Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992
Markaóunnn:
Einbýlishns fremur þimg i sölu
Eftírspurn eftír
atvfnnuhúsnæói
að glæóast
Markaðurinn fyrir einbýlishús og
stærri eignir er heldur þyngri en
áður. Aftur á móti er meiri eftir-
spurn eftir vönduðum eignum af
millistærð eins og blokkaríbúðum
á verðbilinu 8-10 millj. kr. og hef-
ur orðið verðhækkun á þeim. Kom
þetta kom fram í viðtali við Frið-
rik Stefánsson í fasteignasölunni
Þingholti. — Það eru samt ýmsir
að velta fyrir sér kaupum á hús-
um, sagði Friðrik. — Oft verð-
leggjum við aðeins fram í tímann,
ef við finnum, að eignirnar eru
að hækka. Þegar húsbréfin komu
til sögunnar og hægt var að fá
,'allt að 9 millj. kr. lán þar, virtist
vera fyrir hendi tilhneiging til
/ hækkana á einbýlishúsum. Það
hefur samt ekki orðið. Hús sem
við verðlögðum á 18 millj. kr. fyr-
ir einu og hálfu ári, eru enn á
svipuðu verði.
Nú virðist vera eftirspurn eftir
blokkaríbúðum á verðbilinu
8-10 millj. kr., sagði Friðrik ennfrem-
ur. — Skýringin kann að vera sú,
að þjónstuíbúðimar fyrir gamla fólk-
ið eru svo okurdýrar, að það kýs
heldur að kaupa á almennum mark-
aði. Þar við bætist, að aldraðir fá
ekki síðri þjónustu frá því opinbera
með þeim hætti. Sá sem er í sinni
eigin íbúð, getur t. d. fengið ókeypis
öryggishnapp, því að Trygginga-
stofnunin borgar hann. Sá sem er í
þjónustuíbúð, þarf aftur á móti að
borga fyrir hann sjálfur.
Þetta háa verð á þjónustuíbúðun-
um á sér því stað á fölskum forsend-
um, því að þjónustan þar er ekkert
meiri en annars staðar. Ástæðan
fyrir því, að þjónustuíbúðimar em
seldar svona dýrt, er sú, að eldra
fólk er að selja sín skuldlausu hús
og byggingaraðilamir eru að reyna
að ná því, sem ná má af þessu fólki.
Þetta er staðreyndin. Gamla fólkið
er hrætt við að verða ósjálfbjarga
og þarf þá á aðstoð að halda, en fær
svo bara litla blokkaríbúð fyrir sama
verð og húsið sitt og svo enga þjón-
ustu umfram þá, sem það hafði á
gamla staðnum.
Friðrik sagði að lokum, að tölu-
vert líf væri að færast í fasteigna-
markaðinn í heild. — Eftir allan böl-
móðinn í opinberri umræðu fyrir jól
erum við hér eiginlega hissa á því,
hve markaðurinn tók vel við sér strax
eftir áramótin. Það hefur verið mikið
um fyrirspumir og mikið af eignum
komið inn, þannig að vertíðin virðist
vera að byija og breytir þar engu,
hvort sem það er kreppa eða ekki í
þjóðfélaginu.
Meira lánað í stórum eignum
Að mati Þorsteins Steingríms-
sonar í Fasteignaþjónustunni er
fremur hæg sala í einbýlishúsunum.
— Þar er þó ein breyting áberandi,
sagði hann. — I kjölfar þeirrar
breytingar á húsbréfakerfinu að hafa
hámarkið 5 millj. kr. í stað tæpl. 10
millj. kr. áður, em seljandur stórra
húsa farnir að lána sjálfir stærri
hluta kaupverðsins en tíðkaðist á
sambærilegum kjörum, það er með
verðtryggingu, sömu vöxtum og
sama lánstíma og í húsbréfakerfinu.
MÞorsteinn kvað mikil umskipti hafa
orðið varðandi atvinnuhúsnæði að
undanförnu og þá sérstaklega á
minna skifstofu- og iðnarhúsnæði. —
Það er mikil eftirspurn eftir slíku
húsnæði til leigu í Múlahverfi og
uppi á Höfða. Verðið er að mjakast
upp á við, bæði leiga og söluverð.
Algeng leiga á skristofuhúsnæði er
nú um 650 kr. fermetrinn í Múla-
hverfi, en var um 500 kr. í samning-
um, sem gerðir voru á seinni hluta
síðasta árs.
