Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 37

Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 37 kostnað sem hlýst af lántöku allra þeirra tuga milljarða sem þarf til að fjármagna þessi herlegheit. Að svo stöddu eru spár Landsvirkjunar lítið meir en „skot út í loftið“ en fái þær staðist, þá er þessi kostnað- arauki vegna línuflutningsins að- eins brot af heildarkostnaði Fljóts- dalsvirkjunar og þar að auki allt að því hlægilegur í samanburði við þann vaxtakostnað sem fyrirtæk- inu — eða þjóðinni réttara sagt — verður gert að greiða. Kapp í kinnum Umrætt fyrirhyggjuleysi Lands- virkjunar birtist einkum í því að hafa ekki kannað til hlítar aðrar línuleiðir en þá stystu. Mikið skort- ir enn á, að fyrir liggi nákvæmar upplýsingar um kostnað, umhverf- isskaða og öryggismál á hvorri línuleið fyrir sig. „Framkvæmda- gleðin“ var slík að fyrirtækið vildi rjúka til við undirbúning línulagnar á Þríhyrningsleið áður en tilskilið leyfi fyrir þessari leið hafði fengist frá Skipulagi ríkisins. Þetta var í lok sumars en síðan hefur ýmislegt gérst til að kæfa þá gleði, a.m.k. um stundarsakir. í júlí sl. var unnið svokallað „um- hverfislegt frummat" á Fljótsdals- línu 1 á vegum Skipulags ríkisins en niðurstaða þess var svohljóð- andi: „Ef ekki næst samkomulag um nauðsynlegar aðgerðir og eftir- lit á viðkvæmum svæðum verður að fara fram fullnaðarmat á um- hverfislegum áhrifum ef tryggja á að ekki getið orðið ótbætanlegt umhverfistjón." Ekkert slíkt mat hefur enn farið fram. Þrátt fyrri þetta fór Landsvirkjun fram á það við Skipulagið að Þríhyrningsleiðin yrði auglýst og var það gert fyrir röskum mánuði. Á tímum hrapandi álverðs ... Byggingu nýs álvers á Keilisnesi hefur nú verið frestað um ótiltekinn tíma. Framkvæmdum við Fljóts- dalsvirkjun hefur sömuleiðis verið frestað þar til skriður kemst á stór- iðjumálin á ný. Sem stendur er engin leið að segja til um það, hven- ær eða hvort af þessum fram- kvæmdum verður. Álverð er nú kpmið niður fyrir 1.100 dali átonn- ið og litlar líkur á að það hækki á næstunni. Þjóðin má því í raun prísa sig sæla með það að ekki var ráðist í byggingu álvers á þessu hausti, eins og til stóð. Það er engin ástæða til að rasa um ráð fram í þessum efnum — orkan í fallvötnum landsins hleypur ekki frá okkur. Nýting þessarar orku er brýnt hagsmunamál fyrir þjóðina en það er ekki sama hvern- ig að þeirri nýtingu er staðið. Lagn- ing háspennulínu milli Herðubreið- ar og Öskju áður en fullkomið umhverfismat liggur fyrir er dæmi um það hvernig ekki á að standa að þessum málum. OCITIZEN Gæði og glæsileiki Glæsileg úr með festi verð frá ŒmJEJ l^fmeba( ÚR OQ SKARTQRIPIR • KRINQLUNNI Bók um lífsviðhorf fólks frá Iðunni Landsvirkjun á sér marga drauma og stóra um virkjanir á hálendinu. Þannig hafa t.d. um all- langt skeið verið uppi hugmyndir um að flytja Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Brú austur á Eyjabakka og nýta orku þessara stórfljóta í tengslum við Fljótsdalsvirkjun. Virkjun Dettifoss hefur sömuleiðis lengi verið til umræðu. Heldur hef- ur farið hljótt