Morgunblaðið - 31.12.1991, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 31.12.1991, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1991 C 11 Benni og Birta bjarga málunum Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Bíóhöllin: Benni og Birta í Astralíu - „The Rescuers Down Under“. Leikstjórar Hendel Butoy og Mike Gabriel. Handrit Jim Cox, Karey Kirkpatrick, Byron Simpson, Joe Ranft. Tónlist Bruce Broughton. Raddir Bob Newhart, Eva Gabor, John Candy, George C. Scott. Banda- rísk teiknimynd. Walt Disney 1990. Þessi ljúfa teiknimynd frá Disn- ey er að sjálfsögðu umhverfisvæn. Alþjóðabjörgunarfélaginu berst beiðni um að koma til hjálpar Cody, átta ára gömlum dreng nið- ur í Ástralíu. Cody býr nokkuð afskekkt og á í vandræðum með að vernda stóran og fallegan örn fyrir ófyrirleitnum veiðiþjóf. Og ef einhver alvarleg vandamál af þessu tæi koma uppá þá er bara hringt í músarparið snarráða, Benna og Birtu. Og þarf ekki að spyija að leikslokum! Myndin er undurfalleg og eink- ar ljúf, fræðandi og með ríku, uppeldislegu gildi eins og svo margar teiknimyndanna frá Disn- ey. Hér fá bömin að kynnast dýra- lífi á fjarlægum slóðum; kengúr- um, breiðnefjum, fljúgandi íkom- um og fleiri framandi tegundum úr fánu Ástralíu. Og vitaskuld fær veiðiþjófurinn makleg málagjöld og boðskapurinn er borðleggjandi — að bera virðingu fyrir umhverfi sínu. Birta og Benni... er vandvirkn- islega unnin á allan hátt en hér munu vera meira notaðar tölvu- unnar teikningar en áður hefur tíðkast. Fígúmrnar eru fjölbreytt- ar og skemmtilegar, góðkunnar raddir vel valdar og talsettar, tónl- ist falleg og myndin í alla staði hin besta jólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Krapi og hvellhettur Bíóhöllin: Eldur, ís og dínamít - „Fire, Ice and Dynamite" Leikstjóri og handritshöfundur Willy Bogner. Aðalleikendur Roger Moore, Shari Belafonte, Marjoe Gortner, Connie de Groot, Geoffrey Moore, Simon Shepherd. Odyssey Distribut- ors Ltd. Þýskaland 1991. Milljónamæringurinn Moore sviðsetur dauða sinn. Sá hlýtur arfinn sem vinnur í svokallaðri „megaþon" keppni, einum átta glæfrakeppnum í Ölpunum. Á skíðum, skautum, lofti og láði. Meðal keppendanna em börn h'ans þrjú, alls kyns furðufuglar og svo fulltrúar stórfyrirtækja. Roger Moore hefur ekki famast vel í kvikmyndaheiminum ef und- an er skilinn James Bond bálkur- inn. Hver mistökin á fætur öðrum. Shout at the Devil, The Sea Wolves, The Cannonball Run, svo nokkur séu nefnd. Og eftir alia Bond frægðina heldur hann sig við sama heygarðshomið, Eldur, ís og dínamít er bágborin skemmt- un. Það er vandasamt að gera íburðarmiklar átakamyndir þar sem áhorfendur eiga að standa á öndinni af hlátri og hrifningu yfir glæfrakúnstum. Allra síst eru þær á færi Evrópumanna. Þjóðveijinn Bogner, leikstjóri, handritshöf- undur og framleiðandi myndar- innar, er að vísu gamalkunnur skíðagai-pur og kvikmyndatöku- maður sem hefur tekið mörg af bestu skíðaatriðum Bond mynd- anna, en bregst gjörsamlega í öll- um embættum hér. Það eina sem uppúr stendur eru glæfraatriði sem sum hver em nánast fífldjörf. En jafnvel þau gerast hvimleið þegar líða tekur á myndina sökum ofnotkunar. Eins er kvikmynda- takan oft með fágætum góð og hefur kostað mikla útsjónarsemi og ekki síður hugrekki. Annað er það ekki. Söguþráður er óttalegt fimbulfamb lélegra brandara og leikurinn einn hallærisbelgingur. Auglýsingamennskan er skamm- laust allsráðandi og dylst engum að stórfyrirtæki einsog Fischer, Volkswagen, AEG, Grundig, Chiquita og Bayer eru bakhjarlar myndarinnar. Enda ekki til þess ætlast. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Kœru viðskiptavinir! Guð gefi ykkur blessunarríkt ár. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. ■\ Viðskiptavinir HEKLU! 2. og 3. janúar 1992 verða eftirtaldar deildir lokaðar vegna VÖRUTALNINGAR Smurstöð Raftækjaverslun Bílavarahlutaverslun Hjólbarðadeild Aðrar deildir verða opnar INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1. FL. B.1986 Hinn 10. janúar 1992 ertólfti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl.B.1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr.12 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000, kr. skírteini = kr. 4.686,25 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1991 til 10. janúar 1992 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 3196 hinn 1. janúar n.k. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.12 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1992. Reykjavík, 31. desember 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS 1 i m U w þíi Metsölublaó 1 ! 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.