kapella og er hægt að loka þessum vígða hluta af með fortjaldi. Hér messar sóknarpresturinn. Einnig er hér lítið herbergi þar sem presturinn getur sinnt þeim sem óska eftir að tala við hann einslega. Hver og einn getur líka farið þangað inn til hug- leiðslu en gæta verður þess, að al- gjör þögn ríki þar á meðan. í hringlaga útbyggingu er svo at- hvarf fyrir þá sem vilja reykja og er sá hluti byggingarinnar nefndur „syndin“. Út frá einum ganginum er smá verslun þar sem gestir geta náð sér í ýmsar nauðsynjar, ætar og óætar. Fólk er fljótt að kynnast hér og greinilegt er, að margur eldri borg- arinn fær hér félagsskap við hæfí og vinátta skapast, sem endist leng- ur en dvölin á heilsuhælinu. Út um herbergisgluggann minn fylgist ég með hópi af ungu og föng- ulegu fólki, sem er í leikfimi og boltaleik á grænni flötinni. Þetta er SÁÁ-hópur í endurhæfingu. Þetta fólk lítur út fyrir að geta orðið þjóð- inni verðmætt. Mannlífið er okkar dýrmætasti þjóðarauður, gullnám- um betri. Við veitum því athygli, að þessi hópur sér til þess, að aldrað- ir og lasburða gangi alltaf fyrir við matborðið og hann er ætíð glaðvær og prúður í framkomu. Ofurlítið er um það, að fólk fari heim til sín um helgar, en sé þess ekki þörf, þá nýtist tíminn betur með því að vera um kyrrt. Þeir sem eru með bílinn sinn geta aiveg eins skroppið í smá ferðir um nágrennið. Hér er hver ferðin annarri skemmti- legri og náttúrufegurð víða mikil. Hestaleiga er hér á næstu grösum. Sumir lita einnig við í Eden og skoða blóm og málverkasýningar, sem þar eru settar upp hálfsmánaðarlega. Ég heyrði líka minnst á, ,að á veitingastaðnum „Húsinu á slétt- unni“ væru vikulegar tískusýningar. Hvar sem maður býr, er hægt að stunda gönguferðir sér til hress- ingar og allir eru sammála um ágæti þess að hreyfa sig, en einhvern veg- inn vill það detta upp fýrir hjá flest- um. Hér á staðnum eru farnar tvær sameiginlegar göngur sem báðar eru ómetanlegar. Önnur er fyrir þá sem vilja fara styttra og hægar en hin fyrir þá sem vilja hreyfa sig meira og hraðar. Endurminningin um þessar góðu stundir hefur hvatt okkur hjónin dyggilega eftir að við komum aftur heim og oft drifum við okkur út í gönguskónum í stað þess að sitja sem fastast inni. Ég minnist þess hve böm starfs- 1 fólksins voru prúð og virtust vera ánægð. Þau voru augnayndi á að horfa eins og fuglamir og blómin. Þessar fáu línur era smá kveðja frá okkur hjónunum með þakklæti fyrir ómetanlega dvöl á heilsuhæl- inu. Um leið vii ég segja sambor^ir- um mínum nokkuð frá þessum góða stað. Höfundur er listmálari. ------» ♦ ♦----- Dansar við úlfa DANSAR við úlfa, skáldsaga Mic- haels Blake, er komin út hjá Fjölvaútgáfunni í þýðingu Þor- steins Thorarensen. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Kvikmyndin sem gerð var eftir bókinni með Kevin Kostner í aðal- hlutverki varð margföld Óskars- verðlaunamynd. Kvikmyndin var mest orðvana umhverfis- og kenndalýsing, meðan skáldsagan auðvitað geymir sjálfan beinmerginn í orðkynngi, atburða- spennu og tilfínningalýsingu í orð- um. í bókinni eru fljúgandi lýsingar á öllu því sem fram kemur í kvik- myndinni eins og björgun konunnar Stendur með hnefa, vísundaveiðin mikla og næturárás Kíóvanna, en hér koma auðvitað líka ótal mörg fleiri atriði utan kvikmyndarinnar. Má þar sérstaklega nefna umræður á ráðstefnum Indíánanna undir for- sæti Tíu bjarna og Sparkandi fugls, sem lýsa vel mannviti og göfgi hinn- ar framstæðu þjóðar." Dansar við úlfa er um 300 blað- síður. Hún er unnin hjá Prentstofu G. Ben.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.