Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 INNANSTOKKS OG UTAN Oftiar sem ylja sal og líkaina UM langan aldur hafa menn búið í eldlausum húsum á íslandi. Hús- in hafa verið kynl með kolum, olíu og heitu vatni og hvergi sást í opinn eld. Það var með vilja gert að menn byrgðu eldinn, hann þótt bæði hættulegur og óþægilegur. Frá eldinum neistaði bæði og rauk, sót myndaðist og loftið mengaðist. Það var því mikil framför þegar hægt var að leggja miðstöðvakerfi í hús og enginn saknaði opna eldsins.- Ekki strax að minnsta kosti. En það er samt langt síðan menn fóru að gera ráð fyrir arni í nýjum húsum og margir þeir sem búa í húsum með gömlum skorstein- um hafa notað tækifærið og komið sér upp arinofni þar sem hægt er að njóta kosta opna eldsins en sleppa við ókost- ina. Þeir sem þekkja tiifinninguna að sitja við opinn eld vita að ekkert ann- að kemur í staðinn. Engin önnur hitunaraðferð hefur eins mikil áhrif á manninn. Auk ylsins gefur eldur- inn frá sér hlýja og milda birtu sem flöktir og flytur með sér líf. Hljóðið í eldinum er konfekt fyrir eyrað og ilmurinn sem fylgir þegar timbur er brennt stendur öllum öðrum ilmi framar. Hitinn frá góðum ofni yljar manni fljótt á köldu vetrarkvöldi. Þrjár gerðir ofna Arinofnar seljast jafnt og þétt, tískan kemur þar lítið við sögu þótt ofnarnir hafi komist í tísku fyrir u.þ.b. 15 árum, enda eru þessir ofnar í raun alls ekki tískuvara heldur eitthvað sem fólk kaupir vegna nota sinna af þeim. í arinofn- um og brennsluofnum má líka brenna ýmislegt sem ekki er hægt að endurnýta og annars færi til Sorpu, garðúrgang sem ekki fer í safnhauginn, blöð, pappa, umbúðir og timburrusl svo eitthvað sé nefnt. Þeir hafa líka verið mjög vinsælir til að kynda með sumarbústaði, enda gera þeir þar gott gagn í kynd- ingu og við hreinsun. Úrvalið er mikið og hægt er að velja milli þriggja gerða. ARINOFNAR. Arinofnar eru opnir og svipar mjög til venjulegra ama. Þeir eru lágir og oftast úr smíðajárni eða plötujarni og hafa stórt opið eldstæði. BRENNSLUOFNAR. Brennslu- ofnar eru lokaðir og oftast úr steypujárni og níðþungir. Þeir eru venjulega minni og turnlaga. Brennsluofnar gefa frá sér mikinn hita sem endist lengi eftir að eldur- inn er dauður. einn og sér næstum hvar sem er í íbúðinni. Hann kemst næst því að vera eins og venjulegur arinn. LOKAÐIR ARINOFNAR (com- biofnar) Þessir arinofnar eru eins konar blanda af báðum hinum. Þeim svipar meira til arinofna en má loka með hurðum sem oftast eru úr eld- traustu gleri. Þeir hitna ekki eins vel og brennsluofnar úr steypujámi. Ofni komið fyrir Mikið má til mikils vinna“ segir máltækið og það þarf stundum nokkrar tilfæringar við að koma ofninum fyrir. Engar íslenskar regl- ur eru til um staðsetningu eða notk- un þessara ofna en stuðst er við norska