Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 47
MORGÚXBI.AÐÍÐ I'IMMTUÍ)AGUR 12. DESEMBER 1991
Onnur umræða um frumvarp til fjárlaga 1992;
Breytingartillögnr um 969,4
milljóna kr. lækkun útgjalda
FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ fyrir árið 1992 var til annarrar umræðu í
gær. Karl Steinar Guðnason (A-Rn) formaður fjárlaganefndar segir
það hafa verið erfitt verk og lítt til vinsælda fallið að standa gegn
þrýstingi um auknar fjárveitingar. En það hefði haft skelfilegar afleið-
ingar að láta undan, það hefði ekki verið gert og menn lagt sig fram
við að skera niður útgjöld. Stjórnarandstæðingum finnst hnífnum oft
beitt þar sem síst skyldi. Það sé sérstaklega gagnrýnisvert að ráðherr-
um eða ráðuneytum sé fært í hendur fjárveitingarvald Alþingis í fram-
kvæmd á boðuðum niðurskurði í ríkiskerfinu.
Karl Steinar Guðnason (A-Rn)
formaður fjárlaganefndar mælti fyrir
áliti meirihluta nefndarinnar. Fram-
sögumaður fór nokkrum orðum um
stöðu ríkisfjánnáia, gagnrýndi við-
varandi halla í rekstri ríkissjóðs sem
mætt hefði verið með lántökum.
Væri nú svo komið að ríkissjóður
greiddi árlega um 10 milljarða króna
í vaxtakostnað. Fyrir helming þess-
arar upphæðar væri hægt að byggja
tvenn Vestfjarðagöng og eina
Reykjanesbraut til viðbótar.
Karl Steinar hvatti til uppstokkun-
ar í ríkisfjármálunum, gagnrýndi
m.a. hinar opnu heimildir fjármála-
ráðherra sem venja er að veita fjár-
málaráðherra samkvæmt 6. gr. Þær
hefðu iðulega kostað ríkissjóð millj-
arða króna viðbótarútgjöld.
Ræðumaður rakti nokkuð þau
harðindi sem gengið hafa í efnahags-
málum landsmanna og fyrirsjáanleg-
ar blikur á lofti. Fjárlaganefndin
hefði orðið leggja sig fram um að
skera niður útgjöld. Láta ekki undan
þrýstingi og kröfum um hærri fjár-
veitingar. Erfitt verk og ekki til vin-
sælda fallið. En hefði allt verið látið
reka á reiðanum hefði það haft skelfi-
legar afleiðingar. Það hefði enn frek-
ar hækkað vexti og útilokað skyn-
samlega kjarasamninga.
Karl Steinar dró enga dul á þá
skoðun sína að hann teldi mikla ring-
ulreið ríkja í kjaramálum óþinberra
starfsmanna og reyndar víðar. Það
taxtakerfi sem nú gilti væri gjörsam-
lega úr sér gengið. Það virtist aðeins
notað fyrir þá sem gætu litlum vörn-
um við komið. Fyrir þá sem fengu
lægstu laun. Hann sagði að í ríkk
skerfinu tíðkaðist mismunun og
klíkuskapur, t.a.m. væri víða væri
samið um óunna yfirvinnu til að
„koma til móts við markaðinn".
Óbreytt markmið
Karl Steinar ítrekaði að megin-
markmið Ijárlagafrumvarpsins fyrir
árið 1992 væru: Að lánsfjárþörf opin-
berra aðila verði minni en 24 milljarð-
ar króna. Að lánsfjárþörf ríkissjóðs
verði minni en milljarður króna. Að
rekstrarhalli ríkissjóðs verði um 4
milljarðar króna. Og að þessu
markmiði yrði náð án þess að hækka
skatta.
Síðan íjárlagafrumvarpið var lagt
fram í bytjun október hefði ástandið
í efnahagsmálum enn versnað m.a.
vegna frestunar á byggingu álvers.
Ríkisstjórnin hefði brugðist við þeim
vanda með tillögugerð, hvar markm-
iðið væri að rekstrarhalli ríkissjóðs
lækki niður í 3,5 milljarða króna.
