Morgunblaðið - 19.01.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 19.01.1992, Síða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 SETBERGSHLÍÐ Til sölu 2,3 og 4 herbergja SÉRÍBÚÐIR íþessufallegahúsi. Stórkostlegt útsýni. Sérinngangur í allar íbúðir, engin sameign, þvottaaðstaða inni í íbúð, ævintýraleg útivistarsvæði allt um kring. Kynntu þér málið nánar á skrifstofu okkar þar sem ítarleg upplýsinga- mappa um allt sem máli skiptir liggur frammi eða hafðu samband við okkur í síma 652221. SH VERKTAKAR HF Opið mán. - föstud. frá 9 til 18 SKRIFSTOFA STAPAHRAUNI 4 HAFNARFIRÐI SÍMI652221 814433 OPIÐ KL. 13.00-15.00 Einbýlis- og raðhús EINBYLISHUS í VESTURBÆ Nýtt í sölu 196 fm hús byggt 1980 á einni hæð m/28 fm bílsk. á besta stað í Vesturbæ. I hús- inu eru m.a. 2 stofur og 5 herb., vandaðar innr., fallegur garður. SEL TJARNARNES Nýtt 230 fm hús á tveimur hæðum m/innb. bílsk. M.a stofa, sólst., alrými, 4 svefn- herb., stórt baðherb., gestasn. Allar innr. 1. flokks. Gott verð. LAUFBREKKA Nýl. 185 fm raðhús á tveimur hæðum. Niðri: 2 stofur, 3 svefn- herb., eldhús o.fl. Uppi: Alrými, svefnherb., bað o.fl. Verð 13,5 millj. RAUÐAGERÐI Hús á tveimur hæðum, byggt 1978, alls 350 fm, með innb. bílsk. Skipti á minni eign mögul. SKERJA FJÖRÐUR Aðflutt timburhús í endurbygg- 2ja og 3ja herb. KAMBSVEGUR 2ja herb. 60 fm íb. á 2. hæð í steinhúsi. Verð 4,8 millj. Laus strax. HÁTÚN - LYFTA Nýkomin í sölu 3ja-4ra herb. íb. á 3. hæð. M.a. 2 stofur og 2 svefnh. Sameign nýstandsett. VÍÐIMELUR Vel með farin íb. á 4. hæð m.a. 2 stofur (skiptanl.) og 1 svefn- herb. Veðdeild 3,3 millj. Verð 6,4 millj. 4RA OG 5 HERB. Fallegar íbúðir í Setbergshlíð og víðar. „PENTHOUSE" 180 fm íb. á tveimur hæðum tilb. u. trév. og máln. ásamt bílskýli v/Skúlagötu. 2JA HERB. Ný og falleg íb. á 1. hæð við Þverholt. Bílskýli. GRENIMELUR Nýkomin í sölu sérl. falleg 4ra herb. efri hæð m/sérinng. 2 stofur m/svölum, 2 stór svefn- herb., eldhús og bað. Nýjar innr. í eldhúsi og baði. Nýjar lagnir, nýtt gler og gólfefni. ÞINGHÓLSBRAUT 5 herb. efri sérhæð í þríbhúsi með bílsk. Nýtískuleg íbúð. Glæsil. útsýni. Verð 10,8 millj. FÁLKAGATA 5 herb. íb. á 3. hæð. 2 stofur og 3 stór svefnherb. Eldhús og baðherb. með nýjum tækjum. Verð 8,9 millj. AUSTURBORGIN 120 fm endaíb. í 3ja hæða húsi innst v. Kleppsveg. Stórar stof- ur. 3 svefnherb. Þvottah. innaf eldh. Laus fljótl. SKEIFUNNI Húsn. á jarðhæð m/mikilli loft- hæð, nýjum innr. og loftræsti- kerfi. Tilvalið f. hvers kyns fram- leiðslu, iþrstarfsemi o.fl. SUÐURLANDSBR. VIÐ FAXAFEN Skrifstofu- og verslunarhús- næði í ýmsum stærðum. Góð fjárfesting. 