reglugerð og það er sjálf- sagt að kynna sér hana áður en farið er af stað. Reglurnar er hægt s 0 B: Brennsluofninn er oftar notað- ur til kyndingar í sumarbústaði en í heimahús. Hann gefur mik- ill yl en eldurinn er ekki opinn og hann er því ekki augnayndi. að fá hjá Brunamálastofnun. Þegar ofninum er komið fyrir verður að vanda fráganginn því nú er ekki verið að tjalda til einnar nætur. Best er að setja flísar undir ofninn og legggja gott svæði fyrir framan hann til öryggis. Ofninn ætti ekki að standa í gangvegi þar sem auðvelt er að brenna sig á honum ef leiðin liggur alltaf fram- hjá. Hann ætti heldur ekki að standa nálægt glugga. Reykrörið þarf að vera rétt lagt og hægt er að fá leiðbeiningar um það eins og annað viðkomandi ofn- unum hjá Brunamálastofnun. Það er öraggara að leita sér aðstoðar áður en maður gerir vitleysu sem C Q C: Lokaður arinofn (combiofn). Hér er ofn með opnum eldi sem loka má fyrir. Eldurinn er samt sjáanlegur þar sem hurðirnar eru úr gleri. Þessi ofn er stærri en báðar hinar gerðirnar og hann gefur meiri möguleika. erfitt er að leiðrétta. Ofninn þarf ekki eins mikillar hreinsunar við og margur gæti haldið. Flestir þeirra eru með rist og skúffu undir eldhólfinu og þá má einfaldlega sópa öskunni ofan í skúffuna. Ef gler er í hurðum þarf að hreinsa það reglulega með sápulegi. Ef fita kemst á glerið eða óhreinindin eru erfið viðfangs er hægt að hreinsa það með ofn- hreinsi öðru hverju. Járnið í ofnin- um gránar með tímanum, til er sérstakt ofnkrem í túpum (svipað skóáburði) sem borið er á ofninn og þurrkað af með klút. Af þessu kremi er sáralítil lykt og vinnan er ekki meiri en við að pússa húsgögn. eftir Jóhönnu Harðardóttur KiörBýli rt= 641400 Nýbýlavegi 14 - Kópavogi Símatími 13-15 2ja-3ja herb. Astún - 2ja Falleg 60 fm íb. á 1. hæð í vins. fjölb. Gengið inn af svöl- um. Ákv. sala. Verð 5,8 millj. Kársnesbraut - 2ja-3ja Falleg 70 fm nýl. íb. á 2. hæð í þríb. Parket. Svalir í vestur og norður. Áhv. byggsj. 2,8 millj. Verð 6,5 m. Drápuhlíð - 3ja Falleg risíb. í fjórb. íb. er öll end- urn. Parket. Verð 6,5 millj. Álftröð - 3ja + bílsk. Falleg 3ja herb. 91 fm neðri sérh. ásamt 34 fm bílsk. og sólstofu. Verð 7,6 millj. 4ra-6 herb. Álfhólsvegur - 4ra Snotur íb. á 1. hæð í fjórb. Suð- ursv. Nál. skóla. Áhv. byggsj. (fast- veðbr.) 4,5 millj. Verð 7,5 millj. Hverfisgata - Hf. - 5 herb. Til sölu 104 fm íb. á tveimur hæð- um. Sérinng. Áhv. húsnstjlán 2,6 millj. Verð 6,0 millj. Falleg 4ra-6 herb. efri sérh. ásamt 27 fm bílsk. Fráb. útsýni. Bein sala. Mögul. að taka 2ja herb. íb. uppí. Reynihvammur - sérhæð Falleg 115 fm neðri hæð í tvíb. ásamt 28 fm einstaklíb. m/sérinng. Ról. staður. Skipti mögul. á stærri eign. Verð 10,3 millj. Einbýli - raðhús Silfurtún - einb. Snoturt 120 fm hús á einni hæð. 3 svefnherb., stofa, borðstofa. 