Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 1
HEIMILI JMfógmiÞIafrfi SUNNUDAGUR 19. JANUAR 1992 BLAÐ Steypl ábrettl ÆF Idag heldur Bjarni Ólafsson áfram umfjöllun sinni um Austurbæjarskólann. Þarkem- ur fram, hve erfið undirbún- ingsvinnan var fyrir undirstöð- ur hins nýja skólahúss á Skóla- vörðuholtinu, er hafizt var handa 1926 við að byggja það, en klöppina þar þurfti að sprengja mikið niður. Mót fyrir steinsteypu voru líka smíðuð með allt öðrum hætti á þessum árum en tíðkazt hefur nú í marga ára- tugi. Steypan var oftast hand- hrærð og steypuvinnan mikil erfiðisvinna og þá þekktust ekki “víbratorar", sem nú auð- velda lagningu steypu í mót. Árið 1930, sama ár og þjóðin hélt upp á þúsund ára afmæli Alþingis, var þessi glæsilegi barnaskóli tekin í notkun. 0% Listhnsið í Laugardal Listhúsinu í Laugardal er ætlað að verða vettvangur listamanna og listunnenda. Þar verður ekki bara starfsaðstaða fyrir margar greinar lista og listiðnaðar heldur einnig sýn- ingar- og söluaðstaða og greið- ur aðgangur fyrir allan almenn- ing til að skoða og fylgjast með og kaupa þá list, sem þarna verður íboði. í viðtali hér í blaðinu í dag fjallar Tryggvi Árnason grafík- listamaður um smíði Listhúss- ins og tilgang þess. Þar kemur fram, að byggingarfram- kvæmdirnar hafa gengið vel og eru raunar fjórum mánuðum á undan áætlun. Áformað er að afhenda vinnustofur og íbúðir þarna tilbúnar undir tréverk og málningu í mai' næstkomandi í stað september eins og upp- haflega var áætlað. Þegar er búið að ráðstafa nokkrum vinnustofum og íbúðum og m. a. hefur Reykjavíkurborg keypt þarna eina íbúð og vinnustofu, sem ætlaðar eru til menningar- starfsemi á vegum borgarinn- ar. Húsbréfalán á sl. ári námu alls um 15,5 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar. Á meðfylgjandi yfir- liti sést að húsbréfalán dreifð- ust á einstaka mánuði á sl. ári og kemur þar í Ijós að minnst er afgreitt í desember enda eru fasteignaviðskipti þá að jafnaði lítil. í júlí voru aftur á móti veitt húsbréfalán að fjárhæð um 2 milljarðar. Stærstur hluti húsbréfalána á sl. ári er vegna kaupa á not- uðu húsnæði eða um 9,2 millj- arðar en 3,4 milljarðar vegna nýbygginga einstaklinga. Þá námu greiðsluerfiðleikalán tæpum 2,6 milljörðum. Hús- næðisstofnun bárust alls 1.813 umsóknir um greiðsluerfiðleik- alán á sl. ári og voru 909 sam- þykktar. Samkvæmt reglugerð var heimilað með bráða- birgðaákvæði, að taka við fast- eignaveðbréfum vegna kaup- samninga þeirra aðila sem biðu eftir almennu láni úr Bygg- ingarsjóði ríkisins. 9.196.068.621 kr. Níu milljarðar eitt hundrað niutíu og sex milljónir sextíu og átta þúsund sex hundruð tuttugu og ein Helstu útlánaflokkar V. nýbygginga einstaklinga 3.391.574.913 kr. 3,4 milljarðar "O l « ■Ö S .2 §■ §,1 Greioslu- erfiöleikalán 2.556.435.800 kr. 2,6 milljarðar, tæpir m -ra 010 0 0 0 0 0 I0SÍ ffl □ !D 0 0 a 0 0 ÉiiB 00EQ Húsbréfalán í fyrra Samtals: 15.505.199.485 kr. Dreifing yfir árið: Fimmtán milljarðar fimm hundruð og fimm milljónir eltt hundrað níutíu og níu þúsund fjögur hundruð áttatíu og fimm krónur V. nýbygginga verktaka 134.000.614 kr. 134 milljónir 144.871.234 kr. 144,9 milljónir Bráðabirgða- ákvæði II 82.248.303 kr. 82,2 milljónir 2000 milljónir kr. 1500 1000 Húsbréfa- lán 11111 15,5 millj- aróar1991

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.