Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 70
MORQ.lINRLAÐip FIMMTUPAG,UR 12. .DESEMBÉR .1991
70
Krístján P. Guðmunds-
son, Akureyrí - Minning
Kristján P. Guðmundsson, út-
gerðarmaður á Akureyri, er til
moldar borinn í dag. Síðast þegar
ég sá hann á heimili þeirra hjóna,
var þrekið horfið. Hann hafði að
vísu fótavist og bar sig vel, en hvor-
ugum okkar duldist, að þetta gæti
orðið hinsti fundur okkar. Svo hafði
raunar verið síðustu mánuðina.
Hann hafði verið kjarkmenni og
karlmenni og lífsviljinn sterkur.
Þess naut hann lengur en auðskilið
var.
Kristján fæddist á Akureyri 8.
mars 1912. Hann var af miklum
- kjamaættum við austanverðan Eyj-
afjörð, sonur hjónanna Sigurlínu
Valgerðar Kristjánsdóttur frá Mó-
gili og Guðmundar Péturssonar frá
Dálksstöðum á Svalbarðsströnd.
Þau hjón voru annáluð fyrir rausn
og myndarskap. Guðmundur hafði
gengið í gegnum strangan lífsins
skóla, misst foreldra sína í bemsku
og alist upp hjá vandalausum, hafði
barist til mennta og orðið Möðru-
vellingur, sem hann var stoltur af,
en sýktist síðan af berklum þegar
hann var að koma undir sig fótun-
um, og var sendur til Kaupmanna-
hafnar nánast til þess að deyja. En
hann átti afturkvæmt og var um
áratuga skeið einhver umsvifamesti
athafnamaður við Eyjafjörð,
„ ... farsæll og forsjáll. Stóð af sér
kreppuna miklu hvað þá annað,“
eins og Gísli Jónsson hefur komist
að orði. Ég kynntist þeim hjónum
í hárri elli. Sigurlína bar sterka
persónu, hlý og hvers manns hug-
ljúfí.
í menntaskóla varð Kristján fyrir
því áfalli að vera skorinn upp við
sprungnum botnlanga og liggja
rúmfastur í 8 mánuði. Þá urðu
straumhvörf í lífi hans. í stað þess
að snúa aftur í gamla skólann kaus
hann að hleypa heimdraganum og
leggja stund á verslunarfræði, fyrst
í Englandi, svo í Danmörku og loks
lá leiðin til Þýskalands, þar sem
hann kynntist konuefni sínu, Ursúlu
Beate Piernay. Þau héldu til íslands
ög giftust 1938. Þau eignuðust 3
börn: Renötu, sem nú er látin, hún
var mikil hetja; Hertu, sem vinnur
að ferðaþjónustu, og Guðmund lög-
mann. Barnabörnin eru 9 og barna-
barnabörnin 4.
Kristján hóf störf hjá síldarverk-
smiðjunni á Dagverðareyri og síðan
í Utvegsbankanum, eftir að hann
kom heim, meðan hann var að
þreifa fyrir sér um eigin rekstur. Í
ársbyijun 1940 hélt hann til Noregs
til skipakaupa en áður en frá þeim
varð gengið var landið hernumið.
Kristjáni tókst að flýja með öðrum
á fiskibát. Þeir hröktust til Græn-
lands og til íslands komst hann loks
undir áramótin. Þessi glæfraför var
honum minnisstæð, en hinar löngu
fjarvistir og óvissan reyndu án vafa
enn meir á Úrsúlu og sá ófriður,
sem var milli þjóðanna.
Kristján hóf útgerð árið 1942.
Honum svipaði til föður síns um
reksturinn, var þrautseigur og þol-
góður, einstaklega nákvæmur og
gætti þess að hafa skip sín vel bú-
in. Þessir eiginleikar fleyttu honum
yfir síldarleysisárin á 6. áratugnum,
sem mörgum reyndust ofviða, og
var hann vel efnum búinn þegar
hann seldi Stjörnuna til Keflavíkur
árið 1964.
Kristján rak um skeið all um-
fangsmikla innflutningsverslun út-
gerðarvara og var umboðsmaður
Sjóvá frá 1941 i 43 ár. Hann naut
sín í þessum störfum, var vel að sér
í verslunarfræðum og einstakur
tungumálamaður; hafði góða reiðu
á öllum hlutum.
Kristján var mikill þrekmaður og
hafði yndi af útivist og ferðalögum,
var mikill laxveiðimaður og gekk
til ijúpna eða fór á gæsaveiðar.
Hann lenti auðvitað í hrakningum
í erfiðum vetrarferðum, en var jafn-
an vel búinn og vissi hvernig við
skyldi bregðast. Þessir kostir nýtt-
ust honum vel þegar hann gekk á
Vatnajökul 1950 í björgunarleið-
angrjnum eftir Geysisslysið.
