Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12.DES.EMBER 19.91 ;39 Skáldsaga eftir Sús- önnu Svavarsdóttur IÐUNN hefur gefið út bókina í Svavarsdóttur, en þetta er fyrsta útgefanda á efni sögunnar segir: „Hún er skrýtin og skemmtileg, keflvíska stórfjölskyldan sem Sús- anna Svavarsdóttir segir frá í þess- ari fyrstu skáldsögu sinni. Persón- urnar eru margar og ólíkar inn- byrðis, en allar eru þær þó með nefið hver í annarra koppi. Þung- amiðjan og burðarásin í tilveru flestra er hin harðduglega og kvika miðjum draumi eftir Súsönnu skáldsaga höfundar. í kynningu Hanna, enda lifir hún að mestu leyti fyrir aðra. Dag einn verður breyting þar á. Hanna fær höfuð- högg og leggst á sjúkrahús um stundarsakir. Eftir það verður ekk- ert eins og áður. í miðjum draumi er sannkölluð skemmtisaga." Bókin er prentuð í Prentbæ hf. (Fréttatilkynning.) Súsanna Svavarsdóttir Fjórðungssamband Vestfirðinga um jarðgöng: Ekki sparnaður af frestun STJÓRN Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeim áformum sljórnvalda að fresta framkvæmdum við gerð jarð- ganga til Súgandafjarðar um eitt ár er harðlega mótmælt. í fréttatilkynningu segir: „Stjórrlin lítur á jarðgangagerð- ina gegnum Breiðadals- og Botns- dalsheiðar sem sameiginlegt mál allra íbúa á ísafjarðarsvæðinu. Með göngunum verði svæðið að einni félagslegri samgönguleið og atvinnulegri heild. Sérhver töf á að göngin verði tekin í notkun, mun hafa alvarlegar afleiðingar á búsetu á svæðinu. Líta verði á frestunina, ef af verður, sem atlögu að svæðinu í heild, sem bitni þó fyrst á Súgfirðingum, sem um skeið hafa átt í vök að verjast, hvað atvinnu snertir. Um sé að ræða einskonar hnefahögg í andlit þeirra sem um þessar muiidir standa fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðureyri. Stjórnin telur að umrædd frest- un jarðgangagerðarinnar komi þvert á hvatningu stjórnvalda að sameina sveitarfélög, í þeim til- gangi að gera þau traustari stjórn- sýslueiningar. Stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða telur, að breyting á tímaáætlun í verksamningi um jarðgangagerðina, ásamt nauðsyn- legum breytingum á stjórnun og verklagi, leiði til þess að miklir fjármunir fari í súginn og því muni ekki nást sá sparnaður, sem stjórnvöld telja sig sjá með frestun jarðgangagerðarinnar. Öll heil- brigð skynsemi virðist þar af leið- andi mæla með því að horfið verði frá áformum um frestun um- ræddra framkvæmda,“ segir í fréttatilkynningunni. Þistilfjörður: Áður óbirt ljóð Steins Steinarrs flutt á bóka- kynningu á Hótel Borg VAKA-Helgafell efnir til bókmenntakynningar á Hótel Borg í dag, fiinmtudaginn 12. desember kl. 17. Tilefnið er útkoma nýrrar heildarútgáfu á ljóðum Steins Steinarrs, en þar eru meðal annars prentuð áður óbirt ljóð er skáldið lét eftir sig. Á Hótel Borg verður reynt að ljóð Steins og nokkur þeirra ljóða skapa notalegt andrúmsloft kaffihúsa í anda fimmta áratug- arins þegar atómskáld báru áhyggjur heimsins á herðum sér og kaffihúsin voru mikilvægar menningarmiðstöðvar. Ólafur Ragnarsson útgefandi, kynnir nýja ljóðasafnið, sem Vaka-Helgafell gefur út. Pétur Már Ólafsson bókmenntafræð- ingur segir frá Steini Steinarr og ferli hans undir yfirskriftinni: Skáld fyrstu persónu eintölu. Þá munu leikararnir Bára Lyngdal Magnúsdóttir og Kristján Franklín Magnús lesa bæði sígild sem nú birtast í fyrsta sinn í safni skáldins. Tónlist mun einnig setja svip á þessa kynningu á verkum Steins Steinarrs. Landskunnir tónlistarmenn, Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson, munu flytja nokkur vinsæl lög Magnús- ar við ljóð Steins og Árni Elvar leikur kaffihúsadjass frá miðbiki atómaldar við upphaf og lok sam- komunnar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Á boðstólum verða kaffi- veitingar. (Fréttatilkynning.) Gott og skemmtilegt skammdegi Garði, Þistilfirði. VEÐRIÐ í haust hefur verið með afbrigðum gott hér við Þistilfjörð. Varla er hægt að segja að komið hafi föl á jörð og öll haustverk því gengið mjög vel. Rjúpnaveiði hefur gengið sæmi- lega þó ekki sé mikið af ijúpu nú miðað við það sem var fyrr á öldinni. Kvenfélag Þistilfjarðar starfar af miklum krafti nú sem jafnan áður. í haust hefur það haldið tvö námskeið. Það fyrra var keramik- námskeið, og því stjórnaði listakona frá Akureyri. Þar voru gerðir marg- ir fallegir og vel gerðir munir, sem prýða munu heimili þeirra sem þá gerðu um langan aldur. Hitt nám- skeiðið var um hjálp í viðlögum, mjög þarft nám fyrir alla, ekki síst í strjálbýli sem hér er, og var það vel sótt. Búnaðarsamband Norðurþing- eyinga hélt fræðslufund laugardag- inn 7. desember sl. í Barnaskólanum á Svalbarði. Þar var rætt um tún- kortagerð, áburðaráætlanir og hirð- ingu heys í rúllubagga. Það er ótal margt hér við að vera, svo sem brids einu sinni í viku og þetta he'fur verið bæði gott og skemmtilegt skammdegi. Björgvin 6BMENH jtótutfW- Hniviae t/ieoifiso,, grinn PÓSTKRÖFUSÍMI 68068S ÓÐMENN - TVÖFALDA ALBUMIÐ Nú er fáanlegt á geisladiski fyrsta tvöfalda íslenska albúmið og ein merkasta plata sem gefin var út á þessum tíma. Árni Mattíasson tónlistargagnrýnandi Morgun- blaðsins og fleiri kollegar á norðurslóðum liafa gengið svo langt að kalla plötuna þá merkustu sem gefin var út á norðurlöndum á þessum tima.Virkilega eigulegur geisiadiskur. HAUKUR HEIÐAR - MEÐ SUÐRÆNUM BLÆ Nú er hún þessi suðræna og seiðandi plata loks fáanleg á geisladiski. Frábær diskur til að leika undir borðum með góðum mat. Inniheldur mörg góð lög s.s Spænsku augun sem Björgvin Halldórsson syngur. KARLAKORINN FOSTBRÆÐUR - MEÐ HELGUM HUOM Hátiðlegur kórdiskur með frábærum raddsetningum og glæsilegum samhljóm. Nauðsynlegur fyrir jóla- stemminguna á heimilinu. Áður útgefin 1981. EDDUKORINN - ISLENSK ÞJÓÐLÖG platan sem seldist upp á örskömmum tíma er nú loksins fáanleg aftur á geisladiski. Vandaðar raddsetningar á vel þekktum íslenskum þjóðlögum. Ekta íslenskur diskur til að gefa vinum erlendis. S-K-l-F-A-N KRINGLUNNI - LAUGAVEGI - EIÐISTORGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.