Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 Að loknu far- mannaverkfalli eftir Ólaf Þór Ragnarsson Morgunblaðið sagði í leiðara að loknu farmannaverkfalli að hér hefði verið samið á lágu nótunum. Kröfur Sjómannafélags Reykjavíkur hafi verið sanngjarnar, hógværar og í takt við þjóðarsátt. Þetta má til sanns vegar færa og einmitt þess vegna er skrýtið að til svo harðra átaka skyldi koma. Það er engum ljúft að beita verkfallsvopninu. Verk- fallsrétturinn er heilagur, en þetta er neyðarréttur sem launþegar fara með sem fjöregg sitt. Það er öruggt að ábyrgt stéttarfélag eins og Sjó- mannafélag Reykjavíkur beitir þessu vopni ekki nema í ýtrustu neyð, en því miður hefur of oft þurft að beita þessu vopni á næstliðnum árum vegna stífni viðsemjendanna. Hér var þessu vopni beitt til að innheimta gamla skuld ásamt af- skaplega hógværum viðbótarkröf- um. Það þurfti alls ekki að koma til verkfalls því að það sem samið var um voru kröfur félagsins er lágu frammi 2 mánuðum fyrr. Og allar götur síðan í mars vildi félagið semja á þennan sanngjarna hátt, en við- semjendur félagsins höfðu dregið stjórn og trúnaðarráð SR á asnaeyr- unum með aldeilis forkostulegum haétti. Og framkoma þeirra, orð og efndir í samningaviðræðunum var á þann veg að ekki er hægt að birta á prenti. Því miður! Ef þetta er nýja leiðin sem atvinnurekendur ætla að fara í samningaviðræðum þá má þjóðin biðja fyrir sér. Þá logar allt í illindum í komandi samningum. Vegna fréttar í Ríkisútvarpinu laugardaginn 9. nóvember um að nýir menn með nýja siði leiddu samn- ingaviðræður félagsins og sætu í öndvegi samninganefndar félagsins í óþökk félagsmanna skal eftirfar- andi tekið fram hér og nú: Samn- inganefndin starfaði í fullu samráði og með fullu trausti stjórnar og trú- naðarráðs félagsins. Einnig var órofa stuðningur félagsmanna við samninganefndina. Annað er slúður og alls ekki samborið svo virðulegum fjölmiðli sem Ríkisútvarpinu að vera með tilhæfulausa fréttaskýringu á þennan veg. Vegna óhróðursskrifa í Pressunni um starfsmenn félagsins, þá er það táknrænt að slík siðleysisskrif birt- ust einmitt á þeim tíma sem samn- inganefndin átti í erfiðum viðræðum við útgerðarvaldið. Þessum óhroða er hér með vísað til föðurhúsanna og taki nú hver sem eiga vill og verði honum að góðu. Farmannastéttin stendur frammi fyrir miklum vanda í dag. Þetta er láglaunahópur með skert atvinnuör- yggi vegna skipulagðrar áætlunar kaupskipaútgerðanna um að útrýma stéttinni. Gegndarlaus útflöggun án aðfinnslu og aðgerða ríkisvaidsins stefnir stéttinni á sker. Hér er róinn lífróður, en vonandi fínnst borð fyrir báru til að farmannastéttin komist heil til hafnar. Sjómannafélag Reykjavíkur á vopnabræður víðs vegar um heim og þegar hefur komið í ljós hve sam- staða bræðra okkar á Norðurlöndum er afdráttarlaus. VSÍ og SÍK hafa þegar fundið smjörþefinn af þessu og í verkfallinu kom berlega í ljós hve gott er að eiga þar vini í stað. Einnig er gott að vita af Dagsbrún- armönnum. Þeir hafa oft og iðulega rétt félaginu hjálparhönd og hafnar- verkamennirnir sýndu það svo um munaði í verkfallinu. Að lokum kemur hér eindregin ósk um að VSÍ og SÍK nái áttum í Ólafur Þór Ragnarsson „Samninganefndin starfaði í fullu samráði og með fuliu trausti stjórnar og trúnaðar- ráðs félagsins. Einnig var órofa stuðningur fé- lagsmanna við samn- inganefndina.“ þessum málum. Þar á ég bæði við útflöggunina og kjaramálin. Ef ekki, þá er Sjómannafélag Reykjavíkur, félagsmenn, stjórn og trúnaðarráð, tilbúið að rétta kompásinn. Má minna á að þegar allt var komið í hnút á dögunum hjó Sjómannafélag- ið á hnútinn. Félagið átti það sverð sem dugði. Samgönguráðherra lýsti því yfir í sjónvarpinu að hann ætti ekkert sverð. Ef VSÍ eða SÍK hefðu beitt sínu sverði hefðu þau í besta falli hoggið fæturna af sér. Svo mörg voru þau orð. Höfundur situr í trúnaðarráði Sjómannafélags Reykjavíkur og í sambandsstjórn Sjómannasambands íslands. iSTOFNI TVÆR GOÐAR EFTIR TRYGGVA EMILSSON , ÞEKKIR ÞÚ HANA? Úr ritdómi: Óvíða hef ég lesið kjarnbetra og fegurra mál. Það er í senn gamalt og nýtt. Hinn aldni sagnasjóður, Tryggvi Emilsson, getur líkt og [konan] í lok sögunnar horft sáttur yfir farinn æviveg enda hefur hann fremur verið veitandi en þurfandi. (Skafti Þ. Halldórsson, Mbl.) FRABÆR BÓK! Úr ritdómi: Sagan er vel skrifuð og á fallegu kjarn- góðu máli þar sem hvergi er slegið af. Myndirnar sem eru í fullum litum eru athyglisverðar og skemmtilegar. ^ Vafalaust á þessi saga eftir að verða vinsæl meðal barna sem kunna að meta ævintýri sem eru stærri en hvers- dagslegur raunveruleikinn. q E//^ (®'9rún K,ara Hannesdóttir, Mbl.) T 980krV Dreifing: Islensk bókadreifing hf„ Suðurlandsbraut 4, sími 686862. FERÐATÆKI SEM NÁ 5 STUTTBYLGJUM SELENA ferðatækin eru hljómgóð og næm og tilvalinn í eldhúsið, bústaðinn eða bátinn. Þau ná mið- lang- 5 stuttbylgjum og FM, ganga fyrir raf- hlöðum og rafmagni (220 volt) og eru með innbyggt loftnet. Tento sjónaukar. Taska fylgir. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR RE Suðurlandsbraut 14 108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36 Varahlutaverslun, beinn sími 3 92 30 2 stór tæki samtímis (magnafsláttur). VISA og EURO raögreiöslur til allt aö 18 mánaöa, án /rQnix útborgunar. Hátúni 6a • Sfmi 91-24420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.