Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 71
þeirra hjóna. Bæði voru einstaklega gestrisin og veislur þeirra rómaðar. Kristján og Úrsúla voru glæsileg hjón og settu svip á Akureyri. Heim- ili þeirra í Brekkugötu var menning- arlegt og fallegt en hafði líka sér- stakan „sjarma" sem erfitt er að lýsa. Á heimili þeirra að Víðilundi, en þangað fluttu þau fyrir fáum árum, var sama andrúmslpftið, ef svo má að orði komast. Ég dáist að því, hvað Úrsúla, sem var fædd og uppalin í Þýskalandi, var fljót að laga sig að íslenskum aðstæðum. Hún talar lýtalausa íslensku og það sem undraði mig oft er hvað hún þekkir vel til á Islandi og er fróð um ættir fólks. Nú er Kristján allur og við sökn- um hans. Það var alltaf reisn yfir honum. Jafnvel lokabaráttuna háði hann með reisn. Um ieið og við hjónin kveðjum góðan vin sendum við Úrsúlu, börn- um og barnabörnum samúðarkveðj- ur. Hjörtur Eiríksson Föstudaginn 6. desember sl. lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri Kristján P. Guðmundsson fv. útgerðarmaður og umboðsmaður Sjóvátryggingafélags íslands hér á Akureyri eftir langvarandi veikindi. Hann fæddist á Akureyri 8. mars 1913 og var því 78 ára þegar hann lést. Foreldrar hans voru heiðurs- hjónin Guðmundur Pétursson fv. útgerðamaður hér á Akureyri og kona hans, Sigurlína Kristjánsdótt- ir, bæði ættuð af Svalbarðsströnd. Kristján stundaði nám við Mennt- askólann á Akureyri en síðan lá leið hans til Englands, Danmerkur og Þýskalands þar sem Kristján dvaldi í tæp 5 ár við nám í verslun- arfræðum. Fyrstu árin eftir heirn- komuna starfaði Kristján hjá Út- vegsbankanum á Akureyri. Síðan tókst Kristján á við útgerð eins og faðir hans hafði gert. Kynntist Kristján bæði góðum aflaárum og eins og aðrir útgerðarmenn mátti hann taka á á erfiðleikatímum á sínum útgerðarferli. I 45 ár var Kristján umboðsmað- ur Sjóvátryggingafélags íslands hf. á Akureyri og dafnaði umboðið mjög vel undir hans stjórn. Margir ungir menn störfuðu á skrifstofunni hjá Kristjáni, og get ég fullyrt að það hefur verið þeim öllum góður skrifstofuskóli. Kristján var í mörg ár formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar, í stjórn Útgerðarfélags Akureyringa um margra ára skeið, í stjórn Stangveiðifélagsins Strauma í 25 ár, lengst af sem gjaldkeri félags- ins, en Kristján lagði mikla rækt við hag og uppgang þess. Kristján var alla tíð mikill sport- maður, hanri var góður laxveiði- maður og ágæt skytta. Útivist, fjall- aferðir og göngutúrar í sátt við landið sitt og sérstaklega hinar norðlensku byggðir þess, mat Krist- ján meir og betur en flestir. Kristján var alla tíð reglusamur og nákvæmur í hvívetna. Hann þótti öruggur liðsmaður í hvaða vígstöðu sem barist var. Hann var ljúfur og orðvar, heyrði ég Kristján aldrei í þau 25 ár sem ég starfaði hjá honum hallmæla nokkrum manni. Kristján var mikill gleðimað- ur á góðri stundu. hann lifði lífinu glaður með glöðum en hryggur með hryggum. Kristján kvæntist árið 1938 Úrs- úlu Beate Piernay sjóliðsforingja- dóttur, dugmikilli sómakonu, sem hann kynntist í Þýskalandi á námsárum sínum þar. Úrsúla hefur alla tíð staðið þétt að baki manni sínum og reynst honum dyggur förunautur. Þau eignuðust 3 börn, Renötu, sem er látin, Hertu, skrif- stofukonu í Reykjavík, og Guð- mund, lögmann í Hafnarfirði. Að leiðarlokum vil ég þakka góð- um vin gott samstarf og margvís- legar ráðleggingar gegnum árin. Ég bið góðan Guð að blessa minn- ingu hans. Við hjónin sendum Úrsúlu, Hertu og Guðmundi svo og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þórarinn B. Jónsson ^kGUNBLAÐIÐ FIMkfUDköu'ÉHi Í]éHéÍÍbERíÍ<99/1 Kveðjuorð: Ketill Þórisson, Baldursheimi Laugardaginn 30. nóvember sl. var Ketill vinur minn lagður til hinstu hvíldar á ættarjörð sinni, sem hann unni svo mjög. Ég liugsa til ykkar í Baldursheimi héðan frá Svíþjóð og finnst erfitt að skilja, að Pétur og Ketill skuli ekki vara ofanjarðar. Ég átti því láni að fagna að dvelja mörg sumur, hjá þessum góðu bræðrum. Kynni mín og Ket- ils hófust á dálítið sérstakan hátt. Smalahundurinn hans, hann Kátur, tók upp á því að bíta mig, dag einn, fyrsta surharið mitt í Baldursheimi. Það var brunað með pottorminn til Húsavíkur í hvelli og hann saumað- ur saman þar. Katli leiddist þetta slys mikið og var mér alltaf vænn eftir þetta. Hann gat verið hrjúfur á yfirborð- inu, en hafði hjarta úr gulli, sem sýndi sig þegar eitthvað kom upp á. Einhvern veginn hafði ég lag á karlinum og skildi fljótt að hann hafði gaman að segja frá, eins og mörgum Þingeyingum þykir. Ég átti ófáar stundirnar með Katli þeg- ar hann sagði mér frá hinu og þessu, þuldi upp goðafræðina og Islendingasögurnar