Morgunblaðið - 31.12.1991, Síða 9

Morgunblaðið - 31.12.1991, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1991 C 9 ERLEIUD ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, heimsótti höfuðstöðvar Atlants- háfsbandaíagsins (NATO) í Brussel í mars. Ávarp hans vakti athygli, ekki síst vegna þess að...: a. hann taldi að aðild Tékkóslóvakíu að NATO væri orðin tímabær. b. hann lét þau orð falla að tímabært væri að leggja bandalagið niður þar sem kalda stríðinu væri lokið. c. hann gagnrýndi bandalagið fyrir að hafa mistekist að tryggja stöðugleika, frelsi og framfarir í Evrópu. d. hann bar fram afsökunarbeiðni fyrir hönd Tékka og Slóvaka vegna þeirra lyga sem fyrrverandi leiðtögar landsins hefðu látið frá sér fara um NATO í þeirra nafni. hann að hún tæki upp: a. loðdýrarækt og fiskeldisrann- sóknir. b. aðhlynningu aldraðra úti- gangsmanna. c. baráttu gegn áfengisneyslu. d. baráttu fyrir mannréttindum. 17. Rússneskir kolanámumenn af- lýstu verkfalli í maí er staðið hafði í tvo mánuði eftir að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hafði fallist á að námurnar skyldu falla undir Rússlandsstjórn en ekki sovétstjóm- ina eins og hingað til. Sá sem náði þessu samkomulagi við námamenn var: a. Hann sjálfur. b. Viktor Kortsnoj. c. Garrí Kasparov. d Borís Jeltsín. 18. • • Oflugur fellibylur reið yfir Bangladesh í byijun maí og fylgdi honum ólýsanleg eymd. Hvað er talið að margir hafi farist? a. 10.000 manns. b. 50.000 manns. c. 100.000 manns. d. 75.000 manns. 19. Yfirmenn bresku og bandarísku hersveitanna sem tóku þátt í Persaflóastríðinu segja að skýra megi góða frammistöðu vestrænna heija í stríðinu að hluta með: a. brennivínsleysinu í Saudi- Arabíu. b. því að Saddam íraksforseti féll í ónáð hjá AUah. c. hræðslu íraska innrásarliðsins í Kúveit. d. ótta þeirra við að verða úti í eyðimörkinni og þar með snák- um að bráð. 21. Winnie Mandela, eiginkona suður-afríska blökkumanna- leiðtogans Nelsons Mandela, var í fréttum í maí sakir þess að þá var hún: a. dæmd fyrir magadans í nætur- klúbbi hvítra. ' b. sögð hafa sýnt hlutdrægni sem dómari í knattspyrnuleik. c. dæmd í sex ára fangelsi fyrir aðild að mannráni og fyrir að hafa verið í vitorði með Iífvörð- um sínum sem misþyrmdu fjór- um ungum blökkumönnum. d. dæmd úr leik á fjölbragðaglím- umóti. 22. Jose Eduardo dos Santos, forseti Angóla, og Jonas Savimbi, leið- togi UNITA-skæruliða, undirrituðu sögulegan samning í Lissabon 31. maí. Þar með var endi bundinn á: a. leik kattarins að músinni. b. 16 ára deilur þeirra um leyfi- legan fjölda eiginkvenna. c. 16 ára borgarastyijöld í An- góla. d. trúarbragðastríð í Portúgal. 23. Kristo Danov, innanríkisráð- herra Búlgaríu, játaði í júní að búlgarska leynilögreglan hefði stað- ið fyrir svonefndu „regnhlífar- morði“ eins og hún hafði lengi ver- ið grunuð um. Hvert var fórnarlamb hins svokallaða regnhlífarmorðs? a. John F. Kennedy Bandaríkja- forseti. b. Georgi Markov, rithöfundur og blaðamaður hjá BBC. c. Umhverfislistamaðurinn Christo. d. Formaður búlgörsku regnhlíf- arsamtakanna, Novaja Umbrella. 24. Svíar tóku mikilvæga ákvörðun 2. júlí. a. Þeir samþykktu á þingi að skera framlög til heilbrigðismála niður um 73% og í forsendum tillögunnar, sem samþykkt var með naumum meirihluta, sagði að sjálfsagt væri að kanna hvort þetta breytti nokkru um heil- brigðisástandið. b. Akváðu að segja sig úr Evr- ópuráðinu. c. Sóttu um aðild að Evrópuband- alaginu. d. Akváðu að konungdæmi yrði lagt niður árið 2000 og landið yrði lýðveldi. 