Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 * 1 Lóninu á Hótel MLoftleiðum verður fram- reitt glæsilegt jólahlaðborð á aðventunni, frá 29. nóv- ember -23. desember. Hw ■ Matreiðslumeistarar A I 1 hótelsins sjá til þess að I f| hlaðborðið svigni undan LB H ■ ljúffengum réttum - JLl JLJILf bæði í hádeginu og á Mkvöldin; hvítlauksrist- aður smáhumar, sfld, reyktur lax, reyksoðin lundabringa, grísasteik, reyksteikt lámbalæri, í: HÁDEGINI) 1.395 KR. Á MAM hreindýrabuff, ris á Á KIÖLUIIV 1.980 KR.Á MAM l'amande, kanelkrydd- uð epli og ótal matgt fleira. Allir jólahlaðborðsgestir eru sjálfkrafa þátt- takendur í glæsilegu ferðahappdrætti. Það fer vel um þig í Lóninu og þjónarnir okkar leggja sig alla fram til að stundin verði sem ánægju- legust. Borðapantanir í síma 22321. Þegar matarilmurinn liggur í loftinu Jóna Jónsdóttír frá ísafirði Fædd 5. nóvember 1897 Dáin 4. desember 1991 Tengdamóðir mín, Jóna Jónsdótt- ir, verður jarðsett á ísafirði í dag, fimmtudaginn 12. desember. Hún lést í öldrunardeild Borgarspítalans í Reykjavík aðfaranótt miðviku- dagsins 4. desember eftir að hafa dvalist þar síðustu mánuði ævi sinn- ar. Jóna Jóhanna Magnúsína Jóns- dóttir, eins og hún hét fullu nafni, var fædd 5. nóvember 1897 að Naustum við Skutulsfjörð. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Jóhann Jónsson frá Arnardal, Sigurðssonar og Magdalena Soffía Magnúsdóttir frá Engidal í Skutulsfirði, Björns- sonar. Jóna var yngst 6 systkina, en hin voru í aldursröð: Sigurgeir Guð- mundur, Guðný Bjarney, Jóhanna Sigríður, Jón Magdal og Magnús Bjöm, sem öll eru látin. Þegar Jóna fæddist ríkti mikil sorg á heimili hennar að Naustum því að heimilisfaðirinn, Jón Jóhann, hafði farist í fiskiróðri við annan mann daginn áður en Jóna fæddist. Eftir að Magdalena missti mann- inn flutti hún í Engidal með nokkur bama sinna, en Jóhanna og Jóna fóm í fóstur. Jóna var tekin í fóstur til föðurbróður síns, Katarínusar Jónssonar og konu hans Sólveigar Einarsdóttur sem bjuggu að Fremri- húsum í Arnardal og ólst hún þar upp þar til hún fluttist til ísafjarðar 1918. Katarínus og Sólveig vora barn- laus þegar þau tóku Jónu í fóstur, en eignuðust 6 börn eftir það og ólst Jóna upp í stórum barnahópi. Sem elsta barn á heimilinu hefur hún verið í hlutverki elstu systur og fór hún snemma að taka til hendi við öll dagleg störf og barnagæslu. Auðheyrt var á tengdamóður minni að lífsbaráttan var hörð á þeim árum sem hún var að alast upp og bjuggu barnmargar fjölskyldur oft við kröpp kjör. Eins og svo margir aðr- ir kynntist hún því í æsku hvers var krafist í vinnu og hvað fólk varð að láta sér nægja til daglegra þarfa. Jóna bar alltaf hlýjan hug til fóst- urforeldra sinna og frændsystkina og hún reyndi að halda sambandi við þau alla tíð eftir því sem aðstæð- ur og kraftar leyfðu. Einnig hafði hún mikið samband við systkini sín, einkum eftir að hún flutti úr Arnardal, og einnig var hún oft um tíma hjá móður sinni í Engid- al þegar þannig stóð á milli vertíða á þessum árum. Eftir að Jóna fluttist til ísafjarðar stundaði hún almenna vinnu sem bauðst á þeim