Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 60
60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
Spádómarnir rætast
Gyða Guðmunds-
dóttir - Kveðjuorð
í huga að gera eitthvað til að hjálpa
öðrum og gleðja. Þau eru ófá hand-
tökin sem hún vann í þeim til-
gangi og aldrei fannst henni nógu
vel gert. Hélt hún ótrauð áfram á
þeirri braut meðan kraftar entust
og dró hvergi af sér.
Gyða var góðum gáfum gædd,
fylgdist vel með framvindu mála í
þjóðfélaginu og var með afbrigðum
minnug t.d. á afmælisdaga, vísur
og ýmis spakmæli sem hún hafði
á takteinum þegar vel átti við.
Kímnigáfan var mikil og hláturinn
aldrei langt undan. Hún hafði ein-
stakt lag á að sjá broslegu hliðina
á tilverunni og var fljót að slá á
létta strengi.
Ég og fjölskylda mín höfum oft-
lega notið nærveru Gyðu. Hún
heimsótti okkur í hvaða veðri sem
var og kom þá yfirleitt færandi
hendi. Smáfólkinu gleymdi hún
aldrei, færði þeim gott í munninn
og fullorðna fólkinu oftar en ekki
gómsætt bakkelsi.
Elsti sonur minn, Gísli, minnist
oft á mikilfenglegar margra hæða
súkkulaðitertur Gyðu, hlaðnar
konfekti, sem voru hennar sér-
grein. Þessar tertur skrýddu um
tíma afmælisborðin á afmælum
barna minna og vöktu ætíð mikla
eftirtekt. Tæpast er hægt að ljúka
umræðunni um myndarskap Gyðu
án þess að minnast á loftkökurn-
ar. Gyða hafði náð ótrúlega góðum
tökum á loftkökubakstri og var
óspör á að deila afrakstrinum með
öðrum. Loftkökurnar hennar Gyðu
áttu sér fastan sess á veisluborðum
á mínu heimili og allir vissu hvað-
an þær voru komnar og gerðu
þeim góð skil.
Eitt sinn ákvað Gyða að sauma
hvítan pífukjól á dóttur mína, Guð-
rúnu, sem þá var tveggja ára. Þær
voru miklar vangavelturnar um
efni og snið. Gyða vildi aðeins það
besta. Ferðirnar í Kópavoginn til
að máta á þá litlu urðu ófáar áður
en verkinu Iauk. Sú stutta hafði
fyrir venju að láta okkur hlaupa á
eftir sér um allt hús. Þegar leikur-
inn stóð sem hæst lét Gyða iðulega
eitthvert spakmælið fjúka en sá
aldrei ástæðu til að verða óþolin-
móð við litlu dömuna. Þá áttum
við góðar stundir saman og hlógum
ÁRMÚLA23
SfMI 91-672400
FAX 678994
AÐVENTUTILBOÐ
Á HOLTI
Fædd 7. janúar 1917
Dáin 29. nóvember 1991
Mig langar til að minnast henn-
ar Gyðu okkar, eins og við í fjöl-
skyldunni kölluðum hana oft, með
nokkrum fátæklegum orðum.
Gyða var afar ljúf og vönduð
manneskja og hafði til að bera ein-
staka hlýju. Hún var ákaflega gjaf-
mild, höfðingi heim að sækja og
ætíð tilbúin að leggja fram aðstoð
sína í stóru sem smáu. Örlæti
hennar hlýtur að teljast fátítt.
Gyða var fædd og uppalin að
Skjaldvararfossi á Barðaströnd,
dóttir hjónanna Friðgerðar Mar-
teinsdóttur og Guðmundar Jóns-
sonar er þar bjuggu. Var Gyða
þriðja í röðinni af átta systkinum
en af þeim hópi komust sjö til full-
orðinsára. Elstur er Hafsteinn, því
næst Unnur, þá Gyða. Síðan koma
Friðgeir, Þórarinn, Gunnar, Lúðvík
og Kristín, sem dó ung að árum.
Friðgeir og Lúðvík eru nú látnir.
Gyða fór til Reykjavíkur í vist
snemma árs 1936 og var syðra það
ár. Veturinn 1939-1940 stundaði
Gyða nám við Húsmæðraskólann
að Staðarfelli og hlaut um vorið
hæstu einkunn fyrir hannyrðir
enda afburða vandvirk og lagin í
þeim efnum. Eftir að leið lá til
Reykjavíkur í annað sinn vann hún
um skeið á saumastofunni Nonna.
Gyða fór síðar á saumanámskeið
og náði mikilli leikni í fatasaumi
og tók að sér að sauma fyrir aðra
um tíma. Það var með ólíkindum
hversu vandaðar og margbrotnar
flíkur Gyða töfraði fram með að-
stoð saumavélarinnar og má m.a.
nefna glæsilega brúðarkjóla.
Eftirlifandi eiginmaður Gyðu er
Benedikt Kristjánsson, föðurbróðir
minn, ættaður úr Bolungarvík. Þau
eignuðust þijú böm: Kristján, Frið-
gerði Sigríði og Ársæl. Bamaböm-
in eru fjögur talsins auk eins
bamabarnabams. Gyða var um-
hyggjusöm móðir og bar hag bama
sinna mjög fyrir brjósti. Hún fýlgd-
ist ætíð vel með sínu fólki og lét
sér sérstaklega umhugað um að
gera allt sem hún framast gat til
aðstoðar.