140 FM FYRIR IÐNAÐ í HAFNARF. Nýtt húsnæði á 1. hæð við Hvaleyrarbraut. Laust strax. ÚRVAL AF ATVHÚSNÆÐI Hjá okkur er mikið úrval af hvers kyns atvhúsnæði víðs vegar um borgina. Leitið upplýsinga. íbúóimar I List- hnsinu í Laugar- dal komnar i sölu SMÍÐI Listhússins í Laugardal hefur gengið vel. Byggingarfram- kvæmdir eru þegar 4 mánuðum á undan áætlun, þannig að áform- að er að afhenda vinnustofur og íbúðir þar tilbúnar undir tré- verk og málningu í maí næstkomandi í stað september eins og upphaflega var áætlað. Lóð og bílastæði ásamt upphituðum gang- stéttum og svalagöngum eiga að verða tilbúin nokkru síðar. Þeg- ar er búið að ráðstafa nokkrum vinnustofum og íbúðum og hefur Reykjavíkurborg m. a. keypt þarna eina íbúð og vinnustofu, sem ætlaðar eru til menningarstarfemi á vegum borgarinnar. Listhúsið er hugsað sem staður, þar sem listamenn og listunn- endur hittast. Þar verður ekki bara vinnuaðstaða fyrir margar greinar listar og listiðnaðar heldur einnig sýningar- og sölu- aðstaða og greiður aðgangur fyrr all- an almenning til að skoða og fylgj- ast með og kaupa þá list, sem þarna verður í boði. Það er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf., sem hefur tekið að sér að byggja húsið, en það eru teiknað af Tryggva Tryggvasyni arkitekt og stendur við Engjateig 17 og 19 á milli Suðurlandsbrautar og As- mundarsafns. Ætlunin er, að félag- ar í Bandalagi íslenzkra listamanna hafi forkaupsrétt á þeim vinnustof- um og íbúðum, sem þarna eru til sölu. Þetta kom m. a. fram í viðtali við Tryggva Árnason grafíklista- mann, en hann er upphafsmaður að smíði hússins. — Listhúsið verð- ur samsett úr tveimur húsum auk tengibyggingar, sagði Tryggvi. — Á jarðhæðum verða sýningarsalur, tólf vinnustofur og verzlanir og má tengja þetta allt saman með fáum handtökum í eina samvirka heild. Virka daga er reiknað með, að þarna verði líflegt námkeiðahald og liststarfsemi en um helgar sýningar og verzlunarrekstur. Á efri hæðum beggja húsanna verða tíu til tólf vinnustofuíbúðir listamanna, lis- tiðnaðarmanna og annarra þeirra, sem tengjast menningarstarfsemi okkar. Tryggvi Árnason er fæddur 1936 og alinn upp við Tjörnina í Reykja- vík. — Eg starfaði lengi í Verzlunar- bankanum og nú rek ég tölvufyrir- tæki jafnhliða myndlistinni, segir hann. — En það er langt síðan ég lét gamlan draum rætast að leggja út í myndlistarnám. Fyrst fór ég í Myndlistaskóla Reykjavíkur, en síð- an lauk ég námi í grafík frá Myndl- ista- og handíðaskóla Reykjavíkur 1983 og hef reynt að vera virkur á því sviði æ síðan. Fyrirmyndin frá Cornwall — Erlendis má víða finna fyrir- myndir að starfsemi af þessu tagi, heldur Tryggvi áfram. — Þær eiga það flestar sameiginlegt, að þar er stöðug starfsemi alla daga vikunnar allan ársins hring. Þar er alltaf nóg um að vera og gestir ganga að því sem vísu. Sjálfur kynnti ég mér svona sambýli fyrst í Saint Ives fyrir um 10 árum, en það er lítill listmannabær í Cornwall í Eng- landi. Hann var þó ekki byggður frá grunni með þetta í huga, heldur varð það smám saman. Sambýlið var í stóru húsnæði, þar sem gengið var beint inn frá götunni. Þar voru vinnustofur lista- manna við breiðan gang. Þarna