Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 73

Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 73
WHi .3* '4:jmmxu'imiM* liiufbj.awtuwnkw MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 73 \ NATTURUVERND Teknir af lífi fyrir pöndudráp Yfirvöld í Kína sýndu fyrir nokkru í verki að þeim er full alvara að ætla með öllum ráðum að varðveita frá útrýmingu einkennis- dýri Kína, pandabirninum. Tveir ungir menn voru handteknir og það sannaðist á þá pöndudráp. Þeir voru dregnir fyrir dómsstóla og fundnir sekir um athæfið. Dómurinn þætti áreiðanlega þungur miðað við ef við- líka brot væru framin á Vesturlönd- um, félagarnir He Guang-hai og Liang Yongzeng voru nefnilega dæmdir til dauða. Dóminum var full- nægt þar sem þeir brutu af sér, á pöndufriðlandi í Seshuan. Brotið frömdu þeir á síðasta ári og skömmu síðar var þriðji Kínveijinn handtek- inn af sömu sökum, en vegna er- fiðra heimilsaðstæðna hans var hann einungs dæmdur til lífstíðarfangels- is. Veiðiþjófar fá óheyrilegar upp- hæðir fyrir pönduhami sem einka- safnarar leggja mikið upp úr. Það gengur brösulega að vernda pönduna. Þær týna tölunni jafnt og þétt og veiðiþjófar eru ekki það versta. Bambusreyr sem dýrin tre- ysta á sér til viðurværis hefur hríð- fallið og það sem af er árinu hafa starfsmenn pöndufriðlandsins í Ses- huan hlúð að 118 fullorðnum pönd- um sem voru aðframkomnar af hungri og sjúkdómum sem hijáðu þær. 82 þeirra náðu sér á ný, að minnsta kosti um sinn. Fyrir nokkr- um árum voru pöndur um alla Kína, en nú aðeins í Seshuan og aðeins milli 800 og 1.000 dýr og svo er eitthvað til viðbótar í dýragörðum. Ætla mætti að taflið væri tapað, en Kínveijar eru bjartsýnir. Þeir segja að vísindamenn þeirra hafi sett sam- an sérstaka ávaxtablöndu sem pönduungar séu sólgnir í er tími móðurmjólkur er þrotinn, en þá er dýrunum hvað hættast. Vonast sé til þess að blandan auki viðkomu dýranna og áunnist hafi dýrmætur tími til að sigrast á vandanum sem fellst í bambusreyrleysi. Þótt Vesturlandabúum þyki dauðadómur heldur strangur fyrir brot af þessu tagi þykir þó náttúru- verndarstefna Kínveija að mörgu leyti til mikillar fyrirmyndar. Þannig er í Kína ljónsjaldgæf trönutegund sem er meðsérkennilegan rauðan háls. Hún er í útrýmingarhættu og Kínveijar hafa gert sér lítið fyrir og stofnað fjölmörg friðlönd þar sem Fákskonur - Fákskonur Jólaglögg Föstudaginn I 3. desember hittumst við í íélags- heimilinu í spjall, jólaglögg og piparkökur. Lítum upp úr jólabakstrinum og mætum í félagsheimilió. Húsió opnaó kl. 20.30. Kvennadeild. Pandabjörn. STEINAR WAAG LJJ SKÓVERSLUN TELPNASKÓI ~—yjfwmmmma&kkt —....nMtam i Veráir laganna leiða He Guang-hai til aftöku. trönurnar halda sig bæði á sumrum og vetrum. Þar standa vörð eftirlits- menn sem eru gráir fyrir járnum og munda hriðskotabyssurnar ef ein- hver er staðinn að því að koma of nærri fuglunum. Póstsendum samdægurs. 5% stabgreibsluafsláttur. Toppskórinn, Kringlunni, Domus medica, Veltusundi, sími 21212. s. 689212. Egilsg.3, s. 18519. Kristján, Eyþór og Ellen. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir PLOTUUTGAFA Gæfumaður Kristján Kristjánsson hefur leikið tónlist víða um heim, en hann hefur verið búsettur í Svíþjóð und- anfarin ár. Hann er þó sestur að hér á landi á ný og hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu, „Lucky One“, eða Gæfumaður. Til að vekja at- hygli á þeirri útgáfu hélt Kristján, sem jafnan er kallaður KK, útgáfu- tónleika í Hótel Borg. Þar var fullt útúr dyrum og var Kristjáni og félög- um hans vel tekið. Með honum söng Ellen systir hans og mágur hans, Eyþór Gunnarsson, lék á hljómborð af stakri snilld, en Eyþór vann ein- mitt breiðskífuna með Kristjáni. 11126 COSPER Það hefur einhver bjáninn sett öll húsgögn nágrannans inn til okkar. GAGNLEGAR 0G ÞROSKANDI J0LAGJAFIR:, LANDSINS MESTA URVAL AF SERHÆFÐUM BOKUM Við sérhæfum okkur t.d. í: ☆ Bókum um andleg málefni Bókum um dulræn málefni ☆ Bókum um sálfræðileg málefni * Bókum um sjálfshjálp og persónulegan þroska Bókum um meðvirkni (codependence) & Bókum um heilsusamlegt mataræði * Bókum um heilun * Bókum um nudd, streitu o.fl. Gífurlegur fjöldi annarra bóka sem ekki falla beint í neinn af ofantöldum flokkum. Bækur á ensku og íslensku. ÞÆGILEG AFSLOPPUÐ NYALDARTONLIST á snældum, sem nota má við hugleiðslu, heilun, nudd eða einfaldlega til að láta sér líða vel með. YFIR ÍOOTITLAR: ☆ M.a. allar snældur Mike Rowland ☆ Allar snældur David Sun ☆ Allar snældur R. Carlos Nakai ☆ Snældur Pushkar, Steve Halperen, Kitaro o.fl. NYKOMIN: „LEIÐIN TILINNRI FRIÐAR“ íslensk snælda með slökunaræfingum og leiddum hugleiðsluæfingum. Persónuleg þjónusta og ráðgjöf. NYTT GREIÐSLUKORTATIMABIL HÓFST 11. DESEMBER beuR^ip asss 66 627700
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.