tíma, svo sem heimil- isstörf og venjulega árstíðabundna útivinnu til sjávar og sveita. Var þá gengið að hveiju sem var og ekki alltaf spurt um vinnutíma og vinnuframlag. Hún mun hafa verið húsbóndaholl og rösk til vinnu og skilað samviskusamlega því sem henni var ætlað. Á ísafirði hitti Jóna tilvonandi eiginmann sinn, Bjarna Halldór Þor- geir Ólafsson frá Beijadalsá á Snæ- fjallaströnd. Þorgeir, eins og hann oftast var kallaður, var fæddur 12. febrúar 1898. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Bjarnason frá Rauða- mýri, Jónssonar og Margrét Bjama- Minning: Björg Jónsdóttir Fædd 6. apríl 1906 Dáin 3. desember 1991 Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofí rótt. (Þýð. S. Egilsson) Okkur systurnar langar til þess að kveðja Björgu ömmu með þess- ari bæn sem hún kenndi okkur þeg- ar við vorum litlar. Jafnframt lang- ar okkur til þess að þakka henni fyrir allt það sem hún kenndi okkur um lífið og tilverana, bæði fyrir og eftir veikindin hennar. Við systurn- ar áttum margar yndislegar stundir með ömmu og gátum ávallt talað við hana sem jafningja um það sem okkur lá á hjarta. Amma var engum lík, lýsir það sér best í því hversu hetjulega hún barðist í veikindum sínum og lét aldrei bilbug á sér finna þrátt fyrir að okkur fyndist oft tilefni til. Við vitum að amma fær nú ósk sína uppfyllta um að hitta afa aftur eftir langan aðskiln- að og biðjum við Guð að vera með þeim. Hulda, Björg og Bryndís. dóttir frá Sandeyri, Guðmundsson- ar. Þorgeir ólst upp á Snæfjalla- strönd, en fluttist þaðan til Hnífs- dals um 1926 og síðan til ísafjarðar 1929. Jóna og Þorgeir vora gefin saman í hjónaband á Isafirði 28. september 1929, og var það mikið gæfuspor í lífi þeirra beggja. Þau bjuggu á ísafirði allan sinn búskap og stóð heimili þeirra fyrstu hjúskaparárin í Tangagötu, en síðan í Brunngötu. Jóna og Þorgeir eignuðust 3 börn og þau eru: Ása, félagsráðgjafi, gift þeim er þetta ritar, og eiga þau 3 böm, Þorgeir, Hildi og Pál Reyni; Ólafur, fisktæknir, ókvæntur og barnlaus; Jóhann, vélvirki, sambýl- iskona Ingibjörg Magnúsdóttir og eru þau barnlaus. Þorgeir stundaði lengi sjó- mennsku eftir að þau Jóna giftu sig. Hann var bæði á togurum frá ísafirði og oft á síldveiðum á sumr- Okkur langar í fáum orðum að minnast stjúpömmu okkar, Bjargar Jónsdóttur, sem lést þann 3. des- ember síðastliðinn eftir næstum 4 ára sjúkdómslegu. Hún var gift móðurafa okkar, Eiríki Erlendssyni sem lést 16. september. Minningarnar eru margar og ljúf- ar, fullar af glaðværð og hlátri. Við munum þegar við komum litlar stelpur í heimsókn til afa og Bjarg- ar á Háaleitisbrautina. Þar voram við aufúsugestir hvort sem við kom- um einar eða með vinkonurnar með okkur. í minningunni sitja þau hjón- in í sitthvorum stólnum, hún að prjóna lopapeysur og hann að lesa eða hlusta á útvarpið. Þegar við birtumst var afi sendur niður í kjallara eftir gosi en Björg fór fram í eldhús og töfraði fram ljúffengar pönnukökur. Á meðan við nutum kræsinganna drakkum við jafnframt í okkur fróðleik frá afa og Björgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.