Formaður og talsmaður meirihluta
ijárlaganefndar greindi nú nokkuð
frá þeim breytingutn sem gerðar
hefðu verið á frumvarpinu í meðför-
um nefndarinnar. Þegar nefndin
hefði lokið afgreiðslu flestra þeirra
erinda sem til hennar hefðu borist
hefði legið fyrir breytingar sem
nefndin hefði sameiginlega unnið að
til hækkunar á útgjöldum sem nærni
220,2 milljónum. Nefndin hefði feng-
ið til umljöllunar tillögur ríkisstjórn-
arinnar frá 9. desember sem eins og
alkunna væri stefndu flestar að
sparnaði á útgjöldum ríkisins, þótt
nokkrar þeirra fælu í sér aukin út-
gjöld. Aðrar tillögur vörðuðu tekju-
hlið frumvarpsins. Meirihluti nefnd-
arinnar flytti verulegan hluta þessara
tillagna við 2. umræðu og næmi
sparnaður samkvæmt þeim 957,6
milljónum króna að meðtöldum al-
mennum sparnaðartillögum ríkis-
stjórnarinnar varðandi launa- og
rekstrargjöld. Aðrar af þessum til-
lögum biðu 3. umræðu. En auk þessa
leggði meirihluti nefndarinnar fram
tillögur um frekari lækkun útgjalda
sem samtals næmi 232 milljónum
króna.
I heild gerðu breytingartillögur
meirihluta fjárlaganefndar við þessa
umræðu ráð fyrir 969,4 milljónum
króna lækkun útgjalda. Framsögu-
maður greindi frá því að nefndin
hefði en ekki lokið afgreiðslu nok-
kurra mála og biðu þau 3. umræðu.
Mætti þar nefna málefni sjúkrahúsa
á höfuðborgarsvæðinu, vegamál og
nokkur önnur smærri mál. Einnig
biði ákvörðun um skólagjöld til 3.
urnræðu. Ennfremur biði, samkvæmt
venju, tekjuhlið frumvarpsins, B-
hluti og heimildaákvæði til fjármála-
ráðherra samkvæmt 6. grein af-
greiðslu nefndarinnar við 3. umræðu.
Auk þessa legði meirihluti nefndar-
innar fram við þessa umræðu tillögur
um frekari lækkaun útgjalda sem
næmi um 232 milljónum króna.
Framsögumaður meirihluta fjár-
laganefndar fór nú í gegnum einstak-
ar breytingatillögur m.a. að framlag
til Byggðastofnunar lækkar um 20
milljónir vegna samdráttar í starf-
semi. Fjárveitingtil Listasafns Sigur-
jóns Ólafssonar hækkar um 2,5 millj-
ónir króna. Gerð er tillaga um að
fjárveiting til rekstrar Þjóðleikshúss-
ins hækki um 27,5 milljónir króna
og er til þess ætlast að leikhúsið
endurskipuleggi reksturinn. Jafn-
framt er lagt til að ekkert framlag
verði til endurbóta á Þjóðleikhúsinu
á fjárlögum ársins 1992. Gert er ráð
fyrir því að beinar greiðslur til bænda
vegna afurða lækki um 295 milljónir
á næsta ári vegna þess að gert væri
ráð fyrir því að greiðslum verði dreift
á 12 mánuði, frá 1. mars 1992 til
1. febrúar, en ekki allar inntar af
hendi á næsta ári. Formaður fjár-
laganefndar taldi þessa breytingu í
samræmi við ákvæði búvörusamning
og búvörulaga. Gerð er tillaga um
að framlag til Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs hækki um 150 milljónir
króna þar eð sýnt þykir að atvinnu-
leysi muni á næsta ár verða meira
en upphaflegar forsendur fjárlaga-
frumvarpsins gerðu ráð fyrir. Gerð
væri tillaga um að niðurgreiðslur á
mjólkurdufti lækki um 100 milljónir
króna en settir verði jöfnunartollar
á innflutt sælgæti til þess að jafna
samkeppnisaðstöðu innlends iðnaðar.
Síðasta tillaga meirihluta nefndar-
innar snýr að almennum sparnaði í
rekstri ríkisins. Með almennu aðhaldi
á rekstrarkostnaður ríkisins að
lækka um 1.500 milljónir króna.
