Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 C 15 — Þetta er sérhannað húsnæði fyrir listastarfsemi á bezta stað í borginni, segir Tryggvi Árnason. — Á jarð- hæðum verða sýningarsalur, tólf vinnustofur og verzlan- ir og má tengja þetta allt saman með fáum handtökum i eina samvirka heild. Á innfelldu myndinni er útlits- mynd af Listhúsinu, en það er hannað af Tryggva Tryggvasyni arkitekt. Virka daga er reiknað með, að þarna verði líflegt námkeiðahald og liststarfsemi en um helgar sýningar og verzlunarrekstur. því tagi en fyrir listsýningar um helgar. 12 vinnustofur ájarðhæð Tryggvi víkur næst nánar að hús- inu sjálfu, sem er mikið mannvirki eða nær 3.100 fermetrar alls. Til samanburðar má nefna, að Kjar- valsstaðir eru 2.194 fermetrar. — Á jarðhæð norðan megin í húsinu verða 12 vinnustofur, allar með stórum vinnugluggum og er að- koma og sérinngangur í þær einnig að norðanverðu, segir hann. — Fimm af þessum einingum, sem eru í austurálmu hússins, geta tengzt aðal sýningarsalnum, þegar þurfa þykir. Hinar sex standa norðan megin við gang í vesturhúsinu, þar sem kaffistofa og verzlanir verða og geta tengzt sölusýningum, hven- ær sem eigendur vilja. Stærð þessara vinnustofa er um 56 fermetrar brúttó. Fleiri slíkar einingar má tengja saman og fá þannig stærri vinnustofur. Allar vinnustofurnar eru með sérinn- gangi og hægt að ganga inn í þær, þó að annað í húsinu sé lokað. All- ar lagnir eins og skolplagnir þurfa að vera sérhannaðar þarna og stærri en venjulega til þess að hægt sé að ná úr þeim stíflum, sem mynd- ast af gips og leir. Á jarðhæðinni verða ennfremur tvær stórar verzlanir og verður rekstur þeirra alfarið í höndum sjálfstæðra verzlunaraðila. — Þær ættu auðvitað að vera tengdar list- um og listsköpun, segir Tryggvi. — Þá verður þarna aðlaðandi kaffi- stofa í miðjunni, sem verður líklega opin á kvöldin. Sú starfsemi, sem þarna verður mun því styðja hver aðra. Þarna verða engin vandræði með bílastæði, en þau verða bæði mörg og fullkomin. íbúðir með vinnustofuaðstöðu verða síðan á 2. og 3. hæð hússins samtals 115,8 fermetrar hver. Gengið er inn í íbúðirnar af 4 metra breiðum svalainngangi, sem er á þaki verzlana og sýningarsals. — Þessar íbúðir eru eins og lítil rað- hús um fimm metra breið ofan á stórum jarðhæðum, segir Tryggvi. — Yfirbyggðar svalir fylgja auk þess hverri íbúð. Eignarrétti að íbúðum og vinnu- sölum þarna verður á sama veg farið og annars staðar. — Ég líki þessu við raðhús, þar sem hver maður á sína íbúð. Skilyrði voru þau upphaflega, að þeir, sem þama vildu búa, væru meðlimir í Banda- lagi ísl. listamanna (BÍL), en í því eru um 1.200 manns. En það er ljóst, að íbúðirnar eru fleiri en svo, að það sé markaður fyrir þær allar á meðal fólks úr BÍL. Það hefur því verið ákveðið að gefa öðrum kost á þeim líka. Ef einhver vill selja síðar, þá er hann að sjálfsögðu