Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 82
82 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 fafcnR FOLX ■ SIGURÓLI Kristjánsson, fyrrum leikmaður Þórs á Akur- eyri, hefur verið endurráðinn sem þjálfari Reynis á Arskógsströnd sem leikur í 4. deild næsta sumar. ■ SIG URBJÖRN Bárðarson hefur verið valinn knapi ársins 1991. Þetta er í fimmta sinn hann hlýtur þessa nafnbót á síðustu sex ámm. I GEIR Sveinsson og félagar í Alzira Avidesa, sem slógu Víking út úr IHF-keppninni í handbolta á dögunum, unnu pólska liðið Wisla Lodz með tólf marka mun í fyrri leik liðanna í átta úrslitum í Póll- andi. Þeir em því nánast öraggir með sæti í undanúrslitum. Geir gerði þijú mörk. ■ TEKA, sem Kristján Arason lék með í fyrra, stendur einnig vel að vígi. Vann Elektromos 28:24 í Ungverjalandi í fyrri viðureign- inni í keppni bikarhafa. ■ JÚLÍUS Jónasson gerði þijú mörk er Bidasoa sigraði Valla- dolid 30:22 í spænsku úrvalsdeild- inni í handbolta um helgina. Liðið er í öðm sæti A-riðils með 19 stig á samt Granollers en Barcelona hefur 21. ■ SIGURÐUR Bjarnason gerði átta mörk er lið hans, Grosswall- stadt, sigraði Eirenach 21:19, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta um helgina. ■ JÓN Kristjánsson gerði tvö mörk fyrir fyrir Suhl sem tapaði fyrir Dessau, 14:16, á útivelli. M HÉÐINN Gilsson gerði eitt mark er lið hans, Diisseldorf, tap- aði 17:20 fyrir Frankfurt. ■ GYLFIÞ. Gíslason hefur ver- ið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Selfoss í knattspyrnu. Gylfi hefur áður þjálfað lið Selfoss, en síðasta sumar þjálfaði hann Víking frá Olafsvík í 4. deild. Þórarinn Ing- ólfsson þjálfaði Selfoss síðasta sumar. ■ ERNA Lúðvíksdóttir sleit lið- bönd í leik með liði sínu, Amicitia, í svissneksa handboltanum um síð- ustu helgi. Pétur iabbar ■ PÉTUR Guðmundsson og Torgeir Bryn frá Noregi eru einu leikmennirnir frá Norðurlöndum, sem hafa leikið í NBA-deildinni í Bandaríkjunum, en 45 leikmenn fæddir utan Bandaríkjanna hafa leikið í deild- inni. Pétur lék síðast með San Frá Gunnarí Valgeirssyni i Bandaríkjunum Antonio Spurs 1989, en Bryn með Los Angeles Clippers í fyrra. ■ KAREEM Abdul Jabbar og Julius Erwin eru ekki hættir í körfunni, þó þeir leiki ekki lengur í NBA-deildinni. Þeir mætast einn á móti einum í sérstökum sjónvarps- þætti á áskrifendarás í febmar og fá meira en sex millj. ÍSK hvor fyrir þátttökuna. Það er Donald Trump sem stendur að þættinum, en áskrifendur rásarinnar verða að borga um 1.200 ÍSK fyrir að sjá þáttinn. í kvöld KÖRFUKIMATTLEIKUR Japísdeildin: Strandgata Haukar-ÍBK....kI. 20.00 HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla: Akureyri Þór-FH....kl. 19.30 SUND / ÞÝSKALAND Austur-þýska sunddrottningin Kornelia Ender, sem vann til fjögurra gullverðlauna auk silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 1976, sagði að vel gæti verið að hún hefði neytt ólöglegra lyfja án vitundar sinnar. Þýskir þjálfar- ar viðurkenna misnotkun lyfja Umræða um notkun ólöglegra lyfja á meðal afreksfólks í sundi frá Austur - Þýskalandi sem var hefur varpað skugga á undir- búning þýska sundlandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Barcelona. Fyrir skömmu