Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 ÞJÓÐMÁL STEFÁN FRIÐBJARNARSON Langlífur „tíma- bundinn“ skattur Sérstakur skattur á skrifstofu- og verzlunarhúsnæði Sú skoðun er ríkjandi í hugxim lýðræðislega sinnaðs fólks, að all- ir eigi að vera jafnir fyrir landslögum; atvinnuvegir sem einstakling- ar. Atvinnugreinar eiga að hafa jafnstöðu gagnvart lögum, meðal annars skattalögum. Þessi meginregla var brotin með sérstökum skatti á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði 1979, til viðbótar hefðbundn- um eignarskatti. I - Opinber stýring fjárfestingar Svipmynd úr Hafnarstræti í Reykjavík. Á 100. löggjafarþingi Íslendinga, haustið 1978, leggur fjánnálaráð- herra í „vinstri stjórn“ Ólafs Jó- hannessonar fram stjórnarfrum- varp um nýja skattheimtu, „sér- stakan skatt á skrifstofu- og verzl- unarhúsnæði". í athugasemdum með frumvarpinu segir: „Með frumvarpi þessu er lagt til - að á árinu 1979 verði lagður á sér- stakur skattur á skrifstofu- og verzlunarhúsnæði er nemi 1,4% af fasteignamati þessa húsnæðis. Er áætlað að tekjur ríkissjóðs af þess- um sérstaka eignarskatti nemi 550 m.kr. í athugasemdum við frumvarp um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu var frá því greint að breytingar í fjárfestingar- málum væru í undirbúningi og „gert væri ráð fyrir því að fjárfestingu , yrði beint frá verzlunar- og skrif- "stofubyggingum. Frumvarpið sem hér er flutt er einn liður í fram- kvæmd þessarar stefnu." Þessi tímabundni skattur, sem lögin kváðu á um að lagður skuli á atvinnuhúsnæði tiltekinnar starfs- greinar „á árinu 1979“, lifír enn í frumvarpi „hægri stjómar“ er nú situr annó 1991, að vísu ögninni hærri en í upphafi, eða 1,5% af skattstofni. II - Skatturinn hefur lifað nokkrar ríkisstjórnir Rökin fyrir þessari skattheimtu vóra innbyggð í „nauðsyn“ þess að miðstýra fjárfestingu í landinu. Gagnrökin, sem sjálfstæðismenn stóðu einkum fyrir, vóru reist á meginreglu jafnstöðu atvinnugrein- anna gagnvart landslögum og til starfs í þjóðarbúskapnum. Ríkisstjórnir hafa komið og farið síðan skattur þessi varð til, reyndar speglað allt litrófið í íslenzkum stjórnmálum. Sá tímábundni hefur lifað þær allar. Hann skrapp að vísu lítillega saman um tíma. Á haustþingi 1983, þegar Alþingi vann hið mesta að fjárlagagerð fyr- ir árið 1984, fékk Albert Guð- mundsson, þá fjármálaráðherra, skattinn lækkaðan úr 1,4% í 1,1% af skattstofni. Rökstuðningur var m.a. sá að „vegna minnkandi verð- bólgu er það gert [áð lækka skatt- inn] til að koma í veg fyrir að skatt- byrði aukizt milli ára“. Og ekki stóð á viðbrögðum Al- þýðubandalagsins. Svavar Gestsson og fjórir aðrir þingmenn sama flokks fluttu breytingartillögu við framvarp til fjárlaga 1984, þess efnis, að tekjupósturinn „skattur á skrifstofu- og verzlunarhúsnæði" hækki um helming, þ.e. úr 65 m.kr. í 130 m.kr. samtals! III - Kemur verst við strjálbýlisverzlun Það er rétt, áður en lengra er haldið, að rifja upp ummæli Alberts Guðmundssonar (S-Rvk), Friðriks Sophussonar (S-Rvk) og Halldórs Blöndal (S-Ne) gegn skattinum á þingunum 1979, 1980 og 1990, þar sem þau spegla viðhorf Sjálfstæðis- flokksins á þeim tíma. Albert sagði m.a.: „Sá sérstaki skattur á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði, sem greiða skal til ríkissjóðs, samkvæmt fram- varpi þessu, er að mínu viti afar ranglátur... Ég vil benda á þá stað- reynd að fyrirtæki eiga almennt í í miklum rekstrarerfiðleikum og íþyngjandi skattur af því tagi sem hér um ræðir er gjaldþoli flestra, sem skattinn eiga að greiða um megn ... Menn verða að gefa atvinn- ulífinu nokkra möguleika til bjarg- ar. Það verður ekki gert með því að draga eigið fé fyrirtækja í æ ríkari mæli úr arðbærum rekstri inn í ríkishítina.“ Friðrik Sophusson sagði m.a.: „Við sjálfstæðismenn höfum ætíð verið andsnúnir slíkum sérstökum skatti sem mismunar atvinnuvegum og hefur verið á komið á fölskum forsendum. Við áttum þær vonir að í lið með okkur hefðu gengið hv. ráðherrar Framsóknarflokksins, en nú kemur í ljós, eins og stundum áður, að það er ekki þeirra stefna sem ræður í skattamálum, það er stefna hins skattaglaða fjármála- ráðherra.