Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 66

Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 Auglýsing frá sóknarnefnd - Kálfatjarnarkirkju, Vatnsleysuströnd Þeir aðilar, sem vilja fá lýsingu á leiði yfir jólahá- tíðina, hafi samband við Friðþjóf Sigursteinsson í síma 92-46633 eða Bryndísi Rafnsdóttur í síma 92-46548. Ljósin verða til afhendingar frá og með 15. desember. Sóknarnefnd. ISLENSKAR B ÓKMENNTIR TRÖLLASÖGUR Gunnar Harðarson, Magnús Gestsson og Sigfús Bjartmarsson Kynleg og hversdagsleg atvik úr lífi trölla og manna í samtímanum. VATNSDROPASAFNIÐ saga Ásta Ólafsdóttir Einstæð saga, ögrandi og full af kátínu. f BJARTUR m xV'fsa# | Meiraenþúgeturímyndaóþér! Guðbjöm Þorsteinsson skipsijóri - Minning Bói fengið gott veganesti frá þess- um mönnum. Guðbjörn hóf skipstjóraferil sinn 1953 á mb. Bjarna Olafssyni frá Keflavík. Síðan var hann skipstjóri á ýmsum skipum. Aflaði hann vel og var farsæll í stafi. Lengst af var hann á tveimur skipum sem báru nafnið Þorsteinn og gerð út frá Reykjavík. Átti hann hlut í þeim. Mér er það ofarlega í huga að hugsa til gulláranna þegar nóg var af síld, þorski og loðnu. Alltaf var gott að hafa samband við Guðbjörn um hveijir voru að físka best. Hann hafði sérstaka hæfíleika sem okkur hinum var ekki gefið að fá menn til að tjá sig um aflabrögð. Ég get fullyrt að ég mæli fyrir munn samferðamanna hans að við eigum honum mikið að þakka að hafa notið vináttu hans og hjálp- semi sem alltaf var til reiðu. Ég man vel þegar lægðir komu í veið- arnar. Þá var gott að ræða málin við hann í gegnum talstöðina. Guðbjörn vígðist inn í Oddfellow- regluna Þorkel Mána no. 7 4. apríl 1973. Féll hann vel inn í þann félagsskap. Svana mín, við hjónin vottum þér og bömum ykkar innilegustu samúð við fráfall Guðbjöms. Guð blessi minningu hans. Gísli Jóhannesson „Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn ekki er að spauga með þá útnesjamenn sagt hefur það verið um Suðumesjamenn fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.“ (Ó.A.) Ungur Keflvíkingur lét draum sinn rætast, varð sjómaður eins og faðir hans hafði verið og frændur hans flestir. Hann vissi að „Unnur“ myndi bjóða honum faðm sinn, ferleg og há, en hann lærði líka að beita hana brögðum sínum þá. Hann lærði að stýra og sterk varð hans mund, og „bárum ristu byrðingarnir ólífissund". Og hann lærði að „hræðast hvorki brotsjó né bálviðra glym, því að gull að sækja í greipar þeim geigvæna mar, ekki nema ofur- mennum ætlandi var“. Með sjómannsblóð í æðum sér gat ekki farið hjá því að Guðbjörn Þorsteinsson sækti sjóinn eins og Suðurnesjamenn Ólínu Andrésdótt- ur. í fermingarfötunum fór hann á sjó og sótti fast yfir fjörutíu ár. Byijaði sem háseti og áður en lauk hafði hann gegnt nálega öllum störfum, sem til féllu á íslenskum fiskiskipum, þó lengst sem skip- stjóri. Þegar hann hafði í síðasta sinn bundið landfestar, kaus hann að velja sér starf, þar sem hann gat fylgst með aflabrögðum þeirra sem komu að landi. Vigtaði aflann og rabbaði við sjómenn og horfði út á sæinn. Þegar í land var komið gátu þau hjón, Guðbjörn og Svanhildur, ferð- ast um landið eins og þau höfðu lengi þráð. Óku þau og gengu með mal sinn, poka og tjald og nutu Jiess sem fyrir augu bar á hálendi Islands og óbyggðum. Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Þó að vafasamt sé að Guðbjörn hafi legið yfir Hávamálum er þó eins og þessa vísu hafi hann haft að leiðarljósi. Vinmargur og frænd- rækinn í besta lagi. Ef ekki gafst færi á heimsóknum, hringdi hann og spjallaði um það sem fréttnæmt var. Ékki langt símtal, en hressandi hiátur og ekkert hugarvíl. Þó að hann vissi hvað í vændum var hræddist hann hvorki bijotsjó ná bálviðra glym. Ég mun sakna hans. Helga S. Einarsdóttir Það var fyrir 26 árum að ég kynntist öðlingnum honum Guð- birni Þorsteinssyni er ég giftist Trausta, hálfbróður hans. Ég fann strax að þama fór harðduglegur sjómaður sem lét sér ekki allt fyrir bijósti brenna. Hann stundaði sjó- inn af harðfylgi og var fiskinn og með mestu aflaskipstjórum síns tíma. Guðbjörn var sonur hjónanna Margrétar Guðnadóttur og Þor- steins Eggertssonar, skipstjóra, og voru þeir tveir bræðurnir, Eggert G. og Guðbjörn. Föður sinn missti Guðbjörn 23. nóvember 1940 og voru það erfiðir dagar hjá tengdamóður minni og sonum hennar. Guðbjörn var gæfumaður í lífi sínu. Honum var gefin í vöggugjöf einmuna létt lund. Það var ekki vol eða víl á þeim bæ. Hann eignaðist indæla konu, Svanhildi Snæbjörns- dóttur og varð þeim fjögurra barna auðið og eru þau í aldursröð: Mar- grét, Snæbjörn, Signý og yngst er Steinunn. Barnabörnin eru orðin níu. Fyrir nokkrum árum fór Guð- björn að kenna sjúkdóms þess sem nú hefur lagt hann að velli langt um aldur fram. Þá kom enn betur í ljós bjartsýnin og eljusemin sem hann bjó yfir. Hann var alltaf svo hress þó aðrir vissu betur. Nú hefur Guðbjörn mætt sinni ögurstund. Hann er farinn í sinn síðasta róður. Hann skilur eftir skarð í fjöl- skylduna sem verður vandfyllt. Ég og fjölskylda mín vottum Svönu, börnunum og tengdabörnum okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð að vera með þeim á þessum erfiðu stundum sem í hönd fara. Fari hann í Guðs friði. Hrefna Hektorsdóttir Guðbjörn Þorsteinsson, skip- stjóri, vigtarmaður hjá Reykjavík- urhöfn, lést föstudaginn 6. desem- ber í Landspítalanum, en þangað var hann fluttur úr vinnu sinni morguninn áður. Guðbjörn var búinn að beijast síðastliðin fjögur ár við mikla van- heilsu með ótrúlegu þreki sem við samstarfsmenn hans dáðumst mjög að, því oft var hann sárþjáður í vinnu. Hann var fæddur í Keflavík 30. október 1927, sonur Þorsteins Egg- ertssonar, skipstjóra frá Kothúsum í Garði, en hann fórst í róðri með skipi sínu 23. nóvember 1940, og konu hans, Margrétar Guðnadóttur. Þau áttu einnig annan son, Eggert, fyrrverandi ráðherra og forstjóra. Þeir bræður voru sérlega samrýnd- ir. Skólaganga Guðbjörns var ekki löng. Eftir barnaskólanámið fór hann í Laugarvatnsskóla og var þar hausttíð en hætti þar námi um ára- mót og fór þá til sjós alfarið, en fyrst hafði hann verið í skipsrúmi 14 ára gamall en seinna fór hann í Stýrimannaskólann. Guðbjörn byijaði sína sjó- mennsku á vélbátum. Fór síðan á nýsköpunartogara sem báru af öll- um fiskiskipum sem byggð höfðu verið fram að þeim tíma. Þegar stóra síldarævintýrið hófst sneri hann sér að síldarskipum og tók við skipstjórn á skip sínu Þorsteini og var mjög afiasæll skipstjóri og mjög mikill heppnismaður á sjó enda kominn af sjósóknurum í ætt- ir fram. Guðbjörn mun hafa verið um 40 ár á sjó. Eftir að hann hætti sjómennsku réðst hann til Reykja- víkurhafnar 1. janúar 1983 sem vigtarmaður en starf það krefst mikillar nákvæmni og var þar rétt- ur maður á réttum stað. Guðbjörn var mjög ánægður í starfi sínu og höfnin ánægð með hann. Segja má að hann hafi verið í essinu sínu á vigtinni. Þar var hann ávallt í sam- bandi við bátaflotann og átti marga kunningja þar. Ekki hætti hann alveg sem skip- stjóri því hann leysti skipstjórann á loðnuskipinu Skarðsvík frá Hellis- sandi af f mörg ár og var alltaf jafn aflasæll. í einkalífi var Guðbjörn