frjáls að því að selja hverjum sem er. — En það er mjög sennilegt, að listafólk eða fólk tengt listiðnaði af einhverju tagi veljist í þetta húsnæði, segir Tryggvi. — Þá verður sennilega ekki heppilegt, að þama safnist saman margir listamenn úr sömu grein t. d. fimm listmálarar. Sam- keppnin milli þeirra um athygli gestanna yrði alltof hörð og hætt við, að þeir myndu ekki allir selja nógu mikið til þess að geta lifað af list sinni, sem ætti að vera tak- markið. Miklu æskilegar væri, að þarna byggi og starfaði fólk úr mörgum greinum listar og listiðnað- ar. Það myndi auka á fjölbreytnina. Þeir sem þarna munu starfa og búa, verða að sjálfsögðu að hafa eithvað samráð um daglegan rekst- ur. En þeir ráða alveg, hvenær er opið hjá hverjum um sig og njóta þeirra kosta, sem felast í því, að markaðurinn er þar, sem þeir eru sjálfir. Þetta verður líka auðveldara fyrir viðskiptavina. Þeir vita, að þarna er fólkið sem er að bjóða fram list sína og það ætti að eygja þá von að geta haft afkomu sína af listinni. Góðar viðtökur Tryggvi telur, að viðbrögðin við smíði þessa listhúss hafi verð góð. Búið er að selja helming af vinnu- stofunum á jarðhæðinni en eftir að ráðstafa flestum íbúðunum uppi, en þær geta jafnframt verið með vinnustofuaðstöðu. Þær eru um 115 fermetrar brúttó að stærð og munu kosta um 9 millj. kr. tilbúnar undir tréverk og málningu ásamt fullfrá- genginni sameign, bílastæðum og garði og þá væntanlega fullbúnar um 11-12 millj. kr., allt eftir þeim kröfum, sem fólk gerir til þeirra. — Þessar íbúðir eru því á hag- kvæmu verði, segir Tryggvi. — Jafnframt er ennþá hægt að hafa þessar íbúðir helmingi stærri, þar til skilveggir á milli þeirra hafa verið steyptir. Allt hefur verið boðið út í einingum og reynt að spara, án þess að það kæmi niður á gæðun- um. Byggingin er nú að verða fok- held og byijað á pípulögnum og múrverki. Það er því ekkert því til fyrirstöðu, að flutt verði inn í fyrstu íbúðirnar í vor. Kaupverðið er líka greitt eins og þegar keypt er íbúð í hveiju öðru fjöibýlishúsi. — Það er tiltölulega lág staðfestingargreiðsla, en síðan er kaupverðið greitt jöfnum hönd- um, segir Tryggvi. — Ibúðirnar falla undir húsbréfakerfið, þar sem láns- möguleikar eru allt að 6 millj. kr. Vinnustofurnar á fyrstu hæð húss- ins, sem kosta frá 4,6-4,9 millj.kr. er ýmist hægt að fá leigðar eða keyptar og hafa nokkir lánasjóðir tjáð sig fúsa til að fjármagna slík kaup, þannig að það hefur ekki verið vandamál að útvega fé til þessara framkvæmda. Eins og staðan er í dag er nokkr- um vinnustofum óráðstafað fyrir listmálara, leirkerasmiði, högg- myndasmiði og veflistarmenn. Auk þess óskum við eftir sam- starfí við aðila, sem annast vilja veitingarekstur hússins, sem telja verður nauðsynlegan lið vegna fjöl- þættrar sýningarstarfsemi og námsskeiðahalds. Síðan verður ákveðið í samráði við eigendur