“ Halldór Blöndal sagði í þingræðu haustið 1990: „Hér er sem sagt um enn einn skattinn að ræða sem bitnar þyngra á landsbyggðinni en höfuðborgar- svæðinu vegna minni veltu þar, vegna þess að verzlunar- og skrif- stofuhúsnæði er víða um land byggt við vöxt og vegna þess að velta þar hefur dregizt saman. Ég vek at- hygli á þessu um leið og ég minni á að verzlun í dreifbýli á mjög und- ir högg að sækja. Gjaldþrot hafa verið tíð, ekki einungis hjá einkafyr- irtækjum heldur einnig hjá kaupfé- lögum víða vegar um landið þannig að sums staðar er svo komið að verzlun hefur með öllu lagst niður á smærri stöðum...“ IV - Erum á móti en mælum með Framsögur fyrir framlengingu þessa skatts hafa oftar en ekki verið fullar af semingi. Albert Guðmundsson, þá fjár- málaráðherra, mælir fyrir skattin- um haustið 1984: „Ég hefi margoft lýst því yfir að mér sé í nöp við skattheimtu af þessu tagi. En staða ríkissjóðs er nú þannig að hann má alls ekki við því að afsala sér frekari tekjum. í ljósi þessa þykir ekki verða hjá því komizt enn einu sinni að innheimta sérstakan skatt á skrifstofu- og verzlunarhúsnæði." Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra 1985, komst svo að orði: „í umræðum um fjárlagafrum- varp fyrir næsta ár hefur komið fram að nauðsynlegt er, með tilliti ti! þess vanda sem við blasir í efna- hagsmálum þjóðarinnar, að seinka a.m.k. ýmsum fyrri áformum um lækkun skatta þar sem svigrúm til slíks er ekki fyrir hendi við þessar aðstæður. Með hliðsjón af þessu, svo og í samræmi við fyrri forsend- ur fjárlagafrumvarpsins, verður ekki hjá því komizt að leggja ti! að framhald verði á sérstakri skatt- lagningu á verzlunar- og skrifstofu- húsnæði.“ Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra 1987, mælti á þessa leið:^ „I framvarpi til fjárlaga fyrir árið 1988 er, eins og áður segir, gert ráð fyrir að framhald verði á skattlagningu þessari. Af þeim sök- um er í frumvarpinu lagt til...“ að skatturinn verði enn á lagður. IV - Sá sérstaki tvöfaldaður en lækkaður snarlega aftur Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar, sem settist að í Stjórn- arráðinu haustið 1988 - með Al- þýðubandalagið innanborðs - fór mikinn í skattheimtu. Hún hækkaði sérstakan skatt á verzlunarhúsnæði með lögum nr. 100/1988 um helm- ing, úr 1,1% í 2,2% af skattstofni. Þessi lögákvörðun var á hinn bóginn ekki framkvæmd. Með lög- um nr. 51/1989 dregur ríkisstjómin í land og lækkar skattinn í 1,5% í skjóli sérstakra laga um ráðstafanir í kjaramálum. Síðan hefur sú skattprósenta staðið óbreytt. VI - Síðasta lífár mið- stýringarskatts? Það var síðan 7. nóvember síðast- liðinn - á sjálfu byltingarafmælinu - sem Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra Sjálfstæðisflokksins mælir fyrir „árvissu" frumvarpi um sér- stakan skatt á skrifstofu- og verzl- unarhúsnæði“. - „Það sem helzt hann varast vann, varð þó að ganga yfir hann.“ Ráðherrann lofar hins vegar sög- ulokum skattsins: „Ég tel að þessi skattlagning sé þess eðlis að frá henni beri að víkja. Ekki gafst ráðrúm til þess að gera það við fjárlagagerðina fyrir næsta ár en að því er stefnt eins og ég hef rækilega tíundað og tekið fram, að þessi skattur falli niður frá árinu 1993 enda verði þá búið að gera þær breytingar á lögum sem nauð- synlegt er að gera til þess að sam- ræma eignarskatta og eignartekju- skatta." Sögulok skattsins tímabundna eru í sjónmáli, segir fjármálaráð- herra. Megi þau orð standa. AMERISKAR HÁGÆÐATÖLVUR FRÁ: Silicon Valley Computers J(jarni hf. Smiðjuvegi 42 D Sími 91-79444 Ó.T. Tölvuþjónusta Gránufélagsgötu 4 Sími 96-11766 Akureyri Hraðvirkasta 80386 SX tölva á íslandi. Verð frá kr. 111.600,- Þú færð hvergi hraðvirkari hágæðatölvur fyrir lægra verð. Kynntu þér verðin á 386/33 og 486/33 tölvunum frá okkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.