Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
EFTIR VERÐLAUNAÐAN
OG MARGFALDAN
METSÖLUHÖFUND
EÐVARÐ INGÓLFSSON
Gegnum bernskumúrinn er
spennandi unglingabók sem
fjallar um Birgi 15 ára. Móöir
hans á við drykkjuvandamál
að stríða og hann tekur það
nærri sér. Hann þorir aldrei að
bjóða félögum sínum heim af
ótta við að upp komist.
Inn í söguna fléttast ástamál,
samskipti við skólafélagana—
gleði þeirra og vonbrigði með
tilveruna.
Eðvarð er höfundur metsölu-
bókanna Fimmtán ára á
föstu, Sextán ára í sambúð,
Haltu mér — slepptu mér!
svo að einhverjar séu nefndar.
Eðvarð hlaut verðlaun Skóla-
málaráðs Reykjavíkur fyrir
bestu frumsömdu barna- og
unglingabókina 1988, Meiri-
háttar stefnumót.
k<-< ’-j
GEGNUM BERNSKUMURINN
ER POTTÞÉTT UNGLINGABÓK
Gísli T. Guðmunds-
son — Minning
Fæddur 22. mars 1915
Dáinn 30. nóvember 1991
Góður drengur og traustur vin-
ur hefur kvatt þennan heim. Giftu-
drjúgu dagsverki er lokið. Leiðir
skiljast.
Kynni okkar Gísla urðu fyrst
með þeim hætti að dóttir hans og
sonur minn felldu hugi saman og
stofnuðu til hjúskapar. Síðan er
nú liðinn röskur fjórðungur aldar.
Samfylgd okkar alla þessa tíð hef-
ur verið slík að hvergi ber skugga
á. Það má því ekki minna vera en
ég þakki Gísla samfylgdina og
kveðji hann að leiðarlokum með
þessum línum.
Gísli Tómas fæddist í Reykjavík
22. mars 1915. Foreldrar hans
voru Áslaug Friðjónsdóttir frá
Sandi í Aðaldal og Guðmundur
Pétursson nuddlæknir. Gísli var
ekki fæddur í hjónabandi og átti
móðir hans við veikindi að stríða
um það bil er hann fæddist. Sigur-
jón, bróðir Áslaugar, bóndi og
skáld á Litlu-Laugum og kona
hans, Kristín Jónsdóttir, tóku
drenginn í fóstur strax á fyrsta
ári og ólst hann upp hjá þeim til
fullorðinsaldurs. Þau Litlu-Lauga-
hjón áttu reyndar tíu böm fyrir,
en létu sig ekki muna um að bæta
þessum litla dreng í hópinn.
Fósturforeldrar Gísla ólu hann upp
sem væri hann þeirra eigin sonur
og gerðu í engu verr til hans en
sinna eigin bama. Það var heldur
að Kristínu fyndist stundum hún
þyrfti að gera hlut fóstursonarins
ívið betri en sinna barna. Gísli
varð líka snemma elskur að fóstur-
móður sinni. Svo var hún honum
kær, að hann hafði heitið því með
sjálfum sér, að ætti það fyrir hon-
um að liggja að eignast dóttur,
skyldi hún engu nafni heita öðru
en Kristín.
Af ýmsu má ráða, að á heimil-
inu á Litlu-Laugum hafi Gísla ver-
ið búin skilyrði til vaxtar og þroska
eins og þau gerðust einna best í
byggðum landsins um þær mund-
ir. Þar fór saman þjálfun huga og
handar. Gísli naut síðan fræðslu í
bamaskóla, eins og lög gerðu ráð
fyrir, og lauk síðar námi við hér-
aðsskólann að Laugum. Lengri
varð skólaganga hans ekki en
reyndist honum notadijúg eins og
síðar kom á daginn.
Á uppvaxtarárum sínum á
Litlu-Laugum vandist Gísli flest-
um sveitastörfum eins og þau
gerðust á þeim tíma. Má víst telja
að þar hafi munað um mannslið,
sem hann var, eftir að hann náði
fullum þroska. Trúlega hefur hann
þá reynst fær um að gjalda fóstur-
launin að einhverju leyti.
