Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 68

Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 68
68 MORpVííBLAÐIÐ FIMM'ÍUDAOUR ,lg. DESEMPSR 1991 Sigurður Jóns- son - Minning Fæddur 27. desember 1919 Dáinn 2. desember 1991 Nú er hann Sigurður Jónsson farinn yfir móðuna miklu. Kallið kom snöggt og kom öllum á óvart, eins og ævinlega þegar maðurinn með ljáinn lætur til sín taka. Sigurður Jónsson fæddist í Eyja- fírði 27. desember 1919 og var því tæplega sjötíu og tveggja ára þegar hann lést. Ég kynntist Sigurði fyrir rúmlega aldarfjórðungi. Þau kynni snerust fljótlega upp í vináttu sem hélst til loka. Það var skákin sem tengdi okkur fyrst saman. Skákin var sú íþrótt sem Sigurði þótti mest gaman að. Hann hafði yndi af íþróttinni og það skipti kannski ekki alltaf máli hver fór með sigur af hólmi. Skák byggist á innsæi og þekkingu iðkandans. Sigurður var einn af þeim mönnum sem treysti innsæinu betur en fræðabálkum. Þegar sá var gallinn á honum þá gat hann verið harður í hom að taka í skákinni og landsliðsmenn okkar fengu oft óvænta skelli í keppni við Sigurð. Sigurður var bílstjóri að atvinnu mestan hluta starfsævinnar, lengst af sem bflstjóri með eigin bíl á sendi- bflastöðinni Þresti. Sigurður var lipurmenni og duglegur við þau störf sem önnur. Hann fór með engum hávaða. Lempni og húmor voru hans stfll, þó svo að einstaka nöldrarar gætu farið í taugarnar á honum á stundum. Þegar heilsan tók að bresta hætti Sigurður sendibílaakstrinum. Mitt fyrirtæki varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa Sigurð í sinni þjónustu um skeið eða allt þar til heilsan leyfði það ekki lengur fyrir rúmu ári síðan. Sigurði varð tveggja barna auðið á lífsleiðinni. Á seinni árum naut hann samvista við bamabörnin. Sigurður var mjög bamgóður og sýndi unga fólkinu oft mikla þolin- mæði, þótt ærsl væru mikil. Sigurður gat verið hrókur alls fagnaðar á gleðistund og naut hann sín við að þylja upp ljóða- og vísna- bálka, hvort sem var í söngformi eðá töluðu máli. Sigurður hafði gaman að ljóðum svo og öðmm vönduðum bókmenntum. Hann fiík- aði ekki þekkingu sinni. Hann var maður hógværðarinnar. Við Sigurður deildum oft um póli- tík. Hann var sá róttæki. En alltaf vom málin kmfín vel og skilið í góðu. Ejölskyldan í Austurgerði 9 hefur misst tryggan og góðan vin. Sam- vistarstundir við Sigurð verða hafð- ar í minningunni. Guð blessi minningu Sigurðar Jónssonar. Gunnar Birgisson og fjölskylda. í dag kveðjum við okkar ágæta vin, Sigurð Jónsson, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 2. des. sl. Sigurður var fæddur 27. des. 1919 í Eyjafirði, einn af 15 börnum hjónanna Jóns Kristjánssonar, kennara og Rannveigar Sveinsdótt- ur. Sigurður ól æskuár í Eyjafírði en móðir hans lést er hann var á unga aldri en hann var næst yngstur barnanna. Fjórar systur Sigurðar er enn á lífi. Hann kvæntist Önnu Káradóttur og eignuðust þau einn son. Þau slitu samvistir eftir tveggja ára sambúð. Sigurður vann ýmis störf til sjáv- ar og sveita lengst af sem bílstjóri. Leið hans lá hingað suður um 1955. Starfaði hann m.a. hjá Meitlinum í Þorlákshöfn á fyrstu árum þéttbýlis þar. Eftir að Sigurður fluttist til Reykjavíkur ók hann lengst af eigin sendibifreið hjá sendibílastöðinni Þrótti. Sigurður bast sterkum vináttu- böndum við fjölskyldurnar á Hrauni, en vinátta okkar varð ekki náin fyrr en við fórum að takast á við skák- borðið. Sigurður var góður