undirrituðu 20 þjálfarar frá Austur-Þýskalandi yfirlýsingu þar sem þeir viðurkenndu að ólögleg lyf hefðu átt þátt í glæsilegum ár- angri sundfólksins undanfarin 20 ár. Þeir áréttu hins vegar að skipun um notkun lyijanna hefði komið frá æðri stöðum. Austur-þýska sunddrottningin Kornelia Ender, sem vann til fjög- urra gullverðlauna auk silfurverð- launa á Ólympíuleikunuíh 1976, sagði að vel gæti verið að hún hefði neytt ólöglegra lyfja án vitundar sinnar. Um yfirlýsingu þjálfaranna sagði hún að sökinni væri skellt á sundfólkið, en það væri ekki rétt. „Við vissum ekkert um þessa hluti, en það gerðu þeir og því á að refsa þeim. Læknarnir eru fyrst og fremst sekir í þessu máli. Við vorum aldrei spurð álits á því hvort við vildum sprautur — við fengum þær bara.“ Þjálfarar frá Vestur - Þýskalandi svöruðu kollegum sínum og sögðust ekki vera ánægðir með yfirlýsing- una. í svari þeirra kom fram að yfirlýsingin væri að minnsta kosti ári of seint á ferðinni og þeir lýstu yfir áhyggjum sínum vegna áhrifa lyfjanna á keppnisfólkið. Þjálfar- arnir sögðu að þýska sundsamband: ið væri ekki í stakk búið til að taka á vandanum, en það væri óumflýj- anlegt, því annars væri framtíð þýsks sundfólks í hættu. Lagt var til að hlutlaus aðili tæki málið að sér, met yrðu endurskoðuð og lyfja- próf færu fram án þess að tilkynna um þau áður. Ennfremur sagði í bréfi þjálfaranna að læknar og þjálfarar, sem hefðu viðurkennt að hafa átt þátt í notkun ólöglegra lylja, ættu ekki að koma til greina í störf hjá þýska sundsambandinu. HANDBOLTI Unglinga- liðiö í Evrópu- keppnina ÍSLENSKA unglingalandsliðið í handknattleik, skipað leik- mönnum 18 ára og yngri, tekur þátt í Evrópukeppni í vor. Island er í riðli með Eystrasalts- ríkjunum þremur; Eistlandi, Lettlandi og Litháen og fara leikir í þessum riðli fram í Litháen í vor, um páskana. Þetta er sami aldurshópur og varð Norðurlandameistari í hand- knattleik sl. vor í Finnlandi. Ekki verða þó allir þeir, sem léku í liðinu í vor, með í Evrópukeppninni þar sem þeir eru orðnir of gamlir. Þjálfari unglingalandsliðsins er Geir Hallsteinsson. KNATTSPYRNA Athugasemd við bréf skotmanna: Sæmir ekki sönnum íþróttamönnum Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi bréf: Föstudaginn 6. desember birtist á íþróttasíðu Morgunblaðsins bréf frá fimm nafngreindum skot- mönnum. í bréfi þessu koma fram ósannindi sem nauðsyn er að leið- rétta. Ósannindi em að undirritaður sé stjórnarmaður í Skotsambandi íslands. Ég sat í stjórn sambands- ins á liðnu kjörtímabili, sem lauk á Skotþingi 11. maí síðastliðinn. Önnur ósannindi em, að dag- setning íslandsmóta hafí verið ákveðin af stjóm Skotsambands íslands. Mótaskrá var sett saman af svokölluðum formannafundi, en hann sátu formenn skotfélaga landsins. Undirritaður átti ekki þátt í því að ákveða dagsetningar neinna íslandsmóta. Gefíð er í skyn að undirritaður hafí valið dagsetningu á íslands- móti í staðlaðri skammbyssu til að auðvelda mér að ná verðlauna- sæti á mótinu. Staðreyndin er að ég hef ekki æft umrædda grein í tvö og hálft ár og hafði ekki hugs- að mér að taka þátt í mótinu. Bréf skotmannanna fimm er þeim til skammar og íþrótt þeirra ekki til framdráttar. Þeir