Á Litlu-Laugum var Gísli
heimilisfastur í rúman aldarfjórð-
ung. Tuttugu og sex ára að aldri
hélt hann svo út í heiminn að spila
upp á eigin spýtur. Leiðin lá til
Reykjavíkur. Þar var atvinnu von
Ilmur fagurkerans
á þeim árum. Þar sá hann líka
móður sína í fýrsta sinn, svo að
hann gæti munað. Ekki er annað
vitað en að vel færi á með þeim
mæðginum, og reyndar munu þau
hafa notið nokkurs styrks hvort
af öðru, er svo bar undir. Áslaug
mun lengst hafa búið við þröngan
kost þó að hún ynni hörðum hönd-
um. Eigi að síður hafði hún leitast
við að sýna syni sínum ræktar-
semi, að minnsta kosti á meðan
hann var á barnsaldri, með því að
senda honum einhvem glaðning
þegar færi gafst.
Enn urðu þáttaskil á ævi Gísla
þegar hann kvæntist, 6. nóvember
1943. Kristínu S. Björnsdóttur,
kennara. Þau áttu heimili í Reykja-
vík öll sín hjúskaparár og varð
þeim þriggja barna auðið. Þau
eru: Kristín, verslunarmaður, f.
1944. Hún er gift Jakob Líndal
Kristinssyni, lyfjafræðingi, dósent
við Háskóla íslands. Þau eiga þijú
börn. Örn, viðskiptafræðingur, f.
1945. Hann er kvæntur Guðrúnu
Áskelsdóttur, hjúkrunarfræðingi,
og eiga þau einn son.
Björn, slökkviliðsmaður, f.
1955. Hann er kvæntur Karólínu
Gunnarsdóttur, skrifstofumanni.
Þau eiga tvær dætur. Þau systkin-
in búa öll í Reykjavík.
Hér syðra stundaði Gísli al-
menna verkamannavinnu lengi
fyrst, en fertugur að aldri réðst
hann til starfa hjá Pósthúsinu í
Reykjavík. Upp frá því gegndi
hann ýmsum störfum hjá þeirri
stofnun allt til starfsloka.
„Hvað má höndin ein og ein?“
Gísli var maður félagslyndur að
eðlisfari. Á æskudögum gerðist
hann liðsmaður ungmennafélags-
hreyfingarinnar í heimabyggð
sinni. Síðar meir gekk hann í
verkamannafélagið Dagsbrún og
loks starfaði hann í Póstmanna-
félaginu um þriggja áratuga skeið.
Hvarvetna reyndist hann hinn nýt-
asti liðsmaður.
Gísli treysti því, að með samtök-
um fjöldans, væru þau nógu sterk,
mætti ráða bót á því misrétti í
þjóðfélaginu, sem blasti honum við
augum. Því gekk hann snemma
til liðs við stjórnmálahreyfingu
sósíalista í Sameiningarflokki al-
þýðu og síðar í Alþýðubandalag-
inu. Þar hafa þau hjónin verið
samtaka að verki frá fyrstu tíð.
Gísli var ritfær maður í besta
lagi og hafði gaman af að skrifa.
Oft var til hans leitað ef skrifa
þurfti afmæliskveðju til starfsfé-
laga eða minnast látins samferða-
manns. Brást hann þá einatt vel
við. Um nokkurt skeið skrifaði
hann stuttar greinar, einkum um
hagi alþýðufólks og lífsbaráttu
þess. Birtust þær í Þjóðviljanum.
Enn má geta þess að Gísli skrifaði
eina skáldsögu þegar hann var
hættur að vinna launuð störf og
fékk hana gefna út. í henni má
glöggt greina að uppvaxtarárin í
þingeyskri sveit hafa orðið honum
hugleikin.
I umgengni var Gísli maður
hógvær og hæglátur, hafði sig
ekki mjög í frammi. Hann var
þægilegur í viðmóti, viðræðugóður
og átti til létta kímni. Hann hafði
ákveðnar skoðanir um ýmis efni
og dró ekki dul á þær, ef svo bar
undir, og talaði þá ekki tæpi-
tungu. Að hinu leytinu var hann
líklega nokkuð dulur í skapi, tal-
aði ekki margt um sína eigin pers-
ónu eða fjölskýlduhagi. Hitt duld-
ist varla þeim, er dável þekktu til,
að þar fór umhyggjusamur fjöl-
skyldufaðir sem hann var, og sam-
band þeirra hjóna virtist mér ein-
kennast af hlýhug og nærgætni
af beggja hálfu. Það lýsir kannski
nokkuð hug Gísla til konu sinnar
að 6. nóvembér síðastliðinn, á 48.
brúðkaupsdegi þeirra, færði hann
henni undurfagran blómvönd. Þau
voru þó ekki vön að minnast þessa