Kristján var mikill Akureyringur
og Norðlendingur. Hann festi
tryggð við átthaga sína og hafði
yndi af glímu sinni við Laxá, sem
hann þekkti flestum betur og kunni
vel frá að segja. Hann sótti austur
þangað þrek og lífsfyllingu og er
ekki mikið ofsagt, þótt sagt sé, að
hann hafi neytt ýtrustu krafta síð-
ustu skiptin sem hann stóð á bökk-
um árinnar og kastaði flugunni út
í strenginn. Hann var í stjórn
Stangveiðifélagsins Strauma á
þriðja tug ára, lengst af gjaldkeri,
og lagði mikla rækt við félagið.
Kristján hafði ríkan áhuga á
þjóðmálum, einkum þeim þáttum
sem sneru að sjávarútvegi og at-
vinnumálum. Hann skildi glöggt
mikilvægi fijálsra viðskiptahátta og
þess, að einstaklingamir gætu notið
sín í atvinnulífinu. Hann átti lengi
sæti í stjórn Sjálfstæðisfélags Akur-
eyrar og var formaður þess um
skeið. Hann átti sæti í stjóm Út-
gerðarfélags Akureyringa, ýmist
sem aðalmaður eða varamaður yfir
20 ár sem fulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins og naut þar trausts. Hann var
um áratugi félagi í Rótarýklúbbi
Akureyrar, forseti hans um skeið
og hafði notið viðurkenningar fyrir
vel unnin störf. Hann var í Odd-
fellow-stúkunni Freyju.
Eftir stúdentspróf gekk ég að
eiga Renötu, dóttur þeirra Úrsúlu
og Kristjáns. Og þótt við slitum
samvistir hefur vináttan haldist æ
síðan og farið vaxandi með árunum.
Heimilið á Brekkugötu 27a var
rausnarlegt og bar vitni snyrti-
mennsku og reglusemi þeirra hjóna.
Hins vegar voru húsakynni erfið
og þau tóku þann kost að byggja
í raðhúsi aldraðra við Víðilund og
fluttust þangað fyrir réttum tveim-
ur árum. Kristján hafði verið hjart-
veikur og hrakað mjög, svo að ekki
mátti tæpara standáh
Það var Kristjáni gæfuspor að
eiga Úrsúlu fyrir lífsförunaut. Hún
er mikil húsmóðir og mikil kona,
hlý og glöð, og stórlát, þegar því
er að skipta. Hún bar sig vel í veik-
indum Kristjáns, sem þó reyndu
mikið á hana, og létti honum síð-
ustu sporin eins og hægt var.
Nú er minn gamli vinur Kristján
genginn. Þessir dagar höfðu verið
sorgardagar. Og þótt andlát Krist-
jáns 6. desember sl. hafí ekki kom-
ið að óvörum og verið líkn með
þraut, er söknuðurinn sár. Okkur
t Móðir okkar og tengdamóðir,
ÁRNA ANDERSEN,
Hraunbæ 148,
andaðist i Borgarspítalanum 10. desember. Börnin.
t
Móðir mín og amma,
EDITH CLAUSEN,
lést á Hrafnistu 10. desember. Jarðarförin verður auglýst sfðar.
Elísabeth Clausen,
Þór Clausen,
Herluf B. Gruber.
t
Bróðir okkar og mágur,
JÓN HÁLFDÁN KRISTJÁNSSON,
andaðist 10. nóvember í Landspítalanum.
Sveinborg Kristjánsdóttir,
Einar Kristjánsson,
Rafn Kristjánsson, Guðrfður E. Gísladóttir.
t
Hjartkær eiginmaður minn,
JÓN BERGSTEINSSON
múrarameistari,
Vesturgötu 52,
andaðist mánudaginn 9. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Svannbjörg Halldórsdóttir.
t
Elskuleg dóttir okkar og systir,
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR HAFBERG,
lést 2. desember síðastliðin.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samuð.
Fyrir hönd vandamanna,
Ólafur Hafberg, Ásdis Valgarðsdóttir
og systkini.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
BJÖRG JÓNSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn
12. desember, kl. 15.00.
Sigurbjörg E. Eiríksdóttir, Pjetur M. Helgason,
Hulda Pjetursdóttir, Björg Pjetursdóttir,
Bryndís Pjetursdóttir.
t
Jarðarför
MARTEINS JÓHANNSSONAR,
Bakkakoti,
fer fram frá Langholtskirkju í Meðallandi laugardaginn 14. desem-
ber kl. 14.00.
Sætaferð frá Umferðarmiðstöðinni i Reykjavík kl. 7.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Guðrún Jóhannsdóttir.
t
Astkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGURBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR,
Drápuhlíð 43,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. desember
kl. 10.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Blindrafélagið.
Haraldur Teitsson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tpngdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN P. GUÐMUNDSSON,
Víðilundi 23,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn
12. desember kl. 13.30.
Blóm eru afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
Krabbameinsfélag Islands.
