Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 79

Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 79 ekki að „reka heilu sjávarþorpin út á landsbyggðinni" eins og hinn ríkis- bankinn þarf að gera), þá gæti slíkt valdið því að menn vildu losa sig við önnur hlutabréf sem þeir kynnu að eiga, til að halda réttri samsetningu sparnaðar. Gæti því salan á Búnaðar- bankanum valdið lækkun á hluta- bréfum í öðrum hlutafélögum. 'Slíkt gæti komið af stað enn frekari sölu hjá viðkomandi félögum. Menn mega í þessu sambandi ekki gleyma þeirri staðreynd að engu skipti hver þróun á kaup- og sölugengi hefur verið, það er framtíðarsölu- og kaupgengi sem menn spá í, þ.e. það skiptir engu máli hver afkoma Búnaðarbankans hefur verið, það er hvernig hún muni verða sem skiptir öliu. Má íslenskur hlutabréfamarkaður við slíkri „tilraun" sem einkavæðing- in yrði? Þetta er svartsýnispóllinn sem tekinn er. Það má vel vera að almenningur og fyrirtækin í landinu lumi á svona 5-8 milljörðum kr. sem báðir bíði eftir að geta fest í hluta- bréf í banka, en ekki hefur salan á hlutabréfamarkaði það sem af er þessu ári verið upp á það besta, skv. viðtölum á viðskiptasíðu Mbl. undan- farnar vikur, til að gefa slíkri tilhugs- un byr undir báða vængi. • Ef litið er á sjónarhól Búnaðar- bankamanna þá hafa þeir sagt að þeir óttist að ef bankanum verði breytt í hlutafélag nú á næstu mán- uðum og hann svo seldur á almenn- um markaði í kjölfarið, muni verða miklar líkur á að bankinn lendi í eigu örfárra aðila sem þegar hafa mikil ítök í íslensku efnahagslífi. Myndi slíkt valda bankanum tjóni því við- skiptavinir bankans gætu ekki lengur reitt sig á að hlutleysi ríkti varðandi t.d. lánaviðskipti. Þeir aðilar sem taka undir slík sjónarmið verða að athuga að Búnaðarbankinn er eign allra landsmanna, rétt eins og auðæf- in í hafinu í kringum okkur. Af hveiju í ósköpunum mega ekki allir lands- menn njóta arðs af bankanum, sem virðist vera eitt af örfáum ríkisfyrir- tækjum sem skilar einhveiju af sér sem tekur að tala um? Það yrði bank- anum mikið í hag ef hann yrði einkavæddur. Sem dæmi um slíkt er staðan hjá Landsbanka og Íslands- banka í dag. Á meðan Landsbankinn verður að reiða sig á ölmusu frá stjórnvöldum vegna bágrar stöðu, þá bjargar íslandsbanki sér úr sínum kröggum með því að auka hlutafé sitt, sem er miklu betri ráðstöfun á fjármagni heldur en sú að láta skatt- greiðendur borga með bankanum. Auðvitað eru líkur á að sala Bún- aðarbankans gæti misheppnast en menn mega ekki ganga út frá við upphaf á hvaða verki sem þeir taka sér fyrir hendur að það muni mis- heppnast (líkt og þau vinnubrögð sem stjórnarandstaðan á Alþingi vill að viðhöfð séu í samningaviðræðum urn Álver), þá er alveg eins gott að bytja aldrei á viðkomandi verki. Bún- aðarbankamenn ættu frekar að sýna sveigjanleika og taka virkan þátt í mótun á framtíðarfyrirkomulagi hans. Þeim hefur tekist vel upp við stjórnun hans hingað til og ætti því ekki að verða skotaskuld úr að gera sölu hans líka vel úr garði, í stað þess að sölunni verði þröngvað upp á þá með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um fyrir alla aðila. Sú málamiðlun sem minnst var lítillega á í upphafi þessarar greinar gæti orðið viðunandi lausn á þeim ágreiningi sem umræður um sölu bankans hefur þróast út í, þ.e. að bankanum yrði breytt í hlutafélag þar sem hlutafé hans yrði rétt mat á virði hans. Yrði síðan 49% (þ.e. hámarks leyfileg eignaraðild er- lendra aðila í íslenskum fyriitækjum) af því hlutafé boðið til sölu til við- skiptabanka Búnaðarbankans í Evr- ópu. Slíka málamiðlun gætu báðir aðil- ar vel sætt sig við. Stjórnendur bank- ans myndu halda áfram að stjórna honum í þeim faivegi sem þeir hafa svo vel gert undanfarin ár. Draga verður stórlega í efa að hinir erlendu aðilar myndu vilja breytingu þar á því telja má líklegt að stjórnendur bankans verði metnir sem viðskipta- vild við mat á virði bankans, og ekki byija menn á að losa sig við slíka vild eftir kaup. Fyrir ríkið myndi þetta þýða að það ætti enn meirihluta í bankanum, þó eingöngu fyrst um sinn því það er einfaldlega ekki góð nýting á fjár- magni að ríki skuli vera með fing- urna í rekstri banka og það í beinni samkeppni við einkabanka. Slíkt býð- ur einfaldlega spillingu heim, þó það skuli tekið fram að slíkt á alls ekki við varðandi sölu Búnaðarbankans í dag, bankinn myndi einfaldlega ekki vera í þeirri góðu stöðu sem hann er í í dag ef spilling réði þar ríkjum. Ríkið ætti síðan að stefna að því að vera búið að losa sig við sinn hlut í bankanum, á íslenskum hlutabréfa- markaði, áður en til gildistöku EES- samningsins kemur. Fyrir hinar erlendu bankastofnan- ir sem keyptu hinn 49% hlut, að við kaupin myndu þær fá dýrmæta (og arðbæra) reynslu af íslenskum íjár- magnsheimi innan frá, heimi sem þær munu, ef EES-samningurinn nær fram að ganga, einn góðan veð- urdag eiga þess kost að festa fé sitt í, nærri því ótakmarkað. HK r OPNUNARTÍMI: Mánudag - föstudag frá kl. 13-18. Laugardag frá kl. 10-16. HAGKVÆMAR JÓLA6JAFK „ mmsrní NÝBYLAVEGUR 1 I SKODA TOYOTA L*— v DALBREKKA ~m — Hagvöxtur framtíðar er í lækkuðu vöruverði á hagkvæmum góðum vörun Nýbýlavegi 4 (Dalbrekkumegin), , símar 91-45220 Kvenkuldaúlpa - hetta fylgir - kr. 6.900,- Vatnsheldur vatteraður kuldajakki hetta í kraga kr. 6.900,- (REGATm) fsarwiwoy 06 MAfíBT, MAfíGT FLBRA ÓDM0G60TT! 80 siðna litprentaður bæklingur til sýnis Þekkt vörumerki Heilsarskuldajakkar kr. 5.390,- Rifflaðar flauelsbuxur m/vesti sett kr. 2.690,' Póstkröfu- þjónusta GORE-TEX SUPERPROOF SENDUMI PÓSTKRÖFU UMlAND ALLT. ÚTILÍF" Glæsibæ, sími 812922. EURO-VISA RAD SAMMNGAR Lykilinn að Stöð 2 færðu hjá okkur og umboðsmönnum um land allt SIEMENS Fjölhœf hrœrivél! MK4450 Blandari, grænmetiskvöm og hakka- vél fylgja með. • Allt á einum armi. • Hrærir, þeytir, hnoðar, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker. • ísl, leiðarvísir og uppskriftahefti. • Einstakt verð: 15.300,-kr. SMfTH & NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMI 28300
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.