gera mönnum upp hinar verstu hvatir og beita rangfærslum í því skyni. Slíkt sæmir ekki sönnum íþrótta- mönnum. Eiríkur Björnsson KNATTSPYRNA / FRAKKLAND Cantona í tveggja mánaða leikbann Eric Cantona, landsliðsmaður Frakka sem gerði m.a. tvö mörk gegn ís- lendingum í Evrópuleiknum í París 20. nóvember, var í gær úrskurðað- ur í tveggja mánaða keppnisbann fyrir að kasta boltanum í bak dómarans í leik Nimes og St Etienne í frönsku 1. deildinni sl. laugardag. Cantona hafði áður verið úrskuraður í fjögurra leikja bann, en aganefnd frönsku 1. deildarinnar breytti fyrri úrskurði sínum í tvo mánuði vegna lít- ilsvirðinar Cantona við dómarann. Morgunblaðið/KGA 3000. stjórnarfundur Knattspyrnuráðs Reykjavíkur Knattspyrnuráð Reykjavíkur, KRR, hélt í vikunni 3.000 stjórnarfund ráðsins. Stofnfundurinn var haldinn 29. maí 1919 og áttu þá fjögur félög, KR, Fram, Valur og Víkingur aðild að ráðinu, en fyrsti formaður var Egill Jakobsen. Fundir hafa síðan veyðið haldnir nær vikulega, en 10 félög með um 6.000 iðkendur eru innan KRR. Myndin var tekin á afmæl- isfundinum. Á henni eru frá vinstri: Stefán Gunnarsson, Leiknþ Lúðvík Andreason gjaldkeri, Fylki; Eyjólfur Ólafsson, Víkingi; Eiríkur Helgason ritari, Fram; Guðlaugur Magnússon, Ármanni; Baldur Maríusson formaður; Hallur Kristvins- son varaformaður, Þrótti; Lárus Valberg bréfritari, Val; Guðmundur Jónsson, Fjölni; Benedikt Axelsson, ÍR, og Geir Þorsteinsson formaður mótanefndar, KR. URSLIT Körfuknattleikur 2. deild kvenna: Snæfell sigraði í fyrsta fjölliðamótinu af þremur í 2. deild kvenna í körfuknattleik, en keppnin fór fram í Stykkishólmi. Úrslit leikja urðu þessi: Skallagrímur - Þór............ 34:41 ÍMA - Skallagn'mur..............29:23 Skallagrímur - Njarðvík.........26:59 Njarðvík - iMA..................54:33 Snæfell - Skallagrfmur........ 77:21 Þór-ÍMA.........................41:56 Njarðvík - Þór..................74:16 Snæfell-Þór.....................64:13 Snæfeli - Njarðvík..............47:35 Snæfell - IMA................. 57:27 England Dregið var í 3. umferð ensku bikarkeppninn- ar á laugardaginn: Huddersfield - Millwall, Oxford - York eða Tranmere, Leeds - Manchester United, Notts County - Wigan, Sheffield United - Luton, Aston Villa - Tottenham, Norwich - Bamsley, Bumley - Derby, Nottingham Forest - Wol- vei-s, Woking - Hereford, Brighton - Crawley, Ipswich - Darlington eða Hartlepool, Hull - Chelsea, Bolton - Peterborough eða Reading, Bristol City - Wimbledon, Preston - Sheffield Wednesday, Oldham - Leyton Orient eða WBA, Swindon - Watford, Wrexham - Arse- nal, Bristol Rovers - Plymouth, Coventry - Cambridge, Torquay eða Farnborough - West Ham, Southampton - QPR, Leicester - Crystal Palace, Exeter eða Swansea - Portsmouth, Charlton - Barnet, Middlesbrough v Manchest- er City, Bournemouth - Newcastle, Everton - Southend, Crewe - Liverpool, Sunderland - Port Vale og Blackburn Kettering. Leikið verður 4 og 5 janúar. FELAGSLIF ÍSÍ heiðrar íþrótta- menn sambandanna Iþróttasamband Islands heiðrar íþróttamenn ársins 1991, sem sér- samböndin hafa valið hvert í sinni grein, í veitingasal ÍSÍ í kvöld kl. 19.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.