Morgunblaðið - 31.12.1991, Page 16

Morgunblaðið - 31.12.1991, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1991 16 C Ari Edvald klippir á borða og opnar skoðunarstöðina. Ný skoðunarstöð opnuð á Selfossi Selfossi. NÝ skoðunarstöð Bifreiðaskoð- unar ísiands hf á Selfossi var tekin í notkun 18. desember. Stöðin, sem er við Hrísmýri, er 250 fermetrar að stærð og kostar fullbúin 40 milljónir króna. Skoðunarstöðm a Selfossi er sú fjórða sem opnuð er hjá fyrirtækinu en áformað er að ein fullkomin stöð verði í hveijum landsfjórðungi. Á næsta ári munu sjö stöðvar verða í notkun á landinu. Við opnunina kom fram í máli forsvarsmanna stöðvarinnar að gjaldskrá næsta árs yrði sú sama og í ár. Einnig kom fram að unnið er að því að koma á samræmdum skoðunarreglum milli stöðvanna og gæðakerfi fyrir fyrirtækið. Þetta er gert í þeim tilgangi að skapa traust milli fyrirtækisins og bif- reiðaeigenda. Það var Árni Edvald fulltrúi Þor- steins Pálssonar dómsmálaráðherra sem opnaði stöðina formlega. Síðan Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hjálmtýr Júlíusson skoðunar- maður skoðar fyrst bifreiðina í nýrri skoðunarstöð á Selfossi. var fyrsta bifreiðin skoðuð en það var bifreið dómsmálaráðherra. Sig. Jóns. Svör við inn- lendri frétta- getraun 1. c 2. 3. b 4. c 5. b 6. c 7. a 8. d 9. b 10. c 11. a 12. b 13. c 14. d 15. b 16. b 17. a 18. a 19. b 20. b 21. c 22. b 23. c 24. c 25. c 26. b 27. c 28. a 29. c 30. d 31. b 32. a 33. d 37. c 34. c 35. a 36. ? Svör við er- lendri frétta- getraun 1. c. 2. c. 3. d. 4. b. 5. a. 6. d. 7. c. 8. b. 9. b. 10. d. 11. c. 12. d. 13. b. 14. a. 15. c. 16. d. 17. d. 18. c. 19. a. 20. d. 21. c. 22. c. 23. b. 24. c. 25. a. 26. b. 27. d. 28. a. 29. b. 30. c. 31. d. 32. a. 33. a. 34. a. 35. d. 36. c. 37. b. 38. d. 39. c. 40. d. 41. a. 42. b. 43. d. 44. b. Svör við inn- lendri íþrótta- fréttagetraun 1. b; 6. a; 11. d; 16. d: 2. d; 7. e; 12. c; 17. d; 3. a; 8. d; 13. b; 18. b; 4. d; 9. a; 14. b; 19 b; 5. a; 10. c; 15. e; 20. d; 21. Guðmundur Steinsson, Víkingi, gerði 13 mörk; 22. Ásgeir Elíasson er landsliðsþjálfari í knattspyrnu; 23. Atli Eðvaldsson hefur leikið 70 landsleiki í knattspymu. Svör við er- lendri íþrótta- getraun 1. b 6. c 11. a 16. e 2. a 7. d 12. e 17. d 3. d 8. a 13. b 18. b 4. d 9. b 14. c 19. a 5. e 10. c 15. b 20. c 21. Steffi Graf, tenniskona 22. Brus Grobbielaar, markvörð- ur Liverpool 23. Micael Jordan, körfuknatt- leiksmaður William Butler Yeats Fjögvr ástarljóð - í íslenzkum búningi eftir Þorstein Gylfason Thomas Stearns Eliot, sem sjálfur var eitt af höfuðskáldum tuttugustu aldar, kvað upp úr um það að William Butler Yeats hefði verið fremstur enskumælandi skálda um sína daga, og jafnvel allra skálda að því er Eliot vissi bezt. Hið sama hefur mörgum þótt síðan. Yeats (1865-1939) var næstum því upp á hár samtíðar- maður Einars Benediktssonar (1864-1940), og staða hans á ír- landi ekki ósvipuð stöðu Einars á íslandi: hann var óumdeilt þjóð- skáld - eða skáldkonungur eins og Einar var líka nefndur - þótt kveðskapur hans væri oftar en ekki feykilega umdeildur. Eins og Einar fékkst hann við fleira en kveðskap: Hann var forustumaður í leikhúslífi íra og þjóðleikhús- stjóri í Dyflinni, og hann tók nokk- urn þátt í stjórnmálum líka og var öldungadeildarþingmaður um hríð. Ymis kvæða hans sækja efni sitt í sjálfstæðisbaráttu íra eins og kvæði íslenzkra skálda á sama tíma í íslenzka sjálfstæðisbaráttu. Kveðskapur Yeats er óvenju- Iegur að því leyti að hann breytist jafnt og þétt, jafnt að efni sem efnistökum, frá unglingsárum til æviloka. Sjálf braglistin umhverf- ist hvað eftir annað í höndunum á honum, með þeim afleiðingum að áhrif hans á önnur skáld hafa orðið óviðjafnanleg. Jafnframt er þessi kveðskapur lygilega ljöl- breyttur á hveiju skeiði ævinnar: það skiptast á löng og þung heim- spekileg kvæði, sem eru eftirlæti bókmenntafræðinga því að það er svo margt að skýra í þeim, kvaOði um sögu Ira foma og nýja, ljóðaleikir sem eru langt fyrir utan alfaraieið í leiklist aldarinnar, og loks vögguvísur, drykkjusöngvar og ástarljóð sem þarfnast engra skýringa. Ástarljóðin fjögur sem hér er snarað á íslenzku eru frá ýmsum tímum. Hið elzta „Lauf taka að falla" yrkir Yeats innan við