um þessi áform og önnur á almennum vettvangi, svo hljótt að undarlegt verður að telj- ast. Við þessa skipan mála verður ekki lengur unað. Náttúra íslands er auðlind sem á sér mörg birtingarform og er orka fallvatna aðeins eitt þeirra. Auðlind þessi, orkan þar með talin, er sameiginleg eign allra landsmanna. Það eru draumar Landsvirkjunar hins vegar ekki. Að lokum vil ég fagna því að Landsvirkjun hafi nú fengið sér upplýsingafulltrúa. Almenningur á skýlausan rétt á því að fá vitneskju um það hvernig fyrirtækið hefur hugsað sér að nýta þessa sameigin- legu auðlind okkar — og fá að segja skoðun sína á því. Fulltrúans nýja bíður mikið starf að bæta úr þeim misbresti sem hingað til hefur við- gengist í þessu máli. Vænti ég þess að hann í framtíðinni reyni að standa betur undir hafni. Höfundur er líffræðhigur og landvörður. IÐUNN hefur gefið út bókina Lífsviðhorf mitt, sem Garðar Sverrisson ritstýrði. I kynningu útgefanda segir: „í bókinni sýna átta þekktir íslending- ar okkur í hugskot sitt, segja frá reynslu sinni, skoðunum og áhrifa- völdum. Hér staldrar þetta fólk við, lítur um öxl, rekur og grundar þau spor sem það hefur stigið og þann arf sem það hlaut í veganesti." Guðjón Arngrímsson skrifar um Guðlaug Þorvaldsson; Jóhanna Kristjónsdóttir um Guðrúnu Agn- arsdóttur; Jónína Michaelsdóttir um Hörð Sigurgestsson; Sigmundur Ernir Rúnarsson um Jónas Krist- jánsson; Helgi Már Athúrsson um Markús Örn Antonsson; Atli Magn- ússon um Steingrím Hermannsson; Einar Kárason um Thor Vilhjálms- son; Illugi Jökulsson um Ögmund Jónasson. Bókin er prentuð í Prent- bæ hf. VEL , UPPLYST VERSLUN í rúmgóðri verslun okkar bjóðum við eitt mesta úrval úti- og inniljósa sem völ er á. Hvort sem þú ert að leita að heildarlausn eða stökum Ijósum átt þú erindi til okkar. Smáljós,stofuljós, lesljós, tískuljós , útiljós, hjá okkur snýst allt um Ijós og lýsingu. Við bjóðum umfram allt vönduð og örugg Ijós. ZEFYR RIMGERSTAR BREAK FOXTROT HALOSTAR MACHO lecker. $//x- I Se»4UT - ■■ Raykfavfk og nágrannl: Borgarljós, Skeifunnl 8. Byko, Kringlunnl. Glóey, Armúla 19. ós og Raftæki, Sfrandgötu 39 Hfj. ósbaer, Faxafenl 14. afbúöin, Álfaskelöl 31 Hfj. Rafglit, Blönduhliö 2. Rafvörur, Langholtsvegl 130. Kringluljós, Borgarkringlunnl. Vasturland: Blómsturvelllr, Hellissandl. Elnar Stefánsson, Búöardal. Guöni Hallgrfmsson, Grundarfiröl. Húsiö, Stykkishólmi. Lúx, Borgamesi. Rafþjónusta Slgurdórs, Akranesl. Vastflrölr: Jónas Þór, P^treksfiröl. Straumur hf, Isafiröi. Rafsjá hf, Bolungarvlk. Noröurland: Aöalbúöln, Slglufiröl. KVH, Hvammstanga. Ósbær, Blönduósi. Radlóvlnnustofan, Akureyrl. Rafsjá, Sauöárkróki. Torgiö, Slglufiröi. Öryggl, Husavlk. Austuríand: Kaupfélag Vopnfirölnga. Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Sveinn Ó. Ellasson, Neskaupstaö. Suöurland: Arvírkinn, Selfossi. Neisti, Vestmannaeyjum, Kaupfélag Rangælnga, Arnesinga Hvolsvelli. Suöurnes: R.Ó. Rafbúö, Keflavfk. Rafborg, Grlndavfk. Rás, Þorlákshöfn. LYSIR PER LEIÐ... SKEIFUNNI 8 108 REYKJAVÍK S 812660

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.