skák- maður og hafði mikið yndi af þeirri hugans íþrótt. Hann „stúderaði" skákina, eins og við skákmenn oft köllum það. Var hann því jafnan vel að sér í byijunarfræðunum og ekki heiglum hent að eiga við hann, sérstaklega þegar hann var í góðu formi. Oft fórum við saman hér austur um sveitir á skákmót félag- amir. Minnisstæðastar eru þó stundirnar hér heima þegar við Sig- urður, bræður mínir og mágur hitt- umst um heigar og settum upp skákmót með tilheyrandi tilþrifum. Margar mínar bestu minningar eru bundnar við þessar stundir. Sigurð- ur var traustur, áreiðanlegur og sérstaklega skemmtilegur félagi. Hann hafði skemmtilega kímnigáfu og sá hann oft spaugilegar hliðar á tilverunni og gerði stundum grín að sjálfum sér. Best þótti mér honum takast upp þegar hann sat með okkur hjónum í sunnudagskaffinu og sagði frá atvikum úr vinnunni eða sögur af samferðamönnum. Margir brandar- ar og sögur sem þá fuku eru enn ljóslifandi í huganum. Við hjónin vottum aðstandendum samúð okkar og þökkum Sigurði samfylgdina og ánægjustundirnar. Hrafnkell Karlsson Ég vil minnast nokkrum orðum vinar míns, Sigurðar-Jónssonar, eða Sigga Jóns eins og hann var oftast kallaður. Siggi Jóns var að norðan, en kom suður í vinnumennsku upp úr 1950. Fljótlega eftir að hann kom suður kom hann á heimilið að Hrauni II í Ölfusi, þar sem hann var fyrst sem vinnumaður. Svo föst- um böndum tengdist hann heimilinu að upp frá því dvaldist hann þar flestar helgar fram undir það síð- asta. Þar sem stutt er á milli bæja á Hrauni kynntumst við á Hrauni I Sigga og hann varð fljótt vinur okk- ar systkinanna og foreldra okkar. Tilviljun réði því að Siggi Jóns hóf vinnumennsku á Hrauni. Hafði hann komið austur í Ölfus ásamt tveimur öðrum mönnum að hitta Steinþór heitinn frá Bakka, sem þá var bústjóri á Breiðabólsstað. Stein- þór vildi nota mannskapinn og sendi PálmiH. Ágústsson kennari - Kveðjuorð Fæddur 12. desember 1911 Dáinn 8. október 1991 I dag, 12. desember, hefði Pálmi Helgi Ágústsson orðið áttræður væri hann enn ofar moldu, en hann andaðist 8. október sl. og skorti því liðlega tvo mánuði til þess að ná áttræðisaldrinum. Hann fæddist í Narfakoti í Njarð- víkum 12. desember 1911. Voru foreldrar hans Friðrik Ágúst Pálma- son, bóndi í Hvammi í Laxárdal, Austur-Húnavatnssýslu (f. 27. des- ember 1880, d. 31. janúar 1942) og Sigríður Jónsdóttir, bónda í Rúts- staða-Suðurkoti í Flóa (f. 9. apríl 1886, d. 5. maí 1969). Var hún systir hins kunna listmálara Ás- gríms Jónssonar. Pálmi settist í Menntaskólann í Reykjavík, 1. bekk, haustið 1925, tæplega 14 ára að aldri, en kröpp WIKA Allar stæröir og gerölr StauteMigiMir lk <S@ M. Vesturgötu 16 - Símar 14680-132» kjör og hin harða lífsbarátta stöðv- uðu hann á þeim vegi. Það er ekki fyrr en löngu seinna að hann innrit- ast í Kennaraskóla íslands og lýkur þar kennaraprófi vorið 1937. Þegar undirritaður settist í Kennaraskól- ann haustið 1935, var Pálmi að helja sitt síðasta námsár þar. I skólalífínu var hann þekktur sem nemandinn með hina björtu og tæru tenórrödd. Á þeim misserum í skólanum var hann aðaltenór- söngvari skólakórsins og vakti hin fagra söngrödd hans verulega og verðskuldaða athygli allra, sem á hana hlýddu. Skólafélagar hans ýmsir spáðu honum frama á söng- brautinni, en efnin voru lítil sem engin til meiriháttar söngnáms. Lengi söng hann með Þröstum í Hafnarfirði og var um skeið ein- söngvari þessa kunna karlakórs. „Týndi