Morgunblaðið - 31.12.1991, Side 19

Morgunblaðið - 31.12.1991, Side 19
Jón Gunnlaugsson Úlfar Ágústsson Ingveldur Hjartardóttir voru ekki bragðmiklar, en stjórn- armyndunin á eftir þeim gekk ótrúlega fljótt fyrir sig. Sannast þar hið fornkveðna að nýir siðir koma með nýjum herrum. Uppákomur í þinginu er líða tók nær áramótum, sem hafa aðallega einkennst af utandag- skrár- og þingskapaumræðu þar sem stjórnarandstaðan reynir að drepa málum á dreif, sem ogyfirlýs- ingagleði ráðamanna út og suður er koma málum ekki beint við. Nær væri fyrir þessa herra að vinna heimaverkefnin sín, nefnilega að stjórna landinu sem virðist ærin þörf á nú á tímum samdráttar þjóð- artekna. Af íþróttasviðinu er það náttúr- lega Austfírðingurinn Magnús Ver sem sigraði alla sína andstæðinga og stóð uppi sterkastur allra. Minn- isstæður er mér uppgangur ís- lenskrar dægurtónlistar á árinu sem ég tel helgast af nýafturbyijuðum dægurlagakeppnum Evró og Landslags. Af austfirskum vettvangi kemur fyrst upp í hugann frestun Fljóts- dalsvirkjunar sem var slæmt fyrir austfirskt athafnalíf. Afskipti nátt- úruverndarmanna er svo kalla sig af virkjunarmálinu og línulögnum þar að lútandi eru með allsérstæð- um hætti sem líkist æ meir aðferð- um grænfriðunga í útlandinu, tel ég að þetta fólk ætti að taka nú strax upp aðra starfsaðferðir til að mark verði á því tekið. Úr minni heimabyggð kemur uppí hugann vanhugsuð samninga- umræða sveitarfélaga, sending að MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1991 C 19 sunnan, enda svo vitlaus að hún gat tæpast komið annars staðar frá. Síðan alveg dæmalaus fáviska landgræðsluforkólfa er þeir hröktu bændur af jörðum sínum á Hólsfjöll- um í nafni uppgræðslu. Að síðustu af innlendu minnis- stæðu nefni ég fádæma gott árferði hér til landsins, með snjóléttum vetri, hlýju og mjög grasgefnu sumri. Af erlendum vettvangi kemur upp í hugann Persaflóastríðið og endalok þess, það er að segja hvað það tók fljótt af. Valdaránið í Sovét- ríkjunum og eftirmála þess hljóta allir að muna en það leiddi til enda- loka þess Sovéts er við þekktum með formlegum hætti nú um ára- mótin. VILMUNDUR HANSEN, TRÉKYLLISVÍK, STRÖNDUM: Mikill at- gangur í grútar- mengun Á SÍÐASTLIÐNU ári bar ýmis- legt til tíðinda í Árneshreppi sem vert er að minnast. Árið hófst með óveðri, ófærð, simasam- bands- og rafmagnsleysi en slíkt verður þó að teljast til fastra liða frekar en undantekninga hér i sveit. í febrúar gekk svo ofsaveð- ur yfir landið með tilheyrandi skemmdum og djöfulgangi, í einni snarpri vindhviðu losnaði gamla kirkjan í Árnesi af grunn- inum, lyftist og færðisttil um einn metra. Telja verður til happs að skemmdir urðu litlar og auð veldlega tókst að koma henni á réttan stað aftur. En í Árnesi er ekki bara ein kirkja heldur tvær, sú nýja sem hefur verið í byggingu í nokk- ur ár var formlega tekin í notkun í haust. Um vígsluna sá biskup ís- lands og vígslubiskup. Fjöldi gesta sótti athöfnina. Þó að nýja kirkjan sé öll hin veglegasta þá eru ýmsir áhugasamir hreppsbúar staðráðnir í að halda þeirri gömlu