einnig mjög farsæll. Eiginkona hans er Svanhildur Snæbjörnsdóttir og eiga þau Qögur börn, þijár dætur og einn son. Fyrir hjónaband átti hann eina dóttur. Öll lifa þau eiginmann og föður. Þegar Guðbjörn var orðinn land- maður eins og sagt er þegar sjó- menn hætta á sjó, gerðist hann félagi í Oddfellow-reglunni og starf- aði þar meðan heilsan leyfði. Kvaddur er góður félagi og starfsmaður og sendum við sam- starfsmenn eiginkonu, börnum og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigurður Þorgrímsson Nú er Bói afi farinn til Guðs. Það er skrýtið að eiga ekki eftir að hitta hann afa aftur. Hann fór með okk- ur krakkana í leikhús, á skemmtan- ir og í skemmtileg ferðalög. Nú eru jólin að koma og þessi jól verða allt öðruvísi án Bóa afa. Við biðjum góðan Guð um að leiða afa okkar á nýjum vegum og gefa henni Svönu ömmu styrk. Svanhildur og Harpa Engum er ljóst hvaðan lagt var af stað né hver lestinni miklu ræður. Við sláumst í fðrina fyrir það, jafnt fúsir sem nauðugir, bræður. (Lestin mikla. Tómas Guðmundsson) Andlát frænda míns kom mér jafnt sem öðrum á óvart. Þrátt fyr- ir það að hann hafði kennt sér meins og átt við erfið veikindi að stríða síðastliðin fjögur ár, átti ég ekki von á þessari fregn. Eitt er víst, að hversu sem reynt er að undirbúa sig undir slíkt, kemur fréttin ætíð á óvart. Við slíkar að- stæður er eðlilegt að minningar og minningarbrot leiti á mann. Mín fyrsta minning um Bóa frænda, en þannig var hann af flest- um kallaður, er frá því að ég var þriggja eða fjögurra ára gamall. Bói var að koma úr siglingu með togara og kom á heimili foreldra minna. Af því tilefni gaf hann mér lítinn járnkassa fullan af sælgæti. Ekki þætti þetta merkilegt nú til dags, en í barnshuga var eins og mér hafði verið afhentur fjársjóður. Reyndar á ég þennan kassa enn þann dag í dag og hann vekur ætíð hjá mér ljúfar minningar. Næsta minningarbrot um frænda minn er frá því er hann var skip- stjóri á bátum Bæjarútgerðar Hafn- aríjarðar. Ófáar voru þá ferðirnar, sem ég fór með föður mínum úr Bústaðahverfinu, á kvöldin í Kópa- vog til ömmu minnar Margrétar og síðan var haldið suður í Hafnarfjörð til þess að taka á móti Bóa er hann lagði að. Ekki veit ég með vissu hvort þetta var siður ömmu minnar frá því í Keflavík, þegar afi réri þaðan. Hitt veit ég, af hve miklum áhuga og oft með kvíða, hún fylgd- ist með syni sínum þegar hann var á sjó. Áhugi hennar var svo mikill að þeir bræður gáfu henni útvarp með „bátabylgju" til þess að hún gæti betur fylgst með. Sú minning sem væntanlega á eftir að lifa hvað lengst í mínum huga, er frá þeim tíma er Bói réð mig sem háseta á sumarsíldveiðar, þá óharðnaðan ungling. Mér er ekki grunlaust um það, að ekki hafi sú ákvörðun hans að ráða mig verið öllum að skapi. Hinu get ég ekki leynt að ég mun standa ævilangt í þakkarskuld við hann fyrir það. Sú lífsreynsla sem ég varð aðnjótandi þau fjögur sumur sem ég var há- seti hjá Bóa mun endast mér allt mitt líf. Það verður aldrei á blað fest, svo vel sé gert, lýsing á því hversu slík reynsla mótar og styrk- ir ungling og hjálpar honum að komast til manns. Þarna kynntist ég Bóa frænda á allt annan hátt en ég átti áður að venjast. Það var að sjálfsögðu ekki fyrr en seinna sem mér hlotnaðist sá skilningur að átta mig á hversu góður stjórn- andi hann var og gæfumaður. Að sjálfsögðu var ekki tekið eftir slíku í hita leiksins: Sá skilningur kemur hægt og hægt. Gæfumaður var hann engu að síður. Mér vitanlega missti hann aldrei mann á sjó og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.