tenórinn“, sagði Jón Ás- geirsson tónskáld og söngkennari eitt sinn um hann í áheym undirrit- aðs, en þeir, Jón og Pálmi, voru um Nytsamleg jolagjof Nýfamin glæsileg satín sængurverasett 10% staðgreiðsluafslúttur af öllum vörum verslunarinnar Fídó - Smáfólk Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 7. skeið samkennarar í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Jón stjómaði þar morgunsöng, sem Pálmi tók þátt í af innilegri innlifun. Jóni fannst það harmsefni, að Pálmi skyldi ekki hafa átt þess kost að leggja út á námsbrautina í söng til þess að þjálfa og þroska hina sérstæðu te- nórsöngrödd sína. Þegar þetta var haft á orði við Pálma, brosti hann hógværlega, en lét annars engin orð um þetta falla. Pálmi H. Ágústsson var mikill reglumaður og snyrtimenni og hátt- vís í allri framkomu. Stundvísi og trúmennska voru honum í blóð bor- in. Áhugi hans beindist mjög að því ★ Pitney Bowes Frfmerkjavélar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Simar 624631 / 624699 að fegra og bæta umhverfið. Það var því ekki að undra að hann gerð- ist góður liðsmaður „Skógræktarfé- lags Hafnarfjarðar" og starfaði að skógrækt á vegum þess um alllangt skeið. Á þessu sviði kom snyrti- mennska hans og natni berlega í ljós og nákvæmni í störfum og vænt- umþykja hans til alls gróðurs. Hon- um var sýnt um og lagið að hlúa vel að nýgræðingnum sem hann var að sýsla við í skógræktinni þar sem hann vann á sumrum um árabil ásamt Guðmundi heitnum Þórarins- syni og fleirum við að rækta nýjan skóg. Þeir Pálmi og Guðmundur voru samkennarar við Lækjarskóla og báðir áhugasamir ræktunar- menn, enda kennarar að menntun og starfí. Fljótt að loknu kennaranámi hóf Pálmi að kenna. Veturinn 1938-’39 var hann kennari á Barðaströnd, í Leiðvallaskólahverfí 1939-’40 og Viðey 1940-’41. Þar var þá enn all- gróskumikið mannlíf við lýði. Að Lækjarskóla í Hafnarfírði kemur hann ekki fyrr en haustið 1956 og kennir þar óslitið til 1975 að hann lætur af kennslustörfum, en í milli- tíðinni hafði hann stundað skrifstof- ustörf í Hafnarfirði á árunum 1941- 1956. Hann kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Helgu Þórarinsdóttur, ættaðri úr Austur-Húnavatnssýslu, 10. ágúst 1940, afbragðs konu, sem reyndist manni sínum traustur og góður lífsförunautur. Þau eignuðust 5 mannvænleg börn sem reynzt hafa hinir nýtustu borgarar, hvert á sínu sviði. Börnin eru þessi: Ár- dís, f. 9. maí 1940, kaupkona í Osló. Steinunn, f. 13. nóvember 1941, kennari í Hafnarfirði. Friðrik Ágúst, f. 13. nóvember 1941, raf- eindavirki, Garði. (Steinunn og Frið- rik eru tvíburar.) Þórarinn, f. 7. maí 1944, bókari, Djúpavogi, og Guðlaug Jórunn, f. 8. júlí 1954, kennari í Hafnarfírði. I hartnær tvo áratugi átti undir- ritaður gott og náið samstarf við Pálma heitinn Ágústsson í Lækjar- skóla. Að samfylgd lokinni er þakk- læti efst í huga. Guðsblessun fylgi góðum dreng og samkennara og dýpstu samúðarkveðjur til Helgu, eftirlifandi eiginkonu hans, ástvina og annarra ættmenna og vina. Þorgeir Ibsen þá að Hrauni II, þar sem hann vissi að Ólafur bóndi lá í flensu og koma þurfti út miklum fjóshaug. Þegar til átti að taka var haugurinn svo gaddaður að venjuleg tól unnu ekki á. Ekki þótti fært að missa af vinnu- mönnunum, svo að það varð úr að haugurinn var sprengdur í loft upp með dínamíti og síðan keyrður út. Þannig hófst vinnumennska Sigga Jóns á Hrauni. Siggi Jóns var atvinnubílstjóri