Ráðuneytum og stofnunum verði
gert að ná fram 2.455 milljóna króna
sparnaði með 5% lækkun rekstrar-
kostnaðar sem skiptist þannig að
laun lækki um 6,7% eða um 2.255
milljónir króna, og rekstrargjöld
lækki um 1,3% eða um 200 milljónir
króna. Til móts við þennan niður-
skurð verði 955 milljónum króna
ráðstafað til yfirstjórnar ráðuneyt-
anna. Gert væri ráð fyrir að einstak-
ar stofnanir útfæri þennan sparnað
með viðeigandi hætti.
Vanda vísað til sveitar
Guðmundur Bjarnason (F-Ne)
gerði grein fyrir áliti minnihluta fjár-
laganefndar. Þar kemur m.a. fram
að þessi önnur umræða hafí dregist
úr hömlu en samkvæmt starfsáætlun
þingsins hefði hún átt að fara fram
3. desember. Hér væri fyrst og
fremst við ríkisstjórnina og hennar
vinnubrögð að sakast; í byijun mán-
aðarins hefði hún tilkynnt uppskurð
á bæði tekju- og gjaldahlið frum-
varpsins.
Guðmundur gagnrýndi að alla
nánari útfærslu vantaði á því hvern-
ig ætti að ná fram þeim almenna
sparnaði í rekstri ríkisins sem síðasta
tillaga meirihlutans gerir ráð fyrir.
Til mótvægis við niðurskurðinn, sam-
tals 2.455 milljónum króna, skyldi
varið til yfirstjórnar ráðuneytanna
955 milljónum króna til þess að
greiða fyrir framkvæmd niðurskurð-
aráformanna. Það væri ljóst að með
þessu verklagi væri ráðstöfunarfé
ráðuneyta aukið og fjárveitingavald-
ið tekið af Aþingi sem þessu næmi.
Guðmundi var engin launung á
því að hart væri í ári í þjóðarbúinu
og ríkisbúskapurinn erfiður. En í
ræðu Guðmundar kom fram að hann
teldi ríkisstjórnina ekki leysa þann
vanda sem að steðjaði heldur vísa
honum á annað; segja hann til sveit-
ar, þ.e.a.s. sveitarfélaganna. Guð-
mundi reiknaðist svo til að ríkis-
stjórnin væri að færa þangað útgjöld
sem slöguðu hátt í milljarð króna. í
frumvarpi um efnahagsráðstafanir
1992 hefðu þeirra byrðar verið aukn-
ar um 200 milljónir, þessu til viðbót-
ar væri þeim núna ætlað að standa
undir 400 milljóna króna útgjöldum
vegna málefna fatlaðra og þær 300
milljónir sem Áfengis- og tó'oaks-
verslun ríkisins greiddi í landsútsvar
sem runnið hefði í Jöfnunarsjóð sveit-
arfélaga, ætti nú að fara í ríkissjóð.
Fleira gagnrýndi Guðmundur,
ríkisstjórnin ætlaði sér að vega sér-
staklega að tveimur stéttum, sjó-
mönnum og bændum. Fresta beinum
greiðslum til bænda fram yfir ármót-
in 1992/93 og að eigin sögn „skerpa
reglur" um sjómannaafsláttinn. Um
þessar ráðstafanir hefði ekkert sam-
ráð verið haft við þá sem fyrir ættu
að verða. Beiðni minnihluta nefndar-
innar um að fá til viðtals fulltrúa
þeirra aðila sem þessi mál vörðuðu
hefði verið hafnað.
Framsögumaður minnihlutans
sagði Ijóst að minnihlutinn hefði enga
aðstöðu til þess haft að fá heildaryfir-
sýn fyrir fjárlagagerðina, eða gera
Rúðu-úði
Sf&>4
Nýr frábær
FIX Rúðu-úöi
á allt gler.
Sápugerdin
. 3-----
^ FRIGG
’Wtexl aUt ú tiwetMU
sér grein. fyrir áhrifum breytinga
hvorki á tekju- né gjaldahlið. Þessi
umræða væri því nú ótímabær og
myndi minnihiutinn af þessum orsök-
um ekki standa að breytingaitillög-
um meirihlutans, né lieldur flytja
breytingaitillögur við 2. umræðu
heldur sitja hjá við afgreiðslu málsins
við þessa umræðu. Guðmundur boð-
aði að minnihluti nefndarinnar myndi
gefa út framhaldsnefndarálit fyrir
3. umræðu og áskildi sér rétt til
þess að flytja þá breytingartillögur.
