Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 Greiðslngetu- nuil kaupenda Ikjölfar ákvörðunar um að taka upp húsbréfakerfi í fasteigna- viðskiptum er mat á greiðslugetu, þeirra sem fyrirgreiðslu með hús- bréfum óska, orðið nauðsynlegt. Tilgangurinn er augljós. Hér er um ráðgjöf að ræða sem miðar að því að væntan- legir skuldarar sníði sér stakk eftir vexti. Svona ráðgjöf hefði átt að vera komin fyrir löngu. Bankar hefðu átt að eiga langa reynslu að baki í slíkri ráðgjöf þegar húsbréfakerfið kom til framkvæmda svo að óþarfi átti að vera fyrir starfsmenn Hús- næðisstofnunar ríkisins að „finna upp hjólið“ í þessu efni. Áður byggðust allar lánveitingar á ís- landi á því hvaða tryggingar (veð) umsækjandi láns gæti veitt. Ein- ungis var (og er í mörgum tilfellum ennþá) tekið mið af hvernig sá sem lánar geti, nánast með hnefarétti, náð sínum peningum til baka án tillits til aðstæðna þess sem skuld- Hvernig er mat á greiðslu- getu orðið til? Ljóst varð með tilkomu hús- bréfakerfisins að veðskuldir kaup- enda fasteigna hækkuðu verulega, lánstími styttist og vextir hækk- uðu. Þar af leiðandi yrði greiðslu- byrði þyngri en áður. Greiðslu- byrði af hámarksláni kerfisins var í upphafi um kr. 50.000.00 á mánuði. Til að forða væntanlegum lántakendum frá vanskilum var rík þörf á að skoða getu þeirra til að standa undir greiðslum af lánun- um. Því var starfsmönnum Hús- næðisstofnunar falið að búa til aðferð sem kæmi að notum við slíkt mat. Nú er ekki tilgangur minn að kasta rýrð á þetta ágæta fólk, en eigi að síður ber vinnuað- ferðin þess merki að hún er komin frá opinberri stofnun. Stofnun þar sem einstaklingarnir eru eins og tennur í tannhjóli eða hlekkir í keðju, en án ábyrgðar á afleiðing- um verka sinna. Takmarkið hlaut því að vera að búa til aðferð sem væri nánast skotheld. Hún þurfti að vera al- gild, hún þurfti að vera nothæf og helst auðveld í framkvæmd. Svo auðveld að hver sem væri gæti beitt henni án langrar og dýrrar þjálfunar eða reynslu. En með slíkum kröfum var aðferðin fyrirfram dæmd til að mistakast. Það er miklu flóknara mál að meta greiðslugetu einstaklings en svo að unnt sé að gera það með tiltölulega einföldu tölvuforriti byggðu á frekar fátæklegum for- sendum. Upplýsingar sem byggt er á Umsækjandi um fyrirgreiðslu húsbréfadeildar þarf að leggja fram eftirtalin gögn: Síðasta skattframtal, launaseðla síðustu 3 mánuði, síðustu kvittanir greiðslna af öllum lánum sem umsækjandi skuldar. Ef umsækjandi á íbúð fyrir þarf einnig að sýna veðbókar- vottorð og brunabótamat hennar. Þetta er sá viskubrunnur sem aus- ið er úr. Tölvan er mötuð og „bingó!“. Matið er klárt. Ekki er að sjá að aðrir þættir séu lagðir til grundvallar s.s. hver sé ferill umsækjanda í íjármálum. Hvað er hann með stóra fjöl- skyldu? Býr hann við atvinnuör- yggi? Er hann heilsuhraustur? Á hvaða aldri er hann? Er hann í starfi sem býður upp á stöðuhækk- un og hækkandi laun eða öfugt? Sýnir eignastaða hans að honum hafi haldist vel á aurum eða er hún byggð á arfi eða eignum sem hafa orðið til af öðrum orsökum en vinnuframlagi umsækjandans. Á meðan mat á greiðslugetu fór fram í Húsnæðisstofnun ríkisins var ljóst að þar var ekki til mann- afli til að „klæðskerasauma“ mat- ið á alla þá umsækjendur sem þyrptust að. Þess vegna varð að- ferðin að vera einföld en algild. Lánveitingar í eldri lánakerfum stofnunarinnar fóru líka fram eftir algildum reglum. Allir voru jafnir og fengu sömu fyrirgreiðslu hvort sem þeir þurftu hennar með eða ekki og hvort sem þeir gátu staðið undir greiðslubyrðinni eða ekki. Greiðslumatið flutt út í banka og sparisjóði Þegar aðferðin hafði verið próf- uð í Húsnæðisstofnun um nokkurt skeið þótti óhætt að sleppa hend- inni af þessum þætti málsins og treysta bönkum fyrir matinu. Disklingar með fomtinu fína voru sendir í bankana og bankamenn fengu skyndinámskeið í notkun þess. Þetta átti að minnka veru- lega álag á starfsmenn stofnunar- innar auk þess sem bankarnir fengu nú nýjan tekjustofn s.s. að selja matið. Það er rétt að skjóta því hér inn, að á meðan matið var ókeypis í Húsnæðisstofnun gilti það í fjóra mánuði, en það breyttist í 12 mánuði við gjaldtökuna. Ekki verður séð hvernig líftími matsins getur þrefaldast við það eitt, því ekki hefur orðið vart við neinar aðrar breytingar