mest af sinni vinnuævi, lengst af sendibílstjóri. Þetta kom okkur krökkunum á Hrauni vel og ýmsum fleirum sem tengdust sveitinni, því alltaf var hægt að reiða sig á að komast austur með Sigga um hveija helgi, en upp úr hádegi á laugardög- um hirti hann okkur upp víða um Reykjavík á leiðinni austur. Síðan skilaði hann öllum til Reykjavíkur snemma á mánudagsmorgni. Það var létt yfír þessum ferðum enda Siggi Jóns gamansamur þó ábyrgur væri. Siggi Jóns var liðtækur skákmað- ur og tefldi um árabil á fyrsta borði hjá Sendibílastöðinni Þresti. Hann tefldi einnig mikið á skákmótum á Suðurlandi og með Breiðfírðinga- félaginu í Reykjavík. Þær eru einnig óteljandi skákirnar sem við bræð- urnir á Hrauni og fleiri tefldum við Sigga. Það er ótrúlegt hvað hann nennti að tefla við okkur sem vorum miklu yngri en hann og því full- léttúðugir fyrir hans smekk. Oft „grísuðum“ við á Sigga Jóns í þess- um skákum. Hann var ekki eins forhertur og við þannig að það virt- ist taka meira á taugarnar hjá hon- um að tefla. Þetta margsannaðist þegar við rannsökuðum skákir að þeim tefldum, því að þá kom best í ljós að Siggi kunni meira en við hinir. Á tímabili stríddi Siggi Jóns við Bakkus. Kenndur var hann skemmtilegur, lék á alls oddi. Á eftir leið honum illa, svo að þjáning- arnar voru stundum linaðar með afréttara. Hann fór með fyrstu ís- lendingunum á Freeport í Banda- ríkjunum og eftir það fór hann að hafa betur í baráttunni. Þó „féll“ hann nokkrum sinnum eftir veruna á Freeport en stóð afar vel og var að sjá að hann hefði haft Bakkus endanlega undir í glímunni. Þegar ég hugsa um Sigga Jóns nú að honum látnum, kemur fram mynd af manni sem var vandur að virðingu sinni og ávallt stilltur í allri framgöngu. Manni fannst eins og hann gæti ekki gert flugu mein. Það var til þess tekið hve prúður hann var og ekki fylgdi honum hávaðinn. Hann gekk mikið um gólf þar sem hann koip, og var þar eins og kött- ur færi, svo léttstígur var hann. Þrátt fyrir alvörugefíð fas var Siggi Jóns manna orðheppnastur. Hann sá ævinlega kómískar hliðar mála. Gamansemin var þannig stór þáttur í skapgerð hans. Hann var hnyttinn í tilsvörum, kom með frumlegar at- hugasemdir og umfram allt gat hann gert grín að sjálfum sér. Eitt sinn sagði hann mér að bíllinn hans hefði bilað fyrir austan og hann hefði fengið vörubílstjóra til að taka sig í tog til Reykjavíkur. Það var ausandi rigning og Siggi var svo óheppinn að lenda á versta glannan- um sem ók sandi milli Hrauns og Reykjavíkur. Sigurður sagði að vö- rubílstjórinn hefði ekið að venju eins og vitfírringur og sjálfur hefði hann bókstaflega ekki séð veginn. í ör- væntingu sinni reyndi hann hvað eftir annað að snögghemla til þess að slíta bílinn lausan. En allt kom fyrir ekki, tógið hélt. Siggi sagðist aldrei á ævinni hafa orðið eins hræddur en skellihló um leið og hann lauk sögunni. Siggi Jóns var um margt fróður og unni kveðskap. Margar vísurnar fór hann með fyrir mig og jafnvel heilu ljóðin, nokkuð sem ég met mikils. Sérstaklega man ég eftir því hve hrifínn Siggi var af ljóðum Steins Steinarrs. Mörg þeirra kunni hann og fór með þau þegar vel lá á honum. Á sínum yngri árum kvæntist Sigurður Önnu Káradóttur, en þau slitu samvistir eftir nokkur ár. Ég votta börnum hans báðum og öðrum aðstandendum samúð mína, því að mikill öðlingur er fallinn frá og er hans sárt saknað. Þorlákur Karlsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.