Guðmundur Bjarnason sagði að
vissulega yrði að leita allra leiða til
sparnaðar og hagræðingar og einnig
að huga að tekjuöflun. Framsóknar-
menn og aðrir stjórnarandstæðingar
hefðu t.a.m. bent á skatt af fjár-
magnstekjum og skoða yrði tvö
skattþrep eða hátekjuskatt. Ríkis-
stjórnin þættist hafna skattahækk-
unum. En hún legði á nýja skatta;
„feluskatta" í fomii margvíslegra
svonefndra „þjónustugjalda" sem
legðust á þá sem síst skyldi: Sjúka
og skólanemendur og/eða foreldra
þeirra.
Guðmundur sagði að ríkisstjórnin
hefði í stað þess að huga að vitræn-
um kerfisbreytingum, t.d. varðandi
innflutning, dreifingu og verðlagn-
ingu lyfja, væri sjúklingum sendur
reikningurinn. Einnig væri ráðist í
„flatan niðurskurð" sem oftast skil-
aði minna en ætlað væri. Guðmundur
kvaðst tala hér af eigin reynslu sem
heilbrigðisráðherra. Þessu til viðbót-
ar benti hann á að boðuð fækkun
ríkisstarfmanna leiddi til atvinnu-
leysis sem leiddi til aukinna útgjalda
vegna atvinnuleysisbóta.
Ræðumaður fór í gegnum nokkrar
af breytingartillögum nefndarinnar.
Skerðing á framlagi til Byggðastofn-
unar; „enn ein árásin“. Áð draga úr
niðurgreiðslum á mjólkurdufti.
„Sumir segja það í lagi að sælgæti
hækki,“ en Guðmundi þótti sá mögu-
leiki ólystugur að samkeppnisstaða
innlendra sælgætisframleiðenda
vernsaði’og saknaði upplýsinga um
hvernig jöfnunargjöld gætu úr bætt.
Fjárveitingavaldið fært frá
Alþingi
Margrét Frímannsdóttir (Ab-S)
sagði í upphafi ræðu sinnar að á
sama tíma og gífurlegir erfiðleikar
blöstu við í atvinnulífi landsmanna
og atvinnuleysi færðist í aukana boð-
aði ríkisstjórnin að hún ætli að senda
stóran hóp ríkisstarfsmanna í flokk
atvinnulausra. „Ekki er þar einungis
um að ræða þessi 600 störf eða 300
ársverk, sem á að leggja af hjá rík-
inu, hejdur á einnig að draga úr'
ýmsum framkvæmdum á vegum rík-
isins,“ sagði þingmaðurinn. Taldi hún
að ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
flýtja mörg og stór verkefni yfir á
sveitarfélögin leiddi af sér aukna
fjárþörf sveitarfélaganna og myndi
þrengja lánamarkaðinn, sem gengi
gegn fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að.
draga úr lánsfjárþörf.
„Gert er ráð fyrir að fiskafli
minnki á næsta ári, en það þýðir
óhjákvæmilega, að störfum fækkar
í þeim sveitarfélögum sem byggja á
útgerð og fiskvinnslu. Og færri störf
hafa í för með sér minnkandi tekjur
fyrir viðkomandi sveitarfélög, minni
tekjur til þess að takast á við aukin
verkefni,“ sagði Margrét. „Kröfurnar
um þjónustu sem sveitarfélögin eiga
að veita minnka ekki, þær eru þvert
á móti auknar stórlega á sama tíma
og tekjur sveitarfélaga eru skertar
með lagaboði frá Alþingi að skipun
ríkisstjórnarinnar," sagði hún.
Fleiri lóku til máls og verður
gerð grein fyrir ræðum þeirra
síðar.
GLÆSILEG GJOF
É
í* '-n x
f ÍiSm, ?i r
rÉ&SíSi* h
jÉ'
Marqar qeróir
°9 Kf|r
Verd fró kr. 8.990,-
fil 13.340,-
HHHHœlX
UTIUF
Glæsibæ, sími 812922.
H