Morgunblaðið - 31.12.1991, Síða 30

Morgunblaðið - 31.12.1991, Síða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1991 Ást er. . . G\^lLEGT NÝÁI{ ... að eyða gamlárskvöldi saman. TM Reg. U.S. Pat Off. — alf nghts reserved ° 1991 Los AngelesTimesSyndicate Ekkert brennivín og ekk- ert tóbak allt næsta ár, sagði læknirinn. Hundurinn gerir ekki flugu mein... og ekki heldur lögfræðingum ... HÖGNI HREKKVÍSI Athugasemd Kæri Velvakandi. Þakka þér fyrir birtingu á svar- bréfi mínu sem birtist í Morgunblað- inu í dag undir fyrirsögninni Engin núll. Mér var bent á_ meinjega villu í bréfinu. Vitnað er í íslenska getspá 1x2 en þar er að sjálfsögðu átt við íslenskar getraunir 1x2. Ég vænti þess að þú eigir pláss fyrir þessa leiðréttingu á næstu dögum. Virðingarfyllst fh. Argus hf. Hilmar Sigurðsson. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Þessir hringdu ... Luis, Guðbergur, Gunnar og Simpson Einn við skjáinn hringdi. „Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir sýningar á myndum Luis Bunuel í vetur. Einnig vil ég þakka Guð- bergi Bergssyni fyrir þætti sína, sem mér hafa verið sífellt tilhlökk- unarefni. Það er leiðinlegt að vera að kvarta, en mér fannst þáttur- inn „Þitt fyrsta bros“ á annan í jóium fyrir neðan allar hellur — Gunnar Þórðarson á betra skilið en þetta. Og hvenær kemur Simp- son-ijölskyldan aftur? Er það satt sem ég hef heyrt að hún muni koma með íslensku tali? Ef svo er, langar mig að biðja þann sem ákvörðunina tók að íhuga málið betur til að eyðileggja ekki góðan þátt.“ Fingravettlingar töpuðust Merktir fingravettlingar töpuð- ust á tímabilinu 22. og 24. nóv- ember síðastliðinn í Bónus í Kópa- vogi, Kringlunni, Borgarkringl- unni eða í Kolaportinu. Vettling- arnir eru svartir og prjónaðir með hvítu rósarmunstri og á stroffinu stendur: Bubba 1991. Ef einhver hefur fundið vettlingana er hann vinsamlegast beðinn um að senda þá til Guðbjargar Hinriksdóttur, Melabraut 3, Blönduósi. Víkverji skrifar að vekur óneitanlega verulega athygli, að erlent trygginga- félag, sem hefur hafið starfsemi hér býður lægri iðgjöld af bílatrygg- ingum fyrir ákveðna aldursflokka en hér hafa tíðkazt. Og jafnframt, að nánast umsvifalaust komi við- brögð frá íslenzku tryggingafélagi, sem benda til þess, að það hyggist mæta þessari samkeppni. í umræðum á undanförnum miss- erum um hugsanlega starfsemi er- lendra tryggingafélaga og/eða banka hér á landi hefur margsinnis komið fram það sjónarmið, að slík starfsemi mundi leiða til lækkunar á útgjöldum fyrir neytendur. Óneit- anlega benda þessi fyrstu spor hins erlenda tryggingafélags til þess, að svo verði. Ef niðurstaðan verður sú, að innlendu tryggingafélögin mæta þessari samkeppni og bjóða við- skiptavinum sínum ekki lakari kjör má spyija, hvers vegna þau hafi ekki gert það fyrr. Því hefur verið haldið fram með vaxandi þunga á síðustu árum, að skortur á samkeppni á ákveðnum sviðum standi þessu þjóðfélagi fyrir þrifum. Það verður afar fróðlegt að fylgjast með þeirri baráttu, sem virðist vera framundan á trygginga- markaðnum. xxx * Ifrétt hér í blaðinu sl. laugardag var sagt frá mikilli kirkjusókn um jólin. í því sambandi voru eftirf- arandi ummæli höfð eftir sr. Geir Waage, sóknarpresti' í Reykholti: „Ég er alveg viss um, að eitt af því, sem þar á í hlut er að fólk er að verða þreytt á þessari einhliða efnishyggjuáherzlu, sem hefur tíðk- azt á jólum undanfarið og ég held, að fólk leiti eftir lotningu og friði.“ Það er áreiðanlega mikið til í þessu hjá sr. Geir. Kirkjunnar menn ættu að taka sig saman um að hafa áhrif á fólk á þann veg að draga úr jólaæðinu, sem grípur um sig hér á íslandi í nóvember og desember. Þetta þekkist ekki með sama hætti í öðrum löndum a.m.k. ekki í helztu nágrannalöndum okk- ar. Fyrir u.þ.b. þremur til fjórum áratugum náðu prestar miklum ár- angri i að útiloka áfengi úr ferming- arveizlum. Nú er kominn tími til, að þeir einbeiti sér að því að draga úr jóla- æðinu og þá skaðar ekki, að þeir minni á, að jól og áfengi fara ekki saman. XXX Mörgum ofbýður að sjá, að nán- ast nýjum trillum er ekið í Sorpu, þar sem þær eru eyðilagðar < vegna þess, að kvótinn, sem fylgir þeim hefur verið seldur. Er ekki hægt að nýta þessa báta sem skemmtibáta? Er ekki hægt að selja þá einstaklingum til annarra þarfa en fiskveiða? GLEDILEGT NYTT AR Til vióskiptavina hérlendis og erlendis! Við þökkum vióskiptin á liðnum árum og bjóðum ykkur velkomin á nýju ári. ARNFJÖRÐ' Þ V OTTAHÚ SIÐ LÍN HÓTELÍBÚOIR /i'tí'i SKYRTUR OG SLOPPAR HF.. Q z D (/) D Z o 2? Sími 682000 - GRÆNT NÓMER 99 6000 Sfmi 44799 (frá 1.2/92) 643000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.