Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 78

Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 Geturðu ekki tekið rusla- pokann með, fyrst þú ert á annað borð á leiðinni niður? Er þetta ekki einum of dýrt veitingahús, Óli? Óli ...? HÖGNI HREKKVISI „ BiOSTOFAN ER. FULL ... þAR ME& TALlMH pAfagaukur í peputré. I" Sala Búnaðarbankans Tíðrætt hefur verið að undanfömu um söluna á Búnaðarbanka íslands. Sú sala á að vera nokkurs konar undanfari að frekari sölu fyrirtækja í eigu ríkisins. Því er það mjög áríð- andi að salan á bankanum heppnist helst einstaklega vel. En hvernig á ríkið að selja bank- ann? Fyrst þarf að spyija þeirrar spurningar um hvert sé markmiðið með sölu bankans? Er það að afla ríkinu fjár? Eða er það til að fylgja eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu ríkisfyrirtækja? Ef við gefum okkur að hvort- tveggja sé markmið ríkisstjórnarinn- ar með sölunni, þá þarf að athuga hverjar séu þær leiðir sem hægt er að fara til að ná þessum markmiðum. Nokkrar koma til greina. Þær sem oftast hafa verið í umræðunni eru; að bankanum verði breytt í hlutafé- lag, fyrst um sinn að fullu í eigu ríkisins en svo seldur í smáskömmt- um; að bankinn verði sameinaður öðrum bankastofnunum, hafa Spari- sjóðirnir verið þá nefndir í því sam- hengi. Þriðja leiðin sem ekki hefur verið mikið í umræðunni er að bankanum verði breytt í hlutafélag og 49% hlut- afjár verði selt erlendum banka, og þá sérstaklega helstu viðskiptabönk- um Búnaðarbankans í Evrópu. Kostir slíks yrðu að við það myndi ekki þurfa að verða of mikil röskun á hlutabréfamarkaðnum hérlendis, því það að koma með heilan banka á íslenskan hlutabréfamarkað, með hlutabréf upp á kannski 5-8 milljarða kr., og þar sem ekki mætti kaupa nema fyrir ákveðna hámarks upphæð pr. einstakling/fyrirtæki getur varla haft góð áhrif á sölu annarra bréfa, hvað þá á Ijármagnsmarkaðinn í heild sinni. Kannski mikilvægasti kosturinn yrði sá að ríkið myndi losa um fé á skjótan og öruggan hátt, hátt sem allir þeir aðilar sem um ræðir gætu sætt sig við. Spurningin sem ráðamenn þessa máls standa frammi fyrir er einfald- lega sú, að getur íslenskur fjár- magnsmarkaður sem varla er búinn að slíta barnsskónum, ráðið við að meðtaka slíkan bita sem Búnaðar- bankinn er? Eru einfaldlega til 5-8 milljarðar kr. á fjármagnsmarkaðin- um sem einstaklingar/fyrirtæki eru reiðubúnir að láta í Búnaðarbankann þegar hámarkseignaraðild verður kannski ákveðin sem örfá prósent? Ef maður gefur sér að menn myndu vilja festa fé sitt í bankanum, því hann er jú-sennilega best rekni bank- inn á íslandi í dag (eða sá heppnasti vegna þess að hann er heppinn að þurfa ekki að burðast með mörg sjáv- arútvegsfyrirtæki á bakinu, þarf því Þessir hringdu . . . Aðvörunarorð ekki þýdd Anna hringdi og sagði að á Stöð 2 sl. laugardag hefði verið sýnd mynd um flugmenn sem voru að slökkva elda en léku sér einnig að því að anda að sér hel- íumgasi og tala á eftir. Hún sagði að þegar myndin hefði verið búin hefðu birst aðvörunarorð á ensku þess efnis að stórhættulegt væri að anda að sér helíum og gæti það valdið andlegum skaða. Anna sagði að þessi aðvörun hefði ekki verið þýdd þrátt fyrir að myndin hefði öll verið textuð á íslensku. Skrum að segja engin núll Kona hringdi og vildi benda á að Happó auglýsti að hjá þeim væri ekkert núll. Hún sagði að þetta gæti tæpast verið rétt því þá ætti að vera vinningur á hvert númer en staðreyndin væri sú að 85% miða gæfu engan vinning og því væri skrum að segja að engin núll væru hjá Happó. 6 gefins kettlingar Sex litlir kettlingar fást gefins. Einn er svartur og hvítur en hinir eru gráir og hvítir. Upplýsingar í síma 650187. Eyrnalokkur Stór rauðbleikur, þríhyrndur eyrnalokkur týndist á leiðinni Naustkjallari - Hverfisgata sl. föstudagskvöld. Finnandi vinsam- lega hafi samband við Önnu í bréfberadeild pósthússins R-l, og síminn þar er 637017. Telpuarmband Níu ára telpa tapaði armband- inu sínu laugardaginn 7. des. ein- hvers staðar niður í bæ: á Lauga- veginum, í Kolaportinu eða jafn- vel í strætó. Armbandið er gyllt með rauðum steinum. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 670867. Röskir menn Utanbæjarmaður hringdi og sagðist eiga kjallaraíbúð í borg- inni og hefði hann orðið fyrir því að niðurfall stíflaðist við tröppur og vatn flæddi um allt. Hann sagðist þá hafa hringt í hreinsun- ardeild borgarinnar og ofan af Höfða hefðu birst vaskir menn með tæki og tól og kippt öllu í liðinn fljótt og vel. Hann vildi því koma þökkum á.framfæri til þess- ara manna sem unnu verk sitt svo vel. Verð jólabókanna Davíð hringdi og vildi koma því á framfæri að þegar birtar væru umsagnir eða gagnrýni um bækur væri verð þeirra tekið fram. Hann sagði að það væri til mikils hag- ræðis fyrir lesendur og þetta væri til dæmis almennt tíðkað í erlend- um dagblöðum. Bílastæðavandamál við Framnesveg íbúi við Framnesveg sagði mik- inn skort vera á bílastæðum við götuna og oft kæmi það fyrir að hann þyrfti að leggja bílnum tveim götum frá heimili sínu. Það væri því mjög slæmt að sumir íbúar við götuna leyfðu sér að leggja kerrum sínum þannig að þær stæðu út á miðja götuna. Þær stæðu svo þarna óhreyfðar svo mánuðum skipti þrátt fyrir að eig- endurnir ættu að vita hversu er- fitt væri að fá bílastæði við göt- una. Víkverji skrifar Mitt í öllu jólabókaflóðinu rekur á fjörur Víkveija tvö tímarit, Andvara 1991 og Nýja sögu - tíma- rit Sögufélags 1991. í Andvara vekur æviágripið sér- staka athygli. Það fjallar að þessu sinni um Björn Sigurðsson, Iækni á Keldum og vísindamann. Höfundur þess er Halldór Þormar. Víkveiji hefur gluggað í margar af þeim endurminningabókum, sem koma út fyrir þessi jól, en verður að viður- kenna að engin hefur vakið honum jafnmikla forvitni á persónunni, sem hún fjallar um, og æviágripið í Andvara um Björn heitinn Sig- Urðsson. í Andvaragreininni kemur fram, að Björn var framúrskarandi maður og hógvær eftir því. Hann hefði líka fengið Nóbelsverðlaunin fyrir vís- indastörf sín hefði honum enzt ald- ur til. Engan líklegan verðlaunahafa hefur Víkveiji fundið í æviminning- um samtímans. Hitt fer þó ekki á milli á mála, að margur telur sig ekki geta beðið eitt andartak eftir útnefningu verka sinna, heldur út- nefna menn sjálfa sig strax til sög- unnar. Þannig vill enginn nú á tím- um missa af óverðskuldaðri frægð samtímans. Það eru bara þeir hógværu, sem eru að vinna. xxx Meðal efnis Nýrrar sögu er við- tal við Margréti Hallgríms- dóttur borgarminjavörð. Margrét er meðal annars spurð um viðhorfið til söfnunar samtíma- muna, og svarar fyrst spurningu um það, hvort það viðhorf, að allt gamalt sé merkilegt, geti leitt til þess að vanrækt sé að safna yngri munum. Margrét segir, að svo hafi verið til þessa. En gefum Margréti orðið: „Nú er mikið talað um samtíma- söfnun hjá safnamönnum. Það þarf að vera dálítil stúdía á bak við það til að það verði markvisst. Það þarf að átta sig vel á samtímanum og þeim tímabilum sem maður er að fá'st við.“ Og Margrét er spurð hvort hún haldi að einhveijir dæmigerðir sam- tímamunir.séu týndir. „Jú, í mörgum tilvikum," svarar hún. „Það eru kannski helst venju- legir hlutir eins og t.d. mjólkurfern- ur, hlutir sem voru á hveiju borði og hveiju heimili. Það er ekki þar með sagt að þeir séu til á söfnum í dag. Það er svo margt sem hefur farið forgörðum, sérstaklega eftir seinna stríð, hlutir sem voru kannski við lýði í stuttan tíma, en hurfu síðan. Þetta var svo venjulegt og hversdagslegt að engum datt í hug að geyma eintök af því.“ xxx Engum datt heldur í hug að skrifa æviminningar mjólkur- fernunnar. Og ekki flögraði slíkt að henni sjálfri. Vísast líka, að eng- inn útgefandi hefði þorað að gefa út slíka bók. Hvað þá nokkur Ies- andi fundist. Víkveiji sér íyrir sér erfiðleika minjavarðar framtíðarinnar, þegar hann reynir að ráða í okkar tíma af ýmsum þeim frásögnum sam- ferðarmanna, sem nú Iiggja fyrir á bókum. Það kann nefnilega að koma í ljós, að við höfum ekki átt- að okkur nógu vel á samtímanum og því sé lítil „stúdía“ á bak við efnisvalið. Þá verða engin Nóbelsverðlaun í sjónmáli og allar okkar mjólkur- fernur týndar og tröllum gefnar. En hver á þá að færa æviminningar Víkveija í letur?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.