Morgunblaðið - 31.12.1991, Side 15

Morgunblaðið - 31.12.1991, Side 15
C 15 handa sér skotgröf væru þeir allir steindauðir fyrir löngu. Þegar verksmiðjubyggingunni lauk var komin kreppa og Clemenz hafði ekkert að starfa. Hann keypti þá tunnusmíðavélar af Esp- holin-bræðrum, sem höfðu áður sett hér upp tunnuverksmiðju. Vélarnar voru hér í bænum og verksmiðjan var sett upp þar sem nú er birgðageymsla SR. Þarna vann ég næstu þijá vetur, en á sumrin var verksmiðjan ekki rekin. Hvað afköstuðuð þið miklu? Við smíðuðum í kringum 115 tunnur á átta stunda vakt. Það var unnið á tveim vöktum. Ég var mótoristi á annarri en Einar Indr- iðason á hinni. Við höfðum ekki rafmagn n'ema til lýsingar og vél- arnar voru knúðar með 60 hesta mótor. Var þetta aðallega samsetning úr unnu efni? Nei, stafurinn kom óunninn, þráðbeinn. Við urðum að vinna hann að öllu leyti og smíða botn- ana. Við vélina sem notuð var til að mjókka stafínn man ég að var Palli sonur Einars Hermannsson- ar. Gjarðirnar smíðuðum við líka. Til þess notuðum við þijár vélar. Svigagjarðir voru mikið að detta út um þetta leyti og við notuðum eingöngu járngjarðir. Svo voru nokkrir menn í samsetningunni. Af þeim er mér minnisstæðastur Jónas nokkur hrappur, sem svo var nefndur, að ég held eftir bæn- um sem hann var frá. Honum þótti sopinn góður en hafði ekki efni nema á heldur ódýrum drykkj- um og drakk mikið svonefndan bóra sem fékkst í apótekinu og kostaði fimm krónur glasið. Eins og gerist um ölkæra menn var Jónas oft lítt fjáður og leitaði eft- ir bráðabirgðalánum, án þess þó að gera alltaf nákvæma grein fyr- ir tilganginn með lántökunni. Einu sinni sló hann mig um fimm krón- ur svo hann gæti hringt til systur sinnar og samhryggst henni vegna þess að hún hefði verið að missa eiginmanninn. Á eftir komst ég að því að hann hafði slegið annan vinnufélaga um fimmkall í sama tilgangi. Við nánari rannsókn kom svo í ljós að hann hafði slegið alla tuttugu vinnufélagana um þessa sömu upphæð, og allir höfðum við trúað sögunni um vesalings ekkj- una! Seinna fréttum við svo að umrædd systir Jónasar hefði aldr- ei gifst né verið í þingum við karl- mann svo vitað væri! Hvaðan fenguð þið tunnuefnið? Það var allt norskt. Clementz fór sjálfur út á hveiju ári að velja það. Efnisvalið skipti mjög miklu máli. Kvistótt efni var erfitt í hefl- un vegna þess hvað mikið hrökk úr því og tunnurnar gátu þá orðið eins og gatasigti. Voru þetta vélarnar sem Tunnu- verksmiðja ríkisins fékk eftir seinna stríðið? Að hluta held ég. Annars notuð- um við ekki allar Esphoin-vélarn- ar. Ég held að sumar þeirra hafí verið gerðar fyrir annað efni og aðra gerð af tunnum, e.t.v. kjött- unnur. - Þessar vélar fóru svo í verksmiðju sem sett var upp á Bakkevigs-planinu, þar sem Hrímnir er núna. Sjálfsagt hefur eitthvað verið endurnýjað við hver eigendaskipti. Margt fleira fróðlegt og skemmtilegt sem Gestur hefur að segja verður að bíða annars tíma og tilefnis. Hér átti í rauninni að- eins að minnast afmælis elstu starfandi verslunar á Siglufirði, sem nú er rekin sem veiðarfæra- og byggingavöruverslun, og í til- efni af því að óska Fanndals-fólk- inu, sem hefur haldið uppi merki hennar allan þennan tíma, áfram- haldandi velgengni í starfi. Höfundur er fyrrverandi kennari & Siglufirði. Út í hött tekur upp bamamynd næsta vor KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Útí hött-inní mynd mun í vor hefja upptökur á barna- mynd fyrir ríkissjónvarpið. Áætlað er að myndin verði um 20 mínútur að lengd og mun hún byggja á smásög- unni „Seppi leitar að mömmu“ eftir Guðmund Þórarinsson og Björn Ragn- arsson. Þetta er í áttunda skipti sem sjónvarpið auglýsir eftir til- boðum í þáttaröðina „En god historie for de smá,“ en það er samstarfsverkefni norrænu sjónvarpstöðvanna sem ætluð er yngstu áhorfendunum. Hvert land leggur til eina mynd sem ætluð er ynstu áhorfendunum og verða þær sýndar á öllum Norðurlöndun- um. Að þessu sinni var tilboði Kvikmyndafélagsins Útí hött- inní mynd tekið og mun mynd- in segja frá frá ævintýrum flækingshvolps í leit að mömmu sinni. Áætlað er að myndin verði tilbúin haustið 1992. Leik- stjóri verður Ásthildur Kjart- ansdóttir og framkvæmda- stjóri Guðmundur Þórarins- son. Smiðjuvegi 4D, Kópavogi Sími: 641244 - Fax: 74243 (Mlegt ár ponoiiii ylöoMptin a mm sem e:r a LÍMMIÐAPRKM LÍMMIÐISEGIR ALLT SEM SEGJA ÞARF Á VEL MERKTRIVÖRU íríminu ’ eftir Johann Nestroy Þýðing og leikgerð: Þrándur Thoroddsen. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Búningar: Sigrún Úlfarsdóttir. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson. Leikstjóri: Guðmundur Ólafsson. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Edda Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifsson, Ellert A. Ingimundarson, Gunnar Helgason, Guðrún Ásmundsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Kristján Franklín Magnús, Magnús Ólafsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson og Þröstur Guðbjartsson. Frumsýning sunnud. 12. jan. kl. 20. 2. sýning miðvikud. 15. jan., grá kort gilda 3. sýning föstud. 17. jan., rauð kort gilda 4. sýning sunnud. 19. jan., blá kort gilda 5. sýning miðvikud. 22. jan., gul kort gilda 6. sýning fimmtud. 23. jan., græn kort gilda Miðasalan opin alla daga kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í síma alla virka daga kl. 10-12. Sími 680680. <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.