verk- stæðanna, hvaða verzlanir fái inni í Listhúsinu. Þarna verður væntanlega búið að ganga frá öllu í sumar. — Ætlun- in er meira að segja, að garðurinn verði frágenginn, segir Tryggvi. — Það var þarna skemmtilegur garður fyrir með margra mannhæða tijám og við höfum gert allt til að varð- veita þau. Það verður vaflítið prýði að þeim, þegar þau eru komin á sinn stað í nágrenni hússins. Eykur á fjölbreytni borgarlífsins Tryggvi segir, að til þessa hafi fólk hér yfirleitt ekki snúið sér beint til listamannanna og bætir við: — Það fer í galleríin og borgar þar 30-40% ofan á venjulegt verð. Eitt megin markmiðið með Listhúsinu er, að fólk veit þá hvert á að snúa sér og listamennirnar þar gera jafn- framt ráð fyrir því, að fólk komi þangað til þess að kaupa verk þeirra. Þar skapast því beint sam- band milli viðskiptavinarins og list- amannsins og það ætti að vera mikill ávinningur fyrir báða. Þessi listamiðstöð ætti einnig að auka á fjölbreytni borgarlífsins. — Það er i rauninni undarlega mikið fásinni hér í Reykjavík um helgar, sem lýsir sér í því, að þeir eru furðu margir, sem þurfa að aka austur í Hveragerði bara til þess að finna tilbreytingu,_ segir Tryggvi Árnason að lokum. I Listhúsinu má búast við, að verði töluverð umferð af fólki einkum um helgar, enda þess að vænta, að listafólkið muni stefna að því að sýna og falbjóða list sína þá en nota virku dagana til að vinna að list sinni. 1000-2000 fm Til leigu iðnaðarhúsnæði í Vogahverfi sem er ca. 1000 fm jarðhæð m. lofthæð 3,35 fm og ca. 1000 fm lager og skrifstofuloft m. lofthæð 1.90-3,40 m. Auðvelt að taka milliloft úr að hluta. Laust nú þegar. Upplýsingar veitir: Skúlagötu 30, 3. M Sími 26000 , ASBYRGI, Borgartúni 33, 105 Reykjavík. INGILEIFUR EINARSSON, lögg. fastsali. SÖLUMAÐUR: Örn Stefánsson. 623444 623444 Símatími frá kl. 12.00-14.00 Vegna mikillar sölu vantar okkur allar gerðir allar eigna á söluskrá strax. Skoðum og verðmetum samdægurs. 2ja—3ja herb. Háaleitisbraut — 2ja Góð 49,2 fm íb. á 2. hæð (endaíb.) í fjölbh. Bílskréttur. Verð 5,1 millj. Vesturbær — laus 55 fm 2ja herb. falleg íb. á 1. hæð í nýl. fjölbh. JP-innr. Vönduð eign. Verð 5,8 millj. Laugavegur — ódýrt 38 fm 2ja herb. íb. í steinhúsi. Verð 3,0 millj. hagst. greiðslukjör. Austurströnd — 2ja 50 fm íb. á 5. hæð ásamt stæði í bílskýli. Verð 5,5 millj. Áhv. 1,4 millj. byggsjóður. Kríuhólar — laus 2ja herb. 45 fm falleg, nýstandsett íb. á 3. hæð. Laus strax. Verð 4,7 millj. Asparfell — útsýni 90 fm 3ja herb. íb. á 5. hæð. þvoherb. á hæðinni. Lyklar á skrifst. V. 6,2 m. Krummahólar m/bílsk. 3ja herb. 75,6 fm íb. á 4. hæð ásamt 25 fm bílsk. Þvottaherb. innan íb. Flísal. Skeljagrandi — einb. 319,8 fm gott einbhús. 