Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 77

Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 77
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 '77 Á vit hins ókunna Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Bíóhöllin/Gullmolinn Leikstjóri Bernardo Bertolucci. Handrit Bertolucci og Mark Peploe. Kvikmyndataka Vittorio Storaro. Aðalleikendur Debra Winger, John Malkovich, Campbell Scott, Jill Bennett, Timothy Small. Bandarísk. Warner Bros 1991. Seinna stríði er lokið er hjónin Malkovich og Winger koma til Alsír. Þau eru bæði listamenn og ekki fjár vant. Með þeim í för er heimilisvinur þeirra, Campbell. Á þessum tíma var Afríka fjariægari og enn meira fram- andi vesturlandabúum en í dag. Fólk varð að skijja eftir heima flestöll þeirra tíma þægindi og ferðast um á aflóga samgöngutækjum í kæfandi hita og flugnamori, og úlföldum ef ekki vildi betur. Hótel- og matarmenning á afar frumstæðu stigi. Þrátt fyrir ómælda erfiðleika halda þau hjónin þó æ lengra inní heimsálf- una, verða viðskila við Campbell, sem reyndar hefur komist á milli þeirra. í auðnum Sahara veikist Malkovich af taugaveiki sem dregur hann til bana. Winger leitar hjálpar bedúína á norður- leið til að komast aftur til menningar- innar og ástareynslu hennar í álfunni myrku er ekki lokið. Bertolucci er með forvitnilega og vandaða mynd sem endranær, þó fjarri sínu besta (II Conformista, Síðasti keisarinn, Síðasti tangó í París). Fram undir hlé verður maður vitni að ánægjulegri og oft listilega vel gerðri mynd. Manngerðirnar eru forvitnileg- ar, fijálslynt, leitandi og forríkt lista- fólk sem minnir um margt á persónur Hemingway. Þetta er fólk, sem þrátt fyrir auð og frægð kýs að leita á fram- andi slóðir til móts við hið óþekkta. Fá sandbragðið í munninn í stað þess að skoða heiminn í gegnum bílrúðuna. Miðpunktur myndarinnar er Winger. Ferðin virðist farin m.a. í þeim til- gangi að hressa uppá hjónaband þeirra Malkovich þó það liggi í loftinu frá upphafi að báðar persónurnar séu haldnar sjálfseyðingarhvöt, hún að auki haldin ófullnægjandi kynhvöt og ýjað er að samkynhneigð Malkovich. Myndin missir flugið því lengra sem ferðin sækist í suður og lokakaflinn er langur og slítandi og ekki í sama anda og það sem á undan er gengið. Áhorfandinn strandar með söguhetj- unni í aðstæðum sem eru jllskiljanleg- ar og óspart teygt á lopanum. Blikur & lofti er ein stanslaus veisla fyrir augað og það er einmitt langdreg- inn seinni hlutinn sem er glæsilegast- ur. Kvikmyndataka snillingsins Vitt- orio Storaro (sem m.a. fékk Óskars- verðlaunin fyrir Síðasta keisarann) fangar arabíska töfraveröld þar sem úlfaldalestir sniglast um tröllslega, gullbrúna eyðimörk sandalda sólbak- aðrar Sahara. Og ekki eru síðri nætur- tökurnar undir sigðum mána og stjörnubliki. Þetta eru ógleymanlegar stundir sem einar saman umbuna áhorfandanum langrar setur. Og hann dregur upp fyrir okkur órafjarlæga menningu og lifnaðarhætti, land og þjóð af slíkri snilld að hún yfirgnæfir flest annað. Þó persónurnar séu nokkuð lausar í loftinu eru þær engu síður vel leikn- ar. Winger fer með erfitt aðalhlutverk- ið og skilar því á sinn vitræna og tján- ingarfulla hátt og nákvæm og listileg túlkun er einnig aðalsmerki Malkovich. Campbell Seott er efnilegur leikari en hefði mátt leggja heldur meiri karl- mennskubrag í tjáninguna, hann er þá ekki sonur hans pabba síns (George C. Scott) ef hann lumar ekki á meiri kempuskap og þrátt fyrir góð tilþrif hér, Dying Young og í Longtime Companions, er ekki enn ljóst hvort hann kemst með tærnar þar sem karl hefur hælana á leiklistarsviðinu. Og Small er skemmtilega undirfurðulegur sem viðundur, hæpin hjálparhella móð- ur sinnar sem er einnig skilmerkilega leikin af Jill Bennett. Bertolucci er manna vandvirkastur og fyrir augað er myndin nánast óað- finnanleg og með gagnorðara og skýr- ara handriti og örlátari styttingu hefði Blikur á lofti komist í hóp hans bestu verka. Engu að síður ljóðræn og fögur og ómissandi öllum kvikmyndaunnend- um sem mega ekki missa af henni á tjaldinu. á Melóníu Prosperó Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Ferðin til Melóníu („Reisen til Melonia"). Sænsk teiknimynd sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri og klipp- ari: Per Ahlin. Handrit: Ahlin og Karl Rasmusson. Raddir: Allan Edwall, Robin Carlsson, Olli Sarri, Tomas von Brömssen ofl. Sænska kvikmyndastofnunin. 