eða endurbætur. Til að minnka álagið á starfs- menn Húsnæðisstofnunar átti nú að láta nægja að taka stikkprufur til að fylgjast með að matið væri „rétt“ hjá bönkunum. Reyndin hefur víst orðið sú að starfsmenn Húsnæðisstofnunar endurvinna allt matið aftur. Að minnsta kosti krefst húsbréfadeild, í öllum tilfell- um, allra fylgigagna sem bankinn fékk til að vinna greiðslugetumat- ið, áður en hún samþykkti skulda- bréfaviðskipti skv. kauptilboðum sem henni berast. Stærsti gallinn er þó ef til vill sá að þegar bankar tóku við þessu starfi var þeim rétt allt upp í hend- urnar, forritið, forsendurnar og aðferðin. Nú leikur grunur á að nokkur vanskil séu að verða hjá þeim sem hafa nýtt húsbréf í fasteignavið- skiptum. Það var ekki við öðru að búast. Bankamir hafa ekki verið gerðir ábyrgir fyrir greiðslugetu- mati sem þeir láta frá sér. Þar yppta menn öxlum og segja: „Við vinnum þetta nákvæmlega eftir þeim leiðum sem okkur voru kenndar og fyrir okkur var lagt.“ Það blasir við, hveijum sem sjá vill, að bankar og sparisjóðir eru í verulegri samkeppni sín á milli um viðskipti og sparifé almenn- ings. Þegar viðskiptamaður kemur í „bankann sinn“ til að fá mat á greiðslugetu sinni er það augljóst markmið bankans að tryggjá sér áframhaldandi viðskipti þessa ein- staklings og þess vegna getur ver- ið tilhneiging til að skera matið ekki við nögl. Þetta þýðir ekki að ég sé að væna starfsmenn banka og sparisjóða um óheilindi nema það felist ásökun í því að vera talinn mannlegur. Sveigjanleiki er þáttur mannlegs eðlis. Hvernig má bæta kerfið? Það verður að gera banka og sparisjóði ábyrga fyrir mati á greiðslugetu. Það kann að að vera að matið verði eitthvað dýrara en það verður að hafa það. Það er miklu dýrara að gera mistök sem leiða til vandræða síðar meir. í Danmörku mun hliðstætt mat Þingholtsstræti 1 - Rvík Til sölu fasteignin Þingholtsstræti 1, Rvík. Um er að ræða jarðhæð, hæð og rishæð, samtals 467 fm að stærð. Eignin er til afh. strax. Hagst. langtímalán ca 7,0 millj. , ÁSBYRGI, Borgartúni 33, 105 Reykjavík. INGILEIFUR EINARSSON, lögg. fastsali. SÖLUMAÐUR: Örn Stefánsson. ® 623444 FYRIRTÆKI TIL SÖLU TIL SÖLU TIL SÖLU VANTAR - VANTAR ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Skemmtistaður. Matvöruverslanir. Söluturnar. Efnalaugar. Bílasölur. F ramleiðslufyrirtæki. Heildsölur. Tískuverslun í Keflavík. Bátaframleiðsla. Fiskikaraviðgerðir. Líkamsræktarstöðvar Verslun með barnavörur. Vantar - vantar allar tegundir fyrirtækja á skrá. Skyndibitastaður miðsvæðis í Reykjavík Góður staður sem gefur mikla möguleika. Staðurinn er fullur af fólki og með góða veltu. Verð 10 millj. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. Fjársterkur aðili hefur beðið okkur um að útvega fyrirtæki til flutnings út á land. Allt mögul. kemur til greina. Má þurfa 200-300 fm húsn. Verð frá kr. 2,0-8,0 millj. Staðgreiðsla kemur til greina. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. Skyndibitastaður í miðbæ Reykjavíkur. Miklir mögul. Hægt að fá stóran hluta af kaupverði lánaðan til 3ja ára gegn góðum tryggingum. Verð 4,2 millj. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. Fjársterkur aðili hefur beðið okkur að útvega ölkrá miðsv. í Reykjavík. Má kosta allt að 17,0 millj. Góðar tryggingar í boði. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. Efnalaug sem er á tveimur stöðum með veltu á aðra milljón. Hluta af kaupverði er hægt að fá á langtímalánum. Upplýsing- ar aðeins veittar á skrifstofu. Vantar dagsöluturn með veltu yfir 1,5 millj. á mán. Fjársterk- ur kaupandi. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. Höfum kaupanda að matvöruverslunum á Stór-Reykjavíkur- Góð heildsala með gott úrval umboða með ca 70-80 milljón kr. veltu á ári. Er í eigin húsnæði. Stór lager. Upplýsingar aðeins á skrifstofur. svæðinu. Þurfa að vera í 200-300 fm húsnæði. Vantar allar gerðir fyrirækja á skrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. Stór söiuturn og myndbandaleiga sem er á tveimur stöðum í borginni og hefur yfir 7000 titla, 30-40 myndbandatæki. Velta ca 4-5 millj. á mán. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. KAUPMIÐLUN FYRIRTÆKJASALA Laugavegi 51, 3. hæð. Símar: 621150 og 621158. Fax. 621106.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.