Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12.DES.EMBER 19.91
;39
Skáldsaga eftir Sús-
önnu Svavarsdóttur
IÐUNN hefur gefið út bókina í
Svavarsdóttur, en þetta er fyrsta
útgefanda á efni sögunnar segir:
„Hún er skrýtin og skemmtileg,
keflvíska stórfjölskyldan sem Sús-
anna Svavarsdóttir segir frá í þess-
ari fyrstu skáldsögu sinni. Persón-
urnar eru margar og ólíkar inn-
byrðis, en allar eru þær þó með
nefið hver í annarra koppi. Þung-
amiðjan og burðarásin í tilveru
flestra er hin harðduglega og kvika
miðjum draumi eftir Súsönnu
skáldsaga höfundar. í kynningu
Hanna, enda lifir hún að mestu
leyti fyrir aðra. Dag einn verður
breyting þar á. Hanna fær höfuð-
högg og leggst á sjúkrahús um
stundarsakir. Eftir það verður ekk-
ert eins og áður. í miðjum draumi
er sannkölluð skemmtisaga."
Bókin er prentuð í Prentbæ hf.
(Fréttatilkynning.)
Súsanna Svavarsdóttir
Fjórðungssamband Vestfirðinga um jarðgöng:
Ekki sparnaður af frestun
STJÓRN Fjórðungssambands
Vestfirðinga hefur sent frá sér
fréttatilkynningu þar sem þeim
áformum sljórnvalda að fresta
framkvæmdum við gerð jarð-
ganga til Súgandafjarðar um
eitt ár er harðlega mótmælt. í
fréttatilkynningu segir:
„Stjórrlin lítur á jarðgangagerð-
ina gegnum Breiðadals- og Botns-
dalsheiðar sem sameiginlegt mál
allra íbúa á ísafjarðarsvæðinu.
Með göngunum verði svæðið að
einni félagslegri samgönguleið og
atvinnulegri heild. Sérhver töf á
að göngin verði tekin í notkun,
mun hafa alvarlegar afleiðingar á
búsetu á svæðinu. Líta verði á
frestunina, ef af verður, sem atlögu
að svæðinu í heild, sem bitni þó
fyrst á Súgfirðingum, sem um
skeið hafa átt í vök að verjast,
hvað atvinnu snertir. Um sé að
ræða einskonar hnefahögg í andlit
þeirra sem um þessar muiidir
standa fyrir atvinnuuppbyggingu
á Suðureyri.
Stjórnin telur að umrædd frest-
un jarðgangagerðarinnar komi
þvert á hvatningu stjórnvalda að
sameina sveitarfélög, í þeim til-
gangi að gera þau traustari stjórn-
sýslueiningar.
Stjórn Fjórðungssambands
Vestfjarða telur, að breyting á
tímaáætlun í verksamningi um
jarðgangagerðina, ásamt nauðsyn-
legum breytingum á stjórnun og
verklagi, leiði til þess að miklir
fjármunir fari í súginn og því
muni ekki nást sá sparnaður, sem
stjórnvöld telja sig sjá með frestun
jarðgangagerðarinnar. Öll heil-
brigð skynsemi virðist þar af leið-
andi mæla með því að horfið verði
frá áformum um frestun um-
ræddra framkvæmda,“ segir í
fréttatilkynningunni.
Þistilfjörður:
Áður óbirt ljóð Steins
Steinarrs flutt á bóka-
kynningu á Hótel Borg
VAKA-Helgafell efnir til bókmenntakynningar á Hótel Borg í
dag, fiinmtudaginn 12. desember kl. 17. Tilefnið er útkoma
nýrrar heildarútgáfu á ljóðum Steins Steinarrs, en þar eru
meðal annars prentuð áður óbirt ljóð er skáldið lét eftir sig.
Á Hótel Borg verður reynt að ljóð Steins og nokkur þeirra ljóða
skapa notalegt andrúmsloft
kaffihúsa í anda fimmta áratug-
arins þegar atómskáld báru
áhyggjur heimsins á herðum sér
og kaffihúsin voru mikilvægar
menningarmiðstöðvar.