1989. Sænska teiknimyndin Ferðin til Melóníu, sem er ein af jólamyndum Háskólabíós, byggir að nokkru leyti á síðasta leikriti Vilhjálms Shake- speares, Ofviðrinu, með viðkomu m.a. í Charles Dickens. Og í kaupbæti er sterkur áróður fyrir umhverfísvernd, boðskapur sem allir ættu að skilja. Myndin, sem er prýðilega teiknuð og gerð af Per Ahlin og félögum, er fyrir yngri kynslóðina og þótt litlu krakkarnir skilji ekki meiningarnar að baki lýsingum á Prosperó, Mí- röndu, Aríel og Kalíban skiptir það ekki máli því þau geta eflaust skemmt sér dægilega yfír ævintýrinu, kúnstugum persónum og spennandi atburðarás. Vondu kallarnir eru Sori og Slori á eyjunni Plútóníu, sem þeir hafa breytt í eiturspúandi stáliðnaðarbæli innan í þykku mengunarskýi. Þeir hyggja á landvinninga á hinni fallegu og umhverfisvænu Melóníu þar sem galdrakarlinn Prosperó býr ásamt dóttur sinni Míröndu, sem kann líka sitthvað fyrir sér í göldrum, fuglinum Aríel og þjóninum Kalíban, sem er gerður úr grænmeti og lítur út eins og gangandi kálgarður. En Prosperó býr til storm einn ógurlegan til að granda skipi iðnaðarkónganna og loks berst leikurinn aftur til Plútóníu þar sem helsta verkefnið er að frelsa börn úr aumri vist í þrælkunarvinnu á eyjunni. Myndin er áferðarfalleg með skemmtilegum söguþræði og per- sónugerð, ekki síst hvað varðar auka- persónur eins og skipstjórann úrilla, Jólatréfót, og skáldið Vilhjálm sjálf- an, sem aðeins talar í bundnu máli. Við höfum nú séð með stuttu milli- bili tvær teiknimyndir frá Norður- löndunum, þessa sænsku og Fugla- stríðið í Lumbruskógi, sem er dönsk og með íslensku tali. Verður ekki annað sagt en teiknimyndagerð standi ágætlega hér norðurfrá ef marka má þessar tvær. Mozart geisladiskur fylgir Vikunni í DAG, fimmtudag, fylgir geisladiskur með úrvali af verkum Mozart með tímaritinu Vikunni. Tilefni þessa er að Iið- inu eru 200 ár frá andláti Moz- arts. Á disknum er gripið niður í 12 af þekktustu verkum Moz- arts en diskurinn er alls um 70 mínútur að lengd. í fréttatilkynningu frá SAM- útgáfunni sem gefur út Vikuna segir m.a. að þetta sé í fyrsta sinn sem geisladiskur fylgi með tíma- riti af þessu tagi. Diskurinn fylgir með jafnt til áskrifenda sem og þeirra er kaupa blaðið í lausasölu en upplag Vikunnar er tæplega 16.000 eintök. Á geisladisknum er um að ræða stafræna upptöku á flutingi heimsþekktra hljómsveita og hljóðfæraleikara. Meðal verka má nefna stef úr Elvira Madigan, Eine kleine Nachtmusik og for- leikir að Töfraflautunni og Brúð- kaupi Fígarós. & HLJÓMSVEIT Jón Ólafsson, bassi, Jónas Björnsson, trommur, Tryggvi Hiíbner, gítar, Þórir Ulfarsson, hljómb. AÐGANGUR KR. 500,- með nemendaafslætti kr. 300,- ATH.: ÞETTA VERÐA EINU ÚTGAFU- TÓNLEIKAR RÚNARS ÞÓRS A REYKJAVÍKURSVÆÐINU FYRIR JÓL'. Jólaglögg & piparkökur smáréttir & fjölbreytt tónlist! il©INiiO©IIINIINlSooo FRUIUISÝNIR VERÐLAUNAMYNDiNA: Ó, CARMELA CARMEN MAURA Borgarastyrjöldin á Spáni geysar árið 1938 þegar Carmela og Paolino ásamt heyrnarlausum aðstoðar- manni skemmta stríðshrjáðu fólkinu. Þau eru hand- tekin af ítölum og umsvifalaust skellt í fangelsi fyr- ir pólitískar skoðanir sínar. Hrífandi mynd byggð á samnefndum söngleik í leik- stjórn hins eina sanna Carlos Saura. Aðalleikkonan, Carmen Maura fékk Felix-verðlaun- in árið 1990 fyrir túlkun sína á Carmelu. Leikstjóri: Carlos Saura. Aðalhlutverk: Carmen Maura, Andres Pajeres og Cabino Diego. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. í LtiilSNlWlÍ! Sýnd kl. 5 og 7. Miðaverð kr. 500. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. UNGIR HARÐJAXLAR KRAFTAVERK ÓSKAST sýnd ki. 5,7,9 og 11. VEGURVONAR Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð börnum innan 12 ára. HOMOFABERsýnd kl. 5,7,9og11. Ung dama á Hard Rock á afmælisdeginum sínum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.