25. Skýrt var frá því í júlí að Mobutu Sese Seko, einræðisherra í Za- ire, hefði slakað nokkuð á klónni. a. Hann leyfði körlum að ganga með bindi en áður máttu þeir aðeins klæðast jökkum með svo- nefndu Mao-sniði, þ. e. hnepptum upp í háls. b. Bann við fjölkvæni var aflagt. c. Fullvaxnar konur fengu leyfi til að horfa í augu karla en þó aðeins að þær hneigðu sig fyrst. d. Landsmenn fengu fullt ferða- frelsi til útlanda. 26. Gríski bankamaðurinn George Koskotas, sem eitt sinn hafði stutta viðdvöj hér á landi er hann var á flótta undan grísku lögregl- unni, bar í júli fram alvarlegar ásakanir á hendur Andreas Papandreou, sósíalistaleiðtoga og fyrrverandi forsætisráðherra Grikk- lands. a. Hann sagði Papandreou hafa í valdatíð sinni rekið hóruhús í hafnarborginni Píreus og hvatt sendimenn erlendra ríkja mjög til að notfæra sér þjónustuna þar fremur en hjá keppinautunum. b. Hann sagði Papandreou hafa átt samvinnu við vopnasala í Brussel um ólögleg vopnavið- skipti og Koskotas hefði sjálfur séð um að ieggja ágóðann, um hálfan milljarð ISK, inn á leyni- reikning forsætisráðherrans í London. c. Sakaði Papandreou um að hafa reynt að blanda sér í kosningabaráttu í ýmsum lönd- um, þar á meðal Islandi, með þvi að bera fé á stjórnmálamenn. d. Koskotas sagði að forsætisráð- herrann hefði ráðgert að stela gullforða gríska ríkisins og kenna alþjóðlegum glæpasam- stökum um verknaðinn. 27. Risaveldin undirrituðu START- samkomulagið um fækkun kjarnavopna í ágúst. Það vakti at- hygli að Míkhaíl Gorbatsjov Sovét- leiðtogi vitnaði á frægt rit er hann kvaddi George Bush Bandaríkjafor- seta í Moskvu. a. Gorbatsjov vitnaði í Das Kapit- al eftir Karl Marx b. Andrés önd c. Njálu d. Biblíuna 28. Ibúar í brasilíska smábænum Nhamunda, þar sem allt byggist á fiskveiðum í Amazón-fljótinu, kvörtuðu undan óvenjulegum vanda. a. Þúsundir mannskæðra krókó- díla höfðu umkringt bæinn en veiðar á skriðdýrum þessum voru bannaðar í landinu. b. Ryðmaurar átu jafnóðum upp alla öngla fiskimannanna. c. Piranha-ránfiskar hirtu jafn- óðum allan fisk af öngluuum. d. Allur fiskur var á brott sökum geigvænlegrar rokktónlistar úr útvarpstækjum erlendra ferða- manna á fljótinu. 29. Einn af frambjóðendum norska Framfaraflokksins í sveitar- stjórnarkosningum í Noregi, Lars Erik Gronntun, greip til óvenjulegs áróðursbragðs í ágúst. a. Sagðist vera beinn afkomandi Haralds hárfagra og réttborinn til konungdóms b. Lét mynda sig nakinn fyrir utan ráðhúsið i Osló til notkunar í kosningabæklinga og vegg- spjöld. c. Sendi öllum kjósendum síldar- tunnu til að nasla í sig á kosn- inganótt. d. Hét því að beita sér fyrir inn- göngu Óslóar í Evrópubandalag- ið. Sjá svör á bls 16c 30. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi ýtir frá sér héndi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta á fundi sem haldinn var í Æðsta ráðinu 23. ágúst að aflokinni tilraun harðlínumanna til valdaráns. Jeltsín fékk Gorbatsj- ov skjalið sem Sovétleiðtoginn heldur á. a. í skjalinu, scm nær helmingur þinginanna hafði undirritað, er Gorbatsjov hvattur til að segja af sér meðan verið sé að kanna aðdraganda valdaránsins b. Skjalið er listi yfir þeir kröfur sem Jeltsín setti fram um aukin völd sér til handa c. Skjalið er fundargerð sovésku ríkisstjórnarinnar þar sem fram kom að flestir ráðherrarnir studdu valdaránstilraunina eða gagnrýndu hana að minnsta kosti ekki d. Listi yfir þá þingmenn Rússa sem boðað höfðu lögleg forföll

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.