Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 53

Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 53
Handbók fyrir hestamenn ÚT ER komin ly'á Erni og Örlygi Handbók íslenskra hestamanna eftir Albert Jóhannsson í Skóg- um. Formála ritar Kári Arnórs- son, formaður Landssambands hestamanna. í kynningu útgef- anda segir m.a.: „í handbókinni er í upphafi fjall- að um uppruna og eiginleika ís- lenska hestsins en því næst er vikið að því sem byijandi í hestamennsku þarf helst að gæta að í upphafi ferils síns. Þá er því lýst sem helst þarf að huga að þegar hestur er valinn. Höfundur lýsir því hvernig sumir menn gátu ráðið í eiginleika hrossa af augum þeirra, svipfari, hreyfmgum og öðrum líkamsein- kennum. Lesandi er m.a. upplýstur um það hvernig ráða megi aldur hrossa af tönnunum. Gangtegundum er lýst og fjallað er um vilja hjá hestum og hvaða ráð séu til að vekja hann hjá reið- hestum sem ekki búa yfir honum í nægilega ríkum mæli. Höfundur rýnir í eðli hrossa og lýsir ýmsum skapgerðareiginleikum þeirra, bæði kostum og brestum, og fjallar jafn- framt um þær eigindir sem hesta- maður þarf að vera búinn. Enn- fremur er að finna upplýsingar um ásetu og taumhald, járningar, reið- cygi og beislabúnað, hirðingu og fóðrun og sjúkdóma og meiðsli, svo MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 53 Slysavarnadeildin Eldey í Höfnum 60 ára SL Y S A V ARN ARDEILDIN Eldey í Höfnum varð 60 ára 6. desem- ber síðastliðinn. Var afmælisins minnst í hófi í samkomuhúsinu í Höfnum laugardaginn, 7. des- ember. Þá var einnig vígð ný björgunarstöð, sem deildin hefur eignast. I afmælishófínu var saga Slysa- varnardeildarinnar rakin, segir í fréttatilkynningu frá deildinni. Þrír stofnfundarmenn eru enn á lífí, þau Vilhjálmur Magnússon, Brautar- hóli, Ketill Ólafsson, Kalmans- tungu, og Eva Ólafsdóttir, Óslandi. Frá upphafi hafa formenn deildar- innar verið sex, og lengst af Jón Borgarson, Jaðri, eða í 25 ár. Nú- verandi formaður er Jóhann Sigur- bergsson, Grund. Formaður Björg- unarsveitar Eldeyjar er Hlynur Kristjánsson. Síðastliðinn laugardag tók Eldey í notkun nýtt slysavarnahús eða björgunarstöð, sem hýsir bíla og tæki. Séra Jóna Kristín Þorvalds- dóttir vígði húsið og kirkjukórinn söng. Tveir forystumenn Eldeyjar voru heiðraðir sérstaklega, þeir Vil- hjálmur Magnússon og Jón Borgar- son. Albert Jóhannsson aðeins það helsta sé nefnt. Til frek- ari glöggvunar hefur höfundur víða dregið upp skýringarteikningar af því sem um er ijallað hveiju sinni. Undir lokin eru gefín góð ráð um nafngiftir á hestum og síðast en ekki síst eru hestalitum gerð ítarleg skil.“ Bókin er 232 blaðsíður. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! I.O.O.F. 5 = 17312128'A=E.K. I.O.O.F. 11=17312128'A=J.V. St.St.599112127VIII FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLOUGÖTU3 & 11796 19533 Dagsferðir sunnud. 15. desember kl. 11.00 1. Selvatn-Nátthagavatn Stutt ganga með heimkomu kl. 14-14.30. 2. Reykjaborg-Úlfarsfell Auðveldar fjallgöngur með heim- komu kl. 16.00. Nánar auglýst fyrir helgina. Verið með! Ferðafélag íslands. Skipholti 50b, 2. hæð. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomn- ir. Ath. bókamarkaður alla virka daga frá kl. 10.00-12.00. V 7 KFUNI V AD KFUM Fundur í kvöld kl. 20.30 á Holta- vegi. Aðventukvöld með ýmsu efni tengt komu jólanna í umsjá Guðmundar Jóhannssonar og Karls S. Benediktssonar. Hug- leiðing séra Valgeir Ástráðsson. Kaffi eftir fund. Allir velkomnir. Samkoma verður í kapellunni í Hlaðgerðarkoti í kvöld kl. 20.30. Umsjón: Ágúst Ólason. Samhjálp. Hjálpræðis- herinn Kirkjustrxti 2 Ljósvaka í umsjá unga fólksins í kvöld kl. 20.30. Veitingar. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan, Völvufelli 11 Samkoma í kvöld kl. 20.30. Carl Johnson frá Bandaríkjunum predikar. Allir hjartanlega velkomnir. A TVINNUAUGL ÝSINGAR ] Húsvörður Samtök aldraðra auglýsa laust til umsóknar starf húsvarðar í þjónustuíbúðum við Sléttuveg 11 og 13. Umsóknir sendist Samtökum aldraðra, Hafnarstræti 20, Reykjavík (pósthólf 1662) fyrir 1. janúar nk. (sími 26410). Samtök aldraðra. Ritari eftir hádegi Lítið innflutningsfyrirtæki í austurborginni óskar að ráða góðan ritara til starfa strax. Starfsreynsla ásamt tölvukunnáttu er skil- yrði. Vinnutími frá kl. 13.00 til kl. 17.00. Umsóknir, merktar: „R - 1243“, sendist aug- lýsingadeild Mbl. fyrir kl. 16.00 föstudaginn 13. desember nk. Til leigu Til leigu með innbúi lítið einbýlishús í miðbæ Reykjavíkur. Leigutími 3 mánuðir, janúar-mars 1992. Upplýsinga í síma 32943 á kvöldin. Auglýsing frá Veiðifélagi Minni-Vallarlækjar Óskum eftir tilboðum í veiðiréttindi í Minni- Vallarlæk í Landmannahreppi. Veiðitíminn er frá 10. júní til 15. september 1992. Vatna- svæðið er 12-13 km. Stangafjöldi á dag er fjórar nema alla þriðjudaga, en þá hafa landeigendur veiðiréttinn. Tilboð sendist til formanns Veiðifélags Minni-Vallarlækjar, Guðna Kristinssonar, Skarði, Landmannahreppi, 851 Hellu. Til sölu íÁrmúla 7, við hliðina á Hótel íslandi, rekstur söluturns, grillstaðar og bjórstofu. Söluturninn og gillstaðurinn, sem reknir eru á neðri hæð hússins, hafa leyfi til nætursölu og því samrekstur bjórstofunnar á efri hæð heppilegur kostur. Öruggt leiguhúsnæði. Afhending samkomulag. Frekari upplýsingar veita: Lögmenn, Borgartúni 33, Reykjavík, sími 91-29888 hafnamAlastofnun RiKISlNS Útboð Höfnin Keflavík - Njarðvík, óskar eftir tilboð- um í gerð smábátahafnar í Grófinni, Keflavík. Helstu magntölur: Losun efnis og uppmokstur 39.000 rm. Grjótgarðar og fláavörn 32.200 rm. Steypa 41.0 rm. Útboðsgögn verða afhent hjá Hafnamála- stofnun ríkisins, Vesturvör 2, Kópavogi, og Höfninni Keflavík - Njarðvík, Víkurbraut 11, Keflavík, frá og með fimmtudeginum 12. desember 1991 gegn 5.000 kr. óaftur- kræfu gjaldi. Tilboð verða opnuð á hafnarskrifstofunni, Víkurbraut 11, Keflavík, mánudaginn 30. desember kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Höfnin Keflavík - Njarðvík. TIL SOLU Bflskúrtil sölu í Vesturbæ. Er í toppstandi, með rafmagni, hita og heitu og köldu vatni. Upplýsingar í síma 675452. BRU - Félag áhugamanna um þróunarlöndin Fundarboð Almennur félagsfundur verður haldinn í dag, fimmtudaginn 12. desember 1991, í fundar- sölum ríkisins í Borgartúni 6. Fundurinn hefst klukkan 20.30. Dagskrá: 1. Fræðsluerindi: Stefán Jón Hafstein, útvarpsmaður, segir frá störfum sínum í Súdan og Eþíópíu og les upp úr nýútkominni bók sinni, „Guðirnir eru geggjaðir". Vilhjálmur Þorsteinsson, fiskifræðingur, segir frá störfum sínum við Karibavatn í Zambíu og Zimbabwe. 2. Starf Brúar: Almennar umræður um starfsemi félagsins. Hvert stefnum við og hvert viljum við stefna? Allir velkomnir. Stjórnin f°STA\ ílnF} y- J FLO^ T réskurðarnámskeið Fáein pláss laus eftir áramót. Hannes Flosason, sími 40123.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.