Úrsula B. Guðmundsson
Herta Kristjánsdóttir,
Guðmundur Kristjánsson, Katrín Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
hefur verið hugsað til Úrsúlu og
fjölskyldu hennar og beðið þeim
Guðs blessunar. Megi Kristján í friði
hvíla.
Halldór Blöndal
Nú er minn gamli vinur Kristján
P. Guðmundsson_ látinn eftir langt
og erfitt stríð. Ég fór til hans á
spítalann á Akureyri í síðasta mán-
uði er ég var þar á ferð. Þá sagði
hann við mig að nú væri hann tilbú-
inn að mæta örlögum sínum hinum
megin við skilin og bætti við að
vonandi væri þeirra ekki langt að
bíða.
Við Kristján Pétur kynntumst í
gegnum Rotary. Það var í desem-
ber 1958 að mágur minn, Þórarinn
heitinn Björnsson skólameistari
MA, bauð mér á Rotary-fund. Ég
var þá tiltölulega nýkominn heim
frá námi í Þýskalandi, nýlega giftur
og lífið blasti við fallegt og spenn-
andi.
A þessum fundi ákvað ég að taka
boði klúbbsins og gerast félagi í
Rotary. Ef til vill átti það þátt í
þeirri ákvörðun minni að fundarefni
þessa fundar var ferðasaga sem var
meira en lítið sérstök. Það var Krist-
ján P. Guðmundsson sem var að
segja frá flótta sínum frá Þýska-
landi í síðari heimsstyijöldinni 1940
og sú ferð var algjört ævintýri.
Þarna hófust kynni okkar Kristjáns
sem urðu að gagnkvæmri vináttu
ekki aðeins okkar heldur einnig eig-
inkvenna okkar. Við Kristján áttum
mikið samstarf í Rotary. Þegar
hann var forseti klúbbsins var ég
ritari og þá hittumst við oft, fyrir
utan okkar reglulegu fundi, til þess
að ræða klúbbmál og að sjálfsögðu
margt fleira. Þessir fundir urðu til
þess að við hittumst öðru hvoru
ásamt fleiri Rotary-félögum heima
hjá hver öðrum og áttum ánægju-
legar stundir saman. Ekki spillti
það fyrir að konur þessa hóps stofn-
uðu föndurklúbb og hittust oft á
hverjum vetri og urðu miklar vin-
konur og eru enn.
Þegar ég varð forseti Rotary-
klúbbsins á Akureyri og síðar um-
dæmisstjóri Rotary á íslandi studdi
Kristján dyggilega við bakið á mér
' sem kom sér oft vel.
Kristján P. Guðmundsson var
sterkur persónuleiki. Hann var
ákveðinn er réttlátur. Hagsýnn en
örlátur. Hann hjálpaði og aðstoðaði
marga sem áttu um sárt að binda.
En kurteisin var hans einkenni. Það
var sama hver átti í hlut, ríkur eða
fátækur, ungur eða gamall, alltaf
kom Kristján fram af einstakri
prúðmennsku.
Kristján var dugnaðarforkur sem
gekk heill til hvers þess starfs sem
hann tók að sér og voru þau mörg.
Nákvæmni í starfi var mikil. Ekk-
ert lét hann frá sér fara sem var
ekki örugglega rétt frágengið.
Eins og gefur að skilja var mikið
leitað til Kristjáns um þátttöku í
allskonar félagsstarfi. Hann var
formaður í mörgum félögum og í
stjórn enn fleiri. Þó má segja að
hans aðal áhugamál hafi snúist
mikið um veiðar. Útgerð og útgerð-
arvörur voru lengst af hans aðal
starf ásamt tryggingum. Og alls
konar veiðar voru líka hans aðal
tómstundagaman. Þar bar hæst
laxveiði. Hann var í áratugi í stjórn
laxveiðifélags Laxár í Þingeyjar-
sýslu og veiddi þar í marga daga á
hveiju sumri. í því sambandi minn-
ist ég þess að í eina skiptið sem
Kristjáni sárnaði við mig, svo ég
viti, var í sambandi við Laxá. Hann
bauð mér fyrir hönd veiðifélagsins
að koma og vera einn sólarhring
við Laxá, veiða og hafa það gott.
Ég gleymdi þessu sennilega vegna
þess að ég er enginn veiðimáður
og það gat Kristján ekki skilið. Að
gleyma veiðiferð var útilokað. En
Kristján hafði líka áhuga á öðrum
veiðum. Hann stundaði gæsa- og
ijúpnaveiðar þegar færi gafst og á
síðari árum fór hann gjarnan á sjó-
inn á trillu, sem hann átti, og veiddi
þorsk eða annað sem þar var að fá.
Ekki get ég skilið við þessar lín-
ur án þess að minnast á elsku Úrs-
úlu sem var svo dugleg í einu og
öllu. Hún var drifkrafturinn í að
halda hópnum saman og við áttum
margar glaðar stundir á heimili