tví- tugt og birtir það í fyrstu kvæða- bók sinni Crossways 1889, „Elsk- aðu aldrei of lengi“ er úr In the Seven Woods 1904, „Handa Önnu Gregory" úr The Winding Stair 1933 og hið yngsta „Eftir Ianga þögn“ yrkir hann á sjötugsaldri í ágúst 1931 sem hluta af löngum kvæðaflokki Words for Music Per- haps. Þess má geta að „Lauf taka að falla" hefur verið þýtt áður á íslenzku. Fyrri þýðinguna gerði Magnús Ásgeirsson og heitir hún „Haust“ (Ljóðasafn (1960) II, 42-43): Nú þyrla vindar haustsins hinztu blöðum í hvíldarlausum dansi um freðna jörð, og mýsnar leita líknar inni í hlöðum og loftsins ásýnd verður grá og hörð. Við vitum bæði, að ástin er á förum, og okkar hjörtu gerast þung og sljó. 0, kveðjumst strax með brosi á beggja vörum, en biðum ekki lífs í kulda og snjó. Sjá má að þýðing Magnúsar er nokkuð fijálsleg því að hann víkur bæði frá bragarhætti og efni kvæðisins hjá Yeats, svo að við liggur að úr verði nýtt kvæði innblásið af frumkvæðinu. Helgi Hálfdanarson hefur þýtt tvö fræg kvæði eftir Yeats, „Innisfree" og „í elli þinni“ (Erlend ljóð frá liðn- um tímum (1982), 184-185). Lauf taka að falla Haust hefur læst sig um lauftijánna dulur og líka um mýsnar í hlöðunnar bing. Reynirinn okkar er rauður og gulur og rautt er í mörkinni blábeijalyng. Ást er á förum með fullnæging sína og firring og lúi í þér og mér. Kveðjumst nú áður en kærleikar dvína með kossi og tári á hvarmi þér. The Falling of the Leaves Autumn is over the long leaves that love us And over the mice in the barley sheaves; Yellow the leaves of the rowan above us And yellow the wet wild-strawberry leaves. The hour of the waning of love has beset us, and weary and wom are our sad souls now; let us part, ere the season of passion forget us, With a kiss and a tear on thy dropping brow. Elskaðu aldrei of lengi Elskaðu, vinan, aldrei of lengi: ég elskaði nótt og dag en fékk ekki frið fyrir tízku fremur en gamalt lag. Við vorum ung að árum ðg elskuðumst fjarska heitt. Hver einasta hugsun hennar og hugsun mín voru eitt. Svo breyttist hún allt í einu. Elskaðu bara í dag! Þú ert annars óðar úr tízku eins og gamalt lag. O do not love too long Sweetheart, do not love too long: I loved long and long, And grew out of fashion Like an old song All through the years of our youth Neither could have known Their own thought from the other’s We were so much at one. But 0, in a minute she changed - 0 do not love too long, Or you wili grow out of fashion Like an old song. Handa Önnu Gregory „Aldrei geta ungir menn með angist farið dult er líta þeir þitt lokkasáfn sem leggst að eyrum fullt, og lagt þá aðeins ást á þig en ekki á hárið gult.“ „Þá háralitur reynist ráð, rauður eða blár. Þá ættu þessir ungu menn ef angistin er sár að geta aðeins elskað mig og ekki þetta hár.“ „I gærkvöld hitti ég glöggan prest sem greindi álit sitt: að gömul ritning gerði ljóst að Guð einn, lambið mitt, geti aðeins elskað þig og ekki þárið þitt.“ For Anne Gregory “Never shall a young man, Thrown into despair By those great lioney-coloured ramparts at your ear, Love you for yourself alone And not your yellow hair.” “But I can get a hair-dye And set such colour there, Brown, or black, or carrot, That young men in despair May love me for myseif alone And not my yellow hair.” “I heard an old religious man But yestemight declare That he had found a text to prove That only God, my dear, Could love you for yourself alone And not your yellow hair.” Eftir langa þögn Tal eftir langa þögn. Því aðra ást en okkar hafa slit og dauði sótt. Gluggatjöld fela fjandsamlega nótt, fjandsamlegt ljós er næstum hætt að sjást. I list og söng er æðsta stefið eitt og orð okkar falla um það stór og þung: líkamleg hrömun er vizka; eitt sinn ung við unnumst heitt og vissum ekki neitt. After Long Silence Speech after long silence; it is right, All other lovers being estranged or dead, Unfriendly lamplight hid under its shade, The curtains drawn upon unfriendly night, That we déscant and yet again descant Upon the supreme theme of Art and Song: Bodily decrepitude is wisdom; young We loved each other and were ignorant. ÚTSALAN HEFST FÖSTUDAGINN 3. JANÚAR v/Laugalæk, sími 33755.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.