Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 40

Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 40
4Q ‘MORGÖNBÍÍÁÐIÐ FIMMTÖÐAGtJR'12í ÐESEMBER 1991 Tímamótasamningur leiðtoga EB um nánara samstarf; Líklegt að undanþág- ur Breta verði túlkað- ar á mismunandi hátt Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. ÞOTT samkomulag hafi náðst í grundvallaratriðum á leiðtogafundi Evrópubandalagsins í Maastricht um efnahags-, gjaldmiðils- og póli- tíska einingu er enn mikil vinna eftir við endanlegan frágang breyting- anna á sáttmálum bandalagsins. Stefnt er að þvi að undirrita hinn nýja sáttmála í byrjun febrúar á næsta ári en samkvæmt heimildum í Brussel eru mörg atriði óljós og augljóst virðist að aðildarríkin túlka niðurstöðurnar á misjafnan hátt, sérstaklega hvað varðar undanþágur Breta vegna sameiginlegs gjaldmiðils og félagslegra réttinda. Nokkur aðildarríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar sérstöðu sem Bretar hafa skapað vinnumarkaði sínum með síðarnefndu undanþág- unni. Einnig hafa menn látið í ljósi áhyggjur af því fordæmi sem skapast við það að eitt aðildarríki fær leyfi til að sitja hjá. Samningur leiðtoga Evrópu- bandalagsríkja um efnahagslega, gjaldmiðils- og stjórnmálalega ein- ingu er að stofni til í fjórum hlutum. í inngangi segir að samstarf Evrópu- bandalagsríkjanna miði að „æ nán- ari einingu meðal þjóða Evrópu“ og er þar vitnað í Rómarsáttmálann frá 1957, grundvallarlög Evrópubanda- lagsins. Lengi var um það deilt hvort þarna ætti að fastsetja að markmið- ið væri sambandsríki. Fyrir tilstilli Breta var svo ekki gert. Nýtt Evrópubandalag Ýmsar breytingar eru gerðar á Rómarsáttmálanum. Evrópubanda- lagið fær þar aukið vægi í umhverfismálum, menntamálum, neytendavernd, heilbrigðismálum og hvað varðar samgönguæðar, ijar- skiptanet og orkuveitur. Evrópuþingið fær aukin völd og er því heimilað að beita neitunar- valdi gagnvart sumum tegundum lagasetningar. Hingað til hefur ein- ungis verið skylt að leita til þess um samráð og samvinnu við setningu laga af hálfu ráðherraráðsins. Þjóð- veijar fengu ekki framgengt kröfu sinni um að þeir fengju aukinn fjölda þingmanna vegna sameiningar Þýskalands. Samkomulag náðist um efnahags- og mynteiningu. Þar er kveðið á um sameiginlegan gjaldmiðil EB, Ecu, í síðasta lagi árið 1999. Þýskir ráða-- menn segja að strangir skilmálar í samningnum tryggi að nýi gjaldmið- illinn verði jafn stöðugur og þýska markið er nú. Skilmálar þessir varða verðbólgu, fjárlagahalla, skuldasöfn- un og vexti í aðildarríkjunum. Evr- ópskur seðlabanki mun verða settur á fót og er þýski seðlabankinn fyrir- myndin. Utanríkis- og varnarmál Samkomulagið um utanríkis- og varnarmál verður ekki hluti af Róm- arsáttmálanum. Samkvæmt því ætla aðildarríkin að auka samstarf í utan- ríkis- o g varnarmálum Flestar ákvarðanir á þessu sviði verða tekn- ar samhljóða en þó getur ráðherra- ráð Evrópubandalagsins ákveðið síð- ar að ákvarðanir um útfærsluatriði og framkvæmd utanríkisstefnu verði teknar með meirihlutaregluna að leiðarljósi. Ákveðið er að Vestur-Evrópusam- bandið (VES) verði varnarmálaarm- ur Evrópubandalagsins. Skýrt er kveðið á um að ákvarðanir þess verði að vera í samræmi við stefnu Atlantshafsbandalagsins (NATO). Höfuðstöðvar VES verða fluttar frá London til Brussel. VES fær herlið , til umráða til að framfylgja ákvörð- unum EB á hernaðarsviðinu í sam- ræmi við stefnu NATO. Ekki er Ijóst hvaðan hermennirnir munu koma, og hvort þeir verða e.t.v. fengnir