36 fm bílsk. Ákv. sala. Verð 10,9 millj. Kársnesbraut - einb. Sérlega fallegt og vandað 160 fm nýl. hús á tveimur hæðum ásamt 33 fm bílskúr. Njálsgata - einb. Gott 164 fm hús á þremur hæðum ásamt 21 fm bílsk. Nýtt eldhús, nýtt rafm. Séríb. í kj. Verð: Tilboð. Selbraut - Seltj. Fallegt 182 fm einbhús á einni hæð ásamt 48 fm tvöf. bílsk. og 18 fm sólstofu. Skólagerði - parh. Fallegt 125 fm parh. á tveimur hæðum. Nýl. eldhinnr. 35 fm bílsk. Verð 10,5 millj. Til sölu nokkrar 2ja herb. íbúðir á götuhæð 69-73 fm. Afh. tilb. u. trév. eða fullb. Álfholt - Hfj. 2. hæð með sérinng. Einnig 2ja og 3ja, 67-93 fm íbúðir, í 3ja hæða fjölbýli. Afh. tilb. u. trév. nú þegar. Digraneshlíðar Gnípuheiði Höfum til sölu nokkar 126 fm sér- hæðir ásamt 28 fm bílskúr á besta stað í Kóp. Frábært útsýni. Afh. fokh. innan, frág. utan. Lóð frág. að hluta. Suöurhlíðar - Kóp. Fagrihjalli - parhús Til sölu á besta stað v/Fagrahjalla nokkur hús á tveimur hæðum. 5-6 herb. Bílsk. 28 fm. Til afh. strax, fokh. innan, frág. utan. Sölustj. Viðar Jónsson, Rafn H. Skúlason lögfr. Sérhæðir Álfhólsvegur - sérh. I smíðum Þverholt - Mos. Opið í dag frá kl. 12-14 Einb. - raðh. - parh. Fagrihjalli Sérstakl. glæsil. 180 fm fullb. parhús ásamt bílsk. Eignin er frág. á vandaðan hátt. Parket og flísar. Áhv. 4,8 mlllj. veðdeild o.fl. 4ra-6 herb. Samtún 130 fm hæð og ris. Mikið end- urn. eign. Til greina koma skipti á 3ja herb. íb. Verð 9,5 millj. Holtagerði - Kóp. Góð neðri sérhæð í tvíb. 3ja- 4ra herb. Nýtt eldhús. Parket. Nýklætt hús. Bílsk. Skipti mögul. Langeyrarvegur - Hf. 122 fm neðri sérh. í tvíb. 3 svefnherb. Ný innr. í eldh. Áhv. 4,4 millj. húsbréf. Verð 8,1 millj. Skipti mögul. á eign í Hvera- gerði. Reykás - „lúxusíb." Sérstakl. glæsil. 150 fm íb. á tveimur hæðum. Bílsk. Lyngmóar - bílsk. 92 fm falleg 3ja herb. íb. á 1. hæð. Suðursv. (nýtt sem 4ra herb.). Verð 8,8 millj. Álftamýri Góð 3ja herb. íb. á 4. hæð. Suðursv. V. 6,1 m. 7'68 12 20 BORGARKRINGLAN, norðurturn Lögmenn: Hróbjartur Jónatansson og Jónatan Sveinsson hrl. Vegna mikillar eftir- spurnar bráðvantar 3ja og 4ra herb. íbúðir á söluskrá Vesturberg Rúmg. 3ja herb. íb. á 4. hæð. Sameign endurn. Verð 5,9 millj. Vesturberg Falleg 2ja herb. íb. á 4. hæð í lyftuhúsi. Nýtt eldhús, gólfefni r-n RiiAiirsv. Verð 4,8 millj. Atvinnuhúsnaeði Bæjarhraun - Hf. Glæsil. 492 fm verslunarrými á 1. hæð, 377 fm lagerrými í kj. Til leigu - Hf. 2 x 100 fm ásamt 50 fm á efri hæð við Fornubúðir. Hentar vel fyrir fiskvinnslu. Ath. fiskmark- aður í næsta nágrenni. Snyrtistofa - vel staðsett Lág leiga. Lítill tilkostnað- ur. Rekin samhliða þekktri hárgreiðslustofu. Sameig- inleg móttaka viðskipta- vina. Góð fótaaðgerðaað- staða. Gott verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.