Eftirspurn eftir iðnaðarhúsnæði
er einkum eftir 300-400 fermetra
húsnæði fyrir alls konar iðnað t. d.
járnsmíði en einnig fyrir heildsölur
undir lager. — Það er komið mun
meira líf í þennan markað en var,
sagði Þorsteinn. — Mér finnst eins
og flestir séu að komast út úr svart-
sýnistímabilinu. Skrifstofuhúsnæði í
gamla bænum hefur þó orðið útund-
an en þó nokkur eftirspurn er eftir
góðu verzlunarhúsnæði við Laugar-
veg og í Kvosinni. Nú er mikill áhugi
kominn upp á Smárahvammslandinu
í Kópavogi og búið að selja þar lóðir
og farið að teikna og fyrirtæki búin
að skrifa sig fyrir húsnæði í væntan-
legum nýbyggingum þar.
SMIÐJAN
Austnrbæjar-
skóllnn D
U ndirstöðurnar
eftir Bjarna
Ólafsson
Undirbúningsvinna fyrir undir-
stöður hins nýja skólahúss á
Skólavörðuholtinu, er hafist var
handa 1926 við að byggja Austur-
bæjarskólann, mun hafa verið erfið
°S þurft hefur að
sprengja klöppina
mikið niður.
Loftpressu
höggborar voru
notaðir til að bora
fyrir sprengjutúp-
um. Voru þessir
höggborar stórir
og þungir og loft-
pressurnar einnig mun stærri og
þyngri í meðförum en þær sem síð-
ar eru algengastar til slíkrar vinnu.
Nú eru mest notaðar loftpressur
sem festar eru á dráttarvélar, en
svona dráttarvélar voru ekki til
1926, ekki heldur jarðýtur eða vél-
skóflur eða vélkranar til að lyfta
grjótinu upp úr grunninum. Steinar
sem lyft var til brottflutnings á
vörubflum, voru yfirleitt færðir til
með handafli og lyft með talíu á
þrífættum gálgum. Vörubifreiðir
voru litlar á þessum árum og gátu
borið eitt og hálft tonn til þrjú tonn,
hinar stærstu og nýjustu. Loft-
þjöppuvélarnar voru á fjórhjóla-
vögnum sem bílar gátu dregið á
milli vinnustaða.
Mótauppsláttur
Mót fyrir steinsteypu voru smíð-
uð með allt öðrum hætti á árunum
kringum 1930 en tíðkast hefur nú
um marga áratugi. Þegar iokið var
við að steypa gólfplötu var hafist
handa við að undirbúa veggjamótin.
Voru þá negldar saman uppistöðu-
grindur, tvær og tvær uppistöður
(ytri og innri) negldar saman með
mjóum listum. Fór sú vinna fram á
vinnuborði sem slegið var saman í
þessum tilgangi. Þess var auðvitað
gætt að hafa bilið á milii uppistað-
anna hæfilegt miðað við hver
veggjaþykktin átti að vera. Þ.e. ef
veggur átti að vera 30 sm þykkur
þá var bætt við tveimur borðþykkt-
um og haft 35 sm bil á milli uppi-
staðanna.
Þessum uppistöðugrindum var
síðan raðað í háa stafla, mannhæð-
arháa. Þótti börnum staflarnir
skemmtilegir til feluleikja, eftir að
smiðir voru hættir störfum á kvöld-
in.
Þegar lokið var við að negla sam-
an hæfilegt magn af uppistöðum í
veggina, var tekið til við að mæla
fyrir veggjunum, reisa uppistöðurn-
ar, taka veggina rétta og stífa þá,
svo að þeir skekktust ekki né féllu
ef hvessti.
Vegglínan varð auðvitað að vera
bein og hallalaus. Síðan var tekið
að klæða borðvið innan í uppistöð-
urnar. í fyrstu var ekki klætt hærra
en upp undir glugga. Það tíðkaðist
ekki á þessum árum að steypa
hærra en sem svaraði upp undir
glugga í fyrstu. Með þeim tækjum
sem notuð voru við steypuvinnuna
á þessum árum hefði verið ófram-
kvæmanlegt að steypa alla vegg-
hæðina samdægurs. Mótin voru
ekki heldur höfð svo sterk að þau
héldu þunga steypunnar á heilli
vegghæð.
Steypuvinnan
Á þeim árum sem bygging Aust-
urbæjarskólans stóð yfir, 1926- 30,
var steypan oftast handhrærð, enda
þótt steypuvélar væru komnar til
sögunnar. Smíðaður var sérstakur
pallur sem klæddur var borðum sem
lágu þversum og voru 2,1 m til 2,4
m löng. Algengt var að slík steypu-
bretti, en svo nefndust pallarnir hér
í Reykjavík a.m.k., voru 2,70 til 3,0
m x 2.10 til 2.40 m að stærð.