mátti sjá fólk að störfum við ýmsar greinar listar og listiðnaðar t. d. við að mála, við glerblástur, grafík og margt fleira. Það var fjarska gaman að fylgjast með þessu, enda mikill fjöldi manns kominn til að skoða verk listafólksins og kaupa þau. Ein helzta hugmyndin að þess- ari er einmitt að koma verkum lista- fólksins milliliðalaust á framfæri og auðvelda því að lifa af list sinni. Þetta hófst með því, að ég sótti um lóð til borgarinnar undir sýning- arskála og vinnustofu og var þá Dent á, að þarna væri lóð, sem ættu að fara undir menningarstarf- semi. Þessi lóð var auðvitað ætluð fyrir miklu stærri byggingu en ég hafði upphaflega í huga. Ég var svo heppinn að fá til liðs við mig traust- an byggingaraðila, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf., sem býr yfir mikilli reynslu og hefur byggt margar stórbyggingar á undanförn- um árum. Þarna verður stór sýningarsalur til afnota fyrir þá, sem þar eiga eftir að búa og starfa. — Það skipt- ir miklu máli fyrir listafólk að kom- ast inn í góða sýningarsali, segir Tryggvi. — Það er margra ára bið að komast inn í Kjarvalstaði og alls ekki allir listamenn, sem fá að kom- ast þangað. Þeir sem verða með vinnustofur sínar í nýja Listhúsinu, munu auðvitað hafa forgang að því að halda sýningar í stóra salnum þar, en hann er næstum því eins stór og austursalur Kjarvalsstaða eða nær 300 fermetrar. Álma er út úr húsinu í átt að Ásmundarsafni, þannig að Listhú- sið verður samtengt þessu safni, enda þótt það verði ekki sambyggt. Að mati Tryggva eiga nálægðin og tengslin við Ásmundarsal að verða til þess að draga að heimsóknir erlendra ferðamanna, enda stutt í þijú af helztu hótelum borgarinnar, það er Holiday Inn, Hótel Esju og Hótel ísland. Laugardalshöll og íþróttavöllurinn eru heldur ekki langt undan. — Þarna á því eftir að verða mikil umferð jafnt er- lendra ferðamanna og íslendinga og þá ekki eingöngu yfir aðal sum- arleyfístímann heldur stóran hluta árs, segir Tryggvi. Ég geri ráð fyrir mikilli aðsókn fólks þarna um helgar. Ég man eftir því sjálfur, þegar ég hélt sýn- ingar á Kjarvalstöðum 1983 og 1985, að þá komu allt niður í sjö manns virka daga en fleiri hundruð manns um helgar. Þannig er þetta enn. Því væri heppilegast virka daga að nota sýningarsalinn í List- húsinu fyrir aðra starfsemi t. d. námskeið, ráðstefnur eða annað af Tryggvi Árnason fyrir framan Listhúsið í Laugardal. Það verður samsett úr tveimur húsum auk tengibyggingar. 9 * Höfðabakki - tækifæri Verslunar- og skrifstofuhúsnæði Til sölu við eina mestu umferðaræð borg- arinnar og í vaxandi þjónustuhverfi 319 fm verslunarhúsnæði á jarðhæð ásamt skrifstofuhúsnæði á 2. og 3. hæð. Til afh. strax. Hagstæð greiðslukjör. , ÁSBYRGI, Borgartúni 33, 105 Reykjavík. INGILEIFUR EINARSSON, lögg. fastsali. SÖLUMAÐUR: Örn Stefánsson. 'E' 623444 _ eftir Magnús Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.