Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 67
1
þaðan af síður skip og fyrir slíkt
ber að sjálfsögðu að þakka.
Síðasta minningarbrotið er frá
því fyrir nokkrum vikum síðan. Þá
kom Bói frændi niður á skrifstofu
til mín með mynd af Þorsteini RE-
303 til þess að gefa mér, en áður
hafði hann gefið mér málverk af
öðru skipi sem bar sama nafn.
Ekki var hann margmáll frekar en
fyrri daginn_ um gjafir þessar eða
sjálfan sig. Ég er hinsvegar stoltur
af þessum gjöfum hans og þær
prýða skrifstofur mínar.
Þegar ég hugsa til baka og fer
yfir þessi og fleiri minningarbrot
velti ég því fyrir mér, af hverju
hann frændi minn reyndist mér svo
góður sem reyndin var, og kemst
að þeirri niðurstöðu að líklegast
hafi ég notið nafns míns.
Guðbjörn frændi fæddist í Kefla-
vík þ. 30. október 1927 og var því
rétt 64 ára er hann lést. Hann var
sonur hjónanna Þorsteins Eggerts-
sonar skipstjóra og konu hans
Margrétar Guðnadóttur. í Keflavík
ólst hann upp til fermingaraldurs,
er faðir hans fórst með skipi sínu,
en þá fluttist fjölskyidan til Reykja-
víkur. Ekki varð skólaganga hans
löng að skyldunámi loknu. Starf það
er varð hans ævistarf, sjómennsk-
an, dró huga hans. Stundaði hann
sjómennsku æ síðan, lengst af sem
skipstjóri, eða þar til hann fyrir fjór-
um árum kom í land. Hóf hann þá
störf hjá Reykjavíkurhöfn við vigt-
ina á Grandagarði.
Ég minntist þess hér að framan
að frændi minn hefði verið gæfu-
maður til sjós. Það sama átti við
hans einkalíf. Eftirlifandi eiginkonu
sinni, Svanhildi Snæbjömsdóttur,
kvæntist hann þ. 29. apríl 1952.
Það gæfuspor reyndist honum far-
sælt, því að með henni eignaðist
hann ekki einungis góða konu, held-
ur reyndist hún honum einnig hinn
bezti ráðgjafi í öllum hans störfum.
Börn þeirra eru fjögur, Margrét,
Snæbjörn, Signý og Steinunn.
Barnabörnin eru orðin níu.
Ég flyt Svanhildi og þeim öllum
samúðarkveðjur frá fjölskyldu
minni og bið algóðan Guð að styrkja
þau í mótlæti.
Ég bið þann er öllu ræður að
styðja og styrkja frænda minn á
þeim vegum sem hann nú er á.
Fari hann í friði.
Og hægt hún fer, en hún færist um set,
þessi fylgd yfir veginn auðan,
kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet.
Og ferðinni er heitið í dauðann.
(Lestin mikla. Tómas Guðmundsson)
Þorsteinn Eggertsson
Ástkær afi okkar, Guðbjörn Þor-
steinsson, andaðist á Landspítalan-
um á föstudagsmorguninn.
Við trúum því varla enn að afi
skuli vera dáinn. Hann var alltaf
svo góður. Stutt er síðan hann bauð
okkur og frændsystkinum okkar í
leikhús og við skemmtum okkur öll
svo vel. Okkur fannst líka alltaf
spennandi að sýna honum einkunn-
imar okkar, þá varð hann svo glað-
ur og laumaði seðli í lófann á okkur.
Við munum alltaf hugsa fallega
um elsku afa.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja,
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem)
Þorsteinn Mar og Sara Hrund.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
K.-fl HG!lMlK:3a .31 HUOAaUTMMn aKlAJHKUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
Kveðjuorð:
* *
Arni V. Arnason
Fæddur 19. januar 1942
Dáinn 16. október 1991
Hann afi, Árni Vigfús Árnason,
er dáinn, hann afi er kominn til
Guðs. Það er erfitt að útskýra dauð-
ann fyrir ungum drengjum. En lít-
ill afadrengur skildi strax og sagði
að nú væri afi orðinn lítill engill
hjá Guði og gæti alltaf passað okk-
ur.
Margar spurningar vakna. Af
hverju er Guð að taka afa? Hann
afa sem alltaf var svo blíður og
góður þó stutt væri í glettni og
stríðni. En hjá börnum eru engin
vandamál án lausna; ég fer bara
upp til Guðs og næ í hann afa fyr-
ir ömmu. _
Árni Freyr og Óskar áttu yndis-
lega viku hjá Árna afa og Möttu
ömmu á Faxabrautinni á meðan
mamma og pabbi voru í útlöndum.
Þá var margt brallað sem enginn
veit nema afi og tveir litlir afa-
drengir. Síðasta stundin þeirra með
afa var á þriðjudeginum þegar þeir
réttu afa sínum lítinn pakka sem
þakklæti fyrir pössunina.
Með þessum fáu orðum viljum
við þakka elsku afa fyrir yndislegar
stundir sem urðu alltof fáar og biðj-
um góðan Guð að gefa elsku ömmu
styrk á þessari erfiðu' kveðjustund.
Margur einn í aldurs blóma
undi sæll við glaðan hag.
Brátt þá fregnin heyrðist hljóma:
Heill í gær, en nár í dag. -
Ó, hve getur undraskjótt
yfir skyggt hin dimma nótt.
Fyrir dyrum dauðans voða
daglega þér ber að skoða.
(Sb. 1886 - B. Halld.)
Árni Freyr og Óskar.
%
Hefuröu
litið á
SPAR
VERÐIÐ | í
nýlega ?
& Jólatillboí &
Stórl<ostlegt úival af
svefnsófum og fallegum
ál<læðum!
15% staðgreiðsluafsláttur á svefnsófum og hornsófum.
Komdu og líttu á úrvalið!
2ja manna
kr. 38.250-
Opið alla virka daga frá kl. 9-19, laugardaga frá kl. 10-18 og sunnudaga frá kl. 13-16.
LYSTADÚN-SNÆLAND