og ýmis ljóð og lausavísur. Þannig kenndi Ketill mér að meta íslenska menningu, ekki síst þessa sérkennilegu bænda- menningu sem er núna að deyja út. Þetta var ekki ónýtt og bý ég að þessu alla ævi. Ketill kenndi mér líka ýmislegt um náttúruna, fuglana og jurtirnar- ar sem lifa á íslenskum heiðalönd- um. Oft fékk ég klárana hans lán- aða eftir vinnudag og naut þess að ríða út í sumarnóttinni. Þetta lagði grunninn að þeim áhuga sem ég hef ætíð síðan haft á íslenska hest- inum og kostum hans. Ketill var ræktunarmaður eins og þeir gerast bestir á íslandi, átti bæði góðar kýr og kindur. F’élags- búið í Baldursheimi hefur enda ver- ið með betri kúabúum á landinu um margra ára skeið. Ketil hitti ég seinast í sumar á fjórðungsmóti sunnlenskra hesta- manna á Gaddastaðaflötum, var hann þá hinn hressasti og spurði af mínum högum. Ekki óraði mig fyrir því að þetta væri í síðasta sinn sem ég sæi þennan vin minn. Ég mun alltaf minnast Ketils sem vinar og félaga, hann reyndist mér alltaf vel. Ég mun sakna hans. Davíð Ingason t Minningarathöfn um ástkæran föður okkar, KRISTJÁN ÁRNASON, sem lést í Perth, Ástralíu, 8. desember, verður haldin í Fossvogs- kapellu föstudaginn 13. desember kl. 15.00. Kristbjörg Kristjánsdóttir, Hjördís Kristjánsdóttir, Árni Haukdal Kristjánsson, Ólafur Unnar Kristjánsson, Theódóra Kristjánsdóttir, Elín Lóa Kristjánsdóttir, Rut Skúladóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ BJÖRNSDÓTTIR, Borgarnesi, verður jarðsungin laugardaginn 14. desember frá Borgarneskirkju kl. 14.00. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 12.00. Halldór Magnússon, dætur hinnar látnu, tengdasynir og barnabörn. t Systir okkar, GÍSLÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Skólabraut 27, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 13. desember kl. 11.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast henn- ar, er vinsamlega bent á að láta Kristniboðssambandið njóta þess (91-678899). Fyrir hönd vandamanna, Guðmundína Kristjánsdóttir, Petrúnella Kristjánsdóttir, Sigurður Kristjánsson. t Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástvinar míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HANNESAR R. JÓNSSONAR, Frostafold 20. Ólafía S. Helgadóttir, Anna Helga Hannesdóttir, Ásdís Eva Hannesdóttir, Jónas Kristinsson, Ingimundur H. Hannesson, Þórlaug B. Stefánsdóttir, Jón Hafsteinn Hannesson, Birna Björnsdóttir, Eva Björk Hannesdóttir, Ólöf Röfn, Rakel Linda, Jónas Óli og Hera Björk. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall HRAFNHILDAR EINARSDÓTTUR húsfreyju, Hallkelsstaðarhlíð, Hnappadal. Einar Hallsson, Sigríður H. Hallsdóttir, Anna J. Hallsdóttir, Sigfríður E. Hallsdóttir, Ragnar Hallsson, Margrét E. Hallsdóttir, Guðrún Hallsdóttir, Sveinbjörn Hallsson, Elfsabet Hallsdóttir, Svandis Hallsdóttir, Halldís Hallsdóttir, Guðleif H. Vigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. PállTorfason, Rögnvaldur Guðbrandsson, Sverrir Úlfsson, Jóel H. Jónasson, Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, STEINGRÍMUR MAGNÚSSON fyrrverandi fiskkaupmaður, sem andaðist í Skjóli 4. desember verður jarðsettur frá Fríkirkj- unni í Reykjavík föstudaginn 13. desember kl. 15.00. Sigríður Vilberg Einarsdóttir, Agústa Steingrímsdóttir, Magnús Steingrímsson, Kristinn Einar Steingrimsson, Guðlaug Steingrímsdóttir, Ingiríður Steingrímsdóttir, Steingrimur Steingrímsson, Kristjana Steingrímsdóttir, Auður Steingrímsdóttir, Örn Helgi Steingrimsson, Magnús Sigurjónsson, Sigríður Meyvantsdóttir, Joyce Steingrímsson, Gunnar Þórsson, Hrund Káradóttir, Gústaf Þ. Tryggvason, Alice Nilsen, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall FRIÐRIKS MAGNÚSSONAR hæstaréttarlögmanns frá Akureyri. Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem önnuðust hann í erfiðum veikindum. Fanney Guðmundsdóttir, Magnús Árnason og fjölskylda, Gunnar Árnason og fjölskylda. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför MARTEINS STEFÁNSSONAR, Rauðarárstíg 26. Birna Jónsdóttir, Jóna L. Marteinsdóttir, Steinar Marteinsson, Salgerður S. Marteinsdóttir, Sigurður Böðvarsson, Jónína S. Marteinsdóttir, Hörður Ragnarsson, Sigríður Marteinsdóttir, Knútur Knútsson. + Þökkum innilega'auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, LÁRUSAR G. JÓNSSONAR skókaupmanns. Sérstakar þakkir færum við öllu starfs- fólki umönnunar- og hjúkrunarheimilis- ins Skjóls fyrir frábæra hjúkrun og hlýju. Anna K. Sveinbjörnsdóttir, Hrefna Lárusdóttir Kvaran, Ragnar Kvaran, Anna Margrét Lárusdóttir, Jónas Hallgrímsson, Jón Lárusson, Sigríður Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.