að láni hjá NATO. Lögreglu- og dómsmál Leiðtogarnir samþykktu aukið samstarf hvað varðar innflytjendur og veitingu hælis til flóttamanna, gripið verður til hertra aðgerða gegn skipulögðum glæpum og eiturlyfja- smygli. í þessu augnamiði verður stofnuð ný alþjóðleg lögregla, Europol. Bretar hafna sameiginlegri félagsmálalöggjöf Bretar neituðu að fallast á þann hluta samningsins sem kveður á um sameiginlega félagsmálalöggjöf. Niðurstaðan varð sú að leiðtogarnir samþykktu viðbót við samninginn þar sem segir að hin ríkin ellefu muni samræma löggjöf sína á þessu sviði. Bretum er einnig heimilað að vera fyrir utan myntbandalag Evr- ópubandalagsins. Dönum er heimilað að halda á næsta ári þjóðaratkvæða- greiðslu um þátttöku sína í mynt- samrunanum. Ennfremur var samþykkt að auka á næsta ári fjárframlög til fátækari ríkja EB, sem eru Spánn, Portúgal, Grikkland og írland. Dönum er veitt varanleg heimild til að takmarka kaup útlendinga á sumarbústöðum Reuter John Major, forsætisráðherra Bretlands, og Douglas Hurd utanríkis- ráðherra lyfta glasi til að fagna niðurstöðu leiðtogafundarins í Ma- astricht á þriðjudag. og sumarbústaðalóðum. Loks má nefna að leiðtogarnir lögðu blessun sína yfír stjórnarskrárákvæði íra um bann við fóstureyðingum. í lokaályktun leiðtoga ríkja Evr- ópubandalagsins er ítrekað það ákvæði Rómarsáttmálans sem kveð- ur á um rétt allra lýðræðisríkja í Evrópu til aðildar að bandalaginu. Lögð er áhersla á að samningar við ríki sem sótt hafa um aðild og fram- kvæmdastjórnin hefur mælt með samningum við geti ekki hafist fyrr en lokið er viðræðum innan EB um endurnýjun innri sjóða bandalagsins með sérstakri áherslu á byggðasjóði og lífskjarajöfnunarsjóði. John Maj- or, forsætisráðherra Bretlands, sagði við blaðamenn í Maastricht að viðræður víð ný aðildarríki hæf- ust sennilega í forsetatíð Breta, þ.e. seinni hluta næsta árs. Samkvæmt heimildum í Brussel er reiknað með því að þau Evrópuríki sem vilja verða fullgildir aðilkr að EB fyrir 1996 verði að sækja um aðild innan þriggja mánaða. Fridtjof bjargar skip- reika Grænlendingum Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. ÞÝSKA rannsóknarskipið Fridtjof bjargaði 10 Grænlendingum á mánu- dag eftir að flutningaskip Grænlandsverslunarinnar, Einar Mikkelsen, hafði festst í hafís við austurströnd Grænlands. Flutningaskipið var á leið frá Ku- ummiut til Angmagsalik og um borð voru 10 menn, sex manna áhöfn og fjórir farþegar, þegar það festist í ís. Oljóst er hvers vegna skipveijar yfírgáfu skip sitt en þeir fóru í gúmmíbjörgunarbát og var bjargað síðar um daginn um borð í Fridtjof. Ekki var talið að flutningaskipið væri sokkið í gær. Slæmt veður hefur verið á þeim slóðum sem atvikið átti sér stað og tilraunir Fridtjofs til að sigla til Ang- magsalik hafa reynst árangurslausar og ekki hefur veður gefíst til þyrlu- flugs. í gær tók rannsóknarskipið stefnuna út á opið haf til móts við danska eftirlitsskipið Hvidbjornen sem taka mun við Grænlendingunum en ekki er gert ráð fyrir að þau mætist fyrr en á morgun, föstudag BILASTÆÐIFYRIR ALMENNINGIMIÐBORCINNI Laugardaqana í desember er ókeypis í alla stö&umæia, bílastæ&i og bílastæ&ahús á vegum Reykjavíkurborgar. Þá er rétt a& minna á,ao virka daga er ókeypis í stöðumæla eftir kl. 16.00. A VESTURGATA B BERGSTAÐASTRÆTI C KOLAPORTookab laugardaga) F BENSINSTOÐ OLIS, VESTUR G INGÓLFSGARÐUR H LÓÐ EIMSKIPS Bílastæðasjóður Reykjavíkur Lögreqlan í Reykjavík Umferoarnefnd Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.