Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
Að loknu far-
mannaverkfalli
eftir Ólaf Þór
Ragnarsson
Morgunblaðið sagði í leiðara að
loknu farmannaverkfalli að hér hefði
verið samið á lágu nótunum. Kröfur
Sjómannafélags Reykjavíkur hafi
verið sanngjarnar, hógværar og í
takt við þjóðarsátt. Þetta má til
sanns vegar færa og einmitt þess
vegna er skrýtið að til svo harðra
átaka skyldi koma. Það er engum
ljúft að beita verkfallsvopninu. Verk-
fallsrétturinn er heilagur, en þetta
er neyðarréttur sem launþegar fara
með sem fjöregg sitt. Það er öruggt
að ábyrgt stéttarfélag eins og Sjó-
mannafélag Reykjavíkur beitir þessu
vopni ekki nema í ýtrustu neyð, en
því miður hefur of oft þurft að beita
þessu vopni á næstliðnum árum
vegna stífni viðsemjendanna.
Hér var þessu vopni beitt til að
innheimta gamla skuld ásamt af-
skaplega hógværum viðbótarkröf-
um. Það þurfti alls ekki að koma til
verkfalls því að það sem samið var
um voru kröfur félagsins er lágu
frammi 2 mánuðum fyrr. Og allar
götur síðan í mars vildi félagið semja
á þennan sanngjarna hátt, en við-
semjendur félagsins höfðu dregið
stjórn og trúnaðarráð SR á asnaeyr-
unum með aldeilis forkostulegum
haétti. Og framkoma þeirra, orð og
efndir í samningaviðræðunum var á
þann veg að ekki er hægt að birta
á prenti. Því miður! Ef þetta er nýja
leiðin sem atvinnurekendur ætla að
fara í samningaviðræðum þá má
þjóðin biðja fyrir sér. Þá logar allt
í illindum í komandi samningum.
Vegna fréttar í Ríkisútvarpinu
laugardaginn 9. nóvember um að
nýir menn með nýja siði leiddu samn-
ingaviðræður félagsins og sætu í
öndvegi samninganefndar félagsins
í óþökk félagsmanna skal eftirfar-
andi tekið fram hér og nú: Samn-
inganefndin starfaði í fullu samráði
og með fullu trausti stjórnar og trú-
naðarráðs félagsins. Einnig var
órofa stuðningur félagsmanna við
samninganefndina. Annað er slúður
og alls ekki samborið svo virðulegum
fjölmiðli sem Ríkisútvarpinu að vera
með tilhæfulausa fréttaskýringu á
þennan veg.
Vegna óhróðursskrifa í Pressunni
um starfsmenn félagsins, þá er það
táknrænt að slík siðleysisskrif birt-
ust einmitt á þeim tíma sem samn-
inganefndin átti í erfiðum viðræðum
við útgerðarvaldið. Þessum óhroða
er hér með vísað til föðurhúsanna
og taki nú hver sem eiga vill og
verði honum að góðu.
Farmannastéttin stendur frammi
fyrir miklum vanda í dag. Þetta er
láglaunahópur með skert atvinnuör-
yggi vegna skipulagðrar áætlunar
kaupskipaútgerðanna um að útrýma
stéttinni. Gegndarlaus útflöggun án
aðfinnslu og aðgerða ríkisvaidsins
stefnir stéttinni á sker. Hér er róinn
lífróður, en vonandi fínnst borð fyrir
báru til að farmannastéttin komist
heil til hafnar.
Sjómannafélag Reykjavíkur á
vopnabræður víðs vegar um heim
og þegar hefur komið í ljós hve sam-
staða bræðra okkar á Norðurlöndum
er afdráttarlaus. VSÍ og SÍK hafa
þegar fundið smjörþefinn af þessu
og í verkfallinu kom berlega í ljós
hve gott er að eiga þar vini í stað.
Einnig er gott að vita af Dagsbrún-
armönnum. Þeir hafa oft og iðulega
rétt félaginu hjálparhönd og hafnar-
verkamennirnir sýndu það svo um
munaði í verkfallinu.
Að lokum kemur hér eindregin
ósk um að VSÍ og SÍK nái áttum í
Ólafur Þór Ragnarsson
„Samninganefndin
starfaði í fullu samráði
og með fuliu trausti
stjórnar og trúnaðar-
ráðs félagsins. Einnig
var órofa stuðningur fé-
lagsmanna við samn-
inganefndina.“
þessum málum. Þar á ég bæði við
útflöggunina og kjaramálin. Ef ekki,
þá er Sjómannafélag Reykjavíkur,
félagsmenn, stjórn og trúnaðarráð,
tilbúið að rétta kompásinn. Má
minna á að þegar allt var komið í
hnút á dögunum hjó Sjómannafélag-
ið á hnútinn. Félagið átti það sverð
sem dugði. Samgönguráðherra lýsti
því yfir í sjónvarpinu að hann ætti
ekkert sverð. Ef VSÍ eða SÍK hefðu
beitt sínu sverði hefðu þau í besta
falli hoggið fæturna af sér. Svo
mörg voru þau orð.
Höfundur situr í trúnaðarráði
Sjómannafélags Reykjavíkur og í
sambandsstjórn
Sjómannasambands íslands.
iSTOFNI
TVÆR GOÐAR
EFTIR
TRYGGVA EMILSSON
, ÞEKKIR ÞÚ HANA?
Úr ritdómi:
Óvíða hef ég lesið kjarnbetra og
fegurra mál. Það er í senn gamalt og nýtt.
Hinn aldni sagnasjóður, Tryggvi
Emilsson, getur líkt og [konan] í lok
sögunnar horft sáttur yfir farinn æviveg
enda hefur hann fremur verið veitandi
en þurfandi.
(Skafti Þ. Halldórsson, Mbl.)
FRABÆR BÓK!
Úr ritdómi:
Sagan er vel skrifuð og á fallegu kjarn-
góðu máli þar sem hvergi er slegið af.
Myndirnar sem eru í fullum litum eru
athyglisverðar og skemmtilegar. ^
Vafalaust á þessi saga eftir að verða
vinsæl meðal barna sem kunna að meta
ævintýri sem eru stærri en hvers-
dagslegur raunveruleikinn.
q E//^ (®'9rún K,ara Hannesdóttir, Mbl.)
T 980krV
Dreifing: Islensk bókadreifing hf„ Suðurlandsbraut 4, sími 686862.
FERÐATÆKI
SEM NÁ 5 STUTTBYLGJUM
SELENA ferðatækin eru hljómgóð og næm og
tilvalinn í eldhúsið, bústaðinn eða bátinn. Þau ná
mið- lang- 5 stuttbylgjum og FM, ganga fyrir raf-
hlöðum og rafmagni (220 volt) og eru með innbyggt
loftnet.
Tento sjónaukar. Taska fylgir.
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR RE
Suðurlandsbraut 14 108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36
Varahlutaverslun, beinn sími 3 92 30
2 stór tæki samtímis
(magnafsláttur). VISA og
EURO raögreiöslur til allt
aö 18 mánaöa, án
/rQnix
útborgunar.
Hátúni 6a • Sfmi 91-24420