Á steypubrettið var síðan ekið í
hjólbörum sandi og möl, hæfilega
mörgum hjólbörum til blöndunar
með einum sementspoka. Sandur
og möl voru lögð í ílangan bing á
brettinu og gerð rauf langsum ofan
í binginn. Sementinu var síðan hellt
úr pokanum ofan í þessa ílöngu
rauf.
Síðan var hafíst handa við að
blanda saman þessu efni, sementi,
sandi og möl. Stóðu þá tveir menn
andspænis hvor öðrum, hvor sínu
megin við efnisbinginn og hrærðu
efninu saman með því að stinga
sléttum steypuskóflublöðunum und-
ir efnið, lyfta skóflunni upp og velta
skóflublaðinu við svo að efnið
hrundi niður í binginn. Þegar hræra
þurfti mikið magn af steypu voru
oft tveir menn við hvora hlið bings-
ins og gekk þá hvor á eftir öðrum
við hrærsluna og allir fjórir unnu í
takt.
Þegar þurrefnið var vel hrært
saman var aftur gerð rauf langum
eftir bingnum og vatni hellt þar í
og það síðan hrært samanvið efnið.
Þegar lögunin var fullhrærð var
mokað í fötur og steypunni helt í
mótin.
Erfið vinna
Steypuvinnan var á þessum árum
mikil erfiðisvinna. Hvaðeina var
erfítt eins og að moka möl og sandi,
bera sementspokana, aka hjólbör-
unum, bera steypuföturnar, leggja
og draga steypustyrktaijám, jafna
steypunni í mótin o.s.frv. Ekki
heyrðust menn þó kvarta undan
erfíði vinnunnar, það kom sjaldan
fyrir. Því fylgdi gleði og öryggi að
hafa vinnu og eiga von á launum
fyrir erfiðið.
Þegar lokið var við að fylla mót-
in upp undir gluggana voru karm-
arnir settir á sinn stað og klæðning
mótanna hækkuð. Áfram var haldið
við steypuvinnuna. Þeir sem helltu
steypunni í mótin þurftu að standa
ofar eftir því sem mótin hækkuðu.
Til þess voru smíðaðar brýr, eða
pallar. Þá var farið að hífa steypu-
föturnar upp með talíu sem fest var
á sterkan gálga sem skagaði út
fyrir mótin. Það voru menn niðri á
jörðu sem höfðu það starf að moka
steypu í föturnar og að hífa þær
upp. Til þess að pjakka og jafna
steypunni í mótin var venjulega
notaður þykkur ferkantaður spaði
með löngu, beinu skafti. Þá þekkt-
ust ekki „víbratorar“ eða titrings-
vélar þær sem nú auðvelda lagningu
steypu í mót.
Innivinna
Þegar þetta stóra skólahús hafði
verið steypt upp og var orðið fok-
helt, var tekið til við innivinnu, ein-
angrun, pípulagnir og múrverk.
Notuð voru gildari rör en síðar tíðk-
ast og var t.d. átakaverk að snitta
endana á þessum gildu rörum. Frá-
rennslisrör voru yfírleitt úr potti,
vatnslásar úr blýi.
Þegar frost var úti gat verið illt
að fást við múrhúðun í óupphituðum
húsunum. Þá var algeng sjón að
sjá blikktunnur sem alsettar voru
götum. Þesskonar tunnur voru mik-
ið notaðar til þess að múrhúðunin
þornaði betur og til þess að forða
henni frá frostskemmdum. Var þá
kveiktur eldur í þessum blikktunn-
um og þær látnar standa innandyra
í húsum sem voru í byggingui
Þar sem múrarar voru að störfum
komaí nýjum húsum fylgdi störfum
þeirra mjög sérstök lykt, þung og
súr. Þessu olli kalknotkun sem var
allmikil einkum við fínpússningu.
Kalkið var innflutt í tunnum.
Þegar vinnu múrara lauk komu
rafvirkjar til þess að vinna við raf-
kerfi hússins. Einnig komu trésmið-
ir til þess að ganga frá gluggum,
hurðum, skápum og öðru tréverki.
Breyttist lyktin smátt og smátt í
húsinu, eftir því sem múrinn þorn-
aði betur. Ilmur af hefílspónum,
málningu og dúkalögn fyllti húsið.
Alþingishátíðar ár
Þjóðin hélt upp á þúsund ára
afmæli alþingis 1930, á því ári var
þessi glæsilegi barnaskóli tekinn í
notkun. Þjóðin var að rétta úr kútn-
um. Frelsi og sjálfstæði voru fram-
undan. Skólastarfíð í hinum nýja
skóla bar þess vott. Ýmsir nýjir sið-
ir settu mark á skólastarfið og þar
var starfað með áhuga og elju,
framtíðin var okkar.
t
1
I
1
t
I
I
!
I
I
)