Lífsstarf Gyðu var að láta gott
af sér leiða. Ætíð var henni efst
Hinn heimsfrægi
náttúruvísindamaður,
'w Sir David Attenborough er kominn
til íslands. Hann dvelur hér aðeins í einn sólarhring,
enda ákaflega upptekinn maður. Hann kemur til landsins til að fylgja eftir
nýrri bók sinni LÍFSBARÁTTA DÝRANNA og einnig til að ýta úr vör
sjónvarpsþáttum sem Ríkissjónvarpið hefur nú hafið sýningar á.
Sir David Attenborough
hefur áhuga á að hitta
almenning og því hefur
verið ákveðið að hann
áriti bók sína LÍFS-
BARÁTTA DÝRANNA
í Hagkaup Kringlunni í dag kl. 13-15.
Þeir sem ekki geta komið því við að hitta Attenborough geta pantað árituð eintök hjá
Skjaldborg hf. Ármúla 23 í síma 672400. Bækurnar verða síðan sendar í póstkröfu.
Á HÓTEL HOLTI VERÐUR TILBOÐ í HÁDEGINU
ALLA AÐVENTUNA, SEM SAMANSTEDNDUR AF
FORRÉTTIR, AÐALRÉTTIOG EFTIRRÉTTI, ÞAR
SEM ÁHERSLA ER LÖGÐ Á GÆÐI í HRÁEFNI,
MATREIÐSLUOG ÞJÓNUSTU.
TILBOÐIÐ GILDIR ÍHÁDEGI
ALLA DAGA VIKUNNAR
ÞRIRETTAÐUR
HÁDEGISVERÐUR
FRÁ KR. 1.195.-
Bergstaðastræti 37,
sími 91-25700
Eru hjörtu mannanna
að forherðast?
mikið. Fullbúin flíkin bar merki
meistara síns, sannkallaður prins-
essukjóll.
Mér er það minnisstætt þegar
ég eignaðist börnin mín þijú að
ekki brást að Gyða kæmi fýrst
allra í heimsókn og var reyndar
mætt nokkru áður en heimsóknar-
tíminn hófst. Slæm færð megnaði
ekki að hindra Gyðu í að vitja vina
og vandamanna og var hún svo
sannarlega ofjarl okkar hinna í
þeim efnum. Ég tel mig tæpast
hafa kynnst trygglyndari og óeig-
ingjarnari manneskju.
Heimili Gyðu og Benedikts
frænda var lengst af í Barmahlíð
55. Þangað var ætíð gott að koma
og móttökumar hlýjar. Hef ég se-
tið ófá matarboðin í Barmahlíðinni
þar sem borð svignuðu undan
kræsingum. Gyða var höfðingi
heim að sækja og bar ætíð á borð
langtum meira af gómsætum veit-
ingum en gestir gátu torgað. Hún
kunni ekki að skera við nögl og
örlætið ætíð hin sama. Ef ég rak
inn nefíð, ein eða með krakkana,
voru tíndar fram ófáar sortirnar.
Við brottför voru allir nestaðir út
og bar engan árangur að malda í
móinn.
Frá því að ég var smástelpa
tengdist ég Gyðu náið. Eftirlætis
brúðan mín hét Gyða í höfuð gef-
andans. Þessa brúðu þótti mér afar
vænt um, og þykir enn.
Gyða og Benedikt komu reglu-
lega í heimsókn til foreldra minna
á Isafírði og urðu Gyða og móðir
mín mjög góðar vinkonur. Vinátta
þeirra var mjög djúpstæð og ríkti
gagnkvæm umhyggja og virðing á
milli þeirra. Bað Gyða móður mína
iðulega að hugsa vel til sín og fjöl-
skyldu sinnar þegar á brattan var
að sækja og hafði mikla trú á krafti
bænarinnar. Ég held að þessi vin-
átta hafí verið þeim báðum mikils
virði og leitt margt gott af sér.
Lífíð var Gyðu ekki alltaf auð-
velt. Hún átti oftlega við vanheilsu
að stríða og aðstæður stundum
erfiðar. Það er meðal annars þess
vegna sem ég hef ætíð borið
ómælda virðingu fyrir Gyðu, þess-
ari örlátu og umhyggjusömu konu,
sem hlýtur oftlega að hafa látið
sjálfa sig sitja á hakanum þegar
lítið var til skiptanna. Konu sem
mætti erfiðleikum með gamansemi
og lét ekkert buga lífsviljann.
Ég kom nokkrum sinnum ung
að árum í heimsókn til höfuðborg-
arinnar og dvaldi þá yfirleitt í
Barmahlíðinni. Móttökurnar voru
ætíð höfðinglegar eins og vænta
mátti. Gyða mátti alltaf til með
að kaupa einhvern hlut sem kaup-
staðarstúlkan gæti haft með sér
heim úr höfuðborginni. Ég man
.sérstaklega eftir svörtum uppháum
leðurstígvélum, sem þá voru nýj-
asta nýtt í borginni, og sótti fast
að ég mátáði. Það endaði auðvitað
með að Gyða hafði sitt fram og
stígvélin voru keypt.
Afrekaskrá Gyðu er löng og fjöl-
breytileg og verður ekki rakin ítar-
lega hér. Hún starfaði við blaðburð
í nokkur ár og gerðist um hríð
kaupmaður í versluninni Stokki,
sem var til húsa neðst við Vestur-
götu, í samstarfi við kunningja-
konu sína. Eitt af því sem hæst
ber er hversu gott lag hún hafði