við svo hún geti þjónað þeim sem það kjósa. Af mannvirkjagerð má nefna gagngerar lagfæringar á smábáta- bryggjum í Norðurfirði og á Gjögri, smíði fjárréttar í Kjósinni við Reykj- afjörð og byggingu neyðarskýlis í Skjaldarbjamarvík. Skólastarf var með hefðbundnu sniði og vel gekk að manna í þær stöður sem þar eru, skólinn fékk margar góðar gjafir, s.s. tölvubúnað og skáp undir náttúrugripi frá Fé- lagi Árnesbúa og ýmsa fallega nátt- úrumuni frá hreppsbúum. I sumar var rekin gistiaðstaða í skólanum við mikla aðsókn. Það sem teljast verður til mestu tíðinda ársins er tvímælalaust grút- armengunin í sumar. I einum vet- fangi var Árneshreppur miðdepill landsins og svo mikið gekk á að heimamönnum fannst nóg um, blaðamenn, sjónvarpsmenn og fétt- asnápar á hveijum bæ. Umhverfís- ráðherra og sérfræðingar hans í (vettvangsferð) og hvað eina. Úngadauði af völdum mengunar- innar var gífurlegur og hafa sumir viljað telja hann í tugum þúsunda, þó ómögulegt sé að segja slíkt með vissu. I upphafi stóðu menn ráð- þrota og ýmsar skýringar voru gefnar á orsökum mengunarinnar. Erlent skip átti að hafa losað grút í hafið eða að þetta væri lýsi sem væri að losna úr tankskipi sem sökk á stríðsárunum. Ein skýringin var sú að um væri að ræða óvenju mik- ið magn af hvalabrundi sem á ein- hvern hátt hafi ratað af leið og lent í fjörum hér á Ströndum. Að lokum var orsökin rakin til rauðátu sem drepist hafi í stórum stíl vegna SJÁ NÆSTU SÍÐU Reynsla okkar o§ Irausl rlðsklptasambönd koma farþegum okkar til góða Viö höfum á að skipa sérþjálfuðu starfsfólki, sem fylgist vel með þeim breytingum er verða í fargjaldaheiminum. Þannig tiyggjum við ávallt hagstæðasta verðið fyrir viðskiptavini okk- ar hverju sinni. Viljir þú panta gistingu, bílaleigubíl eða skoðun- arferðir, þá sjá traustir umboðsmenn okkar víðs vegar um heim um að þú fáir örugga fyrsta flokks þjónustu alla leið. Ferðaskrifstofan Saga óskar öllum viðskiptavinum sínum gleðilegrajóla og farsæls nýs árs Flugvallarskattur til Evrópu er kr. 1.250,- Flugvallarskatturtil Bandaríkjanna er kr. 2.350,- Pr. gengi og flug 27.12 '91 FEROASKR/FSIOfiAN ðdýf sumarleyfisgjöld 1992 Glasgow..............15.900,- London...............20.100,- Kaupmannahöfn........20.900,- Gautaborg............20.900,- Ósló.................20.900,- Amsterdam............20.900,- Hamborg..............24.900,- Frankfurt............24.900,- Munchen..............24.900,- París................24.900,- Zurich...............24.900,- Salzburg.............24.900,- Stokkhólmur..........24.900,- Helsinki.............24.900,- Ferðatími: 15/4-30/9 Sölutími: Tii 1/3 Dvalarlengd: 7-30 dagar Árshátíðargjöld 1992 Hópar Hópar 20-50 50 manns manns og fleiri Glasgow 17.900,-15.900,- Amsterdam 19.900,-18.900,- Luxemborg 19.900,-18.900,- Kaupmannah. 19.900,-18.900,- Osló 19.900,-18.900,- London 21.900,-19.900,- Stokkhólmur 21.900,-19.900,- Baltimore 31.900,-30.900,- NewYork 31.900,-30.900,- Ferðatími: 3/1-4/4 Sölutími:Til 1/4 Dvalarlengd: Helgi/hámark 3 nætur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.