Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 74

Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Forðastu að gagnrýna einhvem í fjölskyldunni og láttu smá- munina ekki fara í taugamar á þér. I kvöld skaltu njóta næðis og slappa af. Naut '(20. aprfl - 20. maí) Vandaðu orðaval þitt ef þú vilt komast hjá því að tala illilega af þér. Þú kannt að fá óvæntan gest í heimsókn núna. Þú gerir reyfarakaup þegar þú ferð út að versla í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú kannt að lenda í orðaskaki við vin þinn í dag. Farðu þér að engu óðslega í viðskiptum í dag, heldur hugsaðu málin út í hörgul. Þú færð gleðilegar fréttir í kvöld. Krabbi ■{21. júní - 22. júlí) >-$8 Viðskiptaviðræður sem þú tek- ur þátt í fara út um þúfur vegna lítilræðis sem á milli ber. Vertu fús að gera tilslak- anir. Fjármálaþróunin er þér óvenjuhagstæð í dag, en þú ættir helst ekki að hafa hátt um það. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Kvíðatilfinning sækir á þig í dag. En þú hefur varla hugsað ^<þá hugsun til enda að allt sé þér mótdrægt þegar hjólin fara að snúast eftir þínu höfði. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þetta er einn af þeim dögum þegar öðrum finnst þú nöldr- ari. Þér gengur vel með verk- efni sem dregist hefur á lang- inn. I kvöld borgar sig fyrir þig að segja sem fæst. Vog (23. sept. - 22. október) Þú gerir breytingar á áætlun- um þínum núna, en allt fer að óskum þrátt fyrir það. Gerðu sem minnst úr ágreiningi ykkar hjónanna. Vinir þínir gleðja þig svo að um munar í kvöld. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú undirbýrð ákveðið verkefni í smáatriðum og það reynist bæði tímafrekt og þreytandi á köflum. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) 150 Það er ekki nóg að yfirborðið líti vel út. Taktu þér nægan tíma til að vinna verkið til fulln- ustu. Forðastu að lenda í deil- um við samverkamann þinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Viðskiptatækifæri getur fært þér dijúgan flárhagsávinning. Þú lendir í deilu út af smávægi- legu vandamáli heima fyrir. Það er þó engin ástæða til að stökkva upp á nef sér. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Skoðanaágreiningur kemur upp milli ykkar hjónanna. Það gleymist þó fljótlega og þið farið saman út að skemmta ykkur í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !Sk Það reynist þér erfitt að hafa hugann við starfið í dag. Gríptu ekki til þess ráðs að láta reiði þína bitna á ástvinum þínum. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindategra staðreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJOSKA rcTDniM AMn 1 V i rbKUINANU ''VSimio i -y-’T— m M&jssauy nr-^= SMAFOLK WALLOWEEN 15 OVER, ANP THE "6REAT PUMPKIN" DIPN'T 5H0U) UP A6AIN, PIP HE ?• Hrekkjavaka er liðin, og „Graskerið mikla“ lét ekki sjá sig aftur, gerði hann það? Nei, gerði hún það? Hefur ekki einu sinni flögrað að þér, er það? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Breskir bridshöfundar hafa alltaf haft vissa tilhneigingu til að líta á brids sem einstaklings- íþrótt. Þetta kemur hvað skýrast fram í bókum Mollos og Kels- eys, þar sem þrautirnar snúast oft mest um það að leysa vanda- málið við borðsendann á móti — makker. Albert Dormer tilheyrir sömu hefð, eins og þetta spil hans úr The Times sýnir ágæt- lega: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ KDG72 ♦ D1083 ♦ 105 ♦ D8 Vestur Austur ♦ 103 ♦ 9865 ♦ K6 llllll ♦ G94 ♦ 87632 ♦ DG9 ♦ ÁK75 ♦ 932 Suður ♦ Á4 ♦ Á752 ♦ ÁK4 ♦ G1064 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Vestur kemur út með laufás og Dormer biður lesandann að setja sig í spor austurs. Smáveg- is umhugsun leiðir í ijós að makker getur ekki átt mikið til hliðar við ÁK í laufi — örugg- lega ekki tígulkóng og slag til hliðar. Því þjónar varla tilgangi fyrir vörnina að spila tígli í öðr- um slag. Besti möguleikinn til að felia samninginn er sá að vestur sé með ás eða kóng í hjarta. Þá má kannski byggja upp fjórða slaginn á hjartagosa. En til þess þarf makker að spila laufinu þrisvar og svo í fjórða sinn þegar hann kemst inn á tromp. En gerir hann það? „Ekki nema maður bregði fyrir sig hvítri lygi og sýni tvíspil,“ segir Dormer. Snjallt, eða hvað? Kannski, ef maður gerir ráð fyrir að makker sé hvort tveggja vilja- og heilalaus. En svo er ekki, sem betur fer. Minn makker myndi a.m.k. velta fyrir sér hvort suður hefði virkilega opnað á grandi með 5-4 í laufi og hjarta? Og kannski líta á „tvíspilið“ mitt í laufí sem fjórlit. Og þá er alger- lega tilgangslaust að spila laufi þrisvar. Hins vegar er vanda- laust fyrir sæmiiega hugsandi vestur að finna bestu vörnina ef hann fær réttar upplýsingar, þ.e.a.s. að austur sé með þrílit. Vestur veit vel’ að austur getur ekki átt mikinn styrk, en Gxx í trompi getur hann hæglega átt. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á meistaramóti á Kúbu í haust kom þessi staða upp í viðureign stórmeistaranna Amador Rodr- iguez (2.500) og Walter Arcnc- ibia (2.560), sem hafði svart og átti leik. Svarta staðan virðist vonlaus, en ef lesendur rámar í hina glæsilegu vöm í hróksenda- taflinu á laugardaginn var, sjá þeir e.t.v. eitthvað í stöðunni sem gefur möguleika á jafntefli. kóngurinn í pattstöðu og öll peð hans njörvuð niður. Þá er bara að losa sig við mennina: 49. — Bxg4+I, 50. Kxg4 — Dg2+, 51. Kf5 - Dh3+, 52. Kg6 - Dh5+! Jafntefli, því eftir 53. Kxh5 er svartur patt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.