Ólafur Ragnarsson útgefandi,
kynnir nýja ljóðasafnið, sem
Vaka-Helgafell gefur út. Pétur
Már Ólafsson bókmenntafræð-
ingur segir frá Steini Steinarr
og ferli hans undir yfirskriftinni:
Skáld fyrstu persónu eintölu. Þá
munu leikararnir Bára Lyngdal
Magnúsdóttir og Kristján
Franklín Magnús lesa bæði sígild
sem nú birtast í fyrsta sinn í
safni skáldins.
Tónlist mun einnig setja svip
á þessa kynningu á verkum
Steins Steinarrs. Landskunnir
tónlistarmenn, Magnús Eiríksson
og Pálmi Gunnarsson, munu
flytja nokkur vinsæl lög Magnús-
ar við ljóð Steins og Árni Elvar
leikur kaffihúsadjass frá miðbiki
atómaldar við upphaf og lok sam-
komunnar.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill. Á boðstólum verða kaffi-
veitingar.
(Fréttatilkynning.)
Gott og skemmtilegt skammdegi
Garði, Þistilfirði.
VEÐRIÐ í haust hefur verið með afbrigðum gott hér við Þistilfjörð.
Varla er hægt að segja að komið hafi föl á jörð og öll haustverk
því gengið mjög vel.
Rjúpnaveiði hefur gengið sæmi-
lega þó ekki sé mikið af ijúpu nú
miðað við það sem var fyrr á öldinni.
Kvenfélag Þistilfjarðar starfar
af miklum krafti nú sem jafnan
áður. í haust hefur það haldið tvö
námskeið. Það fyrra var keramik-
námskeið, og því stjórnaði listakona
frá Akureyri. Þar voru gerðir marg-
ir fallegir og vel gerðir munir, sem
prýða munu heimili þeirra sem þá
gerðu um langan aldur. Hitt nám-
skeiðið var um hjálp í viðlögum,
mjög þarft nám fyrir alla, ekki síst
í strjálbýli sem hér er, og var það
vel sótt.
Búnaðarsamband Norðurþing-
eyinga hélt fræðslufund laugardag-
inn 7. desember sl. í Barnaskólanum
á Svalbarði. Þar var rætt um tún-
kortagerð, áburðaráætlanir og hirð-
ingu heys í rúllubagga.
Það er ótal margt hér við að
vera, svo sem brids einu sinni í viku
og þetta he'fur verið bæði gott og
skemmtilegt skammdegi.
Björgvin
6BMENH
jtótutfW-
Hniviae
t/ieoifiso,,
grinn
PÓSTKRÖFUSÍMI 68068S
ÓÐMENN - TVÖFALDA ALBUMIÐ
Nú er fáanlegt á geisladiski fyrsta
tvöfalda íslenska albúmið og ein
merkasta plata sem gefin var út
á þessum tíma. Árni Mattíasson
tónlistargagnrýnandi Morgun-
blaðsins og fleiri kollegar á
norðurslóðum liafa gengið svo
langt að kalla plötuna þá
merkustu sem gefin var út
á norðurlöndum á þessum
tima.Virkilega eigulegur
geisiadiskur.
HAUKUR HEIÐAR - MEÐ SUÐRÆNUM BLÆ
Nú er hún þessi suðræna og seiðandi plata loks fáanleg
á geisladiski. Frábær diskur til að leika undir borðum
með góðum mat. Inniheldur mörg góð lög s.s Spænsku
augun sem Björgvin Halldórsson syngur.
KARLAKORINN FOSTBRÆÐUR - MEÐ HELGUM HUOM
Hátiðlegur kórdiskur með frábærum raddsetningum
og glæsilegum samhljóm. Nauðsynlegur fyrir jóla-
stemminguna á heimilinu. Áður útgefin 1981.
EDDUKORINN - ISLENSK ÞJÓÐLÖG
platan sem seldist upp á örskömmum
tíma er nú loksins fáanleg aftur á
geisladiski. Vandaðar raddsetningar
á vel þekktum íslenskum þjóðlögum.
Ekta íslenskur diskur til að gefa
vinum erlendis.
S-K-l-F-A-N
KRINGLUNNI - LAUGAVEGI - EIÐISTORGI