2ja herb. sóríb. í kj. Áhv. 2,0 millj. bygg- sjóður. Næfurás — raöh. 251,9 fm raðh. á tveimur hæöum m. innb. bílsk. Á neðri hæð eru eldh., stof- ur, þvottah., snyrting. Á efri hæð eru 4 svefnherb. og baöherb. í risi er bað- stofuloft. Bein sala eða skipti á minni eign. bað. Laus strax. Verð 6,0 millj. I Engjasel - míkið áhv. 83,9 fm falleg 3ja horb. íbúð á 1. hæð. Parket og flísar é gólfum. Áhv. 3,0 millj. byggsj. pr^gwiriit s|| — " Víkurás — 3ja - i Góð 85 2ja fm íb. á 2. hæð. Áhv. 2 millj. Byggingarsj. Verð 6,5 millj. Laus strax. Álfholt 2ja-3ja herb. íb. 84,8 fm. Sem selst tilb. u. trév. og máln. Sameign. fullfrág. Verð 6,3 millj. Til afh. strax. Hörgshlíð — 3ja 94,7 fm jarðhæð í nýju þríbhúsi ásamt bílskýli. íb. selst tilb. u. trév. með sam- eign fullfrág. Verð 8,6 millj. Hraunbær — 3ja Góð 80,8 fm íb. á 2. hæð í fjölb. Stór svefnherb. Húsið er nýsprunguviðg. að utan. Áhv. ca 2,5 millj. byggsj. 4ra-5 herb. Hraunbær — 4ra 99,6 fm góð íb. á 3. hæö. Parket á stofu, eldhúsi og gangi. Góð eign. Mik- ið útsýni. Bein sala eða skipti á rað- eða einbh. í Árbæjarhv. Verð 7,3 millj. Kirkjuteigur - ris 4ra herb. björt og skemmtil. ib. i fjórbh. Mikið útsýni. Verð 7,5 millj. Birkimelur — 4ra Góð 86 fm endaib. á 1. hæð auk herb. I kj. Parket. Verð 8,1 millj. Hólahverfi - einb. tveimur hæðum ásamt 67,2 fm bílsk. Að auki er ca 80 fm óupp- fyflt rými í kj. Frábært útsýni yfir Elliðaárdal. Laust strax. Kögursel — einb. Gott ca. 176,3 fm einbhús á 2 hæðum ásamt 22 fm bílsk. Til afh. strax. Verð 14 millj. Atvinnuhúsnæði Frostafold - m/bílsk. Glæsii. 116 fm nettó 6 herb. ib. á 3. h»ð ásamt bflsk. Parket og flísar. Vandaðar innr. Pvhús innaf eldh. Suðursv. Áhv. 3,3 mlllj. Byggsj. Verð 10,5 millj. Krummahólar — „penthouse" Góð 125,7 fm íb. á 2 hæðum ásamt stæði i bílskýli. Frábært útsýni. Verð 8,8 millj. Stærri eignir Smíöjuvegur — Kóp. 209 fm glæsil. iðnhúsn. m. góð- um innkdyrum. Tll afh. strax. Nýbýlavegur 310 fm verslhúsnæði á jarðhæð. Laust strax. I smíðum Aflagrandi — parh. Höfum i sölu 2 parh. á tveimur hæðum sem eru 207 og 213 fm m. innb. bílsk. Húsin afh. tilb. að utan og fokh. eða tilb. u. trév. að innan. Arkitekt er Einar V. Tryggvason. Skyndibitastaður Til sölu litill skyndibitastaður í miðborg- inni. Ný tæki og innr. Góð velta. Hagst. verð og grkjör. Sumarhús — Húsafelli Góöur 28 fm A-bústaður í Kiöárbotnum. Selst m/öllum búnaði. Verð 1,8 millj. Sumarbústaðaland Gott eignarland i nágrenni Reykjavíkur 1,25 ha að stærð. Seltjarnarnes - raðh. Gótt 175 fm endaraðh. á ról. stað. Innb. 30 fm bílsk. Stór lóð. Fallegt útsýni. Hraunbær-3ja V. 6,4 Hamraborg - 3ja V. 6,5 Reykás - 5-6 V.11,0 Leirut. - parh. V. 13,2 Ásgarður - raðh. V. 8,5 Mikið áhvilandi. Bakkasel - raðh. V. 15,0 Bæjartún - einb. V. 19,5 Selás — raðhús Gott 190 fm raðhús á pöllum, auk 60 fm rýmis í kj. og 41 fm bilsk. Húsiö er mjög vel staðsett ofan v. götu. Stór ræktuð lóð. Verð 16 millj. LAJMT____ SÓLUSKRÁ Asbyrgi I IGMASALW [IALTAS1 •sssm*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.