Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 59

Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 59 dags sérstaklega að öllum jafnaði. Ég veit að Kristín mun lengi minn- ast þessarar gjafar og þess hugar- þels sem að baki bjó. Frá langri samferð er margs að minnast. Þegar leiðir skiljast sakna menn einatt vinar í stað, en minningin lifír um góðan dreng og traustan. Blessuð sé minning hans. Kristinn Gíslason Kveðja til afa. Hann afi okkar er dáinn. Sér- staklega munum við eftir hvað hann tók alltaf vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn í Sólheimana. Ekki vorum við búnar að vera lengi þegar hann spurði okkur hvort við vildum koma að spila og spiluðum við oftast Lúdó eða Ólsen, Ólsen. Á hveiju ári fórum við með afa og ömmu í sumarbústað upp í Munaðarnes og þá oftast á berjatíma. Hann var duglegur að tína ber og þótti það mjög gaman. Rétt fyrir jól kemur fjölskyldan alltaf saman til að skera út laufa- brauð og var skorið út á annað hundrað kökur. Þegar búið var að skera út var amma með hangi- kjöt.sveislu og verður frekar tóm- legt þegar afi er farinn, en minn- ingin um afa mun alltaf lifa. Margt er það, og margt er það, sem minningamar vekur, og þær era það eina, sem enginn frá mér tekur. Þær eru vinir hins þreytta vegamóða. Aldrei, aldrei gleymi ég eminum mínum góða. (Davíð Stefánsson) Hanna Kristín og Herdís. Nú er hann Gísli genginn. Spor- léttur lagði hann af stað í hina venjubundnu árlegu athugun hjartagangráðsins, tækis sem hafði auðveldað honum að halda meðfæddri reisn undanfarin ár. Hann náði í mark sem í íþróttum á ungum aldri, komst þangað inn ganga sjúkrahússins sem hann ætlaði. Líkaminn hefur verið orð- inn veikburða, enda þótt yfir- bragðið gæfi það ekki ókunnugum til kynna, því þar hné hann niður og var allur sextán dögum síðar. Gísli Tómas Guðmundsson var sonur Guðmundar Péturssonar nuddlæknis og Áslaugar Friðjóns- dóttur frá Sandi í Aðaldal. Ungur var hann tekinn í fóstur af móður- bróður sínum, Siguijóni, og konu hans, Kristínu Jónsdóttur, að Litlu-Laugum í Reykjadal í S- Þingeyjarsýslu. Hálfþrítugur hleypti Gísli heimdraganum. Eitt ár vann hann á Akureyri en frei- staði síðan gæfunnar í Reykjavík. Þar snerist gæfan á sveig með honum er hann kynntist eiginkonu sinni, Kristínu S. Björnsdóttur, sem var þá kennari við Landakots- skóla. Gengu þau í hjónaband árið 1943 og fæddist dóttirin Kristín, starfsmaður Bóksölu stúdenta, árið 1944, sem gift er Jakob L. Kristinssyni, lyfjafræðingi, og eiga þau þijú böm. Síðan fæddust syn- irnir; Öm, viðskiptafræðingur, starfsmaður Ríkisskattstjóra, f. 1945, kvæntur Guðrúnu Áskels- dóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau einn son; og Bjöm, trésmiður og starfsmaður Slökkviliðs Reykjavíkur, f. 1955, kvæntur Karólínu Gunnarsdóttur, ritara, og eiga þau tvær dætur. Ýmsum störfum gegndi Gísli í Reykjavík fram til þess er hann réðst í þjónustu Pósts og síma árið 1955. Aðalpósthúsið í Reykja- vík varð hans meginstarfsvett- vangur allt til ársins 1980, þá hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Er hinni formlegu starfsævi var lokið vannst honum tími til að gefa sig að ritstörfum, sem hann hafði ætíð verið hneigður fyrir. Árið 1988 kom út skáldsaga hans, Undir stjörnubjörtum himni. Und- irtitill bókarinnar er Aldamóta- saga. Sagan géfur innsýn í ald- arandann eins og hann var í upp- vaxtartíð höfundar. Fjallar um líf og störf kvenna og karla, en þó einkum og sér í lagi félagsmála- hliðina í bændasamfélagi þeirra tíma. Félagsleg uppbygging var Gísla hugleikin. Hann hafði ríka félagslega vitund og metnað gagn- vart sínu fagfélagi og þjóðmálum. Glímunni við hið jarðneska líf er lokið. Lokaglíman var stutt en snörp. Þar hafði sá betur, er að endingu alla leggur. Már Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Mikil áhersla er á það lögð að hand- rit séu vélrituð með góðu línubili. GLÆSILEG GJOF m K' Margar geröir og litir Veró fró kr. 8.990,- *»l i 3.340,- utiuf Glæsibæ, sími 812922. HAGKAUP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.