Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 57

Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 57
með neinum. En sleppum því. Þekk- ið þér Sviss?“ „Sviss, þetta litla land. Ég þekki það eins og fingurna á mér. Hef ferðast um Sviss óteljandi sinnum. Ég þekki Sviss n\jög vel.“ „Þá munuð þér séð hafa séð hin mörgu göng, sem sprengd hafa verið í gegnum hin himinháu fjöll Sviss, og þessi göng, hvert um sig, eru margra kílómetra löng. Nú þar fyrir utan er hver einstasti Sviss- lendingur þrautþjálfaður hermaður, búinn bestu vopnum sem völ er á. Tæknimenn okkar Svisslendinga hafa gengið svo frá, að hægt er með því að þrýsta á nokkra hnappa að sprengja í loft upp öll göngin sem liggja í gegnum fjöllin og þar með verða allir vegir í Sviss ófærir öllum farartækjum. Þjóðveijar yrðu því knúðir til skæruhernaðar í landi, sem Svisslendingar þekkja miklu betur en þeir.“ „Eruð þér að bregða mér, þýsk- um hershöfðingja, um fákunnáttu?" „Já, ég er að bregða yður um kunnáttuleysi." Peirce hershöfðingi varð bálreið- ur og blóðrauður í framan. Hann stökk upp á loft og kom niður aftur með hlaðinn riffíl og miðaði á sviss- neska forstjórann. Það var dauðaþögn í stofunni. Það hefði mátt heyra saumnál detta. Öllum var ljóst, að líf forstjór- ans var í hættu. Hershöfðinginn froðufelldi af vonsku. Hann hafði augsýnilega misst alla stjórn á sér. Augun voru tryllingsleg. Fólkið í stofunni hélt niðrí í sér andanum. Skyndilega rauf einkennilegt hljóð, sem smaug í gegnum merg og bein, þögnina. Sá, sem gaf þetta hroll- vekjandi hljóð frá sér, stóð að baki hershöfðingjanum, og í því sturlaða ástandi, sem hann var í, átti hann von á óvinum úr öllum áttum. Hann sneri sér því skyndilega við til að skjóta hugsanlegan óvin að baki sér. Þetta tækifæri notuðu Markús og forstjórinn sér, stukku á hann MÖRGUNBLAÐÍÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 og höfðu hann undir. Tóku af hon- um riffílinn. Forstjórinn tók skotin úr rifflinum. Það var kona Peirce, sem hafði rekið upp þetta nístandi neyðaróp, til að trufla manninn sinn og beina athygli hans að einhveiju öðru en Svisslendingnum. Þegar hershöfðinginn hafði verið afvopnaður var eins og allur vindur væri úr honum. Kona hans leiddi hann upp á loft. Kom svo niður og sagði hægt og rólega: „Stríðið hefur eyðilagt taugamar í mörgum og þar á meðal eigin- manni mínum. Hann liggur nú eins og í dái uppi í rúmi og mun ekki gera neinum mein. Ég bið ykkur innilega afsökunar á því, að hér fór allt öðruvísi en ætlað var.“ Allir sárvorkenndu frú Peirce, en andrúmsloftið þama í stofunni var ennþá svo óhugnanlegt að gestimir kvöddu og fóru heim. Svissneski forstjórinn sagði við frú Peirce: „Við skulum gera okkur far um að gleyma því, sem gerðist í kvöld og láta eins og það hafí aldrei átt sér stað.“ Sakon ók Mary og Markúsi heim. „Mary, aldrei hef ég upplifað svona kvöldverðarboð." „Guð minn góður, Markús, ég skelf eins og hrísla af eintómri geðs- hræringu." „Það er enginn efí á því, að ef frú Peirce hefði ekki beint athygli hershöfðingjans frá Svisslendingn- um, þá hefði hann drepið hann.“ „Það þurfti meira til, Markús, snarræði þitt og Svisslendingsins í að afvopna hann átti jafnmikinn þátt í að afstýra morði eins og ösk- ur frú Peirce." Það var hljóð um stund. En þá tók Mary aftur til máls og sagði: „Ég hef sektarkennd af því, Markús, að hafa fengið þig til að koma með mér í þetta boð.“ „Mary, sektarkenndir em af því vonda. Vísaðu þeim á bug.“ „Markús, lofaðu mér að halda í höndina á þér.“ RCR KRISTML FAKAFENI 9. SIMI 679688 Meim en þú geturímyndað þér! Umboðsmenn um land allt. BRÆÐURNIR ORMSSON HF Lágmúla 8. Sími 38820 Hafóu málin hárrétt i Vogimarfrá Tefal vigta upp á gramm, hvort sem er í eldhúsinu eða baðherberginu. í matargerð og bakstri eru þær mesta þarfaþing, gera allar ágiskanir óþarfar og vinnuna þcegilegri. Baðvogimar sýna þér ávallt nákvæma þyngd og hjálpa tilvið aðfylgjast vel með línunum